Vísir - 23.06.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 23.06.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgcfandi: lieykjaprcnt hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson liitstjórar: Dorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Frcttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Klaöamcnn : Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúöur G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitstciknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Ásgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Ilverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: II verfisgötu 44. Simi 86611 Kitstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Flokksböndin rofna Segja má að eftir landhelgissamningana við breta i Osló hafi myndast hálfgert lofttæmi i stjórnmála- lifinu. Einstaka stjórnmálamenn hafa þó reynt að halda sér á lofti i þessu tómarúmi með hugmyndum um að leysa fjárhagsvandræði rikisins með þvi að biðja bandarikjamenn um fjárframlög til ýmiss konar framkvæmda. Þessi nýja hugsjónastefna hefur rofið öll flokksbönd og jafnvel riðlað fylkingum i innan- flokksátökum. Að því leyti eru yfirlýsingar stjórn- málamanna um þetta efni mjög athyglisverðar. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur haft forystu fyrir þeim mönnum, sem berjast nú fyrir þvi a.m.k. i orði kveðnu, að bandarikjamenn kosti hér vegaframkvæmdir og hafnargerð. Af forystu- mönnum i stjórnmálum hafa einnig gengið undir þetta merki sjávarútvegsráðherra, samgönguráð- herra og formaður Alþýðuflokksins. Erfitt er hins vegar að geta sér til um hvar dómsmálaráðherra stendur i málinu, þvi að yfirlýsingar hans hér um má teygja á ýmsa vegu. Gegn þessum bónbjargarsjónarmiðum hafa hins vegar mælt utanrikisráðherra, formaður þingflokks Alþýðuflokksins og formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, svo og einn af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins i utanrikisnefnd Alþingis. Ummæli forsætisráðherra í þjóðhátiðarræðunni verða ekki skilin á annan veg en hann sé á öndverð- um meiði við varaformann Sjálfstæðisflokksins. En forsætisráðherra sagði þar, að við hefðum hvorki á- stæðu né afsökun að byggja þetta land með öðru en eigin vinnu og framtaki og sniða okkur stakk eftir þvi, svo að við yrðum ekki öðrum háðir og gætum af fullri reisn komið fram gagnvart öðrum þjóðum. Ekki er ástæða til að ætla annað en þessi loftbóla um bónbjargarstefnuna fjari út. En hún gefur eigi að siður ástæðu til þess að velta vöngum yfir ýms- um grUndvallaratriðum varðandi samskipti okkar við aðrar þjóðir. Að þvi leyti eru þessar umræður gagnlegar. Það er vissulega með öllu útilokað að koma i veg fyrir að erlent varnarlið hafi einhver áhrif á þjóðfé- lagið. En fram til þessa hafa menn verið á einu máli um að draga sem mest má vera úr þessum áhrifum. Og segja má að tekist hafi ágætlega að fylgja þeirri stefnu fram. Varnarliðið er ekki og á ekki að vera verslunar- vara eins og fiskur eða bilar, sem menn græða á annan daginn en tapa hinn. Við eigum þvi ekki að vera fjárhagslega háðir varnarliðinu, þvi að á- kvarðanir um veru þess á að taka út fra varnarsjón- armiðum en ekki fjárhagslegum. Allt tal um að nauðsynlegt sé að byggja upp vegi og hafnir vegna varna landsins er tilbúningur manna, sem gefist hafa upp við að leysa þau vanda- mál og viðfangsefni, sem hver sjálfstæð þjóð þarf að glima við. Það alvarlegasta við bónbjargaloft- bóluna er, að hún er blásin upp vegna efnahagsörð- ugleika en ekki varnarsjónarmiða. Ástæðan fyrir þvi að flokksböndin rofna, svo sem raun hefur orðið á, er sú að i öllum flokkum eru misjafnlega rismikl- ir stjórnmálamenn. EANES ÞYKIR LÍKLEGASTUR Þrlr þeirra fjögurra, sem bjófta sig fram til forseta- kosninganna i Portúgal, horfa niftur af veggspjöldum á múrum Lissabon á vegfarendur og andlitin ljóma af bjartsýni. Hinsvegar er erfitt aft koma auga á ástæðuna fyrir þvi, aft þeir eru svona broshýrir, þvi aft þeir eru nær öruggir um aft tapa fyrir fjóröa frambjóftandanum, sem horfir kaldur og grafalvar- legur fram fyrir sig. Þaö er Antonio Ramalho Eanes, hershöfftingi i fótgöngu- liftinu, sem meft stuöningi þriggja stærstu stjórnmála- flokka landsins, er talinn eiga visan sigurinn i kosningunum 27. júni. Stuftningsmenn keppinauta hans, Jose Pinheira de Azevedo, forsætisráftherra, sem nii er, Octavio Pato úr kommún- istaflokknum og Otelo Saraviva de Carvalho, majór, hafa barist Azevedo aftmíráll segir, aft flokkarnir séu á leift meft aft „tilnefna” forseta Portúgals. um á hæl og hnakka til þess aö reyna aft hræra i kjósendum, meftan allarspár ganga Eanes i vil. Hreyfing komst á hlutina tiu dögum fyrir kosningar, þegar óeirftir brutust út i land- búnaftarhéraftinu Alentejo i suðurhluta Portúgal. baft sló i brýnu i bænum Evora, þegar stuftningsmenn Carvalho majórs reyndu aft draga Eanes hershöföingja nauöugan út úr bifreiö hans þar sem hann var á leiö frá útifundi á nautaatsleikvangi staðarins. Li'fverftir hershöfftingjans og lögreglulift bæjarins urftu aft gripa til þess aft skjóta upp i loftiö af vélbyssum sinum til aft hemja skrilinn. — Einn var drepinn, sex særftust. 