Tíminn - 11.09.1968, Síða 6

Tíminn - 11.09.1968, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. september 1968. TÍMINN Ráðstefna félags há- skólamenntaðra kennara Félag háskólamenntaðra kenn- ara gekkst fyrir menntamálaráð- stefnu í Reykjavík 14. jéní s. 1- Til hennar var boðið skólastjór iim framhaldsskóia og ýmsum ráðamönnum fræðslumála. Til- gangur riáðstefnunnar var að beina skólamálaumræðum að knýjandi ú;rlausnarefnum og skýra helztu vandamál frá sjónar miði háskólamenntaðra kennara. Ráðstefnan var og liður í undir búningi aðalfundar F.H.K., er haldinn var daginn eftir. Þar voru umræðuefni ráðstefnunnar tekin •til ályktunar ásamt ftarlegri stefnuyfirlýsingu um grundvallar sjónarmið í skólamálum. Baldvin Hannibalsson, for maður F.H.K. setti ráðstefnuna og gerði grein fyrir tiigangi henn ar. Inngangsávarp flutti dr. Matt hías Jónasson, pröfessor og ræddi um þekkingarkiröfur nútímans og nauðsyn þess að grisja úrelt náms efni, fella niður dauðan og til- gagnslausan fróðleik, svo bomizt yrði hjlá oflhlaðinni námsskrá. Um vanrækt námsefni fluttu framsögu Arnór Hannibalsson, sálfræðing- ur, er ræddi um þjóðfélagsfræði og Sveinibjörn Björnsson, eðils- fnæðingur, ræddi eðlis- og efna fræðikennsluna. Röktu þeir m. a. orsakir þess, að nauðsynlegt væri að hefija þessar greinar til meiri vegs í skólum landsins, lýstu ann mörkum kennslu og kennslubóka nú og stefnumiðum, er náða þyrftu. Ingólfur A. Þorkeisson, kennari, flutti ítarlega framsöguræðu um kennaramenntun og kennaraskort. Skýrði hann, hvernig lögum um menntun og réttindi kennara í framhaldsskólum væri áfátt, m. a. væru ekki gerðar kröfur um, að kennarar í böknámsgreinum lyk'ju neinu sérnámi til undirlbúnings starfi sínu. Taldi Ingólfur þess ekki að vænta, áð úr kennaraskort inum rættist, fyrr en háskóla- menntuðum kennurum væri tryggð sömu laun og öðrum há- skólamenntuðum starfsmönnum hjá ríkinu. Hörðuir Bergmann, kennari, hafði framsögu um landspróf og leiðir til framihaldsnáms og lýsti vandkvæðum við afnám lands- prófs innan núverandi fræðslu- kerfis, ræddi æskilegar breytingar á prófinu og framkvæmd þess og þœr breytingar, er gera yrðk á fræðsluíkerfinu, ef við vildum af- nema landspróf og feta líkar leið- ir og gert er annars staðað á Norðurlöndum. í umræðum á ráð stefnunni kom fram sérstök ánægja með nefndarálit, er Svein björn Björnsson lýsti og hann hef ur skilað ásamt Páli Theódórs- syni, eðlisfræðingi, Steingrími Baldurssyni, pröfessor, Sigurði Elíassyni kennara og Þóri Ólafs syni menntaskólakennara. Starf- aði nefndin fyrir Skólarannsókn ir og hefur skilað ítarlegri og nákvæmri áætlun í öllum grem um um nýsköpun eðlis- og efna fræðikennslu í íslenzkum skólum. Var m. a. talið, að verk þetta gæfi orðið fýrirmynd í öðrum greinum og nokkur prófsteinn á, hvort við befðum vilja og getu til að bæta um skólastarf í landinu. Aðalfundur F. H. K. var hald inn daginn eftir. Þar voru gerðar ályktanir um umræðuefni ráð- stefnunnar, launamál o. fl. Megir. efni fundarins var að rœða og afgreiðsla ítarlega yfirlýsingu um grundyallarsjönarmið í skólamál um, er stjórn félagsins hafði fjall að um og undirbúið. Mun þet^a vera í fyrsta sinn, að kennarasam tök taka slíkt verkefni fyrir. Stefnuyfirlýsingin skiptist í eftir .farandi ji.a|la: Skóli pg