Vísir - 22.03.1977, Side 10
10
VÍSIR
Otgefandi:Reykjaprpnt hf.
Framkvxmdastjóri: DavfA Gu&mundsson
Ritstjórar:Þorsteinn Pálssondbm.
. ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi:Brági GuBmurtdsson.» Fréttastjóri erlendra frétta :Gu6mundur Pétursson. Umsjón
meb helgarblabi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Ellas Snæland
Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Gubjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig
Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson, tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn:
Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex-
andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurÖsson. Dreifingarstjóri: Siguröur
R. Pétursson.
Auglýsingar: Siöumúla 8. Simar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands.
Afgreiösla: Hverfisgata 44. Simi 86611 Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö.
Ritstjórn: Siöumúla 14. Sími 86611, 7 lfnur Prentun: Blaöaprent hf.
Akureyri. Simi 96-19806.
Gœluverkefnin
Frá því að eyðslustefnan var hafin til vegs í byrjun
þessa áratugs hafa menn haft vaxandi áhyggjur af
auknum ríkisumsvifum. Kemur þar bæði til að ýms-
um finnst þessi stefna hafa leitt til of mikillar opin-
berrar íhlutunar i þjóðlifinu og einnig haf i það komið I
Ijós, að rikisumsvifin séu í eðli sínu sóunarstefna.
Ríkisumsvifin hefa óneitanlega leitt menn inn á
nýjar brautir. Þannig hafa hugmyndir manna um
gildi hlutanna breyst. Arðsemi atvinnureksturs virðist
t.a.m. ekki vera neitt höfuðmarkmið lengur. Af opin-
berri hálfu hefur arðsemissjónarmiðum jafnvel verið
lýst sem úreltum og hættulegum villukenningum.
Valur Valsson aðstoðarbankastjóri Iðnaðarbankans
ritar athyglisverða grein um þetta efni í nýútkomið
hefti af tímaritinu Stefni. Þar segir hann, að sú skoð-
un sé rík, að iðnþróun eigi aðallega að byggjast á
stofnun nýrra fyrirtækja. Jafnframt sé það gefin for-
senda, að ríkisvaldið þurfi að hafa frumkvæðið og
vera aðaleigandi, og þessi fyrirtæki eigi að njóta sér-
stakra fríðinda, sem fráleitt sé að önnur atvinnustarf-
semi njóti.
Þessi afkvæmi ríkisumsvifahugarfarsins kallar
bankastjórinn gæluverkefni og segir, að annar iðnað-
ur í landinu standi í skugganum af Ijóma þeirra. Hann
nefnir réttilega Þörungavinnsluna og hugmyndir um
ylræktarver sem dæmi um gæluverkefni af þessu
tagi.
Valur bendir i þessu sambandi á, að arðsemi sé
reiknuð út eftir öðrum forsendum en í öðrum atvinnu-
rekstri. Þannig sé jafnán gert ráð fyrir því, að gælu-
verkefnin greiði ekki gatnagerðargjöld, aðflutnings-
gjöld eða sama verð fyrir vatn og rafmagn, og ýmis
kostnaður eins og hafnargerð og rafmagnslínur sé
ekki tekinn með í þessum reikningsdæmum.
Bankastjórinn kemst þannig að orði um þessar að-
stæður: „Iðnþróun, sem byggir á gæluverkefnum, er
ekki vænleg til árangurs. Skynsamlegra væri að nota
þann grunn, sem fyrir er. Jafnframt verður að skapa
atvinnulífinu þá aðstöðu, að fólk vilji leggja fram
áhættufjármagn. Þá koma ný tækifæri af sjálfu sér
og opinberar gæluverkefnanefndir verða óþarfar".
Hér er vissulega kveðið skýrt að af hálfu forystu-
manns i bankakerfinu. En þetta er kjarni málsins.
Ríkisumsvifahugarfarið hefur leitt til þess að stofn-
aðar hafa verið of margar gæluverkefnanefndir sem
unnið hafa að slíkum verkefnum án tillits til arðsemi.
Það er engu líkara en fulltrúar ríkisumsvifanna séu
h'ættir að setja samasem-merki á milli peninga og
verðmætasköpunar.
Rikisumsvifamenn vilja ekki einkafjármagn inn í
atvinnufyrirtækin. Lög og aðgerðir opinberra aðila
hafa ekki miðað að því marki, að almenningur gæti
tekið virkan þátt í atvinnurekstrinum. Hér þarf að
snúa við blaðinu. Nýsköpun atvinnulífsins þarf að
byggja á aukinni þátttöku einstaklinga, minni skatt-
heimtu og minni opinberum lántökum hjá borgur-
unum.
Leiðin að aukinni verðmætasköpun og hærri þjóðar-
tekjum liggur alveg örugglega ekki í gegnum gælu-
verkefni ríkisumsvifamanna. Það má á hinn bóginn
taka undir með bankastjóra Iðnaðarbankans, þegar
hann segir, að gæluverkefnahöfundarnir hafi sýnt
fram á erfiðleika á nýtingu nýrra tækifæra vegna
hindrana stjórnvalda og löggjafans.
Ef augu manna opnast fyrir bragðið má segja, að
gæluverkefnanefndirnar hafi ekki starfað til einskis!
En meginmáli skiptir að menn átti sig á því, að ríkis-
umsvifahugarfarið, sem fætt hefur af sér gæluverk-
efnin, erekki rétta leiðin við uppbyggingu atvinnulífs-
ins. Jafnvel frjálshyggjumenn þurfa að huga að
þessu.
