Vísir - 22.03.1977, Page 17
yísm
Þriðjudagur 22. mars 1977
SKATASTARF
Umsjón: Gunnar
Kristinn Sigurjónsson
og Eyþór Þórðarson
Skótalögin
Skátafélagsskapurinn var
stofnaður árið 1907. Hann fór þá
þegar sigurför um heiminn. Sið-
an hefur mikið vatn til sjávar
runnið og milljónir ungmenna
hafa ávallt skipað sér undir
merki skátahreyfingarinnar,
sótt til hennar manndóm sinn og
þroska.
Timarnir breytast en mark-
miðiö er það sama hjá skátum
að vera viðbúnir og nota tóm^
stundir sinar til hag'nýtra,
hollra og þroskandi viöfangs-
efna, við hæfi hvers og eins.
Með skátalögin að leiðarljósi
og hinar fornu dygðir, heiðar-
leika og trúmennsku i störfum,
ást á landi og þjóð, vináttu,
glaöværð og bjartsýni, reynir
skátinn að færast nær hinu setta
takmarki að verða sem nýtastur
og bestur þjóðfélagsþegn. Og
uppeldiskerfi Badens Powells,
byggt upp af mannlegum skiln-
ingi og endalausri keðju hinna
ólikustu verkefna, sveipuð
ævintýraljóma skátalifsins, er i
sinu fulla gildi enn i dag. Og
innisetu- og skólaþjóöfélag okk-
ar þarfnast þess.
Ungur þarf drengurinn og
stúlkan aö kynnast undrum
náttúrunnar, fegurð landsins og
tign, stunda útilegur, fjallaferð-
ir og göngur allan ársins hring.
Og aldrei er meiri nauðsyn en
nú að hinum mörgu og sivax-
andi tómstundum sé varið á
réttan hátt. Skátafélagsskapur-
inn leggur fram krafta sina,
manngiidishugsjón sina og
skipulögð störf i þágu æskunn-
ar, lands og þjóðar.
Ekkert sveitarfélag hefur I
raun og veru efni á að láta upp-
eldiskerfiBadens Powells liggja
hjá garði, án þess aö gera til-
raun til þess að hagnýta það i
þágu uppvaxandi kynslóðar.
Siðasta bréf sitt skrifaði Bad-
en-Powell til skáta, skömmu áö-
ur en hann dó. Þar segir m.a.:
Kæri skáti.
Ég hef lifað mjög hamingju-
sömu lifi, og ég vil lika að sér-
hver ykkar lifi eins hamingju-
sömu lifi og ég.
Ég trúi því, að Guö hafi sent
okkur i þennan heim til þess aö
njóta lifsins og verða hamingju-
söm.
Hamingjan er ekki i þvi fólgin
að vera rikur, né i þvi eingöngu
að þér gangi vel eða eftirláts-
semi við sjálfan þig.
Eitt skref i áttina til hamingj-
unnar er að gera þig heilbrigö-
an á meöan þú ert ungur, svo að
þú getir orðið þarfur maður og
þannig notið lifsins.
Meö þvi að athuga náttúruna
muntu sjá, hve undursamlegan
Guð hefur gjört heiminn fyrir
þig-
Vertu ánægður með það, sem
þú hefur, og gerðu þitt besta úr
þvi.
Llttu ávalltá björtu hlið máls-
ins. En hamingjuna er aðeins
hægt aö höndla á einn veg, og
það er með þvi að gjöra aðra
hamingjusama.
Reyndu að kveðja þennan
heim ofurlitlu betri og fegurri
en hann var, þegar þú komst i
hann. Þá veistu að þú hefur ekki
lifað til einskis.
„Vertu viðbúinn” aö lifa
hamingjusamur á þennan hátt.
Haltu ávallt skátaheitið, jafnvel
eftir að þú hættir að vera ungur
drengur. Og Guð hjálpi þér til
þess.
Þinn vinur,
(sign)
Oíb
Opiö og djarft augnaráð minnir á að skáti
segir ávallt satt og gengur aldrei á bak
orða sinna.
Heill og sterkur hlekkur í keðju minnir á
að skáti er tryggur.
Þrfhyrningurinn minnir á þau þrjú atriöi
að skáti er hæverskur i hugsunum, orðum
og verkum.
örin, sem markar ákveðna stefnu, minnir
á að skáti er hlýðinn.
Brosið, sem er leiðin til vináttu, minnir á
að skáti er glaðvær.
Hnúturinn, sem táknar verk sem þarf að
vinna, minnir á að skáti er þarfur ölium
og hjálpsamur.
Skjöldurinn, merki riddaranna, minnir á
að skáti er drengilegur I allri hjálpsemi.
Frækorniö,sem nærist af litlu, minnir.áað
skáti er sparsamur.