þjóðfélag, rannsóknir^í þágu s'kölamálá, grundvállárvandamál, nýjar náms brautir, ástandið á einstökum skólastigum. Vfirlýsingin mun verða í stöðugri endurskoðun hjá félaginu, en fyrsta gerð hennar veaður send öllum félagsmönnum fræðsluyfirvöldum, blöðum og tímaritum siðar. Formaður F. H. K. var endur kjörinn Jón Baldvin Hannibalsson. Aðrir í stjórn eru nú Einar Lax ness, Finmbogi Pálmason, Hörður Bergmann og Úlfar Kristmunds son. Varastjórn skipa: Guðmundur Þorláksson og Loftur Guttorms- son. Um eðlis- og efnafræði. Aðalfundur Félags háskóla- menntaðra kennara haldinn í Reykjavík 15. júní 1968, fagnar því frumkvæði menntamálaráðuneytis ins og Skólarannsókna að skipa nefnd _ til endurskoðunar á kennslu í eðlis- og efnafræði í barna- og unglingaskólum. Néfndin hefur vakið athygli á Allsherjarat- kvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæðagreiðsla skuli viðhöfð um kjör fulltrúa Múrarafélags Reykjavíkur, til 31. þings Alþýðusambands ís- ásamt mefetslum a.m.k. 27 fullgildra félags- lands. — Tillögum um 3 fulltrúa og 3 til vara, manna, skal skilað til kjörstjórnar í skriftofu fé- lagsins að Freyjugötu 27, fyrir kl. 20, föstudag- inn 13. þ.m. Stjórn Múrarafélags Reykjavíkur. þeirri byltingu, s-em víða um heim fer nú fram í kennslu í raunvísindum, enda krefjast þjóð- félagshættir nútímans sívaxandi þekkingu allra manna í þess-um greinum. Með tillögum nefndar- innar er vísað á raunhæfar leið- ir til að bæta menntun kennara, er sinna kennslu í eðlis- og efna- fræði í íslenzkum barna- og ungl- ingaskólum, tíl að semja hentug ar kennslubækur við hæfi þessara skólastiga og til að skipuleggja kennsluna með áherzlu á virka þátttöku nemenda í verklegu námi. Fundurinn lýsir fullum stuðn ingi við hugmyndir og tillögur nefndarinnar og skorar á fræðslu- yfirvöld að stuðla að framkvæmd þeirra. Um kennslu í samfélagsfræðum Aðalfundur F.H.K., haldinn í Reykjavík 15. júní 1968, ályktar að mikilla breytinga sé þörf á kennslu í samfélagsfræðum í skól um landsins. Á þetta við um náms efni, kennslubækur, kennsluhætti, enda illa séð fyrir menntun ken ara í þessum greinum. Lýðræðisþjóðfélag leggur öll- um þegnum sínum þá skyldu á herðar, að þeir skilji og geti tek ið afstöðu til flókinna þjóðfélags- mála. Þess er ekki að vænta, að unglingar geti aflað sér náuðsyn- legrar þekkingar í þessum efnum af umhverfi sínu og reynslu einni saman. Eigi skólarnir að ala upp ábyrga þjóðfélagsþegna, verða þeir að ætla kennslu í samfélags- fræðum meira rúm í starfi sínu og rækja hana betur en nú er. Markmið kennslunnar getur ekki verið það eitt að greina frá staðreyndum og stofnunum, held ur ber að leg-gja megináherzlu á að örva skilning nemenda á eðli og vandamálum þjóðfélagsins, þjálía vinuubrögð við öflun og úrvinnslu gagna og stuðla að sam- vinnu nemenda að slíkum verk- efnum: temja þeim hlutlægni í hugsun, gagnrýníð viðhorf og já- kvæða afstöðu til sameiginlegra vandamála. Til þess að ná þessu marki er nauðsynlegt: að framkvæma heildarend- urskoðun á námsefni í öllum greiuum samfélagsfræða að samhæfa kennsluna á öllum skólastigum og styrkja tengsl milli skyldra greina að efna til samstarfs sérfræð- inga og kennara um samningu nýrra kennslubóka og sé í því starfi lögð rækt við að aðlaga efni þroska- og greindarstigi nem enda að taka upp kennslu í félags- vísindum við Háskóla fslands til B.A.