Tíminn - 06.09.1968, Side 9

Tíminn - 06.09.1968, Side 9
FÖSTUDAGUR 6. september 1968. TIMINN útgefandi: FRAMSÓKNARFUOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltnii ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Bitstj.skrifstofur ' Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Langar viðræður Eins og fram kom í tilkynningu þeirri, sem viðræðu- nefnd stjórnmálaflokkanna birti að loknum fyrsta fundi , sínum, má búast við því, að „líða muni nokkrar vikur, þangað til sýnt verður, hvort samkomulag næst“, en verkefni nefndarinnar er samkvæmt ósk stjórnarflokk- anna að fjalla „um efnahagsmál þjóðarinnar og nauðsyn- leg úrræði í þeim“. Eins og skýrt kom fram í áðurnefndri yfirlýsingu, mun það taka verulegan tíma, að afla fullnægjandi gagna um ástand og horfur í efnahagsmálunum. Hér er ekki aðeins þörf upplýsinga frá ýmsum opinberum stofnunum um stöðu þjóðarhúsins og afkomu ríkisins, heldur þarf að fá sem nákvæmastar upplýsingar frá atvinnuvegun- um og ýmsum stéttarsamtökum. Það er t.d. ekki sízt mikilvægt, að verkalýðssamtökin afli sem greinilegastra upplýsinga um, hvernig horfur séu í atvinnumálum og hvort yfirvofandi sé stórfellt atvinnuleysi, eins og margir virðast óttast. Slíkra upplýsinga þarf að afla um allt land, ásamt tillagna um, hvernig hezt verði fram úr vandanum ráðið á hverjum stað. Það ber að sjálfsögðu að harma, að slíkra upplýsinga skuli ekki hafa verið aflað fyrr. En um orðinn hlut þýðir ekki að sakast. Nú skiptir mestu, að slík. gagnasöfnun verði sem fullkomnust og því fáist um það sem bezt yfiiTsýn, hvernig raunverulega er ástatt og hvað muni vænlegast til ráða. Meðan þessar upplýsingar eru ekki fyrir hendi, geta engar verulegar viðræður hafizt um lausn efnahagsmál- anna. Þess vegna skulu menn á þessu stigi ekki ieggja of mikinn trúnað á sögusagnir, sem jafnan fylgja slíkum viðræðum. Viðræðurnar eru enn hreinlega á byrjunar- stigi og munu verða það næstu vikurnar eða þangað til fullnægjandi upplýsingar eru fyrir hendi, en það getur tæpast orðið fyrr en eftir nokkrar vikur. Viðreisnin og Faraó Það er nú öllum ljóst, sem ekki lokar bæði augum og eyrum, að við blasir alger uppgjöf eða hrun þeirrar stefnu, sem fylgt hefur verið á undanförnum árum. Það sést nú eins glöggt og verða má, að þrátt fyrir góðæri undanfarinna ára, voru atvinnuvegirnir ekki undir það búnir að mæta neinum teljandi erfiðleikum. Hjá Faraó þurfti sjö léleg ár til að eyða gróða sjö góð- ærisára. Hjá viðreisnarstjórninni þurfti ekki nema árfáa mánuði til að gera gróða sjö góðærisára að engu, því að árin 1967 og 1968 hefur verið augljós halli hjá at- vinnuvegunum, án þess að þeir hefðu nokkurn afgang frá góðu árunum til að mæta honum. Vandinn nú er miklu meiri en ella, vegna þess, að gróði góðu áranna fór forgörðum í stað þess að efla atvinnuvegina. Stefnan, sem fylgt hefur verið seinustu árin, hefur beðið algert skipbrot. Því aðeins er einhvers árangurs að vænta, að menn geri sér þetta ljóst. Nú getur ekkert bjargað nema stórfelld stefnubreyting. Þess vegna er það næsta furðulegt að heyra ýmsa forystumenn stjórnarflokkanna vera enn að hamra á því, að „viðreisnin“ hafi heppnazt! Þeir sem halda slíku fram öðru vísi en sem gamansömu öfugmæli, loka ber- sýnilega augunum fyrir staðreyndum. Og séu margir for- ustumenn stjórnarflokkanna haldnir slíkri blindu, er ekki góðs að vænta. ERLENT YFIRLIT Frá Póllandi IV Wroclaw hefur verið endurreist með atorku landnámsmannanna Þar skilst óttinn við hugsanlegar landakröfur Þjóðverja. ÚTLENDINGUR sem kem- ur til Wroclaw í Póllandi, þarf ekki að dvelja þar lengi til þess að skilja þann ugg, sem það veldur Pólverjum, að ríkis stjórn Vestur-Þýzkalands vill ekki viðurkenna vesturlanda- mæri Póllands. Neitun á þeirri viðurkenningu þýðir í raun og veru það, að vestur-þýzka stjórnin heldur þeim mögu- íeika a'm.k. opnum, að Þjóð- verjar geti gert tilkall til stórra landsvæða, sem nú heyra undir Pólland og eru ein göngu byggð pólsku fólki. Nýnazistar nota sér líka þemn an möguleika og krefjast allra þeirra landsvæða, sem Þjóð- verjar réðu yfir 1938. Meðan þannig er ástatt, telja Pólverj- ar sér óhjákvæmilegt að hafa náið hernaðarsamstarf við Rússa, því að þaðan sé einna helzt stuðnings að vænta gegn nýrri þýzkri landvinningar- stefnu. Samvinna Rússa og Pól verja byggist fynst og fremst á þessum ótta hinna síðar- nefndu, sem