Vísir - 06.11.1976, Blaðsíða 1
UTVARP OG
SJÓNVARP
Cr Björgunarafrekinu við Látrabjarg.
AF ÓSKARI GÍSLASYNI
A sunnudagskvöldið að loknum
fréttum verður fluttur í sjónvarp-
inu fyrri hluti dagskrár um Óskar
Gislason, ljósmyndara. óskar er
sem kunnugter einn af brautriðj-
endum islenskrar kvikmynda-
gerðar.
Meðal þekktra mynda hans eru
Siðasti bærinn i dalnum,
Björgunarafrekið við Látrabjarg
og Reykjavikur ævintýri bakka-
bræðra. Siðast talda myndin var
frumsýnd i Stjörnublói i október
1951. Með hlutverk bræðranna á
Bakka fóru Valdimar Guömunds-
son, Skarphéðinn össurarson og
Jón Gíslason.
I dagskrá sjónvarpsins um
Öskar verða sýnd atriði úr þess-
ari gamanmynd, en i dagskránni
verður þó einkum fjallað um
byrjendaverk Óskars, frétta-
myndir, heimildarmyndina
Reykjavik vorra daga og
Björgunarafrekið viö Látrabjarg.
Kvikmyndin Björgunarafrekið
við Látrabjarg var frumsýnd i
Tjarnarbiói i april 1949. Hún er sú
...og Keykjavikurævintýri Bakkabræðra...
mynd Óskars, sem viöast hefur
farið, og hæst hefur borið hróöur
hans. Hún var gerð viö ótrúlega
'erfiðar aðstæður, og var taka
hennar afrek útaf fyrir sig.
Þulir i þessari dagskrá um
Óskar eru Erlendur Sveinsson,
Birna Hrólfsdóttir og Sigurjón
Fjeldsted.
Höfundar eru þeir Andrés Ind-
riðason og Erlendur Sveinsson.
—GA
Sjónvarp sunnudag
Tveir nýir
myndasöguflokkar
A morgun hefjast hvorki
meira né minna en tveir nýjir
framhaldsþættir. Klukkan 16 er
fyrst þátturinn af þrettan um
Húsbændur og hjú. Um þennan
myndaflokk er fjallað ýtarlega f
helgarblaðinu sem fylgir Visi I
dag, svo ekki er ástæða að fara
nánar út i þá sálma hér.
Hinn flokkurinn er Banda-
riskurog einnigi 13þáttum. Það
er saga Adams-fjölskyldunnar
frægu i Massachusetts. Rakið
verður hundrað og fimmtiu ára
timabil i sögu fjölskyldunnar og
einnig gerð nokkur grein fyrir
sögu Bandarikjanna á þessum
tima (1750-1900) þvi að fjöl-
skyldan tók virkan þátt i stjórn-
málum og mörgum voru falin
ýmis trúnaðarstörf. Tveir urðu
forsetar landsins, feðgarnir
John Adams og John Quincy
Adams.
Þýðandi er Dóra Hafsteins-
dóttir. —GA
i stundinni okkar á morgun veröur meöal annars litið inn á æfingu
hjá hljómsveitinni Hlekkjum I Kópavogi. Hún er skipuð fimm ung-
um mönnum, sem hafa komiö sér upp allmiklu safni af hljóðfærum
eins og sjá má á myndinni.
Ursögu Adams-fjölskyldunnar: John Adams kemur til Boston 1758
Laugardagur
6. nóvember
17.00 íþróttir. Umsjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
18.35 Haukur i horni Breskur
myndaflokkur. 3. þáttur.
Þýðandi Jón O. Edwald.
19.00 iþróttir.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Maður til taks. Breskur
gamanmyndaflokkur. 1.
þáttur. Þýöandi Stefán
Jökulsson.
21.00 Litill drengur og hundur-
inn hans. Mynd um dreng,
sem fer með hundinn sinn á
heimilisdýrasýningu.
21.10 Kvartett Guðmundar
Steingrimssonar. Kvartett-
inn skipa auk Guðmundar:
Gunnar Ormslev, Karl
Möller og Árni Scheving.
Kynnir er Bergþóra Arna-
dóttir og syngur hún tvö lög.
Einnig syngur Svala Niel-
sen tvö lög. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
21.35 ,,Hæg er leið.'...”
