Tíminn - 24.08.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.08.1968, Blaðsíða 1
Harðlínukommar með Svoboda til viðræðanna við æðstu menn Sovétríkjanna MMBMWgl si . í : «-^x¥í:<->S§¥>íí:%¥í.--:ía8 ..................... Þeir takast á í Moskvu tékkneski forsetinn og sovézki aðalritarinn. Svoboda t. v. og Bresjneff, MYNDIR FRÁ PRAG - BLS. 3 hefur fariS upp á skriðdrekann aS aftan og ræSir við sovérkan hermann. Svoboda. Er skýrt iekið fram, að þeir mörgu harðlínukomm únistar, sem einnig fóru með Svoboda til Moskvu, hafi ekki verið til fararinnar skipaðir af ríkisstjórn landsins. • Handtökur stjórnmála- leiðtoga, rithöfunda og ann- arra menntamanna héldu á- fram í dag, og meðal þeirra sem handteknir voru, var innanríkisráðherrann, Josef Pavel hershöfðingi. • Sovétherinn hefur tekið allar símstöðvar, er samband hafa við önnur lönd, og er því símasambandslaust við umheiminn. Fjarritarasending ar hafa einnig stöðvazt. Eru frásagnir af atburðum í Tékkóslóvakíu sjálfri því óljósar, og byggjast aðallega á útvarpsfréttum, sem teknar eru niður utan landsins. • Enn er ekki vitað, hvar Dubcek er. Óstaðfestar fregn ir herma ýmist að hann sé enn í Tékkóslóvakíu, að hann sé í Moskvu eða að hann sé látinn. Invan Pavlovsky, yfir- maður sovézka hernámsliðs- ins, á að hafa sagt móður Dubceks, að sonur hennar. væri enn í Tékkóslóvakíu. • Allsherjarverkfallið í dag, hófst kl .12, og stóð í klukku, stund. Fáeinum mínútum eft- ir 12 var Prag lömuð borg. Breiðstrætin og torgin voru auð. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á Vnukovo-flugvellinum fyrir utan Moskvu er flugvél sú, er flutti Ludvig Svoboda forseta frá Prag, lenti þar í dag. Sól skein í heiði og hleypt var af heiðursskotum, en þremenningarn ir Leonid Bresnjev, Alexei Kosy- gin og Nikolai Podgorny. tóku á , Framhald á bls. 14. NTB-Prag, Moskvu, Belgrad, og New York, föstudag. • Klukkustundar allsherjar verkfall kom til framkvæmda í Tékkóslóvakíu í dag á með- an Ludvig Svoboda, forseti landsins, hélt til Moskvu til viðræðna við æðstu leiðtoga Sovétríkjanna, og ungum að- stoðarmanni Alexanders Du- bceks, leiðtoga Tékka, dr. Cestmir Cisar, tókst að sleppa úr haldi hernámsliðsins og fara í felur. • Margir æðstu leiðtogar Sovétríkjanna, þar á meðal Leonid Bresjneff, Alexei Kosygin og N. Podgorny, for- seti, mættu Svoboda og fylgd armönnum hans á flugvellin- um í Moskvu, en áður en hann hélt frá Prag, hafði Svoboda lýst því yfir í út- varpi, að viðræður við yfir- menn hernámsliðsins hefðu engan árangur borið. Er tal- ið, að Svoboda hafi neitað að fallast á ráðherralista, er Sovétmenn lögðu fram, og sem flestir Tékkar telja að sé listi quislinga. • Þá er talið, að á fundin- um í Moskvu, en hann mun einnig standa á morgun, laug ardag, verði lagt mjög hart að Svoboda að fallast á ráð- Frá Prag. Mannfjöldi umhverfis skriðdreka hernámsliðsins. Einn Tékki herralista Sovétmanna, en á honum eru m.a. Vasil Bilak, slóvanski kommúnistaleiðtog- inn og Alois Indra, flokks- ritari. • Margir harðlínukommún- istar eru í för með Svoboda, og hefur það vakið ugg meðal Tékka og Slóvaka um, að nýtt Munchen-samkomulag sé í aðsigi — en í Munchen 1938 var Tékkóslóvakíu fórnað. • Samkvæmt opinberri yfirlýsingu frá tékknesku rík isstjórninni, sem komst til frönsku fréttastofunanr AFP í Vínarborg, eftir áreiðanleg- um leiðum, segir, að Ludvig Svoboda, forseti, hafi farið til Moskvu til þess að fá þá flokksleiðtoga, sem í haldi eru, lausa. Þetta sé grundvall arskilyrði fyrir því, að stjórn máladeildir og stofnanir í landinu geti starfað. • Jafnframt er tekið fram, að forsætisráð mið- stjórnar Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu hafi samþykkt, að Bohuslav Kucera, sem á sæti í forsætisráðinu og er dómsmálaráðherra, færi með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.