annars munu ekki vera neinir sérstakir aðdáend ur Rússa. Það er einnig af sömu ástæðu, sem Pólverjar eru miótfallnir sameinimgu hinna tveggja þýzku ríkja, a.m.k. að sinni. Þeir óttast eitt sterkt þýzkt ríki. Úr þessum ótta Pólverja myndi vafalaust draga veru- lega, ef Vestur-Þýzkaland við- urkenndi núverandi landamæri Póllands og eðlilegt stjórn- málalegt samband kæmist ,á milli Vestur-Þýzkalands og Pól- lands. Það myndi áreiðanlega hjálpa mjög til þess að draga úr spenmu og tortryggni í Ev- rópu, ef pólsku landamœrin hlytu fulla viðurkenningu. WROCLAW mátti heita al- þýzk borg fyrir 30 árum. Þá hét bún Breslau og var aðal- borgin í Neðri-Sohlesíu. íbúar voru rúmlega 600 þúsund, næst um allir þýzkir. Annars var Wroclaw upphaflega pólsk borg og er saga hennar gott dæmi um hinar mörgu breyt ingar, sem orðið hafa á landa- mærum og yfirráðum á þess- um slióðum. Fyrst fara sögur af borginmi um 1000, en þá var stofnaður þar pólskur biskupsstóll. Borgin mátti heita alpélsk næstu aldirnar, en þá var hún aðsetursstaður furst- ans í Neðri-Schlesiu, sem var meira og minna sjálfstæður. Á árunum 1335—1530 laut hún yfirráðum tékkneska rík- isins (Bæheims) en frá 1530— 1742 heyrði hún undir Habs- borgara. Á þessum öldum flutt ist mikið af Þjóðverjum þang- að og varð þá um pólsk-þýzka borg að ræða, en áhrifa Þjóð- verja gætti þó meira, þegar á leið. Eftir 1740 komst borgin undir yfirráð Prússa og hélzt svo til stríðsloka 1945. Á þess- um tíma varð borgin alþýzk að kalla mátti. Á 19. öldinni reis þar upp mikill iðnaður óg Frá einu nýju borgarhverfanna i Wroclaw. óx hún hratt af þeirri ástæðu. Þegar styrjöldin hófst 1939, voru þar um 600 þús. íbúar eins og áður segir. ÞEGAR þýzki herinn hörfaði undan rússneska hernum í stríðslokin, gerði hann Wroc- law að einni helztu varnarstöð sinni. Lega borgarinnar er slík, að nauðsynlegt var fyrir Rússa að ná borginni, ef fram sókn þeirra átti ekki að stöðv- ast. Þess vegna varð barizt meira um Wroclaw en nokkra aðra borg í stríðslokim. Borgin varð fyrir stórkostlegum skemmdum af völdum stórár- ása Rússa, en þeim til viðbót- ar eyðilagði þýzki herinn þar flest mannvirki, sem eftir stóðu, áður en hann yfirgaf borgina. Það var gert til að trufla sókn Rússa. Milli 70— 80% borgarinnar voru í rúst, þegar Rússar loks hertóku hana. Flestir íbúanna voru líka flúnir eða flýðu næstu dagana. í stríðslokim1 voru ekki eftir þar nema um 50 þús. íbúar og voru Pólverjar í meirihluta. Samkvæmt samkomulagi sig urvegaranna í styrjöldinni, lagðist allt þýzkt land austan Oder-Neisse-línunnar svonefndu undir Pólland. Nær allir þeir Þjóðverjar, sem ekki voru áðut flúnir. urðu að yfirgefa þetta land. Það mátti því heita nær mainnlaust eftir styrjöldina. Pólverjar urðu hins vegar að láta Rússum eftir stór landsvæði. sem áður höfðu heyrt undir Pólland Fólkið, sem þar bjó, var flutt til hinna fyrri þýzku héraða. Þau voru þá meira og minna í rústum, en hvergi hafði eyði- leggingin orðið meiri en í Wroclaw. Nú býr meira en fjórðungur pólsku þjóðarinnar, sem eru rúmar 30 milljónir, í hinum fyrri þýzku héruðum. f Wroclaw eru íbúar nú um hálf milljón. FYRSTU árin, sem Pólverj- ar bjuggu í þessum nýju heim- kynnum, bar verulega á þeim ótta, að þau myndu ekki reyn ast varanleg. Þjóðverjar myndu heimta þau aftur með ein- hverjum hætti. Þessi ótti hvarf þó smámsaman, og menn gengu til starfa sem landnámsmenn. Þess sjást óvíða gleggri mex*ki en í Wroc- law. Miðborgin, sem mátti heita öll í rústum, hefur verið endurbyggð í sínum gamla stíl. í kringum hana hafa svo risið upp nýbyggð borgarhverfi sem teygajst nú í allar áttir. — Wroclaw er í dag að langmestu leyti ný borg. Jafnframt hefur verið komið fótum undir mik- inn og vaxandi iðnað. í borg- inni þróast mikið menningar- -rííf, þar eru tvö söngleikahús, margt leikhúsa, auk þekktra tilraunaleikhúsa stúdenta og skólafólks .Samvinna borgar- búa er talin sérstaklega góð, þótt nær allir þeirra, sem komnir eru á fullorðins aldur, séu aðfluttir héðan og þaðan, og eigi uppruna sinn annars staðar. Sennilega hefur það átt stóram þátt í að skapa þetta andrúmsloft í Wroclaw. að menn hafa orðið að ganga til verks 'eins og landnámsmenn. orðið að taka við borg í rúst- um og byggja hana upp að nýju. Menn hafa þurft að glíma við mikla erfiðleika. ,og Framhald á bls. lf>.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.