Vísir - 16.02.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 16.02.1977, Blaðsíða 11
11 vísm Miðvikudagur 16. febrúar 1977 /""........ Þegar fólk heyrir minnst á ihugun eða hugleiðslu gerir það sér oftast i hugarlund erfiðar einbeitingaraðferðir ásamt margs konar likamsæfingum, sem aðeins þeir geta iðkað til langframa sem hafa nægan viljakraft, aga og sjálfsstjórn. Einnig að ihugun eða hugleiðsla sé slik að iðkandinn sé knúinn til að draga sig út úr daglegu lifi eða að hann missi ailan áhuga fyrir hagnýtum hlutum. Tæknin Tæknin Innhverf ihugun, Transcendental Meditation technique, sem fjallað er um i þessari grein krefst engrar ein- beitingar, erfiöis eða andlegrar eða likamlegrar sjálfsstjórnar. Þaöan af siður er hún sef junar- æfing þar sem iðkandinn telji sér I trú um að hann eigi að leiöbeinandi hug nemanda inn á svið finni stiga vitundar sem gædd er meiri orku, gleði og sköpunargreind. Eftir að iðk- andanum hefur einu sinni verið sýnt hvernig á að ihuga, hvernig kafað er inn á finni stigu vitund- ar, kemur allt annaö af sjálfu sér, rétt eins og dýfingamaöur þarf ekki annaö en að taka rétt horn til dýfingar og þá rennur likaminn af sjálfu sér niður i dýpri lög vatnsins. Tæknin er svo einföld að jafnvel 4 ára gömul börn geta iðkað hana. Einfaldleiki hennar og eðlileiki aðgreinir hana frá öðrum Ihug- unaraðferðum sem á boðstoðum eru, þar sem krafist er einbeit- ingar eða tamningar hugans. Hvaðan kemur tæknin Innhverf ihugun? Tæknin Innhverf ihugun — Transcendental Meditatiori Fyrrl grein nýtur álika virðingar meöal índ- verja og páfinn meöal kaþólskra manna. Aöur en Guru Dev var kjörinn andlegur leiðtogi norður-indverja, en 4 slikir leiðtogar eru I Indlandi, jafnmargir höfuöáttunum fjór- um, dvaldi hann 40 ár i þögn og hugleiðslu i einmanalegum frumskógum norður-Indlands og Himalayafjöllum. Maharishi segir um meistara sinn, að hvar sem hann fór hafi hann komiö til leiðar andlegri vakningu meðal fólksins, kennsla hans hafi einkennst af einfaldleika, fágun og öryggi manns, sem fyrir löngu hefur komist að raun um hinsta sann- leik lifsins. Vísindalegar rannsóknir Þegar Maharishi hóf kennslu . á Innhverfri ihugun á vestur- arleg rannsókn á hópi ihugenda viö læknaháskóla Kaliforniu I Los Angeles og kom þar m.a. eftirfarandi fram. Eftir 1 1/2 mlnútna iðkun minnkar súrefnisnotkun likamans um 16%, en I svefni tekur um 6 klukkustundir að ná aðeins helmingi þessarar minnkunar á súrefnisnotkun. Rannsóknin bendir til þess að hvildin meðan á tækninni Inn- hverf Ihugun stendur, sé helm- ingi dýpri en i fasta svefni, þar sem efnaskiptin eru helmingi hægari. Einnig hægist andar- drátturinn eðlilega og vinnuálag hjartans minnkar. Heilalinurit iðkenda sýna fram á að vinstri og hægri heilahelmingar starfa betur saman og að skýrleiki hugsunar eykst. Siöan 1970 hafa verið geröar mörg hundruð rannsóknir I meira en 200 virtum mennta- og rannsóknarstofnunum viða um innhverfq íhugun og íhugunartœknil slaka á eða þvi um likt, og ekki er hún timafrek. Hún krefst á engan hátt breytingar á lifsskoðunum eða venj- um. Tæknin sem er auölærð og auðæfö byggist á þeirri eðli- legu hneigö hugans að leita stöðugrar aukningar. 