Vísir - 22.03.1977, Page 24

Vísir - 22.03.1977, Page 24
VtSIR Þriöjudagur 22. mars 1977 Fikniefnamálin: Allir lausir úr gœslu- varðhaldi Tveir menn voru látnir iausir úr gæsluvaröhaldi á föstudaginn, en þeir höföu set- iö inni um hriö vegna aöiidar aö fíkniefnamálum. Enginn er nú i varöhaldi vegna þessara máia og eru þaö nokkur tfö- indi, þvi aö nær samfelit slöan i júlí f fyrra hafa alltaf ein- hverjir veriö í haidi vegna fíkniefnarannsókna. Isamtali viö VIsi I gær sagöi Arnar Guömundsson fulltrúi við fikniefnadómstólinn, aö rannsóknarmenn væru nú aö komast til botns i fikniefna- málunum tveimur sem rann- sökuð hafa verið undanfarna mánuöi. Hundruð manna tengjast þessum málum á einn eða annan veg. Engin ný mál hafa komiö upp varðandi smygl eða dreifingu fikniefna að undanförnu. — SG Mikil umsvif í skákinni Mikiö veröur um að vera I skákinni i dag. Einvigi Horts og Spasskys hefst aö Loft- leiöahótelinu klukkan 17 og mætast þeir I 11. og næst siö- asta sinn samkvæmt upphaf- legri áætiun. Þeir standa nú jafnir meö fimm vinninga hvor. Þá veröa biöskákir tefldar I dag I hinum einvigjunum þremur og verða skákir skýrðar i dag. A afmælismót- inu I Þýskalandi fer lokaum- ferð fram I dag og þá mætir Friðrik Hubner og þeir eru báðir I 6.-7. sæti með sjö og hálfan vinning. Búast má við mannfjölda að Loftleiöum i dag þar sem bar- áttan harðnar nú mjög milli Spasskys og Horts. Til marks um áhuga almennings á ein- viginu má geta þess aö útgerð- armaöur einn hefur heitiö Skáksambandinu eitt hundrað þúsund krónum að gjöf ef viss- ir hlutír ganga upp hjá honunu —SG ‘ í kappakstri á Suður- landsvegi Þaö hefur borið nokkuöá þvi aö menn fari I kappakstur á Suöurlandsvegi. Er þaö aö sjálfsögöu ekki leyfilegt, og fremur ónotaiegt fyrir öku- menn aö mæta tveimur drek- um hlið viö hliö á veginum. Viröist þarna um nokkra pilta aö ræöa sem keppa I kvartmilu á kafla Suðurlands- vegar viö Geitháls. Ber sér- staklega á þessu á sunnudags- kvöldum, en lögreglan i Arbæ hefur reynt að fylgjast meö þessu. Lögreglan vildi annars taka það fram að hún teldi að ekki væri um menn úr Kvartmllu- klúbbnum að ræöa enda er klúbburinn að fá eigin braut og stjórnin setur sig mjög á móti öllu sem bessu. „Þetta er talnaleikur" — segir Ásmundur Stefánsson hagfrœðingur ASÍ um útreikninga Vinnuveitendasambandsins á verðbólguáhrifum krafna ASÍ „Forsendur útreikn- inganna eru ákaflega veikar. Þetta er raun- inni talnaleikur sem þarna er verið að fram- kvæma” sagði As- mundur Stefánsson, hagfræðingur Alþýðu- sambands íslands, er Visir innti hann álits á þeim spám sem Vinnu- veitendasamband ts- lands hefur gert varð- andi verðbólguáhrif krafna þeirra sem ASÍ hefur sett fram. Asmundur sagði að eina mikilvæga forsendu skorti inn I dæmi vinnuveitenda. Það er aö I kröfum ASI væri gert ráð fyrir opinberum aögeröum til þess að skapa svigrúm, svo að hægt væri að ganga að kröfum ASl. Asmundur var að þvi spurður hvort hægt væri á einhvern hátt að reikna hliðstætt dæmi og gefa sér forsendur um ákveðnar póli- tiskar aðgerðir. Kvað hann það ómögulegt og sllkan talnaleik hafa litið gildi. Nú sem stæði lægi ekki fyrir nein lausn I sam- bandi við hinar pólitfsku kröfur og viðbrögð stjórnvalda við þeim hefðu engin verið. „Þvi má ekki gleyma” sagði Asmundur, „að við höfum I þjóðfélaginu verðbólgu, þo að ekki kæmu til kauphækkanir. Og kaupið verður að hækka til að halda i viö hana”. —EKG W'/djjj} Þaö fyrsta sem nemendur Hamrahltöaskólans ráku augun í þegar þeir mættu I skólann I morgun.