Tíminn - 24.08.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.08.1968, Blaðsíða 7
f LAUGARDAGUR 24. ágúst 1968. VETTVANGUR TÍMINN ÆSKUNNAR 7 Þrjátíu ára afmælis SUF minnzt Samband ungra Framsóknarmanna var stofnað með fyrsta þingi samtakanna að Laugarvatni 11. — 14L júni 1938. Eru því nú á þessu samri liðin 30 ár frá stofnun SUF, og verður þess minnzt með sér- stökum hátíðarfundi í lok 12. þings samtakanna, sem nú stendur yfir að Laugarvatni. f tiiefni þessa afmælis er jafnframt komið út Afmælisrit SUF 30 ára, sem er 841 síður, auk auglýsinga. f þessu riti er fyrst að finna ávarp frá Ólafi Jóhannessyni, fonnanni Framsóknarflokksins. Þá eru viðtöl við alla fyrrverandi formenn samtakanna, sem enn eru á fífi, og skýra þeir frá fjöldamörgu athyglisverðu varðandi starfið á hinum ýmsu tímum. Ennfremur er í ritinu sýnishorn af stjórn- raálaskrifum ungra Framsóknarmanna á ýmsum tímum, greinar eftir Baldur Óskarsson og Pál Lýðsson, lög SUF og fleira. Ritstjóri af- raælisritsins er Björn Teitsson. IHIer ú eftir vei’ða raldn nokkur höfuðatriði úr sögu SUF, en um nánari up.plýsingar vísast að sj'álf sögðu til afmælisritsins, svo og fyrri afmælisrita SUIF og annarra heimilda. Stofnþingið. Stofnlþing SUF á Laugarvatni mun hafa verið fjölmennasta æsku lýðsþing hérlendis 111 þess tíma. Að sjálfsögðu átti það sér nokkiirn aðdraganda. Fyrsta félag ungra Framsóknarmanna var stofnað á Jónas Jónsson frá Hriflu fyrsfi heiöursfélagi SUF Akureyri 1929, og ári síðar var stofnað FUF í Reykjavík. Frá 1936 var tekið að ræða um stofn un landssambands ungra Fram sóknarmanna innan raða FUF í Reykjavík, en Þórarinn Þórarins son, var þá formður þess. Sérstakri undirtoúningnefnd stofniþingsins veitti Gpðmundur V. Hjálmarsson, nú kaupfélagsstj. í Saurbæ í Dalasýslu, forstöðu af mikilli röggsemi. Rúmlega 100 fulltrúar sóttu þingið, sem þótti takast frátoærlega. Á þinginu var Jónas Jónsson frá Ilriflu kjörinn fyrsti heiðursfélagi SUF, enda hafði hann mjög hvatt til stofnun arinnar. ÞING S.U.F. OG FORMENN Þórarinn Þórarinsson var kjör inn fyrsti formaður SUF á stofn þinginu 1938, og á öðru þingi SUF á Laugarvatni 1941 var hann end urkjörinn. Þórarinn gegndi því forystu í SUF i sjö ár alls, eða til þriðja þingsins á Laugarvatni 1945 Heíur hann verið allna manna lengst formaður SUF og er nú heiðursfélagi samtakanna, hinn eini, sem á lífi er. Jóhannes Elíasson tók við for- mennsku í SUF 1945 og gegndi hann starfinu í eitt kjörtímabil, eða til 4. þings SUF á Akureyri 1948 Um þetta leyti var kjörtíma h'i stiórnarinnar lengt í fjögur ár. Friðgeir Sveinsson var formað ur árin 1948—1952, og andaðist í lok kjörtímabils síns. Á 5. þingi SUF í Reykjavík 1952 tók Þráinn Valdimarsson við formennsku í SUF Það þing var sérlega fjöl- anennt. Sijötta þing SUF var háð í Bif röst í Borgarfirði 1956, og tók þá Kristján Benediktsson við formennskunni af Þráni. Sjöunda þingið var í Reykjavik 1958, átt unda og níunda þingið voru einnig í Reykjavik 1960 og 1962. Tíunda þingið var halddð á Blönduósi 1964, ellefta þingið í Reykjavik 1966 og nú er 12. þingið háð að Laugarvatni. Frá 1956 hefur kjörtímahil SUF-stjórnar verið tvö ár. Kristj án Benediktsson var formaður ieitt kjiörtímalbil og síðan Jón Rafn Guðmundsson eitt. Árin 1960 —1966 var Örlygur Hálfdanarson formaður SUF, en í stjórn samtak anna sat hann alls tíu ár, eða allra manna lengst til þessa. Loks tók Baldur Óskarsson við formennsk unni 1966. # Verkefni SUF. Of langt mál yrði upp að telja þau verkefni, sem SUF hefur tek izt á hendur s. 1. 