Vísir - 23.01.1977, Blaðsíða 11
vism
Sunnudagur 23. janiiar 1977
Endurholdgunarkenningin
n
mannlegrar
eftir Arnór \
Egilsson,
Uppgötvun Henry Fords.
Mér koma einnig nú i hug orð
iðnjöfursins Henry Ford, þegar
hann sagði i viðtali fyrir mörg-
um árum:
„Ég aðhylltist endurholdgun
arkenninguna, þegar ég var 26
ára. Þar til ég fann þessa kenn-
ingu var ég rótlaus og óánægður
---án áttavita, ef svo má að
oröi komast. Trúarbrögðin
höföu ekkert viðeigandi eða
hnitmiðað fram að færa -- að
minnsta kosti var mér ómögu-
legt að finna það. Jafnvel vinn-
an gat ekki gefið mér algera
fullnægingu. Vinnan er fánýt, ef
við getum ekki notað þá reynslu
sem við söfnum i einu lifi i þvi
næsta.
Þegar ég fann endurholdgun-
ina var það eins og ég heföi
fundið alheimslegan uppdrátt
eða áætlun. Ég skildi að það var
möguleiki að framkvæma hug-
myndir minar. Tlminn var ekki
lengur takmarkaður. Ég var
ekki lengur þræll klukkuvis-
anna. Það var nægur timi til
áætlana og skapana. Fundur
endurholdgunarinnar færði mér
hugarró. Ég var rólegur. Ég
fann aö regla og uppbygging
voru hluti af undrum lifsins. Ég
leit ekki lengur annað, til að
finna lausn á gátu lfisins. Hafir
þú þetta skráð, birtu það, svo
það megi gefa mönnum hugar-
ró. Mig myndi langa til að gera
öðrum skiljanlega róna sem
hinn langiskilningur llfsins fær-
ir okkur”.
Endurholdgun er grunn-
imynd, kenning: hún er ekki
eitthvaö, sem ég get sannaö
fyrir ykkur hlutlægt, en það er
heldur ekki hægt um neina aöra
kenningu eillfs llfs. En hún er
grunnímynd, sem samrýmist al-
heimslegri reglu, eins og viö
þekkjum hana. Hún er kenning,
sem getur fullnægt og fullnægir
löngun manna eftir réttlæti I al-
heimi. Hún er i samræmi viö öll
önnur grundvallaratriði og lög-
mál nátturunnar, sem við
þekkjum. Meira getum við ekki
vænst af grunnimynd eða kenn-
ingu.
Inn í frænda gamla...?
Sé nokkurt eitt lögmál, ein
Imynd I persónulegri heimspeki
okkar og skilningi, sem I orösins
fyllstu merkingu opnar dyrnar
að skilningi á eðli mannsins og
samskiptum okkar viö hvert
annaö, þá er þessi imynd endur-
holdgunin. Hún veitir okkur leið
til skilnings á lögum og reglu al-
heimsins. Hún veitir þeim okk-
ar, sem viðurkennum okkar
eigin ódauöleika og sem viöur-
kennum óumbreytanleg guð-
dómleg lögmál sem vinna gegn-
um alla hluti að lifa sátt við
kringumstæöur llfs okkar með
réttlæti og ástæðu. Þegar okkur
auönast að sjá hið órjúfanlega
munstur orsakar og afleiðingar
starfandi i og I gegnum alheim-
inn vitum við hvert beina skal
hinni óumflýjanlegu spurningu:
„Hvers vegna”? Geti ein kenn-
ing, ein grunnlmynd, gert svo
mikið til að veita einstaklingi
hugarró — svarað svo mörgum
spurningum um llfið — þvl á
fólk svona erfitt með að með-
taka hana?
Aöalástæðan kann að vera sú
að það er ekki vant hugmynd-
inni, hún er þeim framandi.
Þegar það fer aö hugsa um
hana, finnst þvi algerlega and-
styggilegt að það gætu veriö
jafnvel minnstu Hkur fyrir þvl
að það gæti farið inn I likama
einhvers annars. Þaö Imyndar
sig strax inni I frænda gamla
með magasáriö sitt og tóbaks-
gular tennur, eöa inni I ein-
hverjum skinhoruðum manni,
skröltandi niður eftir gangstétt-
inni, eða inni I einhverri „milli-
liðaskepnu”, — eða jafnvel I
dýrsliki!
Við erum svo ástfangin af
sjálfum okkur — af öllu þvl sem
við höfurr. sannreynt sem hluta
af okkur — að hugmyndin um að
vera bundin eða holdguð I ein-
verri nýrri og framandi veru er
ekki aölaðandi fyrir okkur.
Þúsund sinnum verri en aö nota
tannbursta einhvers annars.
Leiðrétt og breytt..
