Tíminn - 06.09.1968, Síða 6

Tíminn - 06.09.1968, Síða 6
6 TIMINN FOSTUDAGUR 6. september 1968 KOMID Á STRANDIR Hann glottir kalt viö mér, liangt inn í Hrútafjörð. E'kki er kyn, þó að hroll hafi sett að Önund' getnla tréfót og hon- um orðið ódauðlegar hend ngar í munni: „Kröpp eru kjör ef hreppi / Kaldlbak en læt akra“. Er þá að furða, þó að vesa- ling minum, öldum upp í 25 stiga hita á Ceisiusmiæli þótt aldrei hafi akur séð, rynni kalt vatn milli skinns og hör- unds undan augliti þessa hvít- yrjótta fjallskaga? Og ég veit að einhvers stað ar nálaegt er Kaldrannnes og ekki eru sagðar neinar „Rökk ursögur‘“ af Svani gamla í Bjarnarfirði, þar sem um hann er fjallað í Njólu. „íslenzkar þjóðsögur og æv intýri“ Jóns Árnasonar satnda á skáp hér skammt frá mér, úttútnaðar af galdrasögum af Ströndum. Á Holtavörðuheiði miðri, er ikomið að mörkum Mýra- og Strandasýslna. Um það getur hreint enginn ágreining orð- ið, því þar stendur uppi skilti og á því „Strandasýsla“ og á öðru skilti neðar á stönginni „Bæj arhreppur.“ En hver er þá sieiðuir Stranda sem veldur því áð hvera þann er einu sinni hefur þangað komið langar aftur? Hvernig stendur á þvd, að í hvert sinn og ég hef ekið norður eftir austurströnd Hrútafjarðar hafa hornaugu mín ævinlega skot- izt yfir álinn til Stranda, þar sem myrkbláir múlar teygja sig fram í flóann, svo langt sem augaðj sér í norðvestur? Og- undir sjólfu Horni hef ég verið á skaki. Þótt veðrið eigi að heita þurrt hér norðan heiðar, sér glöggt á að ekki er langt liðið síðan siðast rigndi og ekki líð ur á löngu áður en hann tek ur til aftur. Og kartöflugrasið ber óræk merki frostnótta, en á öðrum stáð er bóndi að bera ljó sinn í nýrækt, svo strjólsprottna, að likast til hef- ur hann undan að telja stróin er falla. Skókin liggur annars undir arfa. Allsstaðar er verið að kepp ast við í heyjum, á Melum í Hrútafirði allt norður í Stein grímsfjörð og sjálifsagt eins langt norður og byggð nær og veður leyfir. Ég veit ekkert um kal í túnum, myndi sjálfsagt okki þékkja það, þó ég sæí. En ekki fer það framhjá neio um, að félkið hér á Ströndum er í reyning við rigninguna og hnissar upp hverja visk. Þótt 120 km séu taldir eftir af leið frá Lægjartorgi , til Hóimavíkur, við Brú í Hrúta firði, verður sá spölurinn drýgstur. Ekki er sopið kálið fyrr en lagðir eru að baki tveir fjallranar, Sitkuháls og Bitruháls og ekið fyrir tvo firði auk Hrútafjairðar, Bitru fjörð og Kollafjörð og þótt vegurinn sé ekki tiltakanlega slæmur, verður manni tafsamt. Ferðagarpa og fjallgöngu- menn skortir orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á þeim, sem skoða landið út um rúðu í bíl glugga. Hvað þá um okkur, sem sjaldnast sjóum annað af landinu, en það sem til fellur innan lögskipaðrar sjónvfddar við akstur? Þvf verða tafirnar. Örðugt er að neita sér um að stöðva ökutækið á fjallabrún unum og drekka í sig logn- skyggða firðina, þar sem- mannabústaðir eru eins dreifð ir og bezt verður og gulgræn ar túnskákirnar punta rétt mátu lega upp á útsýnið. Beina og benzín er hægt að fá í Guðlaugsvík áður en lagt er á Stikuháls. Um þann sbað er örstútt firó- saga í Landnámu, en viða þarf að leita til að