Vísir - 06.06.1977, Blaðsíða 4
Young var nýlega i Suður-Afriku til viðræðna við stjórnvöld þar: „Suður-
Afrika þarfnast min”, sagði hann i viðtalinu. ,,Þeir þurfa alla sæmilega
réttláta svertingja sem þeir komast yfir”.
YOUNG VILL AÐ
AMIN HVERFI
Andrew Young, sendi-
herra Bandarikjanna
hjá Sameinuðu þjóðun-
um, hefur sagt i viðtali
við Flayboy að hann
óskaði þess að Idi Amin
hyrfi af yíirborði jarð-
arinnar. Hann likti
Amin við Hitler.
„Dauði virðist vera stjórnar-
stefna i Uganda”, sagði sendi-
herrann. ,,Það eru teknir fyrir
vissir ættílokkar, alveg eins og
Hitler tók gyðingana. Min grund-
vallarskoðun er sú að það meg
frelsa alla menn. En ég vildi ekki
láta bjarga Hitier og ég vil ekki
láta frelsa Idi Amin. Ég vildi að
hann hyrfiað yfirborði jarðarinn-
ar '
Andrew Young hefur vakið
nokkra atbygli undanfarna
mánuði fyrir hreinskilnislegar
yfirlýsingar sinar. Ymsar þjóðir
hafa orðið til þess að mótmæla
umsögnum hans um kynþátta-
misrétti, en Carter forseti er
sagður neita eð skipta sér af þvi
hvað hann segir. Young er fyrsti
blökkumaðurinn sem er sendi-
herra Bandarikjanna hjá Sþ.
Amin kemur ekki
á samveldisfund
— fyrrum ráðherra hans segist hafa séð
sundurskotið lík Luwums, erkibiskups
Svo virðist sem Idi Amin,
forseti Uganda, sé hættur
við að sitja bresku sam-
veldisráðstef nuna sem
hefst í London í þessari
viku. Er það mikill léttir
fyrir bresku stjórnina sem
hefur verið að velta því
fyrir sér hvernig hún gæti
losnað við að fá hann í
heimsókn.
Mikill þrýstingur hefur verið á
bresku stjórnina til að fá hana til
að hreinlega banna Amin að
koma til landsins. Menn hafa á
honum illan bifur vegna fjölda-
moröanna sem framin hafa verið
i landinu siðan hann tók þar
völdin.
Það nýjasta er að fyrrum heil-
brigðismálaráðherra Uganda,
sem nú er landflótta, hefur lýst
þvi yfir að hann hafi séð sundur-
skotin lik Jananis Luwum, erki-
biskups og tveggja ráðherra, sem
dóu meö honum.
Þessir þrir mena voiu hand-
teknir samkvæmt skipun Amins
og þvi var svo haldið fram að þeir
hefðu farist i bilslysi. Fáir trúðu
þvi, en ekkert var hægt að
sanna.
Bretland lagði málið fyrir
mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna, en „vinir” Amins
meðal rikja þriðja heimsins hafa
komið i veg fyrir að málinu væri
fylgt eftir.
Heilbrigðisráðherrann, Henry
Kyemba, skýrði einnig frá þvi að
hermenn Amins hefðu myrt Doru
Bloch, bresk—israelsku konuna
sem var á sjúkrahúsi i Kampala,
þegar israelskar vikingasveitir
gerðu árás á Entebba flugvöll og
frelsuðu gisla sem þar voru i
haldi.
„Það voru rússar"
— segir forseti Seychelle eyja sem
hefur verið steypt af stóli
James Mancham, for-
seti Seychelle eyja, ætlar
að sitja bresku sam-
veldisráðstefnuna, sem
fulltrúi lands síns þrátt
fyrir að honum var steypt
af stóli í átakalausri bylt-
ingu rétt eftir að hann fór
úr landi.
Á fundi með fréttamönnum
kenndi Mancham rússum um
byltinguna. Það er sósialistinn
Albert René, forsætisráöherra,
sem hefur tekið völdin i sinar
hendur.
Mancham, sem sagður er
nokkur glaumgosi, býr nú á
Savoy hótelinu i London, þar
sem gisting kostar 144 sterlings-
pund fyrir nóttina. Hann sagði
fréttamönnum aö ásakanir á
hendur sér um aö reyna að
koma á einræðisstjórn, væru
ósannar.
Byltingarmennirnir sögðu
einnig að hann ferðaðist of mik-
ið og hefði varla sést á eyjunum
siðan þær fengu sjálfstæði á sið-
asta ári. Mancham sagði að
hann væri einnig utanrikisráð-
herra og þvi væri nauðsynlegt
að fara viða.
ELDFLAUGA-
ÁRÁSÁBORG
í RODESÍU
— flaugarnar komu frá Zambíu
Hálfrar klukku-
stundar eldflaugaárás
var i gærkvöldi gerð á
ródesisku borgina
Kariba. Borgin er
nálægt landamærunum
að Zambiu og stjórn
Ródesiu segir að enginn
vafi leiki á að eldflaug-
unum hafi verið skotið
þaðan. Árásiri er talin
hefnd fyrir innrás róses-
iskra hersveita i
Mozambique, i siðustu
viku.
Herflokkar sem sendir voru á
staðinn fundu eina eldflaug sem
ekki hafði sprungið. Þeir eru nú
að reyna að komast að þvi hvört
hún sé úr vopnabúri skæruliða
eða fastahers Zambiu.
Fyrir nokkru lýsti Ian Smith,
forsætisráðherra Ródesiu, þvi
yfir að hann myndi ekki liða
frekari árásir skæruliða frá
Zambiu. Hann bað David Owen,
utanrikisráðherra Bretlands, að
koma þeim skilaboðum til
Kaunda, forseta Zambiu, að ef
árásum yrði haldiö áfram, gæti
komið til þess að ródesiskar her-
sveitir gerðu snögga innrás til að
útrýma skæruliðunum.
Kaunda svaraði með þvi að
kalla allt sitt herlið til vopna og
lýsa þvi yfir að striðaástand rikti
milli landanna.
Menn biða þess nú að sjá til
hvaða aðgerða ródesiustjórn
gripur vegna þessarar árásar
frá Zambiu. Enginn féll i árásinni
og aðeins einn maður meiddist
litillega, en nokkurt tjón varö á
byggingum.
Mólúkkarnir
þrauka enn
AAólúkkarnir í
Hollandi hafa sleppt
tveimur kvennanna
sem þeir héldu í
gíslíngu í hraðlestinni.
Andreas van Agt utan-
rikisráðherra hef ur þó
varað við of mikilli
bjartsýni af þessum
sökum. Hann sagði að
mólúkkarnir virtust
staðráðnir í að fá f ram
kröfur sínar.
Það eru nú liðnar
næstum tvær vikur siðan
suður—mólúkkarnir lögðu til
atlögu og lögðu undir sig
hraðlestina og barnaskóla.
Eftir að veiki kom upp meðal
barnanna slepptu þeir þeim
úr haldi, en hóta áfram að
lifláta þá gisla sem eftir eru
ef 21 mólúkka sem þeir til-
taka verði ekki sleppt úr
fangelsi og leyft að fara með
þeim úr landi.
Bandarikin leggja nú hart að Suður-Afrlku að veita negrum sinum
jafnrétti. Bæði Andrew Young og Mondale varaforseti hafa lagt til
atlögu við Vorster, forsætisráðherra Auður-Afriku.