Vísir - 16.08.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1976, Blaðsíða 2
Lokaspretturinn gaf þrjú mörk! Skagamenn fóru með tvö stig úr leiknum við Breiðablik — en blikarnir fóru illa með upplögð marktœkifœri Þrátt fyrir að mótanefnd KSt hafði ákveðið að fresta leik UBK og Akraness sem átti að fara fram á vellinum i Kópavogi á laugar- dag, breytti nefndin þeirri ákvörðun sinni vegna mikillar pressu frá akurnesingum. Völlur- inn var mjög blautur eftir hinar. miklu rigningar, en á honum var leikið samt sem áður. Og akurnesingar gerðu góða ferö til Kópavogs. Þeir sigruðu i leiknum meö þremur mörkum gegn engu, og voru öll mörkin skoruð undir lok leiksins. Leikurinn var lengst af mjög jafn, og oft á tiðum allskemmti- legur á að horfa. Bæði liðin sköp- uðu sér mörg góð marktækifæri, entækifæri Blikanna voru þó öllu Enn sigrar Þór í 2. deildinni! Þórsarar gerðu góða ferð suð- ur um helgina, og sigruðu Ar- mann með þremur mörkum gegn einu á Laugardalsvelli. Þórsarar fylgja þvi Eyjamönn- um fast eftir i baráttunni, en sennilega eru þó Eyjamenn búnir að tryggja sér sigur I 2. deildinni. Fyrri hálfleikur leiks Ar- manns og Þórs var markaiaus, en fljótlega f siðari hálfleik skoraði Siguröur Árnason fyrsta mark leiksins fyrir Armann. Hann fékk boltann innfyrir vörnina þar sem hann var greinilega rangstæður en ekkert var dæmt og hann skoraði ör- ugglega. Markið virtist hafa m jög slæm áhrif á Þórsliðið sem datt hreinlega alveg niður. Ar- menningar sóttu nú meira, en tókst ekki aö skapa sér afger- andi tækifæri, utan þess að Jón Ilermannsson átti stangarskot af stuttu færi. En svo fengu Þórsarar auka- spyrnu við vitateig Armanns, og Sigurður Lárusson skoraði beint úr henni og jafnaði leikinn þar með. Við markið hresstust Þórsarar mjög, og áttu leikinn það sem eftir var. Þeir bættu lika við tveimur mörkum, fyrst skoraði Einar Sveinbjörnsson með dálitið furðulegu skoti utan af kantinum sem datt niður i fjærhorn marksins, en siðan innsiglaði Jón Lárusson sigur Þórs þegar hann fékk stungu- sendinu innfyrir vörn Armanns og skoraði. — — Bjarni Bjarnason og Pétur Pétursson I baráttu um boltann I leik Breiðabliks og Akraness. Báðir komu við sögu þegar fyrsta mark leiks- ins var skorað, Bjarni gerði mistök i vörninni, og Pétur nýtti þau til fullnustu og skoraði. Ljósmynd Einar. betri þótt ekki tækist að nýta þau. Það besta kom á 5. minútu leiks- ins þegar Olafur Friðriksson var einn fyrir opnu marki meö bolt- ann — Hörður markvörður lá i markinu — en skot Ólafs fór yfir. Þarna var erfiðara að skora ekki heldur en að skora! En þegar um 20 minútur voru eftir af leiknum urðu Bjarna Bjarnasyni á mikil mistök I vörn- inni, og þau færðu skagamönnum forystu I leiknum. Bjarna mistókst að hreinsa frá markinu, ogPétur Pétursson sem komst einn innfyrir skoraði af öryggi. Stuttu siðar skoraði Karl Þórðarson annað mark skaga- manna, og Teitur Þórðarson skoraði þriðja markið þegar leiknum var u.