Vísir - 23.06.1976, Blaðsíða 14
14
m
Miövikudagur 23. júni 1976 VISIR
• •
Orn
Ólafsson
skrifar:
Hér birtist önnur
grein Arnar ólafsson-
ar um Suður-Afríku og
apartheid. i þessari
grein fjallar hann um
s já If stjórnarsvæðin>
sem svo eru nefnd:
Sjálfstjórnarsvæðin
„Apartheid er ljótt orð, en i
rauninni þýðir það sjálfsá-
kvörðunarréttur. Það er að láta
mann i friöi i hans landi og leyfa
honum að framfleyta sér á þann
hátt sem hann vill, i samræmi
við hans menningu og hefðir.”
Samkvæmt orðabókum þýðir
Apartheid i rauninni aðskiln-
aður, svo Lombard mun þarna
vilja lýsa sjálfstjórnarsvæðum
negra innan S-Afriku, sk. Ban-
tústan.sem nú eiga jafnvel að fá
formlegt sjálfstæði. S-Afriku-
stjórn tók einkum upp á þessu
um 1960, er hún einangraðist æ
meir, þá fengu Afrikumenn
formlegt sjálfstæði um mestalla
áfluna.
70% íbúanna
fengu 13% landsins
Negrarnir, 70% ibúanna fengu
13% lands S-Afriku undir þessi
svæði. Alls er S-Afrika um 1.221
þús. ferkilómetrar, eða 12 sinn-
um Isiand. Þetta eru 113 sund-
urskildar landsspildur (ein-
hvern tima I óákveöinni framtiö
á að draga þær saman I 36.).
Þess var vandlega gætt að eng-
arstórborgir, iðnsvæði eða nátt-
úruauðlindir lentu á þeim, þetta
eru vanþróuðustu sveitir S-Af-
riku. Þegar hefur ein milljón
Sjálfstjórnarsvœðin
í Suður Afríku
Önnur grein
Afrikumanna verið rifin upp frá
heimkynnum sinum og skipað
niður á þessi svæði, alls virðast
um 12 milljónir eiga að hirast á
þeim.
Hvernig er þeim skipað á
svæðin? Eftir sömu reglu og ef
Islendingum af tilteknum ætt-
um væri skipað að setjast að á
Hornströndum og stuðla þannig
að jafnvægi i byggð landsins.
Fólki úr negrasamfélögum, sem
hafa staðið kynslóðum saman I
borgum og sem veit ekkert af
„ættbálkum”, er skyndilega
sagt að taka sig upp: þú ert Zúlu
og ferð þangaö, en þú ert Khosi
og ferð hitt.
Geta ekki staðið
á eigin fótum
Þaö má ljóst vera að þéssi
„sjálfsstjórnarsvæði” munu
aldrei geta staðið á eigin fótum,
svona fátæk, sundurtætt og yfir-
full af fólki (þar eru 119 á fer-
milu, en i Suður-Afriku aö ööru
leyti 35 á fermílu, allar stór-
borgir meðtaldar). Aðalat-
vinnuvegur þeirra er landbún-
aður og stærsta svæðið,
Transkei, veröur aö flytja inn
eins mikið af mais (aðalfæðu
Afrikumanna) og þaö framleið-
ir sjálft. Samkvæmt Verwoerd
forsætisráðherra sjálfum á aö-
skilnaðurinn ekki að verða efna-
hagslega, svartir eiga áfram aö
þjóna hvltum.
Um helmingur vinnufærra
karla vinnur ab staðaldri utan
svæðanna og um óákveðna
framtiö á aðeins helmingur
Afrikumanna að búa á „sjálf-
stjórnarsvæðum”, hinir eiga að
vera i iöjuverum stórborganna
og á búgörðum hvítra. En einn
tilgangurinn með stofnun þess-
ara svæða er aö forðast að fjöl-
menn svört verkalýösstétt
þjappist saman i stórborgunum
og eflist. Nú er farið að flytja
iðjuver að þessum svæðum,
enda eru þau fyrst og fremst
forðabúr hræódýrs vinnuafis,
atvinnuleysið á þeim er mikið.
Háð ríkisstjórninni
Þessi svæöi eru algerlega háð
rikisstjórn S-Afriku um raf-
magn, vatn, heilsugæslu og
samgöngur, 65-85% af fjár-
magni þeirra kemur frá
Pretóriustjórninni (það voru
5,9% af fjárlögum S-Afriku fyrir
1975-6). 1 rauninni ráða þessar
heimastjórnir minna en t.d.
sveitastjórnir i Englandi, öll
helstu opinber mál heyra áfram
undir stjórnina i Pretoriu
(öryggis- og varnarmál, utan-
rikismála, fjármál, atvinnumál,
samgöngur, verslun, iðnaður
o.fl.).