Þó skrifaði Benjamln
Franklin þessa grafskrift handa
sjálfum sér:
Llkami Benjamlns Franklin
(Eins og kápa gamallar bókar,
innihald hennar rifiö út og
afmáð letrun og gyllingu) liggur
hér matur orma: En verkið
sjálft mun ekki tapast, þvi það
mun birtast aftur I nýrri og fal-
leg'ri útgáfu, leiðrétt og breytt af
höfundi þess.
Kahil Gibran, segir I bók sinni
„The Prophet”:
Hræðist ekki að ég muni koma
aftur til ykkar.
Dálltill tlmi, og löngun min mun
safna saman dufti og froðu til
nýs llkama.
Dálltill timi, augnabliks hvíld á
baki vindanna
og önnur kona mun fæða mig.
t brottför Hiawatha, skrifar
ljóðskáldið Longfellow:
Ég er á förum, ó mitt fólk,
I langa og fjarlæga ferö:
Mörg tungl og margir vetur
munu hafa komiö og fariö
áður en ég kem aftur að
hitta ykkur.
Einn aðal-þröskuldurinn fyrir
skilningi á endurholdgun er enn,
að við hugsum alltaf I þvl sam-
hengi, að við værum einhver
annar. En við erum alltaf við
sjálf. Við erum aldrei einhver
annar. Við holdgumst ekki
llkama annars. Það var og er
alltaf við. Þetta er vandamál
samsemdar, — vandamál sam-
kenningar — vandamálið, sem
við verðum að leysa til að hafa
skýra og heilbrigða imynd af
fegurð endurholdgunarinnar.
Aður en ég kom inn I þennan
likama við fæðingu, var það
einn af mörgum llkömum sem
haföi ekkert sérstakt aðdráttar-
afl fyrir mig, en þegar ég kom
inn i hann, var hann ég — mitt —
ekki einhvers annars. Þegar ég
holdgast á ný, mun ég ekki fara
I einhvern annan — ég mun
ávallt vera I mlnum likama, og
hann mun ávallt vera ég, eins og
hann var, þegar ég kom inn I
þetta lif. Hvers konar llkama ég
kem til með að samkenna mig
við næst, mun algerlega verða
háö þvl augnabliki. Undir eðli-
legum kringumstæðum verður
það betri llkami, betra
umhverfi og svo framvegis,
heldur en áður var, sem veitir
möguleika á fyllri og rikari
reynslu, I samræmi við aldur
sálarpersónuleika mins. Hér er
ekki um neina tilviljun að ræða.
Það er engin óljós óáreiöanleiki
um það hvort ég muni gera
betur eða verr næst en núna.
Þetta er einfaldlega framvinda
llfsferilsins.
Upprisan — endur-
holdgunin
Við verðum llka aö muna aö
þessi jarðneski llkami, sem við
erum samsett úr, er algerlega
nýr og allt annar en sá llkami
sem við bjuggum I sem unga-
börn. Við erum á vissan hátt
endurholdguð úr þeim llkama I
þennan fulloröna, samt er hann
viö sérhverja minútu. Þaö er
ekki um að ræða neina
breytingartilfinningu. Það er
heldur ekki nein breytingartil-
finning, sem sllk, frá holdgun til
holdgunar.
Það er undarlegt að það fólk,
sem þegar trúir á ódauðleika og
eillft líf, varpi frá sér svo rök-
fastri grunnímynd endur-
fæöingar. Þvi er ekki I kenningu
þeirra um upprisuna fólgin eins
konar endurfæöing? Aö sálin
eigi einn dag aftur aö fara I
nýjan og dýrlegan líkama er
varla mótsögn grunnlmyndar
um endurfæðingu okkar I
nýfædd ungbörn, fullkomnari en
núverandi likama okkar, sem
er sannarlega dýrleg
umbreyting eða upprisa, með
þeim aukna vitnisburöi að vera I
samræmi við kosmlska reglu og
skynbragð sem hin rétttrúaða
imynd virðist oft gersneidd?
Ætti ég ekki, eftir aö hafa notið
fulls, hamingjurlks lifs hér og
nú, að horfa fram á veg til
annars, fyllra, og annars og enn
annars... Hvert þeirra fyllra I
reynslu og þekkingu en hið
undangengna?
Það er llka undarlegt að fólk
geti haldiö áfram að geta
samrýmt guðdómlegt réttlæti
og óendanlegt helvlti eöa
himnarlki. Að meöal þeirra 4.02
milljarða mannsálna, sem nú
byggja þennan heim, skuli eiga
að vera ein llna, sem sérhver
þeirra falli öðru hvoru megin
við. Hversu afskræmda sýn
guðdómlegs kærleika og rétt-
lætis gefur ekki þessi mynd?
