Alþýðublaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 P Ó I ■ Með vanhugsuðum málflutningi hefur verkalýðshreyfingin í reynd settfram kröfu um allsherjar launa- lækkun í landinu er niðurstaða úttektar Alþýdubladsins Spilin á borðið Gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á „sjálftöku" þingmanna á ekki við rök að styðjast. Verkalýðsforingjarnir voru fyrst og fremst að beina athyglinni frá því hverjir bera ábyrgð á lágu laununum. Eftir látlausar upphrópanir margra verkalýðsforingja um sjálftöku þing- manna og siðblindu, um sjálftöku skatt- fbíðinda og brot á yfirlýstri launastefnu, brá mörgum í brún við að heyra hvað verkalýðsforingjarnir í þætti Stefáns Jóns Hafsteins á Stöð 2 reyndust deigir og ráðvilltir - eftir öll gífuryrðin. Er málflutningurinn kannski ekki eins traustur þegar á reynir og ásakanimar í garð annarra voru afdráttarlausar? Hvað hafa forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar verið að segja á undan- fömum vikum? Þeir hafa verið samtaka um að beina reiði almennings yfir lág- um launum og háum framfærslukostn- aði að þingmönnum - og þá um leið frá sjálfum sér. Þeir hafa notað stór orð. Þeir hafa sakað Aiþingi um að skenkja þingmönnum skattfríðindi, sem þeir ekki höfðu áður og umfram almenna launþega í landinu. Þeir hafa sakað þingmenn um sjáiftöku launa og þar af leiðandi um siðblindu og sérhagsmuna- pot. Þeir hafa sakað þingmenn um að rjúfa-grið við verkalýðshreyfinguna í kjaramálum og um það að brjóta þjóðar- sátt um stöðugleika og lága verðbólgu og þeir hafa krafist ógildingar kjara- dóms. Reyndar samþykkti útifundurinn mikli þá kröfu að kauphækkun þing- manna skyldi vera hin sama og samið var um í febrúar (fost krónutala á bilinu 2700 til 3500 krónur á mánuði). í umræðuþættinum á þriðjudaginn virti'st vera mjög af þeim dregið. Þeir stóðu ekki undir væntingum um að rök- styðja einarðlega fyrri fullyrðingar. Benedikt Davíðsson treysti sér ekki til þess að svara því afdráttarlaust, hvort af- nema ætti Kjaradóm. Þaðan af síður vissi hann, hvað ætti að koma í staðinn. Fróðlegt væri að heyra svör Bene- dikts við því, hvort afnema ætti alla kjarasamninga, þar með talið sérkjara- samninga og úrskurði, sem fært hafa launafólki meiri kjarabætur - reyndar miklu meiri kjarabætur - en febrúar- samningamir? Á ekki eitt yfir alla að ganga? Hvemig ætlar verkalýðshreyf- ingin að láta til skarar skríða ef það er rétt sem Þórarinn V. Þórarinsson full- yrðir að þessir hinir sömu verkalýðsfor- ingjar hafi sjálfir í sérkjarasamningum samið um kauphækkanir „meiri en ýms- um af æðstu embættismönnum þjóðar- innar voru síðan mældar með Kjara- dómi“? Væntingar og veruleiki Verkalýðshreyfmgin hefur ekki að- eins vakið upp reiði. Hún hefur líka vakið upp væntingar um aðgerðir. Þá reynir á það hversu traustur málflutning- ur hennar reynist. Þá dugar ekki að gera bara hróp að öðmm og allra síst ef ásak- anir á hendur öðmm standast ekki dóm staðreyndanna. Lítum á helstu fullyrðingamar, sem vakið hafa upp reiði almennings. 