Vísir - 22.03.1977, Page 4

Vísir - 22.03.1977, Page 4
Virða ekki Bhutto viðtals Zulfikar Ali Bhutto, for- sætisráðherra Pakistan, miðar ekkert í tilraunum sinum til að afstýra póli- tísku ofbeldi og koma á ró í landinu. Leiötogar stjórnarandstööu- flokkanna neita aö semja viö hann og halda þvi fast fram, aö yfirburöasigur Alþýöuflokks Pakistan hafi byggst á kosninga- svindli. Frá þvi kosningunum lauk hef- ur komiö til blóöugra átaka milli öryggissveita og stjórnarand- stæöinga. Þaö er taliö, aö þau á- tök hafi kostaö aö minnsta kosti 30 manns lifiö i Karachi. Helmingur ibúa stærstu borgar landsins er i útgöngubanni. í óeiröum um helgina var kveikt i verksmiöjum, skrifstof- um og bilum og varö herinn aö skakka leikinn. Fyrstu viöbrögö Bhuttos viö svindlákærunum eftir kosning- arnar voru þau aö fangelsa ýmsa af leiötogum stjórnarandstööunn- ar, en fjórum þeim fremstu sleppti hann úr fangelsi aftur i gær i von um aö friöa andófs- menn. Einn fjórmenninganna, Asghar Khan, fyrrum flug- markskálkur, neitaöi aö yfir- gefa fangaklefa sinn, fyrr en Bhutto heföi vikiö úr ráöherra- stóli. Hinir vildu ekki tala viö Bhutto. Dýravinir viöa frá hafa fjöl- mennt til Nýfundnalands, en þaöan er stutt aö fljúga meö þyrlum út á fsinn, þar sem sel- veiöin fer fram. Meöal andmæl- enda eru frægar persónur á borö viö Birgitte Bardot, sem komu þangaö um miöja sföustu viku, en þá var þessi mynd tekin. Dýravinir hafa gripiö til aö hlaupa fyrir veiöimennina og varpa sér yfir kópana þeim til verndar. Á þessari mynd sjást Brian Lavies, frkvst. alþjóöa- dýraverndarsjóösins og leik- konan, Yvette Mimieux, stödd . úti á fsnum. Veiöimaöur af kanadiskum selfangara arkar um fsinn, dragandi á eftir sér nýflegiö skinn af selkóp, á leiö til skips. ________________________________ ; > ' /---------------- Selveiöimaöurinn lætur högg- iö rföa á kópnum. örfáum mfnútum eftir aö myndin var / tekin, haföi skinniö veriö tekiö og eftir lá hræiö. 4 Janataflokkinn vantar 7 Þegar ótalin voru ein- ungis atkvæði 22 kjör- dæma i Indlandi, vant- aði Janataflokkinn að- eins 7 þingsæti til þess að hafa hreinan meiri- hluta i neðri málstofu indverska þingsins. Indira Gandhi hefur enn ekkert látiö opinberlega frá sér fara um kosningarnar og þvi ekki viöur- kennt ósigur sinn eöa beöist lausnar. Allan tfmann frá þvf aö talning hófst, sem var á sunnudag, hafa stjórnarandstööuflokkarnir haft upp ó forystu. Þegar úrslit lágu fyrir um úthlutun 446 þingsæta (af alls 542), höföu stjórnarandstæöingar tryggt sér meirihluta meö sam- tals 272 þingsæti. Þar af haföi Janataflokkurinn einn 222 þing- sæti. Neyöarástandslög hafa veriö i giídi I Pakistan frá þvi i striöinu viö Indland 1965. Bhutto hefur sagt, að hann muni ekki aflétta þeim meöan neyöarástandslög gildi á Indlandi. — Indira Gandhi lét nema þau úr gildi i gær, þegar kosningaúrslitin blöstu viö. Vildi gango í her Amins Vopnaður maður rændi banka i Toronto i Kanada i gær og hafði um hrið á valdi sinu milli 15 og 20 gisla. Kraföist hann flugvélar til þess aö fljúga sér til Uganda, þar sem hann kvaöst vilja ganga i her Idi Amins forseta. Síðar sleppti hann öllum gfelun- um nema fjórum, en i samninga- stappi stóö i allan gærdag. Maöurinn kvaöst vera 38 ára gamall, fyrrverandi málaliöi I Kongó, og sagðist langa aftur til Afriku. Undir kvöldiö gafst maöurinn upp. Frjúlslyndir eina von Callaghans? Það hvarflaði aldrei að James Callaghan, forsætisráðherra, að andstöðuflokkarnir mundu sameinast gegn rikisstjórn Verka- mannaflokksins. Hvaða mál hefðu það lika átt að vera, sem gætu fylkt á bak við sig óánægðum ibúum Ulster, oliusinnuðum þjóðernissinnum Skot- lands, eða frjálslynd- um englendingum? Callaghan var þvi sama sinnis og aörir stjórnmálamenn, aö Verkamannaflokkurinn mundi halda velli i neðri málstofunni, jafnvel þótt saxast haföi á meirihluta hans i aukakosning- um aö undanfömu. Enþegar Margarét Thatcher, leiötogi ihaldsflokksins, lagöi fram vantrauststillögu sina á föstudagskvöld, fann hún óvæntan hljómgrunn meðal hinna. Takist meö þeim sam- staða, gæti Callaghan tapaö at- kvæöagreiöslunni, sem fer fram annaö kvöld. Hann ætti þá ekki annars úrkosta en boöa til nýrra kosninga, sem er hreint ekki til- hlökkunarefni fyrir Verka- mannaflokkinn um þessar mundir. Flestar skoöanakann- anir aö undanförnu benda til þess.aö ihaldsflokkurinn mundi vinna þær kosningar. Það er fátt, sem sameinar hina ólíku flokka stjórnarand- stööunnar, annaö en einfaldlega óánægja meö stjórn Verka- mannaflokksins og vilji til þess aö koma henni frá. Aöalvon Callaghans er sögð liggja iþvi, aö komast aö mála- miölunarsamkomulagi viö þrettán þingmenn frjálslynda flokksins. Frjálslyndi flokkur- inn hefur jafnan tapaö kosning- um, sem boöaö er til á miöju þingtimabili. David Steele, leið- togi frjálslyndra hefur þó sagt, að þeir muni ekki greiöa rikis- stjórninni atkvæöi, nema Callaghan samþykki aö hætta viö frekari sósialiseringu. Callaghan átti rúmlega klukkustundarfund meö Steele I gærkvöldi, og aö loknum þeim fundi gerði Steele félögum sln- um tólf grein fyrir þvi, sem þeim hafði fariö á milli. Engin ákvöröun var tekin i gærkvöldi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.