þ.b. að ljúka. gk-- [ STAÐAN ) v 1111 ""y Staðan i 1. deild islandsmótsins i knattspyrnu er nú þessi: UBK : lA 0:3 Kram : Þróttur 6:0 Fram 14 9 3 2 26:15 21 Valur 13 8 4 1 37:13 20 Akranes 13 6 4 3 19:16 16 UBK 13 6 2 5 16:17 14 Vikingur 12 6 1 5 16:16 13 ÍBK 13 5 1 7 18:20 11 FH 12 1 4 7 7:20 6 Þróttur 13 1 2 10 7:31 4 Markhæstu menn: Ingi Björn Albertss. Val 11 Hermann Gunnarss. Val 10 Guöm. Þorbjörnss. Val 10 Kristinn Jörundss. Fram 9 Teitur Þórðarson ÍA 7 Jóhann Torfason KR 6 Ilinrik Þórhallss. UBK 6 Næstu lcikir i 1. deild eru i kvöld. Þá leika FH og Valur I Kaplakrika og ÍBK og Vikingur á vellinum i Keflavik. Báðir leik- irnir hefjast kl. 19. Quarrie sigraði léttilego Don Quarrie frá Jamaica sigr- aði léttilega i 100 og 200 m sprett- hlaupunum á breska meistara- mótinu i frjálsum iþróttum sem fram fór i Crystal Palace um helgina. Quarrie hljóp lOOm á 10.42 sekúndum og 200 m á 20.35 sekúndum. Rod Dixon frá Nýja-Sjálandi sigraði i 1500 m hlaupinu á 3:41.43 minútum eftir hörku keppni við bretann Dave Moorcroft sem hljóp á 3:41.63 min. John Walker keppti i 800 m hlaupinu og varð annar hljóp á 1:47.75 min. Steve Ovet frá Bret- landi sigraði i hlaupinu hljóp á 1:47.43 min. David Jenkins sigraöi i 400 m hlaupinu —hljóp á 45.86 sek. Ge- off Capes i kúluvarpinu — kastaði 20.92 m. Brian Tully USA i stangarstökki — stökk 5.33 m. John Powell USA i kringlukasti — kastaði 65.52 m — og i 10.000 m hlaupi sigraði Gerd Tebroke frá Hollandi — hljóp á 28:30.95 minút- um. Tveir islendingar ætluðu að keppa á mótinu — Sigfús Jónsson og Magnús Jónasson en ekki höf- um viö haft neinar spurnir af árangri þeirra. — BB Allir i eina röð! — Þessi skemmtilega mynd sýnir leikmenn Þróttar og Fram þar sem þeir hafa raðað sér upp við mark Þróttar. Fremstur er Asgeir Eliasson, en siðan koma þeir hver af öðrum, Sverrir Brynjólfsson, Kristinn Jörundsson, Rúnar Sverrisson og Þórður Theódórsson. Ljósmynd Einar. „V œng jahurða vörnin" dugði Þrótti ekki! — Framarar sigruðu þú með 6 mörkum gegn engu og hefðu útt að geta skorað mun fleiri mörk og eru komnir í efsta sœtið í 1. deild Fram hefur nú tekið forustuna i tslandsmótinu i knattspyrnu, er meðeinustigimeira en Valur. En ( STAÐAN ) Staðan I 2. deild tslandsmótsins i knattsyrnu er nú þessi: IBV :Selfoss Reynir:Haukar KA:tBt Armann:Þór ÍBV Þór Ármann 13 6 Völsungur 13 5 KA 14 5 ÍBt 12 3 Haukar 13 4 Selfoss 13 2 Reynir 13 2 11:0 1:2 5:2 1:3 12 10 2 0 45:9 22 13 4 1 32:12 20 Markhæstu leikmenn eru þessir: örn öskarsson IBV 17 JónLarusson Þór 13 Gunnar Blöndal KA 13 hvort sú forusta stendur lengur en til kvöldsins skal ósagt látið, Val- ur á að leika við FH i Kaplakrika i kvöld. Framararnir náöu skemmti- legum leik á köflum, sérstaklega i fyrri hálfleiknum, og þá léku framlinumenn Fram sér aö þrótt- litlum Þrótturum i bókstaflegri merkinu. Fyrsta markiðkom á 8. minútu. Ásgeir Eliasson gaf þá laglega sendingu inn i eyöu til Kristins Jörundssonar og hann snéri sér við og skoraöi með föstu skoti. Þróttarar reyndu aðeins að bita frá sér eftir markið og áttu þá tvö góð marktækifæri. Halldór Ara- son góðan skalla sem Arni varði vel, og siðan Jóhann Hreiðarsson hörkuskot rétt yfir. Á 30. minútu var Sigur- bergi Sigsteinssyni haldiö gróf- lega inn i vitateig Þróttar, og