30 ár, en hér verður rétt drepið á örfáa megin drætti. Strax á fyrstu árunum gaf sam Ibandið út þrjú bindi af ritgerða safni Jónasar frá Hriflu. Þá gaf það út blaðið Ingólf 1940—1943, tímaritið Dagskrá árin 1944—1947 og aftur 1957—1958 og Vettvang æskunnar í Tímanum og svo hafa komið út tvö afmælisrit SUF 1958 og 1963, auk fáeinna annarra rita. Erindrekstur hefur verið á veg um SUF meira og minna því nær frá upphafi, og mun vart nokkurt ár hafa fallið úr í þvi efni. Af erindrekum síðari ára ber einkum að nefna Eyjólf Eysteinsson og Baldur Óskarsson, en Jón Helga son, nú ritstjóri var fyrstur erind reki samtakanna. Málfundanámskeið var haldið strax fyrsta veturinn í Reykjavík, og hafa verið mörg síðan. Funda- ihöld af ýmsu tagi og ráðstefnur yrði of langt upp að telja. Orlygur Hálfdanarson beitti sér fyrir nokkrum utanferðum, hóp- ferðum, á vegum samtakanna, og nutu þær vinsælda. Af öðrum ferðalögum er skemmst að minn- ast ferðar með Esjunni nú í sum ar til Vestmannaeyja. Þátttaka SUF í starfi Fram sóknarflokksins hefur verið mjög ftiikil, og hafa samtökin barizt fyr ir auknum áhrifum ungs fólks inn an flokksins, þótt segja megi, að árangurinn hafi á ýmsum tímum ekki verið allt of mikill. Ýmis stefnumál SUF hafa síðar verið tekin upp sem stefnumál flokksins. Má þar t. d. nefna stefnuna í skilnaðarmálinu við Dani í upphafi heimsstyrjaldarinn ar, svo og nú síðast varnarmála stefnu flokksins. Þórarinn Þórarinsson fyrsti form. SUF, nú heiSursfélagi Baldur Óskarsson núverandi form. og erindreki SUF Vinstri stefna Það kemur fr'am í hinu ný- útkomna afmælisriti SUF, að segja má, að SUF hafi enga ríkis stjórn stutt með ráðum og dáð frá 1942 nema vipstri stjórnina 1956-1958. Ungir Framsóknarmenn hafa sem sagt alltaf verið andsnún ir samstarfi við ihaldið. Og í sjálf sfcæðismálum þjó'ðarinnar hafa þeir sjialdan verið á tveimur átt- um. Varðandi það skal hér vitn að til lokaorða Þórarins Þórarins sonar í viðíalinu við hann: „í sjálfstæðis- og varnarmá'lum þjóðarinnar hafa ungir Framsókn armcnn jafnan verið í hópi hinna Framhald á bls 15 Fyrrverandi formenn SUF. Fremri röS frá vinstri: Þráinn Valdimarsson, Þórarinn Þórarinsson, Jóhannes Eliasson, Aftari röS f. v.: Kristján Bene- diktsson, Örlygur Hálfdanarson, Jón Rafn Guðmundsson, Á myndina vantar Friðgeir Sveinsson, sem er dáinn. - í fullri meiningu Enn einu sinni hefur verið vegið að lýðræðis- og frelsisöflum í heiminum á hinn svívirðilegasta liátt, og héldu þó margir, að nógu oft hefði verið vegið í þann knérunn. Og þjóðir Tékkó- slóvakíu hafa fyrr átt um sárt að binda, þótt sjaldan hafi verið jafn blygðunarlaust svikizt aftan að þeim af nálægu herveldi. Alexander Dubcek tók við stöðu aðalritara kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu í janúar s. 1. Þegar varð augljóst, að hann hygðist beita sér fyrir víðtækum endurbótum á stjórnarkerfi landsins. Frjálsræðisstefnan hélt nú innreið sína í Tékkó- slóvakíu á nýjan leik, eftir 20 ára liarðstjórn kommúnista. Rit- höfundar og menntamenn fengu óliiiidrað að láta