Vísir - 23.01.1977, Síða 4

Vísir - 23.01.1977, Síða 4
4 Sunnudagur 23. janúar 1977 vism GUNNAR ÞÓRÐARSON var einn umtalaöasti hljómlistarmað- ur á sfðastliónu ári. Þar kom til samningur sem hann gerði viö Lee nokkurn Kramer og fyrirtæki hans, World Wide Enterprises, slit samstarfs þeirra Hljóm- abræðra Gunnars og Rúnars Júliussonar og stofnun nýs út- gáfuhiutafélags, Ýmis, sem gaf út 4 piötur á árinu þar sem Gunn- ar, forstjóri fyrirtækisins, kom meira og minna við sögu. Auk þess vann hann við þrjár plötur aðrar, eina með Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, aðra með Rió og sú þriðja var svo sú sem mikið hefur verið umrædd, og mikið umskrif- uð, „Einu sinni var”, liklega sölu- hæsta plata siðasta árs þó hún hafi ekki komiö út fyrr en um miðjan nóvember. Og ofan á allt þetta lét hann i lögum á ýmsum plötum á árinu, samdi og flutti auglýsingalög og svona ýmislegt sem til féll. Gunnar hefur þvi á einu ári komið fram i fleiri gervum en gengur og gerist hjá hljóðfæra- leikurum. Tónhornið átti stutt viötai viö Gunnar á sunnudagseftirmiðdegi fyrir stuttu inn f Hljóörita, en þar var hann að vinna að smá lagstúf sem hann lék á öll hljóðfæri í. Hvernig gengur meö Kramer samninginn núna? Ja, ég veit nú satt best að segja ekki mikiö hvernig það stendur eins og er, en þaö stendur til aö koma henni út nú I næsta mánúöi. Eg flýg út núna á þriöjudaginn (18. jan) til aö kanna málin. Plat- an veröuö blönduö á ný (Sólóplat- an frá 1975) núna næstu daga. Nú hafa áöur veriö gerðir ýmsir samningar við erlenda aðiia og blöðin hér blásið upp væntanlega heimsfrægð og Hljómar nú kannski eitt nærtækasta dæmið um brostnar vonir á framandi ströndum... Já, Já þaö var mikiö samiö bæöi hér heima og erlendis, við CBS t.d. um þaö aö gefa út 9 smá- skifur, en þar var reyndar bara ein gefin út (Show Me You Like Me/Stay), en hinar hefðu líklega veriö gefnar út ef viö heföum verið I betri aöstöðu til þess aö halda sambandi viö þá. Þetta ævintýri er ekkert frá- brugðiö fyrri ævintýrum utan þaö aö það er mun betra að standa i þessu einn og ég er þægilega frjáls. Ef þessi plata hreyfist eitt- hvaö má auðvitað búast viö þvi að annarrar plötu sé æskt, og þá verður hún gerð úti I Los Angeles aö öllum likindum. — Hvernig lagðist árið 76 f þig, þú hefur leikið á ógrþnni af plöt- um, samið mikið af lögum og þar fram eftir götunum? Ég var nú úti fram I júní, og vann reyndar aö 4 plötum frá mars fram i mai! Þar áður hjálp- aöi ég til á plötunni hans Vil- hjálms með lög og spil. Þessar fjórar voru Rió sem var unnin minnir mig i mars og apríl, svo kom Jensen, Halla og Ladda platan, og i mai var Visnaplatan unnin, Eins og sjá má eru þetta engin stórvægileg verk eins og viö geröum hérna einu sinni, en þá voru tækifærin lika færri. — Stendur ekki til ab vinna eitt hvab timamótaverk á árinu? Ekki vil ég segja þaö, en hug- myndir eru uppi um að vinna al- varlega upp úr einu gömlu verki, en ég veit ekki hvort þaö veröur nokkuö úr þvi. — Þú kemur upp með Ýmis- plöturnar, og byrjar á þriðju Lónli Blú Bojs plötunni... Já, viö tókum „Lónli Blú Bojs á ferö” næst i Hljóörita og eyddum þó nokkrum tima 1 hana. Strax I upphafi stóð til að fylgja henní duglega eftir og kanna hvaö kynningarferöalag gæti gert. Ég veit nú ekki hvað kynningin geröi upp á sölu plötunnar, en þetta var allavega þrælskemmtilegt. Ann- ars klikkaöi hljómurinn eitthvaö á plötunni og hún hefði kannski mátt vera betur undirbúin. Þetta var til dæmis allt komiö i betra horf I hljómleikaferöinni, andinn var lika finn þá. — Varstu svo aö vinna bara fyrir aðra fram að áramótum? Nei, nei. Við gerðum jólaplöt- una nokkuð fljótt eftir túrinn, lik- lega af þvi aö okkur langaði til þess. Sjónvarpiö tók nokkurn tima lika og svona ýmislegt nost- ur. Ertu búinn aö semja tónlistina við „Blóörautt sólarlag” Hrafns Gunnlaugssonar? Nei, ekki enn. Þeir eru ekki enn búnir aö klippa myndina, og tón- listin viö svona kvikmyndir er eintóm sekúnduvinna, reyndar bölvað nostur. Annars ætti aö vera hægt að vinna þetta fljót- lega, eftir aö myndin er klippt, ég hef lika unnið svona^agaö áður. — Þú hefur samið þó nokkuð fyrir sjónvarpsauglýsendur, ertu farinn að vinna alveg eftir pöntunum? Tja, ég segi þaö nú ekki, en það er annað mál aö mér þykir gam- an aö vinna auglýsingalög, þvi þau þurfa oftast að vera ansi góð og gripandi, og svo er líka gaman aö geta tekið svona litiö verkefni fyrir og geta lokið þvi á skömm- um tima. — Nú hefur þú tekið að þér verkefni eins og Olgu Guörúnu meö „Eniga Meniga”, Vilhjálm Vilhjálsmsson „Meö sínu nefi” og „Einu sinni var”, fyrir önnur útgáfufyritæki en þitt eigið, ertu ekki þarna að keppa við sjálfan Þ‘g? Biddu nú hægur, það er ekki markmiöiö aö Ýmir sé gróö avél, þaö veröur aö vera á hreinu! Aö gefa út sjálfur gefur manni al- gjört ákvöröunarvald og fullkom- inn eignarrétt yfir öllum upptök- um sem geröar eru fyrir fyrir- tækið, það er mergurinn málsins. Til dæmis mættu núna vera til á markaönum allavega báöar fyrstu hljómplöturnar og ..Lifun” þetta eru plötur sem mundu alltaf mjakast eitthvað, eins er meö margar aðrar islenskar plötur. Þú hlýtur aö vera farinn að huga að plötu sjálfur er ekki svo? Jú, jú, ég er búinn aö semja svona nokkra grunna og farinn aö

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.