Guömundur Haraldsson dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu. Pétur Ormslev tók vitaspyrnuna og Slœm aðstaða á Laugardalsvelli Aðstaða fyrir áhorfendur, varamenn, og blaðamenn var vægast sagt hörmuleg á Laug- ardalsvellinum i gær. Starfs- menn vallarins hafa fært völlinn til, þannig aö hann er nú eins langt frá áhorfendastæðinu eins og hægt er. Sennilega eru um 50 metrar frá áhorfendastæðunum og inn að vellinum, og það voru áhorfendur aö vonum ekki ánægðir með. Komu þeir þvi nær allir inn á svæðið og rööuðu sér meðfram veilinum allan hringinn. Var þetta mjög baga- legt, t.d^var ekki hægt að fylgj- ast með leiknum úr blaða- mannastúkunni af þessum sök- um, né heldur úr varamanna- stúkunni. Og vallar starfsmenn gerðu litið til að koma fólki frá, enda erfitt starf. Þaö er að sjáifsögöu mjög gott aö vallarstarfsmenn geti fært völlinn dálitið til, það kemur i veg fyrir að völlurinn troðist niður við mörkin og á fleiri stöð- um. En er ávinningurinn ekki litill þegar áhorfendur veröa að vera inni á græna svæðinu, og troöa þar allt niður? A.m.k. var ljótt að sjá græna svæðið þar sem þeirhöfðu staöið á leiknum I gær. — gk. skoraði úr henni af öryggi. Enn jókst sóknarþungi Fram, og sóknarmennirnir ,,óðu” bein- linis i tækifærum. En þeim gekk illa að nýta þau, þar til á 41. min- útu aö Kristinn Jörundsson skor- aði. Asgeir Eliasson „splundr- aði” þá vörn Þróttar og lagði sið- an boltann út á Kristinn sem skoraði með föstu skoti i bláhorn- ið. Siðari hálfleikurinn var ekki jafn-vel leikinn og hinn fyrri, en uppskera Fram varð samt sem áður þrjú mörk eins og I fyrri hálfleiknum. Sigurbergur Sigsteinsson skor- aði það fyrsta á 17. minútu. Hann fékk sendingu utan af kanti frá Pétri Ormslev, og skallaði bolt- ann i stöng og inn. Sjö minútum siðar skoraði As- geir Eliasson 5. markið. Agúst Guðmundsson braust upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið, á As- geir sem kom þar aö og nikkaði boltanum i netið. Lokaorðið átti svo Eggert Steingrimsson einni mlnútu fyrir leikslok. Eftir þvögu i vitateig Þróttar barst boltinn til hans, og hann afgreiddi hann með þrumu- skoti i bláhornið. Þessi stórsigur framara kem- ur sér öruggleg vel fyrir liðið, og þjappar þvi saman fyrir loka- átökin i deildinni. Það var margt gott i fram- liðinu i þessum leik, en þó virtist manni i fyrra hálfleiknum að vörnin væri ekki nógu sannfær- andi og sennilega hefði hún fengið á sig mark hefði mótherjinn verið sterkari. ÍR-ingar lentu í basli með HK! Atta leikir voru leiknir um helgina i islandsmótinu i hand- knattleik utanhúss sem stendur yfir þessa dagana. Voru margir leikjanna mjög fjörugir og jafnir, og úrslit ekki ráðin fyrr en á siöustu minútu. Er sennilegt að keppnin i A riðl- inum komi fyrst og fremst til með að standa milli 1R og Vlkings, en IB riðli — sem virð- ist skipaður sterkari liðum — milli Vals og FH. tR-ingar unnu báða leiki sina um helgina, þeir „tóku” Viking á laugardag 20:17, en lentu siðan i miklu baslimeð lið HK I gær. Reyndar voru tR-ingar komnir með góða stöðui þeim leik, en höfðu næst- um glatað öllu niður i