Samt sem áður heldur hún fólki
I heljargreipum sínum af einni
aðalástæðu: hún tekur
ábyrgðina á framtlðinni af
herðum þeirra. Svo lengi sem
fólk neitar að taka ábyrgð á
hugsunum slnum og geröum.
Svo lengi sem það vonast til að
sefa Guð og náttúrulögmálin
með gjörræöislegum kenn-
ingum, grunnímyndum, og að
eillfu amen, — túlkunum á
dulspekilegum (mystlskum)
sannleika, svo lengi munu eillft
himnariki og helviti halda
slnum áhrifum. Og svo lengi
munu veraldleg yfirvöld áskilja
sér þann rétt að senda sérhvern
á annan hvorn staöinn. Þaö er
annaöhvort um aö ræöa
alheimslega reglu og lögmál,
heilsteypt og óspillt án fyrir-
vara, eða það er engin. Sé um
réttlæti að ræða, uppskerum við
nákvæmlega það sem við höfum
sáð, ekki að eillfu, ekki einu
sinni fyrir heilt æviskeið mis-
gerða. Það er enginn milli-
vegur, aðeins lög.
Trú á réttlát
endurgjöld
Það krefst töluverðs hug-
rekkis að meötaka kenningu
orsakasamhengis, en það er
alger fásinna, þegar viðurkennt
hefur verið óumbreytanleg
alheimsregla, að samrýma ekki
llf okkar henni. Þegar okkur er
orðið það ljóst að viö skópum
morgundag okkar, er það
heimska að halda áfram ab
vona aö eitthvert goðmagn
muni gripa I taumana og að
engu gera rás lögmálsins. Sálu-
hjálpin felst I þvl að taka á sig
ábyrgðina og aö byrja á þvl að
temja sér daglega jákvæða
hugsun, heilbrigt liferni og
hollar matarvenjur. Þegar
okkur hefur tekist þetta þurfum
við ekki lengur aö bera kvlð-
boga fyrir framtlöinni — viö
þurfum ekki lengur að óttast
neikvætt KARMA, þvl það mun
ekki vera til staðar. Traust og
trú á réttlát endurgjöld gerir
meira til að styrkja lífsviðhorf
þitt — gefa þér hugrekki til aö
takast óttalaust á viö framtlðina
— en nokkuö annað. Réttlæti er
regla alheimsins — náttúru-
lögmál. Grunnlmynd
ódauðleika og endurholdgunar
er nauösynleg til að skýra opin-
berun þess I eillfðinni.
Kenningar um endurholdgun
hafa ekki breiðst um heim allan
og orðið milljónum manna aö
leiðarljósi vegna þess aö þær
hafi einfaldlega veriö sam-
þykktar, heldur vegna þess að
þær hafa höfðað til heilbrigðrar
skynsemi og rökhyggju manna
og kvenna sem hafa leitt hugann
að leyndardómum llfsins og
sundurgreiningu kenninganna.
Getir þú ekki látið sannfærast af
eigin hyggjuviti um réttmæti
endurholdgunarkenningarinnar
átt þú ekki að meðtaka hana
vegna sterkrar sannfæringar
einhverra annarra um hana.
Dulspekingurinn heldur þvl
fram að sé sálin ódauöleg eftir
dauða, hljóti hún að hafa veriö
ódauðleg fyrir fæðingu. Hljóti
hún aö hafa verið til I upphafi
vega og muni veröa til að eillfu.
Þaö getur ekki verið um að ræða
neina tlmabilskennda sköpun
nýrra hluta eða þátta hinnar
upphöfnu meðvitundar. Sllk
hugsun er I sllku ósamræmi viö
öll náttúrulögmál að trúin á
hana er ógeöfelld og andstæö
hinum raunverulega hugsuði.
En til er lykill, lögmál,
meginregla, sem skilja má. Það
eru ýmis ariöi, sem við verðum
að kynna okkur, lesa og skilja,
til að geta haft sem mest gagn
af hinni stórkostlegu kenningu
endurholdgunarinnar.
Að lokum vildi ég hvetja
menn til að kynna sér kenningu
þessa nánar. Til dæmis gæti ég
bent hér á örfáar auðskildar
bækur, sem fjalla um
endurholdgunarkenninguna frá
ólikum sjónarmiöum: Mansions
of the Soul, eftir H. Spencer
Lewis, Ph. D., F.R.C. —
AMORC, The Rosicrucian
Press, San Jose California.
A Thousand Years og Yester-
days, H. Spencer Lewis,
AMORC.
Reincarnation, Annie Besant
M.T.S. The Theosophial
Cociety.
Lifið eftir dauðann eftir Ruth
Montgomery, I þýðingu Her-
steins Pálssonar — Bókaút-
gáfan Flfill, Reykjavlk.