Vísir - 09.03.1977, Page 5
Heimilislausir
fá frítt orlof
Þeir, sem misstu
heimili sin i jarðskjálft-
unum i Rúmeniu, eiga
fyrir höndum að fá tiu
daga orlof á kostnað
rikisins og þegar þeir
snúa heim úr þvi aftur
bíður þeirra að fá út-
hlutað sjónvarpstækj-
um, húsgögnum og fatn-
aði.
Þúsundir manna misstu heimili
sin og hafa nú leiðtogar rúmenska
kommúnistaflokksins lofað þeim
nýjum hibýlum og annarri fyrir-
greiðslu til þess að hjálpa þeim til
að hefja nýtt lif.
Samtimis þessu hafa yfirvöld
krafist þess, að lokið verði að
hreinsa stræti höfuðborgarinnar
og ryðja burt rústum i kvöld.
Fréítamenn sem staddir eru I
Búkarest, telja útilokað að unnt
verði að mæta þeim kröfum. Tug-
ir þúsunda bygginga hrundu, eða
eru að hruni komnar, og björgun-
arsveitir hafa ekki enn lokið að
leita af sér allan grun um, að ein-
hverjir leynist grafnir undir rúst-
unum.
Björgunarmenn og læknar
kunna fjölda frásagna af þvi, að
fundist hafi fólk á lifi undir rúst-
unum, þar sem öll von haföi verið
gefin upp. Meðal þeirra sem
fundist hafa, var 23 ára móðir,
sem i 80 klukkustundir lá undir
rústum með 3 mánaða gamalt
barn sitt, og hafði það á brjósti.
Kvaðst hún hafa kropið á höndum
og hnjám allan timann yfir barn-
inu og hlift þvi með likama sin-
um, en björgunarmenn fundu
barnið hinsvegar hvergi þegar
þeir komu að móðurinni.
Björgunarsveitir og læknalið
við uppgröf rústa i Búkarest.
Þessi haugur var einu sinni 14
hæða ibúðablokk.
»
Gerðu tilraun með
Ekki sama Jón og séra Jón
hjó Sameinuðu þjóðunum
Lundúnablaðið Daily un, að Sameinuðu þjóð-
Telegraph skrifaði i imar hefðu aldrei lagst
leiðara sinum i morg- eins lágt i skripaleik
sinum og hræsni gagn-
vart mannréttindum og
einmitt um þessar
mundir.
Blaðið rifjaði upp, að sendi-
nefnd Bandarikjanna hefði orð-
ið að draga til baka á mánudag-
inn tillögu sina um athuganir á
meintum ofsóknum sovéskra
yfirvalda á hendur andófs-
mönnum, vegna þess aö tillagan
hefði ekki notið stuðnings.
,,En aðeins 24 stundum siðar
spangólaði sama hjörðin, sem
studdi Sovétrikin gegn afskipt-
um af innanrikismálum rússa,
einum rómi i fordæmingum á
Chile” skrifar blaðið.
„Það er fyrir löngu orðiö aug-
ljóst, að margar þær rikis-
stjórnir, sem skrifað hafa undir
hugsjónarika sáttmála um
mannréttindi, höfðu aldrei ætl-
að sér að fara eftir þeim”, held-
ur leiðarahöfundur áfram.
Daily Telegraph bendireinnig
á, að Sovétrikin sem aldrei hafi
gert neitt fyrir þróunarrikin
annað en senda þeim vopn, bylt-
ingar og falska drætti, hafi
ávallt tekið undir harmagrát
þeirra, þegar þau bera sig upp
undan eftirköstum nýlendu-
áranna. „1 staöinn greiða þau
atkvæði meö rússum i Samein-
uðu þjóðunum”, skrifar leiöara-
höfundur og slær bptninn i mál
sittmeð: Carter forseti hefur nú
gengið úr skugga um, aö hann
verður að ganga til
mannréttindabaráttu sinnar án
nokkurrar hjálpar frá
Sameinuöu þjóöunum”.
sýklahernað í 17 ór
Bandariska leyniþjón-
ustan CIA varði rúmum
þrem milljónum dollara
til rannsókna og tilrauna
með sýklahernað á
sautján ára timabili,
eftir þvi sem Banda-
rikjaþingi var gerð
grein fyrir i gær.
Um leið upplýstist, að njósna-
stofnunin OSS, fyrirrennari CIA,
heföi byrlaö Hjálmari Schacht,
efnahagssérfræöingi Hitlers, eit-
ur i mat á striðsárunum til að
hindra hann i að sækja efnahags-
málaráðstefnu, sem þá var hald-
in.
Þetta kom fram i skýrslu, sem
lögð var fram á fundi einna undir-
nefnda öldungadeildarinnar, þar
sem fjallað var um heilbrigðis-
mál og visindarannsöknir.
Spunnust þar inn i upplýsingar
um hlut Bandarikjahers í tilraun-
um með sýkla, en herinn stóö fyr-
ir slikum rannsóknum fyrir CIA.
Herinn hefur gert grein fyrir
þvi, að frá þvi 1949 hafi hann gert
tilraunir 239 sinnum með sýkla til
hernaðar. Fram til þessa hefur
ekki verið opinberlega kunnugt
um nema tvær þessara tilrauna.
Tilraunastarf hersins var aðal-
lega unniö aö Fort Dietritíi i
Maryland, en endi var bundinn á
þá starfsemi 1969.
1 skýrslunni kom fram, að til-
raunirnarhefðukostaðþrjá menn
lifið, sem raunar var vitað áður,
og alls hefðu 456 menn veikst af
þessum sýklum.
Miimingar Fords
og konu hans
Ford fyrrum Banda-
rikjaforseti og Betty
kona hans hafa gert
samninga við útgáfu-
fyrirtækið Harper and
Row og Readers Digest
um að skrifa æviminn-
ingar sinar sitt i hvoru
lagi.
Þetta er I fyrsta sinn, sem
slíkur tvlbura útgáfusamningur
er gerður viö fyrrverandi hús-
bændur Hvlta hússins.
Búist er við þvi að bók Fords
hefjist þar sem hann var valinn
varaforseti af Nixon til þess að
taka við af Spiro Agnew, en
fjalli siðan um árin i Hvita hús-
inu.
Saga Bettyar á hinsvegar að
fjaila um einkalif hennar, allt
frá árunum, þegar hún starfaði
sem sýningarmær og dansmær.