Tíminn - 11.09.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.09.1968, Blaðsíða 11
MUJVIKUDAGUR 11. september 1968. TIMINN 11 SLEMMJR OG FÖSS Þegar góðir spilarar eru (komnir í vonlausa samninga ',bjarga þeir 9ér oít með smá Ígildíum* Lítum á eftirfarandi , daemi. A K54 ¥ G63 ♦ KD1054 * 106 ; A Á92 A DG KD10 V 987542 • ♦ G987 ♦ 32 * 852 * 974 A 108763 ¥ Á ♦ Á6 * ÁKDG3 Fyrir mörgum árum var hinn kunni bandaríski spilari Becker í vörn me3 mjög frœg um spilara og þeir áttu ÁIKG9 í tromplitnum, e,n tókst þó elkki að fá nema einn slag. Sagnhafi ; átti áttuna sjöttu heima og • D105 í blindum. Hinn kunni spilari var með KG9 og þegar sagnhafi spilaði litlu á drottn inguna stakk hann upp kóngn um og Becker varð að drepa á ás og slemman vannst. Það kann að vera, að Becker haifi verið með þetta spil i huga, þegar hann lenti í sex spöðum á spilið hér að ofan. Nú vantar reyndar ÁDG92 í tromplitinn, en Backer gafst þó ekki upp. Vestur spilaði út hjarta kóng, sem Beoker vann á ás. Og nú lagði ahnn gildru fyrir Vestur. Hann tók strax slag á tígul ás, og leit út eins og hann aetti ásinn einspil. Síðan spilaði hann litlu trompi. Vestur var nú ekki á því að láta plata sig — það er að segja, að gefa Suðri tækifæri að losna viö tapslagi í hjarta í tdgulinn og tók því á trompásinn, og ætlaði sér síð an að fá slag á bjiarta drottn ingu. Suður trompaði og eftir leikurinn var einfaldur. Já, það er margt að varast við græna borðið. — Viltu annan LSD-sykurmola Krossgáta Nr. 113 Lóðrétt: 2 Reykja 3 Sjó 4 Vond 5 Ævintýri 7 Stutt an staf 9 Erill 11 Púka 15 Pum 16 Mál 18 Athuga. Ráðninga á gátu nr. 112. Lárétt: 1 Partý 6 Pár 8 Yki 10 Úrg. 12 Kú 13 EE 14 Urr 16 Ofn 17 Yls 19 Skass. Lárétt: 1 Blómið 6 Hamingju söm - 8 Pljóthuga 10 Dauði 12 Lóðrétt: 2 Api 3 Rá 4 Trú Líta 13 Guð 14 Stefna 16 Efni 17 5 Nykur 7 Ágeng 9 Kúr 11 Siða 19 Málmi. Ref 15 Ryk 16 Oss 18 La. Heildsali nokur var spurður um gildi auglýsinga. —■ Auglýsingar hafa tvímæla laust mikið gildi. — Getið þér nefnt enhver dæm? — Ja, það er ekk langt síð an ég auglýsti í blöðum og útvarpi eftir næturverði í vöruskemmu og nóttina eftir að auglýsingin birtist var brotist inn í skemmuna. 15 löngun til þess heldur. Hún varð að láta sér nægja að skreppa snöggvast út í skóginn. — Það var ekki heldur það lakasta sem hún gat tekið sér fyrir hend- ur. Hún gekk út fyrir hliðið í hægðum sínum. Án þess að ætlast neitt sér stakt fyrir hélt hún eftir götunni sem lá út að þjóðveginum. Hún var komin spölkorn frá hliðinu, er hún heyrði lágt blístur utan við götuna. Hún nam staðar og litaðist um. Aftur var blístrað. Þá kastaði hún hnakka og hélt áfram. Hvernig svo sem henni var farið, þurfti enginn að halda að hún kæmi þó flautað væri á hana. Hún herti gönguna eins og hún ætti eitthvert erindi. Þá heyrði hún aUt í einu hlátur og hratt fótatak að baki sér. Hún hraðaði sér enn meir og leit ekki um öxl. Blístrið hlaut að hafa verið ætlað henni, og hver sem þarna var á ferð, skyldi hann sannfærast um að hún var ekki stúlka sem lét flauta á sig. En fótatakið náði henni fljót lega, og hönd var stungið undir handlegg henni. Hún sleit sig lausa og leit til hliðar. Óli. Það var orðið langt síðan hún hafði séð hann, en annars hafði hún þekkt þennan hjartanlega hlátur hans. Það breytti engu, hann var engin undantekning, hann hafði ekki meiri rétt til þess en aðrir, að flauta á hana’ — Láttu mig vera, hvæsti hún. — Hélztu að ég kæmi þó þú flaut aðir á mig? Hann horfði forviða á hana, því hann hafði aldrei séð Kristínu skipta skapi fyrr, og skildi ekki hvaða