Vísir - 02.01.1976, Blaðsíða 12

Vísir - 02.01.1976, Blaðsíða 12
 12 c Handboltinn aftur af stað í kvöld! tslandsmútið I handknattleik fer aftur á fulla fcrð i kvöld, en þá vcröa leiknir tveir lcikir i I. deild kvenna og einn leikur i 2. deild karla. I.eikir þessir áttu uð fara fram um helgina en voru færðir til ásamt leikjum i 1. deild karla og fleiri leikjum vegna landsleikjauna við Sóvétrikin sem verða i Höllinni um helg- ina. Leikirnir i kvöld hefjast kl. 19.:i0 og verður sá fyrsti á inilli Vals og Viking i 1. deild kvenna. Siðan leika KK og Ármann — einnig i 1. deild kvenna —og loks leika iil og Leiknir i 2. deild karla. —klp- Só þriðji hjó rússum í röðl Sovétrikin sigruðu Kanada i úrslitaleikn-" um i heimsmeistarakeppni unglinga i is- hockey, sem fram fór i Pori i Finnlandi I gær. Þetta var i þriðja sinn i röð sem sovésku piltarnir sigra i IHÚ-keppninni. Fyrst var það i Leningrad fyrir tvcim árum og siðan aftur i Winnípeg i fyrra cr þeir sigruðu heimaliðið — Kanuda —i úrslitaleiknum 4:3. Nú urðu loka- tölurnar i úrslitaleiknum 5:2. Kanadisku piltaruir fóru herfilcga út úr fyrsta leiknum i keppninni er þeir töpuðu fyr- ir svium 17:1. Fór sá leikur alveg með þá — þeir urðu aö sigra stórt i siðastu leiknum til að ná titlinum eftir þennan stóra skell. Það tókst þeim ekki, en höfðu i þess stað silfur- verðlaunin. Tékkar l'engu bronsiö, finnar urðu i l'jórða sæti og sviar höfnuðu i fimmta sætinu. —klp— Valsstúlkurnar til Danmerkur Nú hefur veriö ákveðið að Islandsmeistar- arnir i kvennahandknatticik, Valur, sem tek- ur þátt i Kvrópukcppninni ieiki báða leiki sina gegn dönsku meisturunum HG i Hanmörku. Fyrri leikurinn verður á sunnu- daginn kemur, en sá siöari á mánudaginn. „Danirnir voru tilhúnir aö leika báöa leik- ina hérna, en með hálfgerðum afarkostum, sem viö gátum ekki gcngið afe,” sagði Þórar- inn Eyþórsson, þjálfari Vals, i viðtali við Vfsi i morgun. „Viö náðum hins vegar samkomu- lagi viö þá um að leika báöa leikina ytra, og greiða þeir uppihald okkar i Danmörku en við feröirnar. Ég geri mér ekki miklar vonir um að Valur komist áfram i keppninni. HG cr frægasta kvennalið Danmerkur og hefur unnið meist- aratitilinn oftast allra liða og náð mjög góð- um árangri i Evrópukeppninni,” sagði Þór- arinn að lokum. Hart barist í borðtennis islandsmótið i flokkakeppni i borðtcnnis hófst fyrir áramót og er sex leikjum lokið. Úrsiit þeirra og staðan i keppninni er nú þessi: Gerpla — Vikingur 6-2 Akranes —KR 3-6 Keflavík — Akranes 6-1 KR — örninn 6-2 Keflavik — Vikingur 6-3 Keflavik 2 2 0 0 12-4 4 KK 2 2 0 0 12-5 4 Gerpla 1 1 0 0 6-2 2 Örninn 10 0 1 2-6 0 Vikingur 2 0 0 2 5-12 0 Akranes 2 0 0 2 4-12 0 Einnig er keppt i unglingaflokki og hafa úr- slitin þar orðiö sem hér segir: Gerpla—Víkingur 3:0 KK—örninn 3:2 Keflavik — Víkingur 3:0 Rússarnjr verða hér um helgina Sovéska landsliðið i handknatt- leik er væntanlegt til landsins i dag og mun það leika hér tvo landsleiki — á morgun kl. 15.00 og á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Landslið sovétmanna er mjög sterkt um þessar mundir og nægir þar að benda á að það sigraði júgóslavneska liðið áður en það kom hingað i desember með 7 marka mun 20:13. Sovétmenn hafa undirbúið lið sitt mjög vel að undaníörnu og ætla þeir sér greinilega að gera stóra hluti á Olympiuleikunum Þeir munu koma með alla sina sterkustu menn, þekktasta nafnið i hópnum er Vladimir Maximow sem helur leikið 118 landsleiki Viðar Simonarson lands- liðsþjálíari hefur sagt að hann væri ekki alltof bjartsýnn, þvi að sovéska liðið væri það besta i Evrópu i dag. Hann sagðist þó eiga ýmislegt i pokahorninu frá þvi i leiknum við þá i sumar i Júgóslaviu sem sovétmennirnir sigruðu með fimm marka