tap undir lokin. En úrslit leikjanna urðu þessi: A riðill: Vikingur:IR 17:20 HK:Grótta 15:21 1R:HK 21:20 Haukar:Vikingur 18:19 B riðill: FH :Þróttur 26:20 KR:Valur 15:19 Þróttur:KR 25:25 Ármann:FH 14:22 Mótinu verður framhaldiö i kvöld kl. 18 viö Austurbæjar- skólann. Þá leika fyrst KR og Ármann, siðan HK og Haukar og loks Valur og Þróttur. gk-. Björgvin er í algjörum sérflokki! Björgvin Þorsteinsson, hinn nýbakaði tslandsmeistari i golfi varö yfirburðasigurvegari I Jaðarsmotinu sem fór fram á Akureyri um helgina. Það var ekki nóg með aö hann yrði yfir- buröa -sigurvegari i keppninni án forgjafar, heldur sigraði hann einnig I keppninni með forgjöf þótt hann hafi raunar enga for- gjöf, heldur aðeins 0!'. Björgvin lék Jaðarsvöllinn mjög vel um helgina, og það eru engin tvimæli um stöðu hans I dag sem besti kylfingur landsins. Hann lék hringina fjóra á 37-33-36- 35 höggum eða samtals 141 höggi eða þremur undir pari. Félagi hans úr Golfklúbbi Akureyrar, Gunnar Þórðarsson varð i öðru sæti á 153 höggum, en siðan komu Þeir Jóhann Benediktsson GS á 158, Ragnar Ólafsson GR og Sig- urður Thorarensen GK á 159, Hannes Eyvindsson GR á 160 og Arni Jónsson GA á 162. Mótið var opið stigamót, og gaf alls 125 stig, og skiptust þau þannig milli efstu manna að Björgvin hlaut 23,75 stig, Gunnar 21,25 , Jóhann 18,75, Ragnar og Sigurður 15 hvor, Hannes 11,25 og Arni 8,75 stig. t keppninni með forgjöf var röð þriggja efstu manna eins, Björg- vin á 141 nettó, Gunnar á 143 og Jóhann Benediktsson á 148 högg- um. t kvennaflokki sigraði Sigur- björg Guðnadóttir GV á 201 högg- um, t öðru sæti kom Katrin Frimannsdóttir GA á 206 högg- um, en móðir hennar Karólina Guðmundsdóttir varð að láta sér lynda þriðja sætið meö 209. Katrin sigraði i keppninni með forgjöf. Hún var á 152 höggum nettó, Agústa Dúa Jónsdóttir GR i öðru sæti á 156 og Karólina á 161 höggi. Alls voru keppendur i mótin 59 talsins. Voru þeir sammála um að völlurinn á Akureyri hefði ald- rei verið betri en nú, en veðurguð- irnir voru ekki beint hliðhollir. Það var Reykjavikurveð- ur = rigning. gk—. Landsliðið til- kynnt í kvöld! Það virðist nú liggja nokkuð ljóst fyrir hverjir skipa Islenska landsliðið i golfi sem keppir i Norðurlandamótinu i næsta mánuði. Staðan eftir Jaðars- mótið er mjög ljós, 6 kylfingar hafa áberandi besta útkomu úr stigamótum sumarsins, en Stjórn Golfsambandsins á þó eftir að lýsa yfir samþykki sinu. Hún kemur saman i dag til að þinga um valið á liðinu, og er óliklegt að hún geri breytingar á. Þeir 6 kylfingar sem hafa flest stig (þrjú efstu mót hjá hverjum ráða) eru: Björgvin Þorsteinsson GA 98,70 Ragnar ólafsson GR 95,95 SigurðurThorarensen GK 95,20 ÞorbjörnKjærbo GS 66,65 GeirSvansson GR 65,20 SiguröurPétursson GR 60.30 Varnartilburðir Karls Jóhannssonar hins gamalkunna handknattleiks- manns sem nú leikur með HK eru dálitið furðulegir þegar hann hyggst varna Herði Hákonarsyni leiðina að markinu. En þessir tilburöir dugðu skammt og Hörður sendi boltann I netið. Ljósmynd Einar. Otrúlegur tími í 100 m sundi! Jonty Skinner frá S-Afriku bætti um helg- ina heimsmet