Vísir - 06.06.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 06.06.1977, Blaðsíða 19
Sjónvarp klukkan 21.00: Söngvarinn, heitir danskt sjónvarpsleikrit sem sýnt verður í kvöld. Þar er sagt frá ungum dana, 35 ára gömlum, sem hefur ekki enn tekist að ná því takmarki að verða frægur söngvari, þrátt fyrir margar og margvíslegar tilraunir. En hann veit sem er, að enginn verður óbarinn biskup, og gef st ekki upp. Leikritið er eftir tvo menn, Peter Ronild og Peter Steen, og síðar- nefndi péturinn er einnig aðalleikari myndarinnar. Leikstjóri er Franz Ernst og hin aðalhlutverkin leika Lily Broberg og Clara östö. Þýðandi er Dóra Haf- steinsdóttir, og myndin er send út í litum. —GA Sjónvarp klukkan 22.10: Lýst ekki á 9 m W nutimann og vilja hverfa til baka Eskimóar lítt hrifnir af mennmgunm Sjónvarpið sýndi fyrir stuttu síðan tvær myndir um lifnaðarhætti eski- móa fyrir um það bil 10 árum. Myndirnar, sem voru teknar í Alaska, vöktu mikla athygli enda vandaðar að allri gerð. Þar var tekið fram að nú væru lifsvenjur fólksins gjörbreyttar, og að á ör- fáum árum hvarf fólkið frá steinaldarlifnaðar- háttum yfir í nútímann. I kvöld sýnir svo sjon- varpið mynd, sem er nokkurskonar framhald af hinum tveim að því leyti að nú verður sýnt hvernig fólkið hef ur það i dag. Þessi mynd er tekin á Baffinseyju í Notður Kanada, þar sem reist hefur verið þorp fyrir eskimóa. Nú stunda þeir fasta atvinnu, og börnin ganga í skóla. Spurningin er hvort breytingin hafi verið til góðs, en vist er að hinir nýju lífshættir falla ekki öllum þorpsbúum í geð, og oft hvarflar hugurinn á fornar slóðir. Dóra Hafsteinsdóttir þýddi myndina. —GA 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Nana” eftir Emile Zola Karl tsfeld þýddi Kristin Magnús Guöbjartsdóttir leikkona les (20). 15.00 Miödegistónleikar: is- lensk tónlist a. Diverti- mento fyrir sembal og strengjatrió eftir Hafliöa Hallgrlmsson. Helga Ingólfsdóttir, Guöný Guömundsdóttir, Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson leika b. Fjórir söngvar eftir Pál P. Pálsson viö ljóö eftir Ninu Björk Arnadóttur. Elisabet Erlingsdóttir syngur. Hljóöfæraleikarar undir stjórn höfundar leika. c.Rapsódía fyrir hljómsveit op. 47 eftir Hallgrim Helga- son. Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn Þorgeir Ast- valdsson kynnir. 17.30 Sagan: „Þegar Coriand- er strandaöi” eftir Eilis Dillon. Ragnar Þorsteins- son þýddi. Baldvin Halldórsson leikari les (11). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn GIsli Baldvinsson kennari talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Afrika — álfa andstæön- anna Jón Þ. Þór sagnfræö- ingur flytur inngang aö flokki þátta um Afrlkulönd. 21.00 Sónata nr. 2 I F-dúr fyrir selló og planó op. 99 eftir Brahms Janos Starker og Julius Katchen leika. 21.30 Ctvarpssagan: „Jómfrú Þórdls” eftir Jón Björnsson Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona les (27). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Búnaöarþáttur Óli Valur Hansson ráöunautur talar um ræktun matjurta. 22.35 Hljómsveit Parlsaróper- unnar leikur „Giselle”, balettmúsík eftir Adolphe Adam: Richard Blareau stjórnar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Iþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 21.00 Söngvarinn (L) Danskt sjónvarpsleikrit eftir Peter Ronild og Peter Steen. Leik- stjóri Franz Ernst. Aöal- hlutverk Peter Steen, Lily Broberg og Clara östö. Karl er oröinn 35 ára og hefur ekki enn tekist aö ná þvl takmarki sinu aö veröa frægur söngvari. En hann veit sem er, aö enginn veröur óbarinn biskup. Þýöandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpiö) 22.10 Reynslunni rikari. A Baffinseyju I Norö- ur-Kanada hefur veriö reist þorp fyrir eskimóa, sem fyrir fáeinum árum liföu enn svipuöu llfi og forfeöur þeirra höföu gert um alcfa- raöir. Nú stunda þeir fasta- atvinnu, og börnin ganga I skóla. Hinir nýju llfshættir falla ekki öllum þorpsbúum I geö, og oft hvarflar hugur- inn á fornar slóöir. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.05 Dagskrárlok. xnraiL wommm Vegna gífurlegrar sölu á HOLIDAY MAGIC snyrtivörum, undanfarið, hefur verið ákveðið að halda námskeið í meðferð á HOLIDAY MAGIC vörunum nú í vikunni, Röng notkun á sumum tegundum snyrtivara getur leitt til óþœginda. Rétt notkun tryggir bestan árangur og nýtingu. Námskeiðin verða haldin í DOMUS MEDICA í kvöld, 6. júní, þriðjudagskvöld, 7. júní og miðvikudagskvöld, 8. júní n.k. Innritun og upplýsingar í símum 32919,32283, 28619 og 73364.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.