1. Að þingmenn hafi samþykkt skatt- fnðindi handa sjálfum sér - umfram það sem þeir áður höfðu og umfram það sem launþegar njóta. Staðreyndin er sú að sumir þingmenn (meirihluti landsbyggðarþingmanna) höfðu áður meira en 100 þúsund krónur á mánuði í aukagreiðslur, sem voru skattftjálsar. Þær vom skattfijálsar sam- kvæmt úrskurði ríkisskattanefndar - ekki Alþingis. Skattfrjálsar kosmaðar- greiðslur til þingmanna em því ekki nýj- ar. 40 þúsund króna mánaðargreiðslan til allra þingmanna er reyndar lægri en skattfrjálsar greiðslur voru áður til sumra þingmanna. Aðeins hluti þeirra var fæðis/dagpeningar, sem em skatt- frjálsar lögum samkvæmt hjá öllum launþegum. Alþingi afnam reyndar þessar skatt- fijálsu dagpeningagreiðslur. En það fór yfír strikið þegar það ætlaði þingmönn- um skattfrádrátt fyrir önnur útgjöld en dagpeninga - umfram það sem aðrir launþegar hafa, nema sjómenn. Nú hefur Alþingi hinsvegar séð að sér. Það hefur tekið tillit til gagnrýninn- Sumir þingmenn hækkuðu í launum - aðrir lækkuðu. ar. Þessar kostnaðargreiðslur verða framvegis skattskyldar, einsog hjá öðr- um launþegum. Við þetta hefur hluti þingmanna lækkað í launum, en aðrir hækkað. 2. Að þingið hafi gert sig sekt um sjálftöku launa og þar með brotið ríkj- andi kjarastefriu á bak aftur. Alþingismenn hafa ekki tekið sér nein laun. Þeir hafa ekki breytt neinni steíhu. Þeir ráða engu um launaþáttinn. Kjaradómur er dómstóll, sem starfar samkvæmt lögum og úrskurðar um laun þingmanna og annarra. Kjaradómur segist byggja niðurstöðu súta á mati á „þróun kjaramála", það er mælingu launavísitölu, en hún mælir þær kjarabætur sem aðilar vinnumark- aðarins hafa samið um í reynd. Auk þess á kjaradómur að taka tillit til „inn- byrðis samræmis" þeinra starfshópa sem undir hann heyra og miðað við „sam- bærileg laun“ varðandi ábyrgð í starfi. Það er staðreynd að laun þingmanna hafa einungis fylgt grunnkaupshækkun- um kauptaxta frá árinu 1989. Á sama tíma hafa aðrir starfshópar fengið launa- breytingar, breytta röðun launaflokka, fengið metið launaskrið og gert sér- samninga, í mörgum tilvikum langt um- fram almenna rammasamninga. Árið 1992 úrskurðaði Kjaradómur þing- mönnum verulega launahækkun. Því var hnekkt með bráðabirgðalögum. Kjaradómur segir í greinargerð sinni að hann hafi að vísu ekki treyst sér til að hækka laun þingmanna til samræmis við launaþróunina á þessu tímabili. Og hvað þá um sambærileg laun? Banka- stjóra ríkisbankanna? Ríkisforstjórana? Æðstu embættismenn? Sveitarstjóra? Meðaltal forstjóra hjá rúmlega miðl- ungsfýrirtækjum? Það er staðreynd, hvort heldur litið er á laun eða hlunnindi, að þá eru laun þingmanna langt lyrir neðan þessa við- miðunarhópa. 3. Þýðir 9,5% launahækkun þing- manna samkvæmt Kjaradómi spreng- ingu álaunastefnunni? Samkvæmt upplýsingum sem hag- fræðingur ASÍ birtir með grein í Morg- unblaðinu, 22. september, þá er hækkun þingfararkaups frá 1989 talsvert undir hækkun lágmarkslauna með eingreiðsl- um á sama tímabili. Tilgátur og getsakir En hér er ástæða til að stalda við og spyrja: Hvað um aðra embættismenn, sem Kjaradómur (og kjaranefnd) úr- skurða um? Hvað um forseta íslands, ráðherra, hæstaréttardómara, héraðs- dómara og aðra toppembættismenn? Hvað með þá sem kjaraneíftd hefur úr- skurðað um, sem munu vera fyrst og fremst topplagið í embættismannakerf- inu? Frá því hefur verið skýrt opinberlega að hæstaréttardómarar hafi skrifað for- sætisráðherra eftir að Kjaradómi var hnekkt 1992, og tilkynnt honum að þeir yndu