bandarikjamannsins Jim Montgomery i 100 metra skriðsundi á móti i Filadelfíu. Þegar Montgomery synti vega- lengdina á 49.97 sek. á Óiympiuleikunum I Montrealog varö þar meö fyrsti maöurinn til aö synda undir 50 sek. héldu margir að það met yrði langlift, en svo varð ekki. Jonty Skinner gerði ser litiö fyrir og synti á 49.44 sek, og bætti þvi met Montgomery um meira en hálfa sekúndu. Þetta er hreint ótrúlegur timi á 100 m sundi, eða hvað finnst ykkur?. gk. „Alltaf erfitt að leika í Dundee" „Það er alltaf erfitt að leika i Dundee”, sagöi JóhannesEðvaldsson þegar við spjöll- uðum við hann að loknum leik Celtic og Dundcc Utd i skosku deildarbikarkeppninni á laugardaginn. „Völlurinn — Tannadice — er mjög litillogþvi er erfitt að leika góða knatt- spyrnu á honum. Þetta var mikill baráttu- leikur sem lauk með sigri Celtic 1:0 — og skoraöi Kenni Dalglish mark okkar”. Að sögn skosku blaðanna voru það fjórir Icikmenn sem báru af I liöi Celtic, Peter Latchford I markinu, Jóhannes, Johnny Doyl og Kenny Dalglish. Helstu úrslit i skosku deildarbikarkeppn- inni urðu þessi Aberdeen — Kilmarnock 2:0 Ayr—St. Mirren 2:1 DundeeUtd—Celtic 0:1 Hearts — Dundee 2:0 Montrose — Hibernian 0:1 Motherwell — Patrick Thistle 1:1 Rangers — St.Johnstone 5:0 Fimm mörk KA á 20 mínútum! KA vann góðan sigur yfir isfirðingum á Akureyri á laugardag. Mörk KA urðu alls fimm I leiknum, en IBÍ svaraöi meö tveimur mörkum, því fyrsta og siðasta i leiknum. Strax á 12. minútu tóku isfiröingarnir for- ustu með mjög góðu marki Haraldar Leifs- sonar eftir Ijót varnarmistök KA manna. En KA liðið brotnaði ekki við þetta heldur tviefldist og skoraöi nú 5 mörk á 20 minútum og gerði þar með út um leikinn. Sigurbjörn Gunnarsson kom liðinu á bragðið með góðu marki, siöan leku þeir lag- lega saman hann og Gunnar Blöndal sem rak á endahnútinn með góðu skoti, og KA var komiö yfir 2:1. Gunnar skoraöi siðan aftur með góðu skoti 3:1, og á næstu minútu var honum brugöið innan vitateigs og vitaspyrna dæmd. Hann skoraöi sjálfur úr henni. Þar með var hann kominn með þrennu, en Hörður Hilmarsson rak endahnútinn á þessi ósköp með þrumu- skoti af 35 metra færi sem markvörður ÍBi réð ekki við. Siöari hálfleikurinn var ekki ójafn en hvor- ugu liðinu tókst aö bæta við mörkum fyrr en undir lok leiksins að Albert Guömundsson (körfuknattleiksmaður úr ÍS) skoraði annaö mark ÍBÍ með þrumuskalla. Úrslitin 5:2 fyrir KA, góður sigur en e.t.v. of stór miöaö viö gang leiksins. Dómari var Baldur Þórðars- son og geröi hlutverki sinu góö skil. gk—. Völsungur vann auðveldlega! islandsmótið i handknattleik kvenna utan- húss (2. fl.) fór fram á Húsavik um helgina. Átta lið mættu til keppninnar, og var leikið i tveim riölum. Fóru leikar svo að Völsungur sigraði i öðrum riðlinum en Fram i hinum. i úrslitaleik þcssara liða sigraði Völsungur nokkuð örugglega með 6 mörkum gegn þrcmur. Liö Völsungs var i nokkrum sérflokki i mótinu og vann leiki sina án mikilla átaka. Liðið lék mjög léttan og skemmtilegan hand- bolta, gagnstætt þvi sem mörg hinna liðanna sýndu. HR/gk—.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.