í ljósi álit sitt á þjóðfélagsmálum, og hvers konar gagnrýni á stjórnkerfið var leyfð. Þjóðir Tékkóslóvakíu fögnuðu skoðanafrelsinu og endurbót- unum á stjórnkerfinu mjög af lieilum hug. Óhætt er að fullyrða, að fáir eða engir leiðtogar kommúniskra ríkisstjórna hafi nokkurn tínia notið annarra eins vinsælda og Dubcek og fé- lagar hans. Fljótt kom í Ijós, að forystumenn Sovétríkjanna með Bresnéf í broddi fylkingar iitu þróunina í frjálsræðisátt í Tékkóslóvakíu harla óhýru auga. Kvöddu þeir leiðtoga Tékkóslóvakíu til fund- ar við sig í smáþorpinu Cierna við landamæri Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna fyrir fjórum vikum. Þar náðist pinhvers konar samkomulag. Þetta samkomulag var síðan staðfest og undirritað af ríkisstjórnum Varsjárbandalagsríkjanna í Bratis- lava uni s. 1. mánaðamót. Nú liéldu flestir, að allt myndi vera í lagi í bili og allir að- ilar hlytu að halda friðinn. Því kom fréttin um hina grhnmdar- legu og fyrirvaralausu innrás Sovétríkjanna og helztu. lepp- ríkja þeirra í Tékkóslóvakíu s. I. miðvikudagsnótt heimmum liarla óþægilega á óvart. Sá er ]>etta ritar heyrði liinar skeltilegu fréttir í morgunút- varpinu kl. hálfníu á miðvikudagsmorgun. Og það varð engu líkara cn sólin hætti um leið að skína jafnskært inn um glugg- ann og verið hafði áður um morguninn. Grasið úti sýndist held- ur ekki jafngrænt og áður. Vitncskjan um vaxandi mann- vonzku í lieímimim fyllti mann kvíða og dapurleika. Ef maður veltir fyrir sér, hverjar niuni vera hinar raun- verulegu ástæður fyrír innrásinni, kemur þetta fyrst I hugann: 1. Rússar óttast að frjálsræðishreyfingin breiðist út til þjóða Sovétríkjanna og annarra Austur-Evrópulanda með þeim afleið- ingum að hin fjölmörgu þióðarbrot heimti aukna sjálfstjórn 2. Stjórn Sovétríkjanna óttast, að Tékkóslóvakía fari úr Varsjár bandalaginu. — 3. Þjóðir Austur-Evrópu, einkum Pólverjar og Rússar, liræðast það mjög að Vestur-Þjóðverjar rísi upp enn einu sinni. Þessi ótti er vafalaust raunverulegur, enda ala blöð. fréttastofnanir og opinberir aðilar austantjalds mjög á honum. Engin þessara ástæðna nálgast það með nokkru móti að afsaka hið skýlausa brot á alþjóðalögum, reglugerð Sameinuðu þjóðanna og almennum siðareglum í samskiptum sjálfstæðra ríkja, sem framið hefur verið. Svo ánægjulega vill jil, að allir stjórnmálaflokkar hérlendis hafa tekið skýlausa afs'töðu gegn þessum nýjasta rússneska giæp. Þeim viðbrögðum ber vissulega að fagna, þótt sjálfsögð séu. Meðal þess, sem þcssi alþjóðlegi glæpur sýnir okkur fram á, er sú skuggalega staðreynd, að Sovétríkin og Bandaríkin telja sig hafa skipt veruleguni hluta heimsins á milli sín, í tvö aðgreind áhrifasvæði. Búast má við því, að kalda stríðið harðni á ný og upplausn hernaðarbandalaga sé lengra undan en um skeið virtist. Þetta er niikið harnisefni. Franifarasinnuð og lýðræðisunnandi öfl mega þó engan veginn leggja árar í bát. Alltaf má fá annað skip, sagði þjóðskáldið. Þess skulum við vera minnug og ekki gefa upp vonina um betri og réttlátari veröld, þótt um sinn sé barizt á götum Prag og Bratislava. fslendingar senda nú þjóðum Tékkóslóvakíu liuglieilar sam- úðarkveðjur, og taka undir vonina um að svartnætti kúgunar innar Iétti sem skjótast á ný. Bj. T.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.