1 stuttri einkaleiðbeiningu, beinir technique — er ævaforn ihug- unartækni sem kennd var meðal munka i Indlandi I aldaraöir. Fyrst barst hún til vesturlanda með indverska munknum Maharishi Mahesh Yogi árið 1958. Maharishi lærði hana af meistara sinum Swami Brahmananda Saraswati Shan- karacharya af Jyotir Math, öðru nafni Guru Dev, en kennslu hans naut Maharishi i 13 ár., Guru Dev lærði Innhverfa ihugun af meistara sinum. U m 1930 var Guru Dev kjörinn til að gegna embætti Shankara- charya af Jyotir Math I norður Indlandi. Shankaracharya löndum lagöi hann rika áherslu á, aö likamlegar breytigar ættu sér stað viö iðkun Innhverfrar ihugunar. Þetta þótti mönnum kyndugt þar sem ihugunartækn- in er algjörlega huglæg, þ.e. engar likamlegar æfingar eru geröar með henni. Arið 1970 var framkvæmd it- heim.einkum i Bandarikjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakk- landi og Sviþjóö, sem sýna fram á alhliða þroska persónuleika mannsins. Sköpunargreindin vex, svo og námshæfni tilfinningajafnvægi og stöðug- leiki. Þroski llkamans og al- menn velliðan á sér stað. NEMUR 750 BIFREIDUM Á DAG: Vegagerðin áætlar, að til við- halds malarvega þyrfti á þessu ári 986 milljónir, en fjárveitingin er 677 milljónir i tillögunni. Annað sumarviðhald Sömu sögu er að segja um við- hald annarra vega og umferðar- mannvirkja, að þörfin er mun meiri en þær fjárveitingar, sem tillaga er gerö um. Gert er ráð fyrir, að á þessu ári verði lagt nýtt slitlag fyrir 82 milljónir á vegi með bundiö slit- lag, en jafnframt er ljóst, að á næstu árum þarf mun hærri fjár- hæðir til þessara hluta, þvi leggja þarf yfir samfellda kafla og lengd bundins slitlags eykst sifellt. t athugasemdunum segir einn- ig, að á undanförnum árum hafi viðhald brúa verið stórlega van- rækt. Ekki er gert ráð fyrir, aö veg- heflun aukistá þessu ári, en veita á 300 milljónum til þess verkefnis. Rykbindingarkostnaður er 200 þúsund á kilómeter Talið er æskiiegt, að hægt væri að rykbinda samtals 436 kfló- metra malarvega á öllu landinu, og er áætlað, kostnaður á kiló- meter yrði um 220 þúsund krónur. Fjárveiting til þessa liðar er hins vegar aðeins um helmingur þarf- arinnar, eða 60 milljónir af 115 milljónum. Aukinn kostnaður við snjó- mokstur á vetrum I tillögunni er gert ráð fyrir aukningu á snjómokstri, sem svarar til 25% aukningar á snjó- moksturskostnaði frá fyrri árum, vegna breytinga á snjómoksturs- reglum á þjóövegum, sem tóku gildi i ársbyrjun 1977. Til vetrarviðhalds fara þvi i heild 445 milljónir króna á þessu ári. Vegna mikils fannfergis var mikill kostnaður við snjómokstur á árunum 1974 og 1975. A siöar- nefnda árinu var kostnaðurinn t.d. 42.3% yfir meðaltal siðustu 10 ára. 2.260 milljónir til nýrra þjóðvega Tillagan gerir ráð fyrir, að 2.260 miiljónir fari til nýrra þjóðvega á árinu, þar af 1820 milljónir til stofnbrauta og 400 milljónir til þjóðbrauta. Þessi fjárveiting til nýrra þjóð- vega er i heild svipuð árið 1977 og var i vegaáætlun 1976, og er þá miðaö við þá upphæð, sem fór til allra vegaflokka, svo og i sérstak- ar áætlanir það ár. Þjóðbrautir fá hins vegar vegar hlutfallslega stærri skammt en áður. Til girðinga og uppgræðslu meðfram vegum fara 40 milljónir i ár. Þessi fjárveiting segir þó lit- ið til að mæta ógreiddum kröfum vegna girðinga samkvæmt girö- ingalögum, en þessar kröfur voru alls um slðustu áramót 311 millj- ónir króna. Er stefnt að þvi að greiða þær á nokkrum árum. 44 milljónir til fjallvega Lagt er til, að 44 milljónir fari til fjallvega i ár. Aðalf