-prófs að koma upp bókasafni og les- stofu fyrir nemendur í skólum með bókum og tímaritum, er miðla nýrri þekkingu í samfélags- fræðum. Kennaramenntun og kennara- skortur. Aðalfundur F. H. K. haldinn í Reykjavík 15. júní 1968, vekur at- hygli á þeirri alvarlegu staðreynd. að löggjöf um menntun bóknáms- kennara á gagnfræðastigi, er svo ábótavant. - að ekki verður lengur við unað í lögum um gagnfræða- nám nr. 48/1946. nanar tiltekið gr. 37. er þess ekki krafizt að kennarar í bóknámsgreinum hafi Iokið námi til undirbúnings und- ir sitt vandasama starf, hvorki í kennslugrein né kennslufræðum. ,Forgangsréttarlögin“ svo- nefndu frá 1952 eru hvergi nærri nógu skýr né afdráttarlaus. í skjóli fyrirvara og undantekninga er unnt að brjóta í bága við anda þeirra og tilgang. Samkvæmt þess um lögum (þ.e. 2. og 3. mgr.l er þess ekki krafizt, að kennar’ar ljúki námi í uppeldis- og kennslu fræðum. í stað þess er vísað til ákvæða í öðrum lögum, þar sem einungis er talað um nám í þess- ari grein, en ekki krafizt prófs. Fundurinn vill ennfremur vekja athygli á hinum geigvæn- lega kennaraskorti, sem nú ríkir á gagnfræðastigi. Svo rammt kveð ur nú að honum, að ekki einn ein asti bóknámskennari með háskóla- próf í kennslugrein ásamt prófi í uppeldis -og kennslufræðum fékkst til starfa, sem auglýst voru við gagnfræðaskóla Reykjavíkur s.l. haust. Orsökin til þessa er fyrst og fremst afleit launakjör kennara að námi loknu. Afleiðing arnar eru orðnar geigvænlegar fyrir menntun og uppeldi í land- inu. Fundurinn skorar því á mennta málaráðherra, að hlutast til um að sett verði skýr og ótvíræð laga- ákvæði um menntun og réttindi bóknámskennara á gagnfræða- og menntaskólastigi. Fundurinn skorar ennfremur á ríkisstjórnina að bæta launakjör kennara svo að þeir freistist ekki til að hætta námi í miðjum klíð- um og viðurkennd verði í reynd sem grundvallarregla — laun eft- ir menntun. Um landspróf og leiðir til Framhaldsnáms. Aðalfundur Félags háskóla- menntaðra kennara haldinn í Reykjavík 15. júní 1968 telur, að algert afnám landsprófs sé óraun hæft innan núverandi fræðslukerf is. Meðan því kerfi er haldið, tel ur fundurinn eftirfarandi breyting- ar æskilegar: — Samvinna landsprófsnefndar og kennara verði aukin m. a. með árlegri ráðstefnu um prófið í heild eða sérstök vandamál í und- irbúningi þess. — Stefnt verði að því að hverfa eftir föngum frá fyrirmælum um lesefni í ákveðnum bókum en í stað þess komi leiðbeiningar um námskröfur, markmið og inntak kennslunnar. — Tilraun verði gerð til að dreifa námsefni landsprófs þann- ig, að ákveðnum hluta einstakra greina verði lokið ári fyrr en nú er, eða lokið með annakerfi síð- asta undirbúningsárið. — Þeim nemendum, sem ekki ná framhaldseinkunn, en næst eru því marki, verði heimilt að taka haustpróf í takmörkuðum fjölda námsgreina að loknu námskeiði. Aðalfundur F.H.K. telur, að end urskipulagmng framhaldsmennt- unar sé orðin tímabær. Höfuð- markmið þeirra breytinga ætti að vera að halda opnum leiðum til framhaldsnáms og sérmenntunar fyrir alla, að gera duglegum nem endum kleift. að ljúka námi á skemmri tíma en nú er og unnt verði að skipta um leiðir að ó- líku marki án verulegra tafa Fundurinn teiur brýnt. að at huganir varðandi