mun — 24:19 og ekki væri ósennilegt að það kæmi að gagni núna. Viðar hefur nú valið liðið sem mun leika fyrri leikinn og hefur hann sagt aö hugsanlegt væri að á þvi yrðu breytingar fyrir siöari leikinn. Liðið verður þannig skipað: Markverðir Ólafur Bene- diktsson og Guðjón Erlendsson. Aðrir leikmenn: Ólafur H. Jóns- son, Stefán Gunnarsson, Jón Karlsson, Sigurbergur Sigsteins- son. Páll Björgvinsson, Árni Indriðason, Ingimar Haraldsson, Ólai'ur Einarsson, Bjarni Jónsson og Hörður Sigmarsson. Þetta er nokkuð breytt lið frá þvi i leikjun- um við Júgóslaviu — Björgvin Björgvinsson, Gunnar Einarsson og Axel Axelsson verða nú ekki með, en i þeirra stað koma Ingi- mar Haraldsson, Hörður Sig- marsson og Bjarni Jónsson. Dómararnir sem dæma leikina eru danskir: Gunnar Knudsen og Knud Hjuller. — BB Metoðsókn hjó Chelsea ó Brúnni Skotar léku i öllum dcildum i gær, en englendingar höfðu hægt um sig og léku aöeins þrjá leiki, tvo i þriðju umferð bikarkeppn- innar og einn leik i fjóröu dcild. Úrslit leikjanna urðu þessi: Bikarkeppnin Chelsea—Bristol R 1:1 Nott Eor—Peterboro 0:0 4. deild Stockport—Cambridge 0:1 Mikill fjöldi áhorfenda koma á „Brúna” til að sjá leik Chelsea og Bristol Rovers — 35 þúsund áhorfendur og er þetta mesti áhorfendafjöldi hjá Chelsea á keppnistimabilinu. Alan Warboys náði forystunni fyrir Rovers á 18. minútu með fallegu skallamarki, en Bill Garner jafnaði fyrir Chelsea 17 minútum siðar. Leikmenn Chel- sea sóttu nærri látlaust i siðari hálfleik en tókst ekki að brjóta niður sterka vörn Bristol. Aðsóknin á leik Nottingham Forest og Peterborough á City Ground i Nottingham var lika mikil — mesta aðsókn hjá liðinu i tvö ár. Eric Steel, markvörður Peterboro, var maður dagsins en litlu munaði að John Cozens sem kom inná sem varamaður tækist að skora hjá Forest i lokin. —BB Þessi mynd er frá leik Birmingham og Stoke laugardaginn 27. desember sem lauk með jafntefli 1:1. Bob Hatton skoraði mark Birmingham og þarna munaöi minnstu að honum tækist að skora aftur — en í þetta skipti bjargaöi þversláin marki Stoke. f, Birgir Örn Birgis hefur verið Armenningum drjúgur i is- landsmótinu i ár eins og oft áður. Ilér hcfur hann bctur i viðureigninni við lcikmenn IS en á morgun eru það leikmenn 1R, sem hann og félagar hans fá að glhna við. Ljósmynd Einar. „Celtic hefur ekki unnið Kang- ers á Ibrox Stadium á nýársdag i 31 ár og i gær urðu þau 32,” sagði Jóhannes Eðvaldsson þegar við spjölluðum við hann um leik Kangers og Celtic i úrvalsdeild- inni skosku i gær. C’eltic tapaði leiknum 1:0, en heldur sámt for- ystunni i deildinni með 25 stig, en Rangers, Motherwell og Hiberni- an sem unnu sina leiki koma fast á eftir með 24 stig. „Þaö var úrhellisrigning hérna þegar leikurinn fór fram. Rang- ers átti heldur meira i fyrri hálf- leik og þá skoraði Derek John- stone eina mark leiksins með skalla eftir aukaspyrnu á 31. min- útu. „Við „áttum” svo siðari hálf- leik, en þrátt fyrir óteljandi marktækifæri tókst okkur ekki að koma boltanum i markið. Bobby Lenox átti t.d. skot i þverslá frá markteig, ég átti skot i stöng — og skalla rétt framhjá á siðustu min- útunum og svona væri lengi hægt aö telja. Dómarinn var heldur ekki beint hagstæður fyrir okkur, hann var dæmigerður „heimadómari” — og ég er viss um að hann hefur dæmt fjörutiu aukaspyrnur á okkur á móti hverjum þremur sem hann dæmdi á Rangers. Það hala verið svona 65 til 75 þúsund áhoríendur á leiknum — en þeir gefa upp miklu minna og ég heyröi töluna 45 þúsund. Þetta er gert til að koma undan skatti að mér er sagt. Úrslit leikjanna hérna urðu þessi: Dundee—Aberdeen 1:3 Hibernian—Hearts 3:0 Motherwell—Ayr Utd 1:0 Rangers—Celtic 1:0 St. Johnstone—Dundee Utd 1:1 Hibernian