Tíminn - 06.10.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.10.1968, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 6. október 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. ÞorsteinssO'n. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. TÍMINN 9 ERLENT YFIRLIT Sænskir sosialdemokratar boöa aukin afskipti ríkisvaldsins Vörnin varð stórsókn Samband ísl. berklasjúklinga hefur alla tíð verið eitt- hvert merkilegasta félagsframtak með þjóðinni síðan það var stofnað fyrir þrem áratugum. Þá var þjóðin hart leikin af vágesti, sem hjó hvert ár stór skörð í mannafla hennar, gerði aðra örbjarga og vonlausa, en skildi eftir djúp sár í annarri hverri fjölskyldu á landinu. Þar var berklaveikin að verki, og hafði gerzt stórhögg um hríð. Varnarbaráttan, sem hafin var á fyrstu tugum ald- arinnar með skiptilegu viðnámi lækna og byggingu berklahæla, varð fyrst í stað nauðvörn, sem smátt og smátt bætti vigstöðuna og snéri loks vörn í sókn. Þegar svo stóð var í landinu fjöldi fólks, sem bar ör- kuml hins liðna stríðs og kom særður úr því á hverju ári. Bftir var því starfið að gefa þessu fólki nýja lífs- von og brynja það til nýrrar sóknar í starfi og lífi. Þama kom Samiband ísl. berklasjúklinga til sögunnar. Með stofnun þess var liði fylkt, fyrst og fremst því liði, sem staðizt hafði sjSkdómsraunina með hjálp lækna og hæla, en einnig komu til liðs við þá aðrir, og síðan þjóðin öll að meira eða minna leyti. Þessi samtök hafa alla tíð verið óvenjulega giftumikill félagsskapur, og er ekki fjarri að álykta, að veigamesta forsenda þess sé sú, að þarna stóðu í forystu þeir menn, sem áttu alveg sérstaka og persónulega lífsreynslu að baki og vissu öllum betur, hvað gera þurfti. Bygging Reykjalundar og rekstur er þó ekki átak þeirra einna, heldur langflestra íslendinga, og nú er sá sigur unninn yfir berklaveikinni, að nauð- vörnin frá 1920—30 er orðin að stórsókn, en sú sigur- gleði má þó ekki slæva varðbergsstöðuna. Reykjalundur og önnur starfsemi SÍBS hefur vakið óskipta athygli og aðdáun bæði innan lands og utan, og nú er svo komið, að þeir, sem upphaflega þurfti að hjálpa, eru orðnir veitendur. Berklavarnardagurinn er 1 dag, og enn er leitað til manna um fjárstuðning. Það, sem safnast, ræður þó nú orðið ekki úrslitum um starfið- Það er byggt á traustari grunni, en viðtökur manna verða vitni um þann hug, sem þjóðin ber til SÍBS, og þann hug er ástæða til að sýna svo að eftir verði tekið á 30 ára afmæli SÍBS. Ríkissjóður hefur á síðari árum mjög aukið lántökur hjá almenningi 1 landinu með kjörum, sem ekki eru í neinu samræmi við almenn bankakjör. Að sjálfsögðu geta slíkar lántökur með heimild Alþingis verið rétt- lætanlegar, en helzt aðeins í ákveðnum, tilteknum til- gangi, svo sem til ákveðinna framkvæmda. Hins vegar hefur ríkisstjórnin tekið upp þann hátt að láta Alþingi samþykkja handa sér lántökuheimild, sem hún geymir síðan í skúffunni og notar í áföngum eftir því sem henni líkar, helzt að því er virðist þegar hana vantar aura í rekstur- Þannig hefur á undanförnum missirum verið boðin út 70 millj. kr. lán, 50 millj. og nú síðast 25 millj. Á þessum fyrirvaralausu söfnunardögum tekur ríkið til sín mikið lausaíé, sem að mestu leyti er tekið út úr bönkunum og raskar stórlega peningamarkaðinum þá daga, sem þetta gerist. Þannig truflar ríkið stórlega lánastarf banka, og þau vandræði lenda síðan beint á atvinnuvegunum í landinu. Á þessum lántökum rík- isins verður að vera annað skipulag, sem fyrrbyggir þessa röskun og tryggir að þær jafnist betur á lengri tíma, auk þess sem samræma þarf lánakjör. Tekst sameining Miðflokksins og Frjálslynda flokksins? SÍÐASTLIÐINN laugardag var endanlega kunnugt um úrslit þingkosninganna í Svíþjóð, en þær fóru fram 15. þ. m. Sá hátt ur er ríkjandi hjá Svíum, að hægt er að kjósa utankjörstað ar alveg fram á kjördag, og senda atkvæðin síðan með pósti. Þau eru svo talin, þeg ar þau berast. Oft hafa þessi póstatkvæði, sem svo eru köll uð, orðið til að breyta niður stöðum, sem talning heimaat- kvæðanna var búin að gefa til kynna. Þessi atkvæði urðu nú 279 þús. af 4.829 þús. greiddra atkv. alls. Þau bættu verulega stöðu íhaldsflokksins og Frjáls lynda flokksins að þessu sinni. Að lokinni talningu þessara at kvæða varð niðurstaðan þessi: Flokkur Sósíaldemókrata fékk 2.420 þús. atkvæði eða 50.1% greiddra atkvæða. Hann fékk 125 þingsæti, bætti við sig 12 þingsætum. Miðflokkurinn (áður Bænda flokkurinn) fékk 780 þús. at- kvæði eða 16.1% greiddra at- kvæða. Hann fékk 39 þing- menn kjörna, bætti við sig 4 þingsætum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 