áber andi auglýsingap'aköt sem vöruöu viö reykingum. Vlsismynd: Loftur Reyklaus dagur i MH „VIÐ REYKJUM EKKI HÉR I DAG” stendur skrifaö stórum stöi'um fyrir ofan aöaiinngang Menntaskólans viö Hamrahllö. Utan viö dyrnar get'ur aö lita nokkra öskustampa, og strax I anddyrinu blasa viö litrik plaköt og auglýsingar, sem vara menn viö hættunni af reykingum. I dag verður ekkert reykt i Hamrahliðarskólanum. Allir þeir sem ekki geta verið án tó- baks i dag, verða að gjöra svo vel að stiga út fyrir og reykja þar. í skólanum eru annars leyfðar reykingar i anddyri og í matsal og svo að sjálfsögðu á kennarastofunni. Það varfyrir um þaö bil þrem vikum að nemendur lögðu til aö hafaskólarín reyklausan I einn dag. Þaö var samþykkt og i morgun voru allir öskubakkar og stampar i húsinu fjarlægðir og nokkrum þeirra komið upp fyrir utan. Þá voru plaköt hengd á veggina. Nemendur skólans voru hinir hressustu með breytinguna og virtust sumir ekkert hafa á móti þvi aö hafa þetta svona til fram- búðar. Það mun þó ekki hafa verið ætlunin, heldur aðeins til að „vekja athygli á málstaðn- um, eins og þeir komustaö orði. Guömundur Arnlaugsson, rektor, var einnig ánægður með breytinguna enda málstaöurinn góður. Þeir kennarar sem reykja þurftu að bregöa sér út á svalir til. að fá sér reyk i fri- minútunum. Fleiri skólar hafa nú I hyggju að fara að dæmi þeirra i Hamrahliöinni og banna reyk- ingar i einn dag. —GA Árásamarðurinn á Fálkagötu: Gisti í Hegningar- húsinu milli jarðarfara Maöurinn sem réöst á gamla manninn á Fálkagöt- unni haföi fengiö leyfi frá Litla-Hrauni til aö vera viö tvær jaröarfarir I siöustu viku. Á milli jaröarfara sat hann hins vegar I Hegningarhúsinu á Skólavöröustlg. Umræddur maður var aö sitja af sér yfir tveggja ára dóm fyrir iikams- árásir og átti stutt I reynslu- lausn. I samtali viö Jón Thors I dómsmálaráðuneytinu i morgun kom fram, að árásar- maðurinn var ekki undir eftir- liti meðan hann gekk laus. Hann átti aðeins eftir nokkra mánuði til aö hafa afplánað dóma fyrir fyrri likamsárásir, fyrstá eina gamla konu og sið- ar tvær. Hins vegar gisti hann Hegningarhúsið frá fimmtu- degi til laugardagsmorguns, en þá átti seinni jarðarförin að fara fram. Jón Thors sagöi að þetta brot mannsins myndi bitna á öörum föngum sem sæktu um leyfi i skamman tima. —SG Hlýindi áfram Þaö er ekki mikil þörf á skjólfatnaöi i dag fremur en undanfarna daga. Veöurstof- an spáir áframhaldandi hlý- indum, sunnan golu eöa kalda sunnan- og vestanlands, en hægviöri og léttskýjuöu aust- anlands. Reykvlkingar mega búast viö súld eöa rigningu einkum i nótt. —SJ MIKIL ÁTÖK Á FULLTRÚARÁÐSFUNDI FRAMSÓKNAR í REYKJAVÍK: Kristinn hélt formannsembœttinu Geysimikil átök uröu á fjöl- mennasta fundi sem haldinn hefur veriö I fulltrúaráöi Fram- sóknarfélaganna i Reykjavlk, en hann fór fram I gærkvöldi. Hópur manna stóö fyrir aöför aö Kristni Finnbogasyni f þvl skyni aö fella hann viö formannskjör, en sú atlaga mistókst meö öllu. 1 fulltrúaráðinu eiga sæti um 200 manns og var gifurleg smalamennska I gangi á báða bóga fyrir fundinn. Strax I upp- hafi hófu þeir Guðmundur G. Þórarinsson og Kristján Bene- diktsson börgarfulltrúi mikla sókn á hendur þeim Kristni Finnbogasyni, Jóni Aöalsteini Jónssyni og Alfreð Þorsteins- syni, en segja má aö þessir þrir menn hafi haft tögl á hagldir i forystu fulltrúaráösins. Ætlunin var að tefla Sverri Bergmann lækni fram gegn Kristni við kjör formanns og höfðu fariö fram miklar undirskriftasafnanir I þvi sambandi. Á fundinum brá hins vegar svo við að Sverrir stóð upp og tilkynnti að hann styddi Kristin Finnbogason. Guömundur G. Þórarinsson stakk þá upp á Þor- steini ölafssyni kennara sem formanni. Viö atkvæðagreiðslu fóru leikar svo aö Kristinn fékk 98 atkvæði en Þorsteinn 58. Meðal þeirra er gerðu hvað harðast hrið aö Kristni voru Helgi H, Jónsson og Eirfkur Tómasson. Var það mál manna aö á fundinum hafi hægri öflin I Framsóknarflokknum fariö með sigur af hólmi. Jón Aðalsteinn Jónsson var siðan kjörinn varaformaöur og meðstjórnendur Björk Jóns- dóttir, Pétur Sturluson og Sol- veig Erlingsdóttir samkvæmt tilnefningu framsóknarfélag- anna. — SG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.