Þing svæðanna eru aö 63%
skipuð af Pretóriustjórn. 37%
eru kosin, við þær „kosningar”
tiðkast hvorki kjörskrár, stjórn-
málaflokkar (meö e-m undan-
tekningum) málfrelsi né funda-
frelsi. Æðstu embættismenn
svæöanna eru nær allir hvitir og
á launum frá Pretóriu, enda
gildir þar sama regla og annars
staöar I S-Afriku: aldrei má
setja svartan mann yfir hvitan.
t þeim gilda sömu kúgunarlögin
og annars staðar i S-Afriku.
Þetta er nú allur „sjálfsákvörð-
unarrétturinn”.
Frelsið
„Svarti maðurinn er frjáls i
Suður-Afriku. Hann getur farið
hvert sem hann vill. Honum er
ekki meinaður aögangur að
hótelum eða næturklúbbum. og
vegna þess að hann á við vissa
erfiöleika aö striða, nýtur hann
einnig vissra forréttinda fram
yfir hvita manninn, til dæmis
hvað snertir læknishjálp. Hann
fær ókeypis læknishjáip, sem ég
þyrfti að greiða stórfé fyrir.”
Það er nýtt ef búið er að taka
niður öll skiltin með „Whites
only” (aðeins fyrir hvita menn)
i S-Afriku. Þykir mér Lombard
þessi hin ótraustasta heimild.
En raunar útiiokar tekjuskipt-
ingin ein („vissir erfiðleikar”:)
Afrikumenn frá „hótelum eða
næturklúbbum”. Hún gerir það
lika að auðhringarnir eiga um
tvennt að velja: annað hvort að
láta sérmenntaö afriskt vinnu-
afi sitt drepast niður eða veita
þvi „ókeypis” læknisþjónustu
(þetta er það fólk sem ber uppi
bæði læknisþjónustu og annað i
S-Afriku).
Hefur St. Lombard virkilega
ekki heyrt um passalögin i
heimalandi sinu? Þau eru þó
löngu heimsfræg. Allir afriku-
menn verða að bera passa með
upplýsingum um þá frá verka-
lýðsmálaskrifstofu sjórnarinn-
ar. Þeir fá vinnu skv. þessum
passa og verða að taka þeirri
vinnu sem þeim býöst. Þeir
verða aö fara hvert á land sem
þeir eru sendir. Missi þeir vinn-
una, ber þeim að snúa aftur til
„sjálfstjórnarsvæðis” sins að
viölagðri þriggja ára nauðung-
arvinnu (SA connection, 43).
Feröafrelsi eru þeir sviptir skv.
lögum (The Bantu Urban
Areas) Consolidation Act of
1945). 1969 var rúm milljón
málshöfðana skv. þessum iög-
um (SA connection, 44).
Negrar mega ekki
stofna verkalýðsfélög
Negrum er bannað að ganga i
eða mynda verkalýðsféiög. At-
vinnumálaráðuney tið eða
vinnuveitendur ákveða kaup
þeirra, eða það er ákvarðað i
samningum atvinnurekenda við
hvit verkalýðsfélög, alltaf fyrir
neöan sultarmörkin 1968-70 (SA
connection, 47). Verkföll negra
eru auðvitaö bönnuð að viðlögð-
um þungum refsingum (SA
connection, 45).
Stjórnmálafrelsi: Þjóöernis-
flokkar negra eru bannaðir,
sömuleiðis flokkar er ná til fleiri
en eins kynþáttar. Ennfremur
kommúnisk starfsemi, skv. lög-
um frá 1950 fylgja þessu þau
sniðugheit að menn eru
kommúnistar ef stjórnin segir
að þeir séuþað. Skv. lögum frá
1962 og 1967 liggur dauðarefsing
við hvers kyns pólitiskum aö-
gerðum til að breyta S-Afriku
félagslega og efnahagslega, eða
aðgerðum sem gætu orðið til að
trufla stjórnsýslu. Og lögin
leggja sönnunarskyldu á sak-
borning (SA connection, 56).
Þetta er vist það sem sumir
kalla „hæfilegt frelsi”, handa
öðrum. Ég býst ekki við að
Lombard, Viggó Oddsson, né yf-
irleitt nokkur maður kysi sér
þaö sjálfum til handa.
Lous úr gœsluvarðholdi
Maðurinn sem fyrir stuttu var sóknarlögreglunni i Kópavogi i
úrskurðaður i allt að þrjátiu gær en sem kunnugt er var hann
daga gæsluvaröhald i Kópavogi, úrskurðaður i gæsluvarðhald er
hefur nú verið látinn laus. hann gat ekki gertgrein fyrir all
Aðrar upplýsingar um málið miklu fjármagni er hann hafði á
var ekki unnt að fá hjá rann- sér. —AH
Vilja að nýtanlegt
mýrlendi verði
kannað á nœstu árum
Vilja opnari
verðbréfaviðskipti
Samband islenskra náttúru-
verndarfélaga Itrekaði á aðal-
fundi sinum fyrir skömmu þá
ályktun Náttúruverndarþings, að
alít nýtanlegt mýrlendi i landinu
skuli kannað og flokkað á næstu
árum með sérstöku tilliti til
nýlingar þess og verndunar.