725 þús. atkvæði eða 15% greiddra atkvæða. Hann fékk 34 þingsæti, tapaði 9 þing- sætum. íhaldsflokkurinn fékk 670 þús. atkv. eða 13.9% greiddra atkvæða. Hann fékk 32 þing- sæti, tapaði einu þingsæti. Kommúnistar fengu 145 þús. atkvæði eða 3% greiddra atkvæða. Þeir fengu 3 þing sæti, töpuðu 5. Kristilegi flokkurinn fékk 72 þús. atkvæði og engan mann kjörinn. SÉRSTÆTT er það við kosn ingar í Svíþjóð, að flokkur get ur haft fleiri en einn lista í kjöri. í einu kjördæmi hafði t. d. Íhaldsflokkurinn og brot úr Frjálslynda flokknum þrjá lista í kjöri, sem höfðu valið sér sameiginlegt heiti „Saml- ing 68“. Víða höfðu Miðflokk- urinn og Frjálslyndi flokkur- inn þannig tvo lista í kjöri und- ir einu sameiginlegu heiti „mitt enpartierna" (miðflokkarnir). Atkvæðatölur lista, sem eru þannig bornir fram undir einu sameiginlegu heiti, leggjast sam an og eru úrslitin reiknuð út samkvæmt því. Þetta getur auð veldað .samstarf milli flokka og flokksbrota, en fyrst og fremst er þetta þó gert til að jafna ágreiningsmál, sem rísa í sambandi við framboð. Próf- kjörunum verður erfiðlega kom ið við, þar sem kosið er hlut- fallskosningu í stórum kjör- dæmum. Þeirra er líka ekki þörf, þegar ágreining í sam- bandi við framboð hjá einhverj um flokki er hægt að leysa með tveimur eða fleiri listum. Per- sónuleg atkvæði ráða svo því, hverjir ná kosningu af listun- um. MJÖG er rætt um, hvað gerist í sænskum stjórnmálum an þátt í slgri hans. að loknum hinum mikla sigri sósíaldemókrata. Ýmsir foringj ar þeirra hafa sagt, að kosninga úrslitin verði þeim hvatning til að framfylgja hinni róttæku stefnu sinni. Afskipti ríkisins af rekstri atvinnuveganna verði aukin, einkum þó allt eftirlit með því að reksturinn sé í lagi og fjiárfestinigUinni skynsamlega háttað. Þá muni flokkurinn ekki hika við að grípa til ríkis- reksturs, ef þess þykir þurfa. Fyrir kosningarnar lof- aði flokkurinn að þjóðnýta lyfjaverzlunina og verður vafa laust staðið við það. Af hálfu flokksins hefur ver ið tilkynnt, að hann muni þeg ar hefja undirbúning þingkosn inganna 1970, þegar fyrst verð- ur kosið samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Erlander hefur til kynnt, að hann muni láta af flokksforustunni á þingi flokks ins, sem haldið verður næsta ár og þykir líklegast að Palme menntamálaráðherra verði eft- irmaður hans, en hann er tal- inn róttækasti maðurinn í rík- isstjórninni. FYRIR kosningarnar var haf ið náið samstarf milli Mið- flokksins og Frjálslynda flokks ins. Flokkarnir höfðu sameigin lega stefnuskrá og víða sameig inleg framiboð (tvo lista und- ir sama heiti). Því var lýst yfir, að það væri takmark þeirra að sameinast í einn flokk. Eftir kosningarnar hafa forustumenn Frjálslynda flokks ins lýst sig fylgjandi því, að haldið verði áfram fyrirætlun inni um sameiningu flokkanna, en foringi Miðflokksins, Gunn- ar Hedlund hefur sagt. að ó- víst sé hvort það verði fram- kvæmanlegt fyrir kosningarnar 1970. í flokki hans munu skipt ar skoðanir um þetta og sjálf ur mun Hedlund ekki mjög áhugasamur sameiningarmaður. Margir telja líklegt, að það geti flýtt fyrir sameiningu flokk anna, ef Hedlund lætur af flokksforustunni á þingi flokks ins, sem haldið verður næstu ár. Ýmsir hafa lýst yfir því, að þeir vilji, að Hedlund haldi áfram, enda þótt hann verði þá orðinn sjötugur. Hann nýt- ur mikils álits, en enginn í flokknum þykir sjálfsagður eft- irmaður hans . Því er haldið fram, að það hafi spillt fyrir borgaralegu flokkunum, að talsverðar deil- ur voru milli miðflokkanna og H íhaldsflokksins. Þess vegna eru I uppi raddir um, að nauðsyn- legt sé að koma á samvinnu i þessara þriggja flokka. Fylg M ismenn Miðflokksins taka því i ekki vel, nema íhaldsflokkur- | inn breyti áður stefnu sinni. m ÚRSLIT kosninganna urðu | mikil vonbrigði fvrir kommún ; ista, sem höfðu búizt við aukun fylgi. Talið er, að inn- ■ rás Rússa í Tékkóslóvakíu hafi | spillt mest fyrir kommúnistum, | því að afneitanir þeirra hafi » ekki verið teknar alvarlegar. [j Eftir kosningarnar hefur fyrv. | formaður kommúnistaflokksins, i Hilding Hagberg, ráðist harka 1 lega á núv. formann flokksins, | C. H. Hermansson, fyrir að j$ hafa tekið strax afstöðu á Ú móti Rússum. Slíkt hafi sýnt a tækifærisstefnu, sem ekki hafi jj verið tekin alvarlega. Réttara 1 hefði verið að Hermannsson ,| hefði beðið átekta og ekki sagt | neitt fyrr en málin hefðu § skýrzt betur. Búizt er við H hörðum deilum milli þeirra Hag | bergs og Hermanssons og geti 1 það enn lamað flokkinn. ÞJ>. 8 - - ---------------------------6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.