Tíminn - 10.10.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1968, Blaðsíða 3
\ FIMMTUBAGUR 10. október 1968. TIMINN Guðmundur Gíslason Hagalín sjötugur HEFUR SENT FRÁ SÉR Á SJðUNBA TUG BÓKA IGÞ-Reykjavík, miðvikudag Á morgun, fimmtudag, er Guðmundur Gíslason Hagalín sjötugur. Hann mun eyða afmælisdeginum að heimili sínu á Mýrum við Kleppjárnsreyki. Guð- mundur G. Hagalín hefur í áratugi verið í allra fremstu röð íslenzkra rit- hötfunda, og munu hinir fjölmörgu aðdáendur hans beina þakklátum huga til þessa aldna en þó síunga snilldarmanns, nú á þess- um merkisdegi ævinnar. Tíminn mun minnast Guð- mundar G. Hagalíns síðar með grein í íslendingaþátt- um, sem Andrés Kristjáns- son, rifetjóri skrifar. Guðm'andur G. Hagalín er fæddiur að Loíkinli&mruim, 10. oitóber 1898. Foreldrar hans voru Gísli G. Kristjánsson, bóndi og skipsbjóri, og kona hans, Guðný Guðmundsdóttir Hagalín. Guffmundur ólst upp viff sjósókn og sveitastörf. — Hann varð gagnfrœðingur frá MIR nítjlán ára að aldri, en haetti námi í fimmta bekk Menntaskólans. Auk ritstarf- anna hefur Guffmundur alla ævi veriff sfvinnandi að öffrum ■verkefnum. Hann stundaði sjó að staffaldri á uppvaxtarárnm sínum með námi, en eftir að riámi lauk sneri hann sér að blaðamennsku. Guðmundur heffur mjög látið til sin taka í félagsmálum, og stóð um langt skeið framarlega í bar- áttuliffi Alþýðuftokksins. Var allt það starf mikið aff vöxtum en þó virðast félagsmálaum- svifin ekki hafa tafið hann svo mjög frá ritstörfum, því hann er nú afkastamestur ís- Lenzkra rithöfunda. B'sekur hans og þýðingar eru nú komn ar vel á sjöunda tuginn, og hafa sum árin komið tvær bæk ur frá hans hendi. Fyrir utan þessi mi'klu afköst, hefur Guð mundur skrifað mikið í blöð og tímarit. Margt af því hafa veriff greinar um unga rithöf- unda, sem Guðmundur hefur viljað vekja athygli á. Eiga margir rithöfundar honum mikið að þakka fyrir þá fölskiva lausu alúð og þann áhuga, sem hann hefur sýnt byrjendaverk um þeirra. Guðriiundur hefur einnig alltaff haft forustu fyrir stórum hópi rithöfunda í land inu, og almennt hefur hann unnið mjög dyggilega fyrir rit höfunda. Hann hefur stöðugt verið ód'eigur talsmaður þeirra og listamanna yfirleitt, varð- andi listaimannalaun, og í starfi sínu sem bókafulltriúi rí'kisins, hefur hann komið skipulagi á þau mál, sem rit- höfundar eiga eftir að njóta stórlega góðs af í framtiðinni. Mest um verður hlýtur þó alltaf að verða sá mikli skerf ur sem Guðmundur hefur lagt til íslenzkra bókmennta. í bók um Guðmundar birtist mann- lífið í ótal ljósbrigðum, sterkt og voldugt, með guð og móttar völdin á aðra hönd og lífs- nautnina á hina. Sædrifnar hebjur og guðsfruktugar kerl- ingar; allt blandast þetta í eina stóra, lifandi ólgu, þar sem bvarvetna geislar á lífs- fjör höfundarins sjálfs. Tíminn óskar Guðmundi G. Hagallin og konu hans, frú Unni Aradóttur, til hamingju með daginn. Kjarval virðir fyrir sér Dögun Einars. (Tímamynd:—Gunnar) DÖGUN EINARS JONS- SONAR OG KJARVALS- MÁLVERK Á UPPBOÐI IGÞ-Reykjavík, miðvikudag. Á morgun, fimmtudag, efnir Sigurður ‘Benediktsson til mál- verkauppboðs í Súlnasal Hótel Sögu. Hefst uppboðið kl. 5 síðd. en myndirnar verða til sýnis frá kl. 10—4 samdægurs. Lentu í hrakningum á Þingmannaheiði VORU 10 STUNDIR 20 KM. VEGALEID! EJ-Reykjavík, miðvikudag. Nokkrir menn lentu í miklum erfiðleikum á Þingmanna- heiði í gær, þriðjudag. Var áætlunarbifreiðin frá ísafirði til Reykjavíkur 10 klukkustundir yfir heiðina, aðeins 20 kíló- metra vegalengd, og nokkrar bifreiðar aðrar lentu í erfið- leikum. Tókst þó loks að koma bifreiðunum ofan af heiðinni, og varð fólkinu ekkert meint af volkinu. Einn þeirra, sem lenti í þess- um erfiðleikum, var Þórarinn Þór, prófastur á Reykhólum, en hann er einnig fréttardtari Tímans. Sagði, hann blaðinu frá ferðalag- inu í dag, og fer sú frásögn hans hér á eftir: Á mánudaginn var fór áætlunar bifreiðin eins og venjulega til ísafjarðar, fullsetinn. Var meiri- hluti farþeganna nemendur til Núpsskóla. Veður var ágætt á mánudaginn, færðin góð alla leið ina og ekki horfur á veðurbreyt- ingu. Á þriðjudaginn hélt bifreiðm aftur suður