Vísir - 23.01.1977, Síða 14
14
ÞEGAR SPRENGJUFLUGVÉLIN
RAKST Á EMPIRE STATE
Martha Smith var stolt af eiginmanni sinum, Biil þegar hún ók
honum út á flugvöll. Þaö voru aöeins þrir mánuöir liönir frá þvi aö
striöinu i Evrópu lauk og hann var einn af hetjunum sem höföu brot-
iö ógnarvald nasista á bak aftur.
Heiöursmerkin glitruöu á einkennisbúningi Williams F. Smith,
undiroffursta og báru vitni um þaö hugrekki sem hann haföi sýnt i
árásarferðum á Þýskaland i B-í7 sprengjuflugvél sinni.
Bill Smith var næst æösti foringi 457-sprengjuflugsveitar banda-
rikjahers. En núna, 28-júli, 1945 átti hann fyrir höndum ferö frá Bed-
ford i Massachusetts til Newark I New Jersey, sem tæplega yröi
mjög viöburöarrik.
Honum leist þó ekki meira en
svo á veðriö. Þaö var þoka og
flugskilyröi ekki sem best. Þetta
var I fyrsta skipti sem Martha
fylgdi manni sinum til aö sjá hann
hefja flugvél sina á loft, og hún
fann skyndilega til ótta. Henni
fannst hún skynja að eitthvaö
hræöilegt myndi koma fyrir.
Engin loftvarnarskothríð
Hún vann þó bug á þessu þegar'
hún kyssti hann aö skilnaöi. Hann
var mjög reyndur flugmaöur og i
þessari ferö þurfti hann ekki að
hugsa um annað en veöriö. Engar
óvinveittar orrustuflugvélar eöa
loftvarnaskothriö, aöeins veöriö.
Hún leiddi hugann að kvöldinu
áður, þegar Bill haföi hossaö
barni þeirra á hné sér og gælt viö
þaö.
„Mér finnst ég vera stór og
mikilvægur aö eiga son eins og
okkar,” sagöi hann brosandi viö
konu sina.
Martha var þvi áhyggjulitil
þegar hún veifaöi um leiö og
tveggja hreyfla B-25 sprengju-
flugvélin hóf sig til flugs, kl. 8.55
og tók stefnu á Newark.
Meö Bill Smith um borö (
hinni tiu lesta þungu sprengju-
flugvél voru tveir menn.
Cfristopher Domitrovich, liö-
þjálfi og Albert G. Perna, einn af
flugvirkjum sjóhersins. Albert
Perna var á leiöinni heim til for-
eldra sinna, i Brooklyn. Þau
höföu tekiö mjög nærri sér aö
frétta að bróöir hans heföi falliö á
kyrrahafsvigstöövunum, og hann
ætlaöi aö vera hjá þeim um skeiö.
//Lentu hérna"
Tæplega klukkustund eftir flug-
tak, fékk Smith aövörun um þoku
frá La Guardia flugvellinum i
New York.
„Viö sjáum ekki toppinn á
Empire State byggingunni”,
sagöi flugturninn. „Viö leggjum
til aö þú lendir hér.”
„Skiliö,” svaraöi Smith.
En af einhverjum orsökum tók
hann samt ekki tillit til aö-
vörunarinnar og viröist hafa álit-
iöaö hann kæmist heilu og höldnu
til Newark. Þessi ákvöröun hans
átti eftir að hafa hroöalegar af-
leiöingar.
Sprengjuflugvélin var aöeins
nokkurra minútna flug frá La
Guardia flugvelli, þegar þokan
umlukti hana. Og einhversstaöar
fyrir framan hana var hin 102
hæöa stóra Empire State bygg-
ing, þá hæsta hús veraldar.
Empire State var stolt banda-
rikjamanna og þangaö flykktust
hundruö þúsunda feröamanna ár-
lega. En 'einmitt stæröin sem
menn voru svo stoltir af var
áhyggjuefni. Frá þvi byggingu
henr.ar var lokiö, áriö 1931 höföu
bæöi flugmenn og borgarar New
York, spáð stjórslysi ef flugvélum
væri leyft aö fara þarna um I
þoku.
Skýjakljúfahverfiö Manhattan.
Empire State er fremst á
myndinni.
En þaö hlustuöu fáir á þessar
aövaranir. Stjórnendur borgar-
innar höföu miklu meiri áhuga á
tekjunum af þessum risa, sem
kallaöur var áttunda undur ver-
aldar.
Empire State er glæsileg sjón,
hvort sem er á nóttu eöa degi.l
byggingunni eru 74 lyftur til að
flytja upp og niöur þá 25 þúsund
menn og konur sem koma þar til
vinnu daglega, og til aö ferja
hundruö ferðamanna upp i út-
sýnissalina á 86-hæð.
Þaöan má sjá hús og hæöir i allt
aö fjörutiu kilómetra fjarlægö og i
sjónaukum má sjá siglingu 60
kilómetra á hafi úti.
Hraðskreiöar lyfturnar flytja
fólk upp á 80 hæö á 50 sekúndum.