ástæðu hún hefði til að reiðast. Stúlkan, sem hann hafði dreymt um, var aldrei önug og bauð hann alltaf velkominn með brosi sínu. En nú leit Kristín ekki friðvænlega út. — Ég meinti ekkert illt með því, það hlýtur þú að skilja, sagði hann loks og reyndi að blíðka hana. — Við hvað áttirðu þá? spurði hún. — Ertu vanur að flauta á aðrar stúlkur? Það dugar að minnsta kosti ekki við mig. Það á svo sem ekki að vera neitt at- hugaverí að blístra á hvem sem er, eins og hund. — En vina mín góð. Slepptu mér og láttu mig í friði . Þetta hafði honum ekki dottið í hug. Dögum saman hafði hann beinlínis þráð þessa stúlku og í huganum hafði hann séð hana á heimili sínu í framtíðinni, og svo kom hún ekki heim við drauma hans. Hún var ólík því sem hún var vön að vera og það olli hon- um meiri vonbrigðum en hann vildi við kannast. — Hvað gengur að þér? spurði hann. — Hvers vegna ertu svo einkennileg í kvöld? Það er þó líklega enginn glæpur að blístra. — Ég er reið, svaraði Kristín. — Ég er ekki þannig að ég stel- ist inn í kjarrið með strákum Vilji einhver mér eitthvað. getur hann borið það hiklaust og hrein- skilnislega fram. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir neitt. • — Nei, veiztu nú hvað, sagði hann agndofa. — Ég sem ætlaði bara að spauga ofurlítið við þig. — Ég skil ekki þess konar spaug. — Nei, ég finn það. Nú fór Óli líka að verða ergilegur. Hún var miklu reiðari en yfirsjón hans gaf tilefni til, — að hún skyldi endi- lega vilja skoða þetta saklausa blístur hans sem móðgun. — Eg þarf ekki að skammast mín fyrir neitt heldur, sagði hann þurrlega. — En sé það svona hættulegt að blístra, þá bið ég afsökunar. — Þá er það í lagi, mælti Krist ín og það vottaði ekki fyrir vin- semd í rómnum. — Góða nótt. Hún kastaði hnakka og vildi halda áfram. En nú reiddist Óli. — Er nokkurt lag á að haga sér svona þegar maður biður kurteislega afsökunar, spurði hann æstur. — Og ég er búinn að segja að ég meinti ekkert með því heldur. Þú ert ekki hót betri en aðrar stúlkur hvað snertir dinti og duttlunga. Því þetta er ekki annað en þess konar, svei mér þá. — Þú mátt halda það sem þér sýnist. Góða nótt. — Góða nótt, sagði hann og hermdi eftir henni. — Vísað frá, með öðrum orðum. Út af engu. En ég skal sýna þér að ég læt ekki fara svoleiðis með mig. Og það er þér að kenna. Áður en hún vissi af, vafði hann hana örmum og kyssti hana, fast og án minnstu blíðu. Aldrei á ævi sinni hafði Krist- ín verið nær því að missa stjórn á sér. Hún hafði þegar verið kóm in úr jafnvægi áður, og svo hafði hann strítt henni, bæði með blístr inu og fleiru, og loks þetta. Hún barðist um af öllum mætti, en náði ekki að koma upp nokkru orði, röddin brást henni. Síðan sleppti hann henni jafn snöggt og hann hafði- gripið hana og steig eitt skref aftur á bak. — Þakka þér fyrir í kvöld, sagði hann hæðnislega. — Góða nótt. Ef hann hefði gengið fram hjá henni, myndi hún hafa snúið til baka og hlaupið heimleiðis eða til skógar. En í stað þess var það hann sem snerist á hæli, enda beið reiðhjólið hans við veginn heim að Hellulæk. Hún varð því að halda áfram. Hún reyndi að láta sem henni lægi á og greikk- aði sporið. Hann mátti gjarna halda að hún hefði mælt sér mót við einhvern. Tárin komu fram í augu hennar og henni fannst hún hafa orðið fyrir smán. Og verst af öllu var, að þetta var ekki Óla einum ávirðing. Þegar hún fann sterklega arma hans um lykja sig, hafði hún snöggvast titr að af einhverju, sem hún hvorki gat né vildi reyna að skýra, en sem í öllu falli var hvorki reiði né særður metnaður. Og ef þessi