(Heaven Can Wait) Banda-
rísk gamanmynd frá árinu
1943. Leikstjóri Ernst
Lubitsch. Aðalhlutverk
Charles Coburn, Don
Ameche og Gene Tierney.
Henry Van Cleve er kominn
til kölska og biðst dvalar-
leyfis i sölum hans. Sá
gamli vill fyrst heyra ævi-
sögu hans, og er hún rakin I
myndinni. Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
23:20 Dagskrárlok.
Sunnudagur
7. nóvember
16.00 Húsbændur og hjú Nýr,
breskur myndaflokkur i 13
þáttum. Yfirumsjón með
gerð myndaflokksins hefur
John Hawkesworth, og i
helstu hlutverkum eru Da-
vid Langton, Rachel Gurn-
ey, Nicola Pagett, Simon
Williams og Grodon Jack-
son. 1. þáttur. Ráðin til
reynslu Sagan gerist i
Lundúnum á fyrsta áratug
þessarar aldar og lýsir
heimilishaldi Richards
Bellamys ráðherra og konu
hans. Þau eiga tvö börn,
James, sem er undirforingi
i lifvarðarsveit konungs, og
Elisabetu, sem er 19 ára.
Þjónustufólkið á heimilinu
kemur mjög við sögu. Á
árunum fyrir heims-
styrjöldina er talið, að um
tvær milljónir manna hafi
unnið þjónustustörf á bresk-
um heimilum fyrir mjög
lágum launum. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
17.00 Suðureyjar Bresk heifn-
ildamynd um Suðureyjar
við vesturströnd Skotlands
og fólkið, sem þar býr. Eyj-
ar þessar koma mjög við
sögu islensku fornritanna.
Eyjaskeggjar hafa verið
fastheldnir á gamla siði og
vinnubrögð litlum breyting-
um tekið i margar kynslóðir
þar til á siðustu árum. Þýð-
andi og þulur Ingi Karl Jó-
hannesson.
18.00 Stundin okkarSýnd verð-
ur þriðja myndin um
Matthias. 1 þessum þætti
eignast hann systur. Síðan
er mynd um Molda mold-
vörpu. 1 seinni hluta þáttar-
ins verður mynd um skjald-
bökur, og litið verður inn á
æfingu hjá hljómsveitinni
Hlekkjum i Kópavogi. Um-
sjónarmenn Hermann
Ragnar Stefánsson og Sig-
riður Margrét Guðmunds-
dóttir. Stjórn upptöku
Kristin Pálsdóttir.
18.50 Enska -knattspyrnan
Kynnir Bjarni Felixson.
Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Óskar Gislason, ljós-
myndari Fyrri hluti dag-
skrár um óskar Gislason,
einn af brautryðjendum is-
lenskrar kvikmyndagerðar.
Fjallað er um upphaf kvik-
myndagerðar Óskars og
sýndir kaflar úr nokkrum
myndum, sem hann gerði á
árunum 1945-1951. Þulir Er-
lendur Sveinsson, Birna
Hrólfsdóttir og Sigurjón
Fjeldsted. Kvikmynd
Þórarinn Guðnason. Hljóð
Sigfús Guðmundsson. Höf-
. undar Erlendur Sveinsson
og Andrés Indriðason.
21.40 Saga Adams-fjölskyld-
unnar Nýr, bandariskur
myndaflokkur i 13 þáttum.
Rakin er saga Adams-fjöl-
skyldunnar í Massachusetts
um 150 ára timabil, 1750-
1900. Einnig er gerð nokkur
grein fyrir sögu Bandarikj-
anna á þessum tima, þvi að
f jölskyldan tók virkan þátt i
stjórnmálum, og mörgum
voru falin ýmis trúnaðar-
störf. Tveir urðu forsetar
landsins, feðgarnir John
Adams (1797-1801), og John
Quincy Adams (1825-1829).
1. þáttur. Jolm Adants, lög-
maður Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir.
22.30 Ég er blindur 1 þessari
fræðslumynd er vakin at-
hygli á vandamálum, sem
blindir eiga við að etja, og
sýntfram á, að þau eru ekki
óyfirstiganleg, blint fólk
geti tekið eðlilegan þátt i
samfélaginu, hlotið góða
menntun og unnið hin flókn-
ustu störf. Þýðandi Jón O.
Edwald.
22.55 Að kvöldi dags Stina
Gisladóttir, kennari, flytur
hugleiðingu.
23.05 Dagskrárlok