Alþýðublaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 m e n n i n ■ Jack Kerouac var á sjötta áratugnum ímynd þess fágaða en flotta. Safn einkabréfa hans tekur kannski glansinn af þeirri ímynd, skrifar Carolyn Cassady, eiginkona IMeal heitins Cassady, en hann var þungamiðjan í bestu verkum Kerouac - þar á meðal höfuðriti hans: On The Road „Eg var aldrei í uppreisn, ég var bara hamingjusamur og kindarlegur bjáni. Hingað til hefur fólk þekkt Jack Kerouac af því sem hann skrifaði sjálfur, af viðtölum, rit- gerðum og ævisögum. Nú hefur Ann Charters tekið saman einkabréf hans í bókinni Jack Kerouac: Selected Letters 1940-1956 og loks stækkar þá sjóndeiMarhringurinn; þó enn sé hann takmarkaður. Bréfin í bók- inni eru frá fyrstu 16 árunum sem Kerouac stundaði ritstörf yngsm bréfin eru skrifúð ári áð- ur en On The Road breytti við- teknum hugmyndum um bók- menntir - og jafnvel um allt samfélagið. Bókin er 600 síðna doðrantur en samt er það brot af bréfunum sem Kerouac skrifaði. Loks er þó hægt að byrja að meta hann eftir hans eigin hugsjónum, helstu hugðarefnum, hæðum og lægðum og eigin lýsingu á trú hans og tilfinningum en ekki af því sem aðrir gerðu ráð fyrir. („Ég var aldrei í uppreisn, ég var bara hamingjusamur og kindar- legur bjáni, einlægur og kjána- legur af gleði. Og þannig verð ég áffam.“) f bréfum sem hann skrifaði nánum vinum sínum fær hugur hans að reika án takmarkana og glöggar athuganir hans eru fjölbreytilegar og mettar af sama lífskraftinum og hefur gert skáldverk hans svo vinsæl. Ásamt áfergju hans til að skipuleggja og tilhneigingar til að skipta endalaust um skoðun koma geðsveiflur Kerouac ffam í öllu geðklofa veldi sínu. I bréfi til Allen Ginsberg fiá 1952 skrifar Kerouac: „Og ég sem hélt að þú værir vinur minn - svo situr þú þama og horfir ffaman í mig og segir mér að On The Road sem ég skrifaði hjá Neal sé ófullkom- in... Heldurðu að ég sjái ekki hvað þú ert afbrýðisamur og hvemig þú og Hómer og Salo- món mynduð fóma hægri hönd- inni til þess að geta skrifað texta eins og On The Road ... Og svo gefið þið mér ekki tækifæri til annars en að skrifa heimskuleg bréf eins og þetta þegar ég gæti notið þess að ganga í skrokk á ykkur ef þið væmð almennilegir menn...“ Og það versnar, samt skrifar hann mánuði seinna: „Ég las bréfið þitt oft og mörgum sinnum. Það er mjög indælt, þú ert mjög indæll að skilja það sem ég sktifa. Mér fannst þetta mikill heiður..." Vinasamband Kerouac við eiginmann minn heitinn, Neal Cassady, fyrirmynd hans að söguhetjunum Dean Moriarty og Cody Pomeroy, er jafn kraftmik- ið og ástríðufiillt og önnur skrif hans. Röð bréf sem hann skrifaði til Neal árið 1951, en setti aldrei í póst (Charters sleppir því að minnast á þann greinarmun) leiða fram hinn ómengaða Kerouac. Hér er kominn maður- inn sem ég þekkti, algjörlega laus við sjálfsmeðvitaðan bjánaskapinn og bullið sem haim gældi stundum við í verkum sínum. Þessi bréf ein og sér em að mínu mati bókarinnar virði. Svo virðist sem Charter hafi lagt áherslu á að velja bréf sem tengjast þróun í verkum Kerouacs. Þegar að því kemur að stærra brot af þúsundum biéfa hans h'ta dagsins ljós - til dæmis bréf sem hann skrifaði elskhugum sínum - losnar Kerouac kannski við glanshúðina sem fjölmiðlar reyndu að hjúpa hann. Oðm bindi, með bréfum seinustu 13 ára hans, hefiir verið lofað - en þetta er góð?fcyijun og þeir sem hafa áhuga á Kerouac verða ömgglega