En þennan örlagarika laugar-
dagsmorgun i júli, urðu sextiu
feröamenn fyrir vonbrigðum þeg-
ar upp kom.
Meiri áhuga á tekjunum
Og hrakspámennirnir sáu
framá ógnarmanntjón. I bygging-
unni sjálfri vinna þúsundir
manna og hún stendur þar aö auki
á mesta umferöarhorni borgar-
innar, viö fimmtu götu 34 stræti.
Þar fóru 40 þúsund bifreiöar og
200 þúsund fótgangendur um dag-
lega á þessum tima.
Hávaði frá flugvéla-
hreyflum
Þykk þokan geröi aö verkum að
útsýniö var nánast ekkert. Frank
Powell, framkvæmdast jóri
skýjakljúfsins sá til þess að haft
var ofanaf fyrir feröamönnunum
meö þvi að lesa yfir þeim ýmsar
upplýsingar um þetta undur
byggingalistarinnar.
„Lyftugöngin eru rúmlega tiu
kilómetra löng... simalinur eru
5.250 kilómetrar aö lengd...vatns-
leiöslurnar eru 90 kilómetrar að
lengd...6500 gluggar eru þvegnir
tvisvar i mánuöi...”
Þar sem þaö var laugardags-
morgun voru flestir starfsmenn i
húsinu I frii en nokkrar stofnanir
voru þó starfandi. Þeirra á meðal
var Kaþólska velferöarstofnunin
á 79 hæö. Þar voru um tuttugu
manns aö skipuleggja aöstoö viö
striösflóttamenn. Flest voru
stúlkur.
Hávaöinn frá aflmiklum hreyfl-
um B-25 sprengjuflugvélarinnar
bergmálaöi um skýjaklúfa-
hverfiö. Fólk kom hlaupandi út úr
verslunum og veitingahúsum og
staröi upp i loftiö. Vélarhljóöiö fór
stöðugt hækkandi. Og skyndilega
sér til ólýsanlegrar skelfingár sá
fólkiö sprengjuflugvélina koma út
úr þokunni og byrja aö sveigja á
milli skýjakljúfanna.
Flugvélin var fyrir neðan
þá
Fólk sem var við vinnu á efri
hæöum stórra húsa hljóp út aö
gluggum og sá flugvélina æöa
framhjá FYRIR NEÐAN SIG.
Vængendarnir virtust nær strjúk-
ast við skýjakljúfana.
t herbergi sinu á Biltmore
Hóteli greip Frank Covey lautin-
ant andann á lofti þegar hann sá
sprengjuflugvélina þræöa sér
leiö um steinsteypufrumskóg
New York borgar. Hún var á móts
við 22. hæö þegar hún fór framhjá
„Central Office Building.”
Stan Lomax, iþróttafrétta-
maöur hjá WOR útvarpsstöðinni
var aö aka I vinnuna þegar hann
heyrði vélarhljóðiö. Hann leit upp
og sá vélina þjóta yfir sig:
„Klifraöu fifliö þitt, klifraöu,”
æpti hann skelfingu lostinn.
Sprengjuflugvélin stefndi nú
beint á Empire State. Svo virðist
sem flugmaðurinn hafi séð skýja-
kljúfinn á siöustu stundu og reynt
að sveigja frá. En það var of
seint.
Meö nær fulla eldsneytisgeyma
skall tiu lesta þung flugvélin á
skýjakljúfinn og Manhattan
nötraði við höggiö.
Logandi bensínið fossaði
niður
„Fólk fann á sér að eitthvað
hræðilegt var aö gerast,” sagði
Walther M. Daniels, hjá New
York Times sem var gangandi á
leið til vinnu þegar hann heyröi
drunurnar i flugvélinni. „Það
byrjuðu allir aö hlaupa I áttina að
fimmtu.götu.”
Eftir hiö ógurlega brak sem
kom við áreksturinn varö andar-
taks grafarþögn. Svo heyrðist
hálfkæfð sprenging og eldtungur
gusu út úr hliö skýjakljúfsins.
Sprengjuflugvélin lenti á sjö-
tugustu og áttundu og sjötugustu
og niundu hæð og braut þar gat,
sex sinnum átta metra stór; á
þeirri hliöinni sem snýr aö þri-
tugustu og fjórðu götu.
Eldtungurnar frá brennandi
bensininu stóðu fimmtiu metra i
loft upp og það fossaöi einnig log-
andi niður hliöar risabyggingar-
innar.
Sprengjuflugvélin sundraöist
við áreksturinn. Annar mótorinn
hrapaði niöur lyftugöng, hinn fór
þvert i gegnum bygginguna og
varð
skýja-
kljúfur-
inn að
lenti á þaki húss sem var hinum-
megin við hana.
Stan Lomax sá annan vænginn
hrapa niður á Madison Avenue.
„Areksturinn var eins og þruma i
martröö,” sagöi hann siðar.
/Þetta er neyðartilfelli"
Eldurinn var svo ofsalegur aö
Hluti skemmdanna á sjötugustu og nlundu hæö.