ekki niðurstöðunum. Þeir myndu framvegis skrifa út reikninga fyrir yfir- vinnu, að eigin geðþótta. Það fylgdi sögunni að forsætisráðhenra hefði ekki treyst sér til að deila við dómarana. f framhaldi af því er fúllyrt að úrskurðað hafi verið um launahækkanir til ein- stakra hópa (til dæmis biskupsins yfir íslandi, héraðsdómara og fleiri) á bilinu frá 38-61%. Jafnframt er fullyrt að kjaranefftd hafi kveðið upp fjöldan allan af úrskurðum á svipuðum nótum. Hér er ástæða til að staldra við og krefjast upplýsinga. Eru þær tölur sem hér hafa verið nefndar réttar? Em Kjara- dómur og kjaranefnd, sem aðilar þessa máls, reiðubúnir að birta allar upplýs- ingar um kauphækkanir sem þeir hafa kveðið upp úrskurði um til starfshópa eða einstaklinga, eftir 1992? Er það rétt að æðstu embættismenn hafi nú verið að fá hina almennu kauphækkun sem Kjaradómur kvað á um, til viðbótar við 38-61% hækkun á tímabilinu eftir 1992? Er það á þessu gráa svæði sem kjara- stefnan heftir í reynd verið sprengd í loft upp? Eða geta réttir aðilar borið þessar fullyrðingar til baka? Sé svo ber þeim að gera það af þeirri einföldu ástæðu að þessi mál ber öll að ræða á grundvelli staðreynda í staðinn fyrir að bera fram tilgátur og getsakir. Tvískinnungur Og hvað með verkalýðshreyfinguna sjálfa? Forsenda fyrir málflutningi hennar núna er sú að hún standi vörð um um- samda launastefnu, sem aðrir eru að sprengja upp með ábyrgðarleysi. Hvem- ig má það vera að aðaltalsmaður vinnu- veitenda, Þórarinn V. Þórarinsson vísar þessu á bug sem fjarstæðu? Hann segir í grein í Morgunblaðinu, 22. september, efdrfarandi: „Þvert á móti var það meginmál að félög og sambönd skyldu semja hvert fýrir sig svo unnt væri að fjalla um sér- mál og séraðstæður einstakra félaga og sambanda. í samræmi við það varð nið- urstaða samninga sú að tilteknir hópar fengu hækkanir umfram aðra. Verka- lýðsfélögin höfnuðu því þannig sjálf strax í upphafi að ekki skyldi yfir alla ganga.“ Benedikt Davíðsson. Á að afnema aiia sérkjarasamninga fært hafa launafólki miklu meiri kjarabætur en febrúarsamningarnir? Magnús L. Sveinsson. „Sjálftöku maður" í Lífeyrissjóði verslunar manna. Og Þórarinn segir meira. Hann segir að blekið hafi tæpast verið þornað á samningunum 21. febrúar við stærstu lands- sambönd ASÍ, fyrren forystu- menn margra sömu félaga fóru á öðrum víg- stöðvum fram með kröfur um prósentuhækkun launa og þar vom kröfurnar ekki allst staðar skom- ar við nögl. í þessari grein talar hann reynd- ar um hlutfalls- legar hækkanir til ákveðinna hópa „meiri en ýmsum af æðstu embætt- ismönnum þjóð- arinnar voru síðar mældar með Kjaradómi". Hann segir það því í besta falli tvískinnung þegar fjöldi forystumanna stéttarfélaga, sem knúið hafa á um hlið- stæðar hækkanir til handa sínum félags- mönnum og ekki talið það fara í bága við kjarastefnu ársins, kalla nú eftir ógildingu Kjaradóms. Trúverðugleiki verkalýðshreyfingar Þrátt fyrir langdregnar og ástríðu- þrungnar umræður verða menn þess ekki varir að forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafi svarað jtessum full- yrðingum. Ef þær reynast réttar er allur þeirra málflutningur á sandi byggður. Þessvegna er það skilyrðislaus lág- markskrafa að forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar rísi sjálfir undir þeirn kröfum, sem þeir gera á hendur öðrum: Krafan er sú að þeir birti opinberlega staðfestar tölulegar upplýsingar um þá sérsamninga og sérkjarasamninga sem þeir hafa sjálfir staðið að og fóru um- fram forsendur yfirlýstrar jafnlauna- stefnu. Hversu marga samninga hafa þeir gert þarsem ekki var samið um fasta krónutölu, þarsem hlutur hinna lægstlaunuðu var meiri en annarra? Hversu marga kjarasamninga hafa þeir gert sjálfir, þarsern um var að ræða prósentuhækkanir launa jafftvel uppund- ir það sem Kjaradómur hefur úrskurðað hæstu embættismönnum? @Meginmál = Staðreyndimar á borðið, hjá því verð- ur ekki komist, ef verkalýðshreyfingin á að verða trúverðug í þessum umræðum. „Sjálftökulið" í áðumefftdum umræðuþætti á Stöð 2 brást Pétur Blöndal illa við þegar ein- hver stimplaði hann í hópi „sjálftöku- manna“ á þingi. Pétur sagðist aldrei hafa verið í sjálftökuliði um laun nema jtegar hann var í stjóm Lífeyrissjóðs verslun- armanna í samstarfi við Magnús L. Sveinsson. Þar hafi stjómarmenn sann- arlega tekið sér sjálfir ótæpileg laun og gætt þess vandlega að segja hvergi frá því. Og Pétur bætti við: Svona er þetta alls staðar í stjómum lífeyrissjóða. Þetta eru harðar ásakanir. En svarið hingað til hefur verið æpandi þögn. Meðan ásökunum af þessu tagi er ekki svarað er málflutningur Magn- úsar L. Sveinssonar ekki trúverðugur. Hann var það nú kannski tæpast fyrir, ef birtar væru raun- verulegar tölur um þau kjör sem Magnús hefur tryggt sjálfum sér sem formaður stærsta stéttarfélags landsins, og stjómar- maður í lífeyrissjóðum og ótal nefndum og ráðum til skamms tírna hjá Reykjavikur- borg og annars staðar. Verkalýðshreyf- ing í vanda Verkalýðshreyfing- in er í vanda stödd. Hún hefur sett fram kröfur um að niður- stöðum Kjaradóms um launaþróunina í landinu verði hnekkt. Hún hefur krafist Jtess að Alþingi hnekki Kjaradómi og ákveði einhliða að taka ein- ungis við fastri krónu- tölu einsog um var samið í fyrstu samn- ingunum í febrúar ’92. Þar með hefur hún sett fram kröfuna um það að öllum kjarasamningum, hveiju naffti sem nefftast, kjaradómsúr- skurðum og kjaranefndarúrskurðum, sem farið hafa umfram upphaflega samninga, verði hnekkt. Þar með hefftr hún reist þá kröfu að íjöldinn allur af sérkjarasamningum sem þessir sömu verkalýðsforingjar hafa gert fyrir um- bjóðendur sína verði hnekkt. Verkalýðs- hreyfmgin hefur með öðrum orðum sett fram kröfú um allsheijar launalækkun í landinu og krafist atbeina löggjafar- valdsins að því. Er þetta virkilega sú steffta sem forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar ætla að sameinast um? Þetta er hin rökrétta niðurstaða af jteim kröf- um sem verkalýðsforingjamir hafa sett fram og óskað eftir atbeina allrar hreyf- ingarinnar til að knýja ffarn. Var þetta það sem þeir hugsuðu í upphafi? Er jtetta það sem almenningur í landinu og í verkalýðshreyfingunni vill? Eða er jtetta einfaldlega afleiðingin af því að hafa ekki hugsað áður en menn töluðu sig æsta í upphafi leiksins? Náði hugsunin aldrei lengra en ,til jjess að reyna að beina reiði almennings að öðrum en þeim sem raunverulega fara með valdið á vinnumarkaðnum og hafa ráðið því hver þróun launamála hefur verið? ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.