mjög hrifhir. ■ gv/Byggtá Vogue Jack Kerouac ásamt börnum og eiginkonu Neal Cassady, Carolyn Cassady. Neal varð Kerouac yrkisefni og þungamiðjan í bestu verkum hans. héldu Neal Cassady, fyrrum betmnar- stofnanadreng, snilldarlegan bílaþjóf og frjálslyndislegan bóhem sem steypti sér yfir líf Kerouac árið 1946 - einsog „einhver löngu glataður bróðir," skrif- aði Kerouac seinna á ævinni. Kerouac viðurkenndi fuslega að það hafi verið hið 13 þúsund orða „biéf ‘ Neal Cassa- dy um samband sitt við tvær stúlkur firá Denver (hluti þessara skrifa Cassady var birt í bók hans - sem reyndar gefin var út eftir dauða hans: The First Third) sem varð hinn mikilvægi inn- blástur er herti hann í leitinni að eigin tóni; eigin rödd. Frá þeim punkti beindi Kerouac leit sinni að eigin höfundar- einkennum inní „hinn raunverulega sannleika" lífs síns og skrifaði uppfrá því í óskipulegum en þó nákvæmum flæðisstílnum, djassaður, spunakenndur og andstuttur, fyrirvaralaus, sjálfkrafa og taktlegur - þama var sprottinn upp sá Jack Kerouac er við þekkjum sem snilling og brautryðjenda. „Þú og ég,“ skrifaði Kerouac til Cassady, „verðum orðnir tveir mikil- vægustu rithöfundar Bandaríkjanna í síðasta lagi eftir tuttugu ár.“ En innan tuttugu ára voru þeir báðir látnir. Cassady varð hinsvegar þungamiðjan í flestum stórbromusm verkum Kerouac, ekki síst On The Road sem hann minn- ist fyrst á í bréfum sínum árið 1948 sem löngun til að skrifa „hina einu sönnu bandarísku flakkarasögu skálka; um puttaferðalög, sorgir, erfiðleika, ævintýri og harðræði... tveggja pilta." Aukin vonbrigði Jack Kerouac yfir því að finna ekki útgefenda fyrir On The Road og aðrar bækur sínar eru sterkur þráður gegnum bókina Jack Kerouac: Selected Letters 1940-1956. Árið 1954 hafði hann uppgötvað búdd- isma og í síðustu bréfimum í bókinni finnum við fyrir Kerouac sem steig sí- felldan línudans milli ákafahlaðins dýrðarsöngs vegna nýtilkominna höf- undareinkenna sinna og aukinnar lífs- þreym sem kom til vegna sístækkandi hlaða af neitunarbiéfum útgefendanna, sundurleysis og jafnvel splundrunar vinasambanda sinna og sérílagi við- skilnaðar hans og Neal Cassady. Fagn- Neal Cassady, AJlen Ginsberg, Willi- am Burroughs - og síðar á hfsleiðinni skáldin Phil Whalen og Gary Snyder. í safnriti bréfa hans er - einsog áður var sagt - ekki minnst einu aukateknu orði á hin fáeinu ástarsambönd sem Kerouac stóð í við karlmenn. í bréfum sem hann ritar til Ginsberg árið 1945 lýsir hann eftirsjá sinni vegna „gegg- jaðra kvöldstunda" sem hann átti með Burroughs og fleiri vinum sínum: ,JHafðu það í huga,“ skrifar Kerouac til Ginsberg, „að fyrsta hluta lífs míns eyddi ég í andrúmslofti algjörlega og kröftuglega andstæðu þessari tegund andrúmslofts ... Og hvað varðar lík- amlega þætti - sem mér býður við á meðvitaðan hátt einsog þú veist -,þá get ég ekki verið svo viss ... hvað serri' býr í undirmeðvitund minni er þar ...