jallvegir eru taldir um 900 kflómetrar, og eiga 14 milljónir aö fara til þeirra. Til annarra fjallvega fara 17 milljónir, til reiövega ein milljón, en til þjóðgarösvega og vega að fjölsóttum ferðamannastöðum 12 milljónir árið 1977. Til brúargerða eiga aö fara um 300 milljónir, en mestur hluti þeirra, eða 240 milljónir, eiga aö fara I brýr, sem eru 10 metrar eða lengri. Aukið fjármagn til sýslu- vega Samkvæmt þeim breytingum, sem gerðar voru á vegalögum I desember 1976, er innheimt sýslu- vegasjóðsgjald tvöfaldað miðað við það, sem áður var, og jafn- framt var rikisframlagi breytt þannig, aö nú er það eigi lægra en tveimur og hálfum sinnum heimaframlag i stað tvöföldunar áður. Þessi breyting hefur veru- leg áhrif á rikisframlagið árið 1978-1980, og verður þá mun hærra en á þessu ári. Heildartekjur sýsluvegasjóða munu i ár vera um 251.6 milljónir, og er rikisframlagið þar af um 129.4 milljónir. Þéttbýlisvegafé um 1550 krónur á ibúa Þéttbýlisvegafé verður á þessu ári 396 milljónir króna. Tala ibúa á þéttbýlisstöðum, sem hafa yfir 200 Ibúa, er áætluð 191.500. Þar með má gera ráð fyrir, aö upphæð á hvern Ibúa verði um 1550 krónur, á þessu ári. ssum vegum ökumönnum á einu ári œtlun 1977-1980 Véla- og áhaldakaup A þessu ári er ætlunin aö verja 30 milljónum til véla- og verk- færakaupa. Þessu fé veröur aðal- lega varið til endurnýjunar þeirra vinnuvéla, sem vegageröin þarfnast, en ekki fást leigðar á al- mennum markaöi, svo sem veg- hefla, véla til malarvinnslu o.s.frv. 50 milljónir munu fara til bygg- ingu áhaldahúsa, en þar eru að- kallandi verkefni framundan, svo sem bygging áhaldahúsa I Olafs- vik, en þar hefur vegagerðin enga aðstöðu, og á Isafirði, þar sem gamalt áhaldahús Vegagerðar- innar er komið inn i mitt Ibúða- hverfi, auk þess sem skrifstofa umdæmisverkfræðingsins þar er á hrakhólum. A Sauðárkróki og Húsavik er starfsemi Vegagerð- arinnar I gömlum bröggum, og á Reyöarfirði þarf að stækka véla- verkstæði. Nýtt vegagerðarhús bíður Fram kemur I athugasemdum við tillöguna, að á árunum 1976- 1977 hafi veriö lagt til i vegaáætl- un, að stefnt yrði að þvi aö byggja hús fyrir vegamálaskrifstofuna i Reykjavik, en hún sé til húsa á þremur stööum við mikil þrengsli, sem leiði til óhagstæöis og verulegs aukakostnaöar i dag- legum rekstri. En þar sem fjár- veiting til áhaldahúsabygginga sé ekki meiri en raun ber vitni sé ekki talið ráðlegt að hefja fram- kvæmdir við slikt hús fyrr en kostnaðaráætlun og fjármagn liggi fyrir til að ljúka fram- kvæmdum, en slik áætlun verði frágengin siðar á árinu. Greiða þriðjung hallans frá síðasta ári 1 tillögunni er gert ráð fyrir, að greiddar veröi i ár 30 milljónir af 92milljón króna halla, sem varð á vegaáætlun á siðasta ári. Þá er einnig lagt til, að 16 millj- ónir fari i ár til tilrauna I vega- gerð. Þjóövegir eru nú, I samræmi við breytingar á vegalögum, sem samþykktar voru i fyrra, flokkað- ir i tvo flokka, þ.e. stofnbrautir og þjóðbrautjr. Til stofnbrauta teljast allir þeir vegir, sem samkvæmt vegaáætl- un I fyrra töldust hraöbrautir og þjóðbrautir, að viðbættum Bildu- dalsvegi og Seyðisfjarðarvegi. Til þjóðbrauta teljast hins veg- ar allir þeir vegir, sem áður voru landsbrautir að undanskildum tveimur ofangreindum vegum. Aöalfjallvegir eru hinir sömu og áður. —ESJ Flokkun vega

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.