og gekk allt vel, þar til komið var á Þingmannabeiði, en þar fór. færð áð þyngjast og veður að versna. Er komið var upp á háheiðina, og hálf ’eiðin að baki, kom áætlunarbifreiðin að tveimur kyrrstæðum bifreiðum — jeppa með tveimur mönnum frá Brjánslæk og Cortinu, sem Þór- arinn var í, en hann hafði verið í emibættiserindum vestur á Bíldudal, þar sem nýr prestur, séra Óskar Finnbogason, var sett ur inn í embætti á sunnudaginn. Tafðist Þórariinn á Patreksfirði á mánudaginn, en hélt þaðan um hálftíu-Leytið á þriðjudagsmorg- uninn. Er Þórarinn kom á Þingmanna heiði miðja, eða þar um bil, ók hann fram á jeppann frá Brjáns- læk. Hafði hann stöðvast vegna snj'óskafls í smábrekku og voru BrjánsLækjarmenn að setja keðj ur á jeppann. Eftir töluvert þóf komst ieppinn upp úr skaflinum, og um það leyti koim áætlunar- bifreiðin þar að. Var um þetta Leyti komin blind hríð á heiðinni, hörkuskafmoid og sást varla úr augum. Var þetta um hádegisbilið. Áætlunanbifreiðin gerði til- raun til að komast yfir skaflinn, er jeppanum hafði tekizt það, en sú tilraun mistókst, og rann áætl unarbifreiðin til og fór annað afturhjólið út af veginum, og varð bifreiðinni ekki þokað það- an hjálparlaust. Jeppinn frá Brjánsiæk hélt á- fram sína leið, þar sem Brjáns- lækjaimenn voru í brýnum erinda gjörðum, og þurftu áð komast til baka yfir heiðina strax um kvöldið. Þurftu þeir því að hafa hraðann á, þvií nú skóf mikið og heiðin var sem óðast að verða ófær. En bifreiðastjóri áætlunarbif- reiðarinnar, Jó'hannes Ellertsson, var ekki á þvi að gefast upp, heldur reyndi aff koma bifreið- inni atfur upp á veginn. Tók hann til við.að lyfta bílnum með vökva Lyfta (tjak'k), en séra Þórarinn og ungur maður frá Hvallátrum á Breiðafirði, sem var farþegi, hófu að tína saman heilmikið ^ramhald á bls. 14 Þarna verða boðin upp fágæt verk, eins og höggmyndin Dögun eftir Einar Jónsson, afsteypa í eir, gerð í Kaupmannahöfn árið 1910. Þá yerða boðin upp málverk eftir Ás'grím Jónsson frá Bíldudal og víðar af Vestfjörðum. Þær mynd ir eru frá árinu 1909. Tólif mynd ir eftir Kjarval verða boðnar upp, og var byrjað á einni þeirra árið 1917 í Kaupmannahöfn, en lokið við hana hér í Reykjavík árið 1952.Einnig verða á uppboðinu myndir eftir Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Blöndal og Gunnlaug Sciheving. Boðnar verða upp myndir eftir Benedikt Þórðarison, sem var snjall málari, en lézt ungur. Mál- verk sftir Benedikt eru fágæt og eftirsótt. LIKIÐ FUNDIÐ Á sunnudaginn fannst lík Jör- undar Sveinssonar, er féll í Siglu fjarðarhöfn aðfaranótt 29. sept. s.l. Það var froskmaður sem fann líkið, og við krufningu kom f Ijós. að Jörundur hafði rotazt í fallinu. Mjög slæmt veður var í Siglufirði er slysið varð, og varð engum bj'örgunaraðgerðum við komið. Fjáriög lögð fyrir Alþingi / dag EJ-Reykjavík, miðvikudag. Á morgun, fimmtudag, verður Alþingi sett, og á fundi ríkisráðs í Reykjavík í dag féllst forseti íslands, Dr. Kristján Eldjárn, á tillögur hlutaðeigandi ráðherra um að saintals 15 lagafrumvörp yrðu lögð fyrir Alþingi sem stjórnar- frumvörp nú í upphafi þings. Er þar m.a. frumvarp til fjárlaga íyrir árið 1969. Hér á eftir fer listi yfir þau ítjórnarfrumvörp, sem ákveðið hefur verið að leggja fram i byrjun þings: 1. Frv. til laga um Stjórnarráð ís lands. 2. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1969. 3. Frv til laga um heim ild til útgáfu reglugerðar um tilkynningarskyldu íslenzkra skipa (bráðabirgðalög). 4. Frv. til laga um breyting á siglingalögum nr. 66/1963, (bráðabirgðalög) 5. Frv. til laga um ráðstafanir vegna flutn ings sjósaltaðrar síldar af fjar lægum miðum sumari 1968 (bráða birgðalög). 6. Frv. til laga um Landsbókasafn Íslands. 7. Frv. til laga um Listasafn íslands. 8. Frv. til laga um Handritastofnun íslands. 9. Frv. til laga um breyt ing á lögum nr. 29/1964, um ferða mál. 10. Frv. til laga um afréttar málefni, fjallskil o. fl. 11. Frv. til laga um hollustuhætti og heil brigðiseftirlit. 12. Frv. til laga um veiting ríkisborgararéttar. 13. Frv. til laga um breyting á lækna Framhald á bls. 14. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.