finna aðra ó- hugnanlegri: „Þorbjiörn bitra hét maður. Hann var víkingur og illmenni. Hann fór til íslands með skulda lið sitt. Hann nam fjörð \þann. er nú heitir Bitra og bjó þar. Nokkru síðar bráut Guðlaúg ur; bróðir Gils skeiðarnefs, skip sitt þar út við höfða þann, er nú heitir Guðlaugshofði. Guðlaugur komst á land og kona hans og dóttir, en aðrir menn týndust. Þá kom til Þor- björa bitra og myrti þau bæði, en tók meyna og fæddi upp. en er þessa varð var Gils skeiðarnef, fór hann til og hefndi bróður síns. Hann drap Þorbj'örn bitru og enn fleiri rnenn. Við Guðlaug er kennd Guð- laugsvik.“ Þvi einu er við að bæta, sem áður er frá sagt í Landnámu, að Gils skeiðarnief var land- námsmaður í Gilsfirái. Honum hefur því verið hægt urn vik, að skreppa þar yfir, sem ís- land er mjóst, að drepa Þor björn. Annars er sú sögn um eiðið á milli Gilsfjarðar og Bitru- fjarðar að tröllskessur tvær ætluðu að moka í sundur land ið, en dagaði upp áður en verk inu yrði lokið. Sum örnefni sitja betur í manni en önnur og á þessum slóðum er eitt, sem beinlínis sendi sælubroll um skrokkinn á mér fyrir fimmtán áirum, er ég fór hér um fyrst. „Þamibárvallat agl! “ Er hægt að hugsa sér elsku- legri fingur- og tungubrjót? En stórbýlið Þamibáirvelliir, eru ekki að spaugá með. Broddanes eitt stendur því á sporði um þessar slóðir. Vegurinn liggur hátt í hlíð um Bitrufjarðar beggja megin og á útleið norðan megin, hori ir maður næstum beinl niður á Óspakseyri. Þar var a.m.k. til sfcamms tíma viðkomustað ur strandferðas'kipa, þar ' serii allir vöruflutningar úir skipi og að, fóru fram á gömlum nótabáti, rétt eins og á Borð eyrL Þarna eru m. ö. o. auk kii*kju og mannabústaða, vöruskemm ur í flæðarmálinu. Veguirinn kemur þar niður af Bitruhálsinum, sem er all- mikil byggð. Fyrst verður fyr ir manni býlið Broddadalsá og síðan Broddanes. Gríðarlegar hlunnindajarðir til sj-ávarins, en sjálfsagt erfiðar í nýtingu. Ég er að komast að því smátt og smátt, að jarðir sem í fljétu bragði virðast stór- býlar, geta verið mestu kot- ef grannt er að gáð. Því veld- uir að á einni og sömu þúf- unni standa stundum allt upp í þrjár kynslóðir húsa. Gamli torfbærinn kannski uppihang- andi, þá stórhýsið sem byggt var í fyrsta bfjartsýniskastinu á þessari öld og loks nýtízku- legt, en látlaust bæjarhús snið ið að nútímaþörfum. Ef til vill er búið í þvi einu. Frá Biroddanesi og inn í Koliafjarðarbotn að Stóra- Fjarðarhorni, er engin byggð, nema hvað kindur rása um fin lega klettastal'.ana í hlíðinni og undarlega þótti mér stakstein- ótt á sfcerjunum framan við flœðarmiálið inn frá Brodda- nesi og á að gizka hálfa leið inneftir. Ég þurfti að glápa á þetta undir drjúga stund áður en mér skildist að þetta voru sel- ir, að spóka sig rétt undir landdnu. f Kollafjárðarbotni er mdkið undirlendi og frjósamt og inn undir fjöllunum stendur land- námsjörðin Fell. Þar um hlað ið liggur vegurinn upp á Steina dalsheiði niður í Gilsfjarðar- botn. Norðan megin í fjarðar botjjinum er svo Litla-Fjarðar horn, en á allri stöndinni norð ur og austur út fjörðínn er ekki nema einn bær, áður en Kirkjan á Hólmavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.