1 Evora eiga kommúnistar og róttækir vinstrimenn traust fylgi. Þar lita menn á uppskipt- ingu s.tóru bújarftanna, sem eina stærstu umbæturnar, er byitingin hefúr leitt af sér. 1 þeirra augum er Eanes hershöfftingi ihalskurfur, þrátt fyrir yfirlýsingar hans um aft vifthalda völdum verkalýftsins. Hann bauft þvi hættunni heim, þegar hann lagfti leift sina um þetta héraft. — Á öllum vegg- spjöldum i Evora,meft myndum af Eanes, hafa einhverjir teikn- aft á myndirnar tannbursta- skegg og Hitlershárgreiðsiu. Fyrir ári var Eanes óþekktur ofursti, sem reis i tign eftir aft hann braut á bak aftur byltingartilraun vinstri aflanna i hernum i nóvember i fyrra. Hann var gerftur aft hershöfö- ingja og siftan aft yfirmanni her- ráösins, og kom á aga innan hersins, þar sem ringulreiöin hafði verift vift völd siöustu tvö ár eftir byltinguna. Eftir þingkosningarnar i april, þeirra fyrstu, sem e&it hefur veriö til I Portúgal i hálfa öld, bundu jafnaöarmenn, miö- demókratar og ihaldssamari flokkar traust sitt vift Eanes, sem stóft utan flokka og virtist ekki draga taum eins efta neins. í ræftum sinum lætur Eanes á sér skilja, aft hann hafi veriö dreginn nauftugur inn i stjórn- málin, og segist afteins hafa gefiö kost á sér til þess aö ekki verði frekari sundrung innan hersins. — Hann hefur heitið þvi, aft nái hann kjöri, muni hann styftja jafnaftarmenn til st jórnarmyndunar undir forystu Mario Soares. Eanes er af millistéttarfólki kominn, ættaftur frá land- búnaðarþorpinu Alcains. Hann var sendur I herskólann, þvi aft skyldfólk hans sá sér ekki fært aft kosta hann til háskólanáms meö öftrum hætti. Fljótlega bar á þvi hjá hinum unga liftsforingja, aft hann var greindur i betra lagi, náfti góft- um sálfræðilegum tökum á undirmönnum sinum, vel iþrótt- um búinn og djarfur i her- mennsku. Hann var heiftraður fyrir hreystilega framgöngu gegn skæruliöum i Angóla, fyrr- um nýlendu Portúgals. Hann gegndi einnig herþjónustu i Mozambique, Guinea-Bissau og Austur-Timor. Hann þykir samt hlédrægur og á erfitt meft aö finna tengsl við fjöldann. Sjálfur segist hann ekki eiga önnur áhugamál, en fjölskyldu sina, sálfræöi og iþróttir. Eina fikn hans viröist vera dökkur bjór og ökuferö á sunnudögum eftir fjölfarnasta þjóftveginum frá Lissabon. Meftal keppinauta hans þykir Azevedo aftmiráll vera sá eini, sem liklegur sé til þess aö veita honum einhverja keppni. Hann er 59 ára eöa 18 árum eldri en Eanes. A sinni stjórnmálasiglingu hefur aömiráilinn staöiö af sér stormasamar árásir róttækra vinstrimanna, sem linntu ekki á andstööu sinni vift hann, eftir aft Azevedo varft forsætisráftherra i september 1975. Azevedo nýtur aö visu ekki stu&nings neins stjórnmála- flokks, en treystir á presónu- fylgi sitt og stjórnmálareynslu til þess aft laöa aft sér atkvæfti frá Eanes. Hann segist sjálfur hafa boftift sig fram til forseta, til þess aft kosningarnar yrftu annaö og meira en kapphlaup eins manns og meft lýöræftislegu snifti. Hann hefur andmælt þvi, aft flokkarnir þrir skuli allir fylkja sér á bak viö eitt fram- boösefnift. Segir hann þaft leifta til þess, að forsetinn verfti „tilnefndur” en ekki kjörinn af þjóöinni. 1 fyrstu eftir aft Azevedo varft forsætisráðherra sem var til málamiftlunar, þegar Vasco Goncalves féll frá völdum, tók aftmirállinn sér stööu vift hlift Mario Soares og jafnaftar- manna hans. — Siðan hefur hann lýst.yfir vantrausti sinu á Soare s. Octavio Pato, eldheitur kommúnisti, sem lengi hefúr eldaft grátt silfur við gömlu einræftisstjórnina, vonast til þessaft geta hafift flokk sinn aft- ur til vinsælda, sem glötuðust við hina misheppnuðu byltingartilraun vinstriafla hersins. Hann er talinn vera annar eða þriðji mesti áhrifa- maður innan kommúnista- flokksins á eftir Alvaro Cunhal. Eins og Cunhals þoldi hann súrt undir gömlu einræftis- stjórninni, sat niu ár i fangelsi, missti bróftur sinn á piningar- bekkjum leynilögreglunnar og fyrsta kona hans fyrirfór sér, meftan hann sat i fangelsinu. — Hinsvegar hefur hann aldrei fariö i útlegft, en varft stundum að fara huldu höföi i heimalandi sinu. Reisa flokksbræftur hans nokkrar vonir á þvi, aö sú fortift kunni aö höffta til kjósenda. Eanes hershöföingi nýtur stuðnings þriggja stærstu flokkanna og þykir eiga visan sigur I forsetakosningunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.