endurskipu- lagningu framhaldsmenntunar hef jist sem fyrst. Um námskeið. Aðalfundui F.H.K., haldinn í Reykjavík 15. júní 1968, bendir á nauðsyn • þess eð haldia séu reglulega námskeið fyrir kennara í því skyni að gefa þeim kost á að halda við þekkingu sinni, kynn ast faglegum nýjungum og breytt um viðhorfum um framsetningu og kennslu. Þess er að vænta, að háskóla- kennarar fylgist manna bezt með framvindu í sinni grein, og er því sjálfsagt, að slík námsksið f«ir háskólamenntaða kennara séu á vegum Báskóla íslands. Útdráttur úr samþykkt um launa- mál. Aðalfundur F.H.K. haldinn í Reykjavík 15. júní 1968 felur stjórn félagsins að vinna að eftir- töldum kjarabótum og skipulags- breytingum: a. Það er grundvallarkrafa félags- ins, að laun til kennara verði á- kvörðuð með hliðsjón af náms- lengd og laun háskólamentaðra kennara verði bætt verulega frá því sem nú er. Við skipun há- skólamenntaðra kennara í launa- flokka verði stuðzt við úrskurð viðkomandi háskóladeildar um námslengd í háskóla eða mat á prófgráðu og réttindi kenarans til starfs á viðkomandi skólastigi. b. Kennarar með sömu menntun og réttindi taki sömu laun á hvaða skólastigi sem þeir starfa, en kennsluskylda minnki í réttu hlutfalli við aukinn undirbúning fyrir dagleg kennslustörf. Undan- þegnir frá þessari reglu eru kennarar, sem stunda skulu vís- indastörf jafnhliða kenslu, yfir- kennarar, sem umsjón hafa með kennslu í ákveðinni námsgrein innan skólastofnunar. e. Stjórnin beiti sér fyrir því við yfirstjórn menntamála, að kennar- ar verði framvegis ráðnir til starfa í ákveðnum kennslugrein-. um, enda verði kennarastöður aug lýstar með tilliti til þes. Stjórn-' in skal og beita sér fyrir því við sömu aðila, að kennari, sem ekki hefur tilskilin réttindi til kennslu á viðkomandi skólastigi, verði ekki fastráðinn (settur éða skip- aður) til kennslustarfa þar. Greinargerð. Á síðastliðnu skólaári hafa far- ið fram allmiklar umræður. um skólamál. f umræðum hefur kom- ið fram töluverð óánægja með ríkjandi ástand í skólamálum þjóðarinnar, en ekki hefur verið bent á leiðir til úrbóta í sama mæli. Nú er augljóst, að fátt verð- ur um endurbætur í kenslumál- um, ef hæfir kennarar fást ekki - til starfsins. Þróunin á þessu sviði hefur nánast sagt verið ískyggi- leg að undanförnu. Nefna má þessu til stuðnings, að sl. ár sótti enginn nýr kennari með forgangs réttindi um stöðu við skóla gagn- fræðastigsins. Bendir þetta til þess, að kjör háskólamenntaðra kennara þyld ekki fýsileg. Áhrif þessarar þróunar á menntamál ís- lendinga geta vart orðið nema á einn veg. Vinda verður því bráð- an bug að því að gera kjör há- skólamenntaðra kennara eftir- sóknarverð. Misþungt náiiísefni á hinum ýmsu skólastigum krefst mismik- ils undirbúnings af kennurum. Þykir því eðlilegt, að launamis- munur milli skólastiga, milli manna með jafna menntun komí fram sem mismikil kennsluskylda. Augljóst er. að kennarar eru hæfari til að kenna þær greinar. sem þeir hafa lokið háskólaprófi í. Telja verður því eðlilegt. að kennarar verði framvegis ráðnir til að kenna ákveðnar kennslu- greinar. enda vita menn þá betur að hverju beir ganga Rökstuðn ingur við kröfuna um það að réttindalausii menn verða ekki fastráðnir í kennarastöður, er aug , ljós.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.