ÞriOjudagur 22. mars limVTiST fj.
Af einhverjum undarlegum
ástæðum er nú fariO aO telja
þaO til mannréttinda aO hjón séu
skattlögO sitt I hvoru lagi og þar
fram eftir þeim götunum. Nú
um siöustu helgi barst þjóOinni
boOskapur fra Jafnréttisráöi i
þessa veru.
Ég held a6 menn vilji gleyma
ýmsum mikilvægum atriOum
um sérskattlagningu hjóna vilj-
andi eða óviljandi og láti liggja
á milli hluta alla þá stóru ókosti,
sem sérskattlagningu fylgja.
Framtölum fjölgar um
helming.
Sérsköttun hjóna hefur i för
me5 sér fjölgun framtala um
helming. Veröur þvi aö stór-
fjölga starfsliði á skattstofum til
þess aö vinna sómasamlega úr
framtölum og rannsaka þau. Þó
veröur þessi vinna tilgangslitil,
þvl aö flestir viöbótarframtelj-
endurnir veröa skattlausir eöa
þvi sem næst.
Þannig hækka skattarnir á
okkur öllum.
Þarfnast séreignaskipu-
lags.
Til þess aö sérframtöl hjóna
veröi annað en nafniö eitt, þarf
aö gjörbreyta eignaskipulagi
Eru lágmarkslaun of há?
Ég er þeirrar skoöunar, aö
svo kunni aö fara, aö lágmarks-
laun I dag veröi talin of há i
framtiöinni. Menn segi sem
svo: áöur var eðlilegt aö miöa
lágmarkslaun viö aö þau gætu
a.m.k. dugað til aö framfleyta
fimm manna fjölskyldu. Nú er
hins vegar komið svo aö tveir
vinna fyrir fjölskylduna og er þá
ekki eölilegt aö launin lækki
sem þvi nemur?
Og mér virðist sem vissrar
tilhneigingar gæti I þessa átt. Ef
grannt er skoðað kemur í ljós,
aö kaup þeirra stétta, sem
konur hafa aöallega verið i, hef-
ur lækkaö iitillega miöaö viö
kaup sambærilegra stétta. Má
hér t.d. nefna kaup almennra
skrifstofumanna og kaup kenn-
ara.
Og þetta er e.t.v. eölilegt.
Framleiöslan getur ekki boriö
nema ákveðin laun. Ef laun-
þegum fjölgar hlýtur sú fjölgun
aö koma fram i lækkuöu kaupi
þegar til lengdar lætur.
Samkvæmt hjúskaparlögun-
um er framlag beggja metið
jafnt til eignaaukningar: mað-
urinn vinnur utan heimilis en
konan annast búshaldiö: sam-
eiginlega geta þau lagt fyrir til
eignamyndunar og þvi eölilegt
aö eignirnar skiptist jafnt milli
þeirra.
Og fyrst hjón eiga eigur sinar
saman er eölilegt aö skattleggja
þau saman. Ef hjón eiga hins
vegar eigur sinar sltt i hvoru
lagi og blanda aldrei saman
fjármunum sinum, getur veriö
eðlilegt aö skattleggja þau sitt i
hvoru lagi.
Hjón telji saman fram.
Ég efast um, aö það sé til-
gangur þeirra, sem vilja sér-
sköttun hjóna, aö gjörbreyta
reglum um fjármál hjóna i þá
átt, að hjón hafi aöskilinn fjár-
hag. Eðli málsins samkvæmt
veröur heimilishald sameigin-
legt hjá þorra fólks og fjármál
skv. þvi.
Meðan svo er viröist eölileg-
ast aö hjón telji saman fram
eins og þau hafa gert.
Ef menn hins vegar eru
samVnsúrtogsættoghafasam- ***** ^ fjölskylduform is-
eiginlegt heimili og fjárhald. lendinga ber að segja þaö um-
yröalaust, en reyna ekki aö læöa
hugmyndum gagnstæöum þvi
undir yfirski'ni mannréttinda.
Hvað eru lágmarkslaun?
1 framhaldi af þessu vil ég
vikja lftillega aö skyldu efni.
I dag hafa eiginkonur sérstak-
an skattafslátt. Er hann 50% af
launum þeirra. Þessi afsláttur
var settur á sinum tima til þess
aö fá konur til vinnu, en þá var
skortur á vinnuafli og laun
kvenna mun lægri en karla.
1 dag eru laun kvenna þau
sömu og karla. Og er þess vegna
i lagi aö afnema afsláttinn.
Ég er þó andsnúinn þvi aö af-
nema þennan afslátt. Mér finnst
þaö eölilegast aö miöa viö, aö
hann nái einungis til tekjulægri
makans, og sé hugsaður sem
viöurkenning af hálfu rfkis-
valdsins til þeirra, sem vilja
leggja á sig meiri vinnu en talið
er nauösynlegt til aö framfleyta
heimili.
Meö þvi á ég viö, aö laun eru I
dag m.a. talin eiga aö nægja til
þess aö fjölskyldufaöirinn geti
framfleytt konu sinni meö
tveimur til þremur börnum.
Haraldur Blöndal
skrifar:
V
hjónabands. t dag eru þær regl-
ur I stórum dráttum, aö hjón
eiga saman allar eignir sinar,
nema annaö sé sérstaklega tek-
iö fram. Rökin eru þau, aö hjú-
skapur er yfirlýsing fyrir Guði
og yfirvöldunum um aö viökom-
anrii Hirin apHi ah ravna aö lifa