Tíminn - 26.09.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1968, Blaðsíða 3
3 FIMMTUDAGUR 26. sept. 1968. TÍMINN BJGRGUDU BARNE FRA DRUKKNUN í NOREGI ÞJ—Húsavík, miövikuriiag. Skipverjar á m. s. Örfirisey biörg uðu í sumar dreng frá drukknun norSur í Hammerfest í Noregi, og mun þetta ekki hafa frétzt hingað til lands fyrr en núna, er Örfir.isey kom tii Húsavíkur i vikunni. Örfirisey var á heimleið í Norð urhöfum í ágúst í sumar, og fór og náði honum. Drengurinn sem er um 10 ára gamall, var þó það hress, að hann gat sjálfur klifrað upp kaðalstlgann, þegar Hallgrímur hafði lyft honum upp úr sjónum. Drengnum var fylgt heim til sín, og virtist honum ek'kert hafa orðið meint af volkinu. T. v.: Dómkirkjan í Köln t. h. Kirkja J<aþólskra, Maria Regina Martyrum í Vestur-Berlín. HÆTTIR VIÐ KIRKJUTURNA SJ-Reykjavík, ír.iðvikudag. Einn af leiðtogum lúthersku kirkjunnar í Þýzkalandi hefur hafið baráttu fyrir því, að hætt verði að byggja og líta á kirkju turna sem trúartákn. Maður þessi heitir Werner Hofmann og er æðsti fjármálaráðgjafi og lögfræð ingur evangelísk-lúthersku kirkj- unnar í Munchen. „Kirkjuturnar sem tákn fingurs Guðs þjóna ekki lengur neinum skynsamlegum til- gangi“, segir liann. „Nú á dögum verða ekki færðar sönnur á mátt kirkjunnar með því að byggja himinháar byggingar heldur einungis með rökum.“ Og auk þess líkjast turnar á nýbyggð um kirkjum innan um háhýsi stór borga í flestum tilfellum einna helzt reykháfum", segir Hofrnann. Þessi andstæðingur kirkjut.urna skorar á þá, sem kirkjubyggingum ráða að reisa í þeirra stað t. d. dagheimili fyrir börn (en kostn áður við byggingu hvers nýs kirkjuturns í Þýzkalandi er frá tvær til fjórar milljónir íslenzkra króna eftir stærð og gerð). Þessi VEUUM (SLENZKT fSLENZKAN IÐNAÐ I tillaga hefur þegar verið fram- I kvæmd í Þýakalandi. Evangelíski söfnuðurinn í Múnchen-Sendling ákvað að reisa einfaldan klukkutum í stað kirkjuturns á nýja kirkju safn aðarins, og kostaði klukkuturninn aðeins fimmta hluta þess fjár, sem kirkjuturn hefði kostað. Þá pen inga, sem þannig spöruðust, á að nota til að reisa barnaheimjli. Það er skoðun Hofmanns og fleiri Þjóðverja að kirkjur þurfi alls ekki að líta út eins og hlöð ur þótt turnlausar séu. Reyndar hafa turnar alls ekki verið verið óaðskiljanlegir hlutar guðshúsa kristinna manna frá upphafi kristni. Fram á r.ít.iándu öld voru allar kirkjur án turna En þá byggðu ítalir fyrstu klukkuturna sína (Campaniies). Skömmu síðar fóru Þjóðvarjar a? setja turna á ki-rkjur sínar og á síðgotneska tímabilinu í bygging arlist hófst sannkallað kirkjuturna kapphlau.p. Því hærra sem byggt var því meir töldu menn sig nálg ast guð. Meistaraverk byggingarlistar risu af grunni, svo sem Dómkirkj an í Köln sem var fullbyggð á 10. öld og er 160 metrar að hæð og Dómkirkjan í Ulm sem einnig var ekki fullsmíðuð fyrr en á síð ustu öld og er hæsta guðshús í Evrópu með 162 metra háum turni- Flestir kirkjunnar menn í Þýzkalandi eru þó enn þeirrar skoðunar að turn sé eins óaðskilj anlegur hluti hverrar kirkju eins og kirkja er sjálfsögð í hverjum bæ. Kirkjuturnar eru, þeim tákn fagnaðarboðskaparins mitt í hin um hversdagslega heimi þar sem þeir gnæfa við himinn drottni til dýrðar. Þessa stefnu vill Hofmann kalla röng trúarbrögð. Hann segir: „Með kirkjuturnunum eru menn að tákna fingur Guðs — En ég vil segja, að núna bendir hann til Biafra.