Hvatti fundurinn til þess að
aðildarfélögin tækju upp sam-
starf við búnaðarsambönd hérað?
anna um þetta mikilvæga verk-
efni.
Þá var á aöalfundinum skorað
á yfirvöld búnaðarmála, að’
endurskoða rækilega þá stefnu
sem rikt hefur um framræslu
mýrlendis á undanförnum árum,
m.a. með breyttu styrkjakerfi,
framræsluáætlunum og samráði
við náttúruverndaraðila. Enn-
fremur var lögð áhersla á að
tsland gerist hið fyrsta aöili að
Ramsar-sáttmálanum um
verndun votlendis.
Á dagskrá aðalfundarins var
auk þess verndun fiskstofna á
Islandsmiðum, með sérstöku
tillitil til skýrslna um það efni frá
Hafrannsóknastofnun og Rann-
sóknaráði rikisins, og Orku- og
iðjumál. —AHO
Atvinnu-
leysi
eykst
Atvinnulausum fjölgaði
nokkuð I síðasta mánuði ef
miðað er við mánuöinn á
undan.
t lok mai voru atvinnulausir
á landinu öllu 653, en voru i
april 434. Flestir voru atvinnu-
lausir i kaupstöðunum, eða
524, og hafði þeim fjölgað þar
úV 279. Það skal tekið fram, að
skólafólk sem ekki hefur feng-
ið atvinnu er ekki á skrá yfir
atvinnulausa.
—AH
„Tilgangurinn með opnun
þessa markaðar er, að kanna til
hlitar grundvöllinn fyrir opnum
markaði með verðbréf, hér á
íslandi. Sala ' verðbréfa hefur
hingað til verið i höndum ein-
stakra lögfræðinga, og erfitt
hefur verið fyrir almenning að
átta sig á raunvirði bréfa.
Verðbréfamarkaðurinn hyggst
bæta úr þessu með opnari
viðskiptum með verðbréf og opin-
berri skráningu á þeim.”
Þetta hafði Gunnar J. Friöriks-
son, iðnrekandi, einn af forvigis-
mótmœlir
Stjórn Rithöfundasambands
íslands sendi nýlega bréf til
framkvæmdastjóra listahátiðar
þar sem þvi er harðlega mót-
mælt, að seldir skyldu vera
aðgöngumiðar að skáldavöku á
mönnum Fjárfestingarfélags
Islands að segja um opnun verð-
bréfamarkaðar félagsins n.k.
fimmtudag.
Aðaleigendur félagsins munu
vera einkabankarnir og verður
markaöurinn til húsa i einum
þeirra, Iðnaðarbankanum. t
upphafi verður lögð áhersla á
kaup og sölu spariskirteina rikis-
sjóðs, en langtímamarkmið
markaðarins er, að efla viðskipti
meðhvers konar verðbréfog gera
slik viðskipti opnari en verið
hefur.
—JOH
Kjarvalsstöðum á 300 krónur án
vitundar Rithöfundasambansins.
Segir ibréfinu að rithöfundar hafi
ekki þegið þóknun, hvorki fyrir
verk sin né lestur þeirra.
—AHO
■" .. " » ...—..
Hœtta viðhaldi margra
-
varnargirðinga
Akveðið hefur verið aö hætta
viöhaldi margra varnargirð-
inga af opinberu fé, sem verið
hafa á vegum Sauöfjárveik-
varna. Verða þær boðnar
aðliggjandi svæðum til eignar
endurgjaldslaust, gegn þvi að
þau taki þær aö sér og haldi
þeim viöa.m.k. næstu þrjú árin.
Varnargiröingar Sauðfjár-
veikivarna hafa ráðið miklu töf
eða stöðvun á útbreiðslu næmra
búfjársjúkdóma um landið.
Einn þeirra er þurramæði I
sauðfé og þykja miklar likur á
þvi að tekist hafi að útrýma
þeim sjúkdómi af landinu. Ekki
þykir koma til greina að leggja
niður allar varnargirðingar þótt
þurramæði reynist vera úr
sögunni. Ástæður eru m.a. þær,
að girðingarnar, ásamt banni á
flutningi fjár yfir þær, hafa
sannað gagnsemi sina við að
hindra útbreiðslu margra ann-
arra sjúkdóma, em einnig geta
valdið stórfelldu tjóni. Má t.d.
nefna garnaveiki, riðuveiki,
tannlos, kýlapest, fósturlát og
fjárkláða. —AHO