vann stórsigur á Hearts, öll mörkin voru gerð i fyrri hálíleik — Smith og Duncan (tvö) skoruðu mörkin. Mother- að stöðva sigurgönguna? Stórleikur í körfuboltanum á morgun er ÍR mœtir Ármann í 1. deildarkeppninni ÍR-ingar cru aðsögn staðráðnir i að stööva sigurgöngu Armanns i tslandsniótinu i körfuknattleik i 1. deild þcgar liðin mætast I iþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi á morg- un. Armenningar sem ekki hafa tapað lcik i mótinu til þessa, verða án blökkumannsins Jimmy Rogcrs sem hefur verið dæmdur i eins leiks keppnisbann, en þeir styrkja lið sitt aftur á móti með Simoni Ölafssyni sem stundar nám i Bandarikjunum og er hér i jólaleyfi. Leikur IR og Armanns hefst kl. 14:00, en að honum loknum leika Fram og Valur. Staðan i 1. deildinni i körfu- knattleik fyrir leikina á morgun er þessi: Armann IR KR IS UMFN Fram Valur Snæfell Blökkumennirnir tveir — Jimmy Rogers og Curtiss Carter, eru stigahæstu menn mótsins fyr- ir leikina á morgun, og sjálfsagt koma þeir til með að berjast um þann titil, ef þeir lenda ekki aftur i „klandri” við Aganefndina, en það þýðir að þeir verða sendir aftur heim ti! Bandarikjanna. Annars eru þessir menn i efstu sætunum: Jimmy Rogers, Armanni 135 Curtiss Carter, KR 129 Kristinn Jörundsson, IR 123 Bjarni Gunnar, 1S 100 Stefán Bjarkason, UMFN 97 Kolbeinn Kristinsson, IR 94 Kristján Ágústsson, Snæf. 92 Jón Sigurðsson, Armanni 89 Framkvæmdastjóri Milford FC — Alli Brodie — er ioks af) ná tökum á hinum skapmikla skoska leikmanni, Tommy Galt. sem félagiö hefur keypt fyrir háa upphæö......þar tíl Tommy lendir i árekstri, þar sem frænka formanns félagsins slasast mikiö. Næsta morgun á skrifstofu Milford FC pdti.sem | mörgum klössum fyrir | olanþennan spjá trung: j EFNI: Stúlkur númer 8 og 9 i keppninni um kvartmilljónina — Samúel ! ræðir við smyglara. — ,,Ein kúla kostar þrjú þúsund krónur.’ (Heimsókn i billjardstofuna Júnó) — „Rollerball næsta tizka?” (Sagt frá þrem kvik- Ímyndum, sem verið var að frumsýna i London) „Spitalavist” (Frábær gamansaga eftir snillinginn Birgi Bragason) —Vetrartizkan — Sagt frá þvi nýjasta frá bilaverksmiðjum Panther. — Sagt frá kvartmiluklúbbnum. — Myndsjá frá SAM-komu i Klúbbnum. — ,,t*etta er sjúkdómur, kallaður s stelsýki”. (Samúel ræðir viðþjófapassara) — Sjóskiðaiðkun og köfun næsta „þjóðariþrótt” Vestmannaeyinga? (Frásögn i máli og myndum) — „Hlegið með Ladda”. (Grinistinn mikli matar lesendur á úrvalsbröndur- Celtic rœður ekki við Rangers á nýársdag! well átti i basli með Ayr og það var ekki l'yrr en seint i siðari hálf- leik sem McLaren tókst að skora sigurmarkið. Dundee Utd sem nú sækist eftir Marteini Geirssyni og á i harðri fallbaráttu náði aðeins jafntefli i Perth við botnliðið St. Johnstone og Aberdeen sem sækir sig stöðugt, vann góðan sigur gegn Dundee á útivelli,” sagði Jóhannes og bað fyrir bestu ný- árskveðjur heim. Staðan i úrvalsdeildinni skosku er nú þessi: Celtic 19 11 3 5 37:22 25 Rangers 19 10 4 5 30:18 24 Motherwell 19 9 6 4 35:26 24 Hibernian 19 9 6 4 31:23 24 Hearts 19 7 7 5 22:23 21 Aberdeen 19 7 5 7 27:26 19 Dundee 19 6 5 8 29:36 17 AyrUtd 19 6 4 9 24:35 16 Dundee Utd 19 4 6 9 21:27 14 St.Johnstone 19 2 2 15 20:42 6 Tuttugasta umlerðin verður leikin á morgun, þá leikur Celtic heima við Dundee, Aberdeen við Motherwell, Ayr við St. John- stone, Dundee Utd við Hibernian og Hearts við Rangers. —BB Tekst íslandsmeisturunum Föstudagur 2. janúar 1976. VISIF Umsjón: Kjartan L. Pálsson og Björn Blöndal. VISIR Föstudagur 2. janúar 1976. „Árin eru orðin 32 síðan Celtic vann Rangers síðast ú nýúrsdag ú Ibrox — við úttum alla möguleika á að vinna núna", sagði Jóhannes Eðvaldsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.