“ inn til Hammerfest eftir vistum. Skipið lá þar við bryggju og voru skipverjar staddir niðri í matsal, er þeir heyrðu óp að utan. Ópið barst inn um kýraugað, sem var op- ið og er skipverjar litu út sáu þeir hendur drengs teygja sig upp úr sjónum rétt við skipshliðina. Þutu þeir þá upp á þilfar og settu niður kaðalstiga. Hallgrímur Valdimarsson frá Húsavík, 2. stýrimaður á Örfiris ey fór niður stigann, en þá var drengurinn sokkinn. Hallgrímur, sem er ágætur sundmaður, stakk sér í sjóinn, kafaði eftir drengnum Háskólafyrirlestur Professor Peter Foote frá Uni- versity College í London flytur fyrirlestur í boði Háskóla íslands, er nefnist Um kreddu Þrándar í Götu. Fyrirlesturinn verður fluttur föstudaginn 27. september í I. kepnslustofu og hefst kl. 5.30 stundvísiega. Fyrirlesarinn talar íslenzku, og er öllum heimill að- gangur. (Frét frá Háskóla íslands). Ibúar Miðbæjar- Mela- og | Austurbæ jarskólahverf a: Þórarinn Einar Kristján Fundur með alþingismönnum og borgarfulltrúum Framsóknar- flokksins ■ Reykjavík í kvöld í kvöld klukkan hálf níu verð ur haldinn fjórði fuudurinn af mörgum hliðstæðum í kjör- svæðum Reykjavíkur. Verður fundurinn haldinn fyrir íbúa Miðbæjar-, Mela- og Austurbæj arskólahverfa. en fundarstaður- inn er Framsóknarhúsið við Fríkirkjuv. (uppi). Þar munu mæta alþingismenn og borgar fulltrúar Framsóknarfl. í Rvk., og munu þeir svara þeim fyrirspurnum. sem íbúar viðkom andi hverfa kynnu að hafa áhuga á að bera fxam Auk þess gefsi fundarmönnum tækifæri tii að koma á tramfæri skoðunum sin um og áhugamáium við bing menn og borgarfulltrúa flokks ins í höfuðborginni. Eins og áður segir verðui þessi fundur í kvöld og hefst hann klukkan hálf níu (20.30) Muiiu alþingismennim ir og oorgartulitrúarnir Gytja stutt avörp en síðan svara fyrirspurnum fundarmanna um þjóðmál og oorgarmál. Eru allir ibúar fyrmefndra hverfa velkomnir á fundinn. UNGT FÓLK STOFN- AR LEIKSMIÐJUNA SJ-Reykjavík, miðvikudag. Nýlega hefur hópur ungs leik- hússfólks hér í borg myndað með sér félagsskap, sem kallaður er Leiksmiðjan eða Smiðjan. Til gangurinn með stofnun og starf- semi Leiksmiðjunnar er að skapa og i-ækta sjálfstæða innlenda leik- list í Iandinu. Leikararnir hyggj- ast lcggja áherzlu á, að fylgjast með daglegu lífi í landinu, athuga íslenzka þjóðhætti, mál, tónlist og náttúrueinkennl oeim tilgangi að tjá allt þetta með eðlilegum hætti í leikhúsniu, en það telja þeir að ekki haf tekizl t'l b ssh Þá er það tilgangurinn að skapa innlenda leiklist sem hafi áhrif á líf fólksins i landinu og sé hluti þess, enda séu starfsmenn Smiðjunnar sjálfir þátttakendur f því. Stai-fsmenn smiðjunnar eru níu að tölu pg hafa sett sér stofn- skrá, sem þeir ætla að starfa eftir næstu tvö ár. Þegar eru byrjað- ar æfingar á tveimur verkum, sem Leiksmiðjan mun leika víða u«n land í vetur og hefst sú leik- för um miðjan oktober. Fyrstu verkefm Smiðjunnar eru Galdra- Loftur Jóhanns Sigurjónssonar sem Eyvindur Erlendsson stjórn- ar og sagan Litli prinsinn eftir franska skáldið Saint-Exupéry. sem fært verðui i leikritsform og Magnús Jónsson sjórnar. Þetta er í fyrsta sinn sem leik ferð verður farin um land allt að vetrarlagi Nánar segir at starfi Leiksmiðj- unnar á bls. 8 > blaðinu i dag. Walter og Connie Blaðinu hefur borizt bókin Enska í sjónvarpi: Walter and Connxe. Er betta þriðja bók- in í bessum flokki og í henm enskukaflar frá 27. til 39. Þetta er síðasta sjónvarps- kennslubókin. en pað er Set- berg, sem gefur hana út, Frey steinn Gunnarsson sa um út- gáfuna. Þessi enskukennslu- bók verður notuð við ensku- kennslu í sjónvarpinu í vetur, sendlherrann Fyrsti Nýskipaður sendiherra Jap- ans, Kijiro Miyake, afhenti í dag forseta íslands trúnaðar- bréf sitt í skrifstofu forseta í Alþingishúsinu að viðstöddum utanríkisráðherra. Er þetta fyrsti sendiherrann, sem af- hendir nýkjörnum forseta, Hr. Kristjáni Eldjárn, trúnaðar- bréf sitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.