koss hefði nú lýst einhverju sem líktist blíðu, en þvi fór fjarri að svo væri. Hann átti að vera refs- ing, og í honum lá ekkert annað en niðurbæld reiði. Kristín kreppti hnefana og beit vör þangað til hana sárverkjaði. Hún vildi ekki gráta — það var ennþá verri smán. Henni hafði að lokum tekizt að ná valdi yfir tilfinningum sínum, er hún heyrði léttan þyt af reið- hjóli á veginum fyrir aftan sig. Hana langaði mest til að hlaupa inn í skóginn. en þvingaði sig til að halda rösklega áfram eins og ekkert hefði ískorist. Vonaði bara að hann hjólaði fram hjá henni. Þá ætlaði hún að snúa við, áður en hún kæmi að þjóðvegin- um. En hann ók ekki framhjá, heldur hægði ferðina. steig af hjól inu og gekk áfram við hlið henn ar. — Heyrðu Kristín, mælti hann fremur lágum rómi, — mér varð víst á að stökkva um of upp á nef mér, það var ekki fallegt að 1 ég skyldi haga mér eins og ég gerði. Kristín klemmdi saman varirn- ar án þess að svara og virti hann | ekki viðlits. Hann beið nokkur andartök, en ekkert svar kom. — Fyrirgefðu. . . endurtók hann í sama lága rómnum. Ljóst var að honum var horfin öll ÚTVARPIÐ Miðv'kudagur 11. sept. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Við vinnuna 14.40 Við, sem heima sitjum Sigríður Shiöth les HHSSMÚ söguna .,Önnu á Stóni-Borg“ eftir Jón Trausta Í18) 15.00 Miðdegisút varp 16.16 Veðurfregnir ís- lenzk tónlist. 17.00 Fréttir Klassísk tónlist. 17.45 Lestrar- itund fyrir litlu börnin. 18.00 Danshljómsveitir leika. Tilkynn ingar 18.45 Veðurfregnir. Dag skrá kvöldsins 19.00 Fréttir Til kynningar 19.30 Daglegt mál Baldur Jónsson lektor flytur þáttinn. 19.35 Spunahljóð Þátt ur i umsjá Davíðs Oddssonar og Hrafns Gunnlaugssonar. 20. 05 Einsöngur 4 útvarpssal: Ó1 afur Þ. Jónsson óperusöngvari syngur 20.30 „Brúðkaupsnótt Jakobs" 9ögukafli eftir Thomas Mann Sverrir Kristjánsson sagn fræðingur les eigin þýðingu. 21.05 Finnsk nútímatónlist 21.30 Til Norðurlanda Sigfús Elíasson les þrjú frumort kvæði 21.50 Píanómúsík Ross Pratt leikur lög eftir Nieolas Medtner 22.00 Fréttir og veð urfregnir 22.15 Kvöldsagan: ,,Leynifarþegi minn“ eftir Joseph Conrad Málfríður Ein arsdóttir íslenzkaði Sigrún Guð jónsdóttir les. (2) 22.35 Djass þáttur Ól. Stephensen kynnir. 23.05 Fréttir í stuttu máli Dag skrárlok. Fimmtudagur 12. september 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 12.50 Á frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir stj. óska- lagaþætti sjómanna. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigríður Sehiöth les söguna „Önnu á Stóru-Borg“ f 19) 15.00 Miðdeg isútvarp 16.15 Veðurfregnir 17.00 Fréttir Klassísk tónlist 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin 18.00 Lög á nikkuna 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Frétt ir 19.30 Biblían í nýju ljósi. Ævar R. Kvaran flytur erindi, þýtt og endursagt. 19.55 Maz úrkar eftir Chopin. 20.20 Á förnum vegi í Rangárþingi. Jón R. Hiálmarssop skólastióri ræð ir við þrjá menn á Hvolsvelli: Pálma Eyjólfsson sýslufulltrúa Ólaf Sisfússon oddvita og Trvsgva MaríMnsson veitinga- mann 20.50 Svissnesk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „Húsið í hvamminum“ eftir Óskar Aðal stein. Hj'örtur Pálsson les (12) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsagan: „Leynifar- þegi minn“ cftir Josepih Con rad 22.35 Kvöldhljómleikar: ,Pláneturnar“ eftir Gustav Holst H1lón'evpitin Philhar- monia hin nýja os kór flytja; Sir Adrian Boult stj. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dag ikrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.