“ ítarlegur og yfiihöfuð upplýsandi neð- anmálstexti Charters kemur hinsvegar ekkert inná þessa hluti og engu ljósi er frekar varpað á þá. Rauði þráð- urinn og í raun- inni það sem þessi bréf Kerouac koma einna sterkast til skila er þró- unarsaga hans sem rithöfund- ar gegnum ár- in; hvernig metnaður hans í æsku til að skrifa „epísk stórvirki og frásagnir af magnaðri fegurð og goðsögulegri merkingu" breyttist eftir því sem árin liðu yfir í að hann einbeitti sér að landslagi og því andrúmslofti sem ríkti í Bandaríkjunum á þessum tíma - og kannski ennfremur að einbeita sér að þessum atriðum á þann hátt að birta okkur annálakafla úr lífi sínu. Bréfin sýna einnig glögglega hvernig tak- markalaus bjartsýni, sjálfsöryggi og trúin á eigin mikilfenglegu örlög í bók- menntaheiminum breyttust smámsam- an og enduðu sem vanmáttar- og höfh- unartilfinning; yfirþyrmandi, persónu- leg óhamingja. Bréfin sýna okkur lirað- lestina sem Kerouac var ýtt uppá og ferðaðist á ógnarhraða með hann frá bjartsýni og takmarkalitlum vænting- um til bijálæðislegrar örvæntingar. Árin kringum 1950 vom besta tíma- bil ævi Jack Kerouac; á þessum árum styrkti hann vinabönd við félaga í and- anum og kynntist öðrum mikilmennum sem áhrif höfðu á öll hans skrif til dauðadags; á þessum árum flæktist hann einsog bolti í kúluspili fram og tilbaka um Bandaríkin; á þessum árum var hann hamingjusamur. Bréfin draga fram skýra mynd af manni er var sífellt þrumulostinn yfir furðum lífsins, spenntur yfir dýrð mótsagnanna sem honum fannst búa í manninum. Lífs- gleðin er greinilega hvort heldur sem hann skrifar vinum sínum um þann draurir sinn að gerast búgarðseigandi í Wyoming eða sagði frá því hvemig hann væri yfir sig ástfanginn af stúlku sem hann hefði kynnst á skautum. Til- viljanakennd mannamót á vegum úti eru síðan vita- skuld fyrirferð- aimikil í bréfun- um og í þeim kristallast óend- anleg ást hans á leifunum af hin- um eina sanna landnemaanda í Bandaríkjunum. „Þegar búgarðs- starfsmaður kom um borð í rútuna í Hugo og brosti til okkar allra, heils rútufarms af fólki, skynj- aði ég sam- stundis hvernig hann hafði miklum mun meiri áhuga á afdrifum mann- kynsins en 10.000.000 fræðimenn og prófessorar kenndir við Nýja skólann og Columbiaháskóla.“ Og endalaust var Kerouac að gera áætlanir og skipuleggja fyrir framtíð- ina... áætlanir um að „safria mér 175 dollurum, fara og þvælast í rólegheit- unum, norður á bóginn með flutninga- lestum og fara á puttanum - um Oreg- on, Washington, Idaho"; áætlanir um að ferðast til Mexíkó, Ítalíu, San Franc- isco - og áætlanir um heimkomuna. Flestar þessar stórhuga áætlanir inni- Listin að afhjúpa sjálfan sig: „Ég var aldrei í uppreisn, ég var bara hamingju- samur og kindarlegur bjáni, einlægur og kjánalegur af gleði. Og þannig verð ég áfram," skrifar Jack Kerouac í einu bréfa sinna. Fáðu þér miöa fyrir kl. 20.-« á laugardaginn. Fjórfaldur 1. vinningur! Síðast var fjórfaldur fyrsti vinningur 15 milljónir króna. - Leikur einn! aðarbréf sem hann skrifaði í tilefni af útkomu On The Road á prenti nær meira að segja ekki að dylja efann og þunglyndið sem voru tekin að varpa sínum þunga skugga á líf þessa kon- ungs bítnikkanna. Og það er því kannski við hæfi að með þessu bréfi lýkur bókinni. Brotthvarf bjartsýninnar, vaxandi nálgun hans við þá búddísku hugsun að allt lífið sé ein samfelld þjáning og sú staðreynd að honum mishepþnaðist að yfirstíga slíkt var harmleikur Jack Kerouac. Þessi bréf beina sterkum kastara sviðsljóssins að glúnu manns- ins við djöfla sína og tilraunir haris til að höndla, jaunveruleika þessa fallega, dapurlega og óbærilega heims einsog hann er“ og umbreyta þung- lyndislegu og kvöldu eðh hans gegnum stórkostlegar bókmenntir. Bítið er óstöðvandi. ■ shh / Byggt á The Sunday Times Stéttin erfyrsta skrefiö inn... MikLðúrval afhellum og steinum. Mjöggottverð STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.