Fuglinn, sem flýgur um loftin blá, minnir
á að skáti er dýravinur.
Hjartað, sem slær, minnir á að allir skát-
ar eru góðir lagsmenn.
HAR-
SKURÐARSTOFAN
VÍÐIMEL 35
Allar nýjustu
klippingar karla
— kvenna
— barna.
Snyrtivörur
fyrir dömur
og herra.
Timapantanir ef
óskað er
Opiö á laugardögum.
simi 15229
[HÁRSKE
ISKLJLAGÖTU54
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM
HVERGI BETRI BÍLASTÆÐi 1
| HERRASNYRTIVÖRUR í ÚRVALI
SlMI 2 81 41 R MELSTEÐ
VÍSIR
Yisar á
vidskíptin
Auglýsing
Að gefnu tilefni vill ráðuneytið vekja
athygli skipstjórnarmanna á, að sam-
kvæmt reglugerð nr. 357/1974 og leyfis-
bréfum til grásleppuveiða, er skylt að
merkja þorskfisknet og grásleppunet á
eftirgreindan hátt.
Þorskfisknet.
1. Netadrekar skulu merktir einkennis-
stöfum þess skips, sem notar þá. Merki
þessi skulu höggvin i eða soðin á netadrek-
ana.
2. Allar netabaujur skulu merktar með
flaggi efst á baujustönginni, þar sem á eru
skráðir einkennisstafir skipsins. Undir
áðurgreindu flaggi skal vera annað flagg
þar sem á er málað númer hverrar neta-
trossu þannig, að netatrossur skipsins séu
tölusettar frá einum og tii þess fjölda, er
skipinu er heimilt að nota sbr. grein 2 um
leyfilegan hámarksfjölda neta. Auk þess
skulu allir belgir greinilega merktir með
einkennisstöfum þess skips, er notar þá.
3. Skipstjóri skal auðkenna vestari enda
hverrar netatrossu, með netahring á
miðju baujustangar, er hér miðað við rétt-
visandi norður-suðurlinu.
Leggi skip net sin, þar sem togveiðar eru
heimilar er skipstjóra skylt að auðkenna
vestari enda netatrossu með hvitu blikk-
Ijósi. Grásieppunet
Samkvæmt leyfisbréfum til grásleppu-
veiða, er leyfishafa skylt að merkja ból-
færi neta sinna þannig, að glöggt megi
greina hver eigandi netanna er.
Sjávarútvegsráðuneytið,
21. mars 1977.
Auglýsing um
áburðarverð 1977
Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftir-
talinna áburðartegunda er ákveðið þannig
fyrir árið 1977: ,.
Við skipshlið
á ýmsum
höfnum
umhverfis Afgreitt á bfla
land I Gufunesi
Kjarni 33% N Kr. 37.100 kr. 37.800
Magni 1 26%N ’ ’ 30.500 ,, 31.200
Magni 2 20%N * ’ 26.500 ” 27.200
Græðir 1 14-18-18 » » 45.300 „ 46.000
Græðir 2 23-11-11 42.200 ” 42.900
Græðir 3 20-14-14 ” 42.900 ” 43.600
Græðir 4 23-14-9 44.100 ” 44.800
Græðir 4 23-14-9 + 2 ” 45.300 ” 46.000
Græðir 5 17-17-17 ” 43.600 ” 44.300
Græðir 6 20^10^-10+14 ” 41.500 ” 42.200
N.P. 26-14 »» 43.500 ” 44.200
N.P. 23-23 48.600 ” 49.300
Þrífosfat 45% P205 37.900 ” 38.600
Kalíklorið 60% K20 ” 26.300 ” 27.000
Kalfsulfat 50% K20 » » 32.500 ” 33.200
Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki
innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð
kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og
afhendingargjald er hinsvegar innifalið i
ofangreindu verði fyrir áburð sem af-
greiddur er á bila i Gufunesi.
ABURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða
skrifstofumann sem allra fyrst.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsókn-
ir sendist Rafmagnsveitum ríkisins fyrir
24. þ.m.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116
Reykjavik.
Bílasala Garðars
Borgartúni 1. Símar 19615
Opið virka daga til ki 7
Laugardaga kl. 10—4.
- 18085
Mazda 616 ek. 30 þús. 1973 Bronco 1966-1974
Mazda 929 4ra d 1975 Range Rover 1972-1974
Mazda 818 1972-1974 Blazer 1971-1975
Toyota Corolla 1974 Dodge 1974
Volvo 1971-1973 Willys 1974
Plymouth Duster 1971 Land-Rover dísel 1971-1974
340 cc sjálfsk. í gólfi Chevrolet Pick-up C-20 353 sjálfsk. meö framdr. cc. 1976