Tíminn - 03.12.1968, Side 7

Tíminn - 03.12.1968, Side 7
MtlÐJUDAGUR 3. desember 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frwnlfcvæmdastjári: Kristján Bemedi'btsson. Ritstjónar: Þórarinn Þórarinssom (áb), Andrés Kristjánsison, Jón Helgason og IndriSi G. Þofrstednssom. Fulitrúi ritstjórmair: Tórnas Kainlsson. Auglýs- imgastjóri: Steingrfmiur Gdslason. Ritstjómarskrifstofur i Eddu- húsiniu, símtar 18300—18306. Sfcrifstofur: Bankastiræti 7. Af- gmeiðslusimi: 12323. Augiýsingasími: 10523. ASrar storifstofur simi 18300. Áskriftargjald tor. 150,00 á mián. innonlands. — f lansasðlu hr. 10,00 eint. — Prentsmdðjan Edda h.f. ' Alþingi og þjóðin Eysteinn Jónsson hefur sem kunnugt er flutt þingsályktunartillögu um endurskoðún á starfsháttum Alþingis, og hefur mál þetta vakið mikla athygli, en þó fyrst og fremst framsöguræða Eysteins, sem birtist hér í Tímanum 9. og 10. nóv. s.l. Nokkrar almennar umræður hafa þegar spunnizt um málið, Eysteinn Jónsson telur brýna nauðsyn bera til að efla Alþingi, og að nú sé svo komið, að það ‘ muni ekki halda æðstu völdum sínum með þeim hætti sem stjómarskráin beinlínis ætlast til, ef það fellir niður starf hálft árið samfellt eins og nú er gert. Vill hann því tvískipta þinghaldinu og lengja nokkuð, en haga þingfundahaldinu þannig, svo og greiðslu ferðakostnað ar, að þingmenn geti jafnan, meðan á þinghaldi stend- nr, farið í kjördæmi sín, bæði til heimila sinna og á aðra staði þar um sjálfan þingtímann. Þá vill hann bæta nokkuð kjör þingmanna, svo að þeir geti sinnt betur þingskyldum sínum og haft meira og nánara samband við fólk um málefni kjördæmanna, en með því er einnig hægt að herða kröfur til þingmanna um að gegna slíkum skyldum vel. Alþingisforseta vill Eysteinn hafa úr öllum flokk- um þingsins, til þess að styrkja sjálfstæða stöðu Al- þingis, launa formenn stjórnmálaflokka betur en aðra þingmenn, og búa betur að þingflokkunum til málefna- legrar vinnu. Eysteinn hefur lagt áherzlu á, að þetta mál væri hafið yfir flokka, og höfuðatriðið sé að efla áhrif Alþingis til mótvægis ráðherra- og sérfræðingavaldi, sem ella verði of áhrifamikið í sjálfu löggjafarstarfinu. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur látið til sín heyra um þetta mál og tók sumu af þessu vel, og er þess að vænta, að endurskoðunin nái fram að ganga, en það spillti þó málflutningi Bjarna, að hann rejmdi að gera tortryggilegar tillögur um endurbætur á kjör- um alþingismanna og breytta tilhögun þinghalds með fræðilegum bollaleggingum um atvinnumennsku í stjómmálum en það er alls óskylt ábendingum Eysteins Jónssonar. Bezt mun hins vegar að ræða þetta mál blátt áfram og vafningalaust og horfast í augu við, hvað gera þarf til þess að Alþingi geti í raun og sannleika verið áfram æðsta stofnun landsins og þingmenn hinir eiginlegu löggjafar, sem hafi tök á því að hafa það samband við fólk og atvinnuvegi, sem nauðsyn ber til. Þess er því að vænta, að umræður verði hreinleg- ar og hleypidómalausar um þetta merka mál. Eðlilegur fyrirvari RíMsstjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni leita viðræðna við verkalýðssamtökin um kjaramálin. Þing ASÍ tók þessum tilmælum vel með þeim fyrirvara „að fyrir liggi ótvíræðar og óyggjandi tryggingar fyrir því, að engar lögþvinganir verði á verkalýðshreyfinguna lagðar." Þetta er fullkomlega eðlilegur og sjálfsagður fyrirvari, því að ekki er sæmilegt að bjóða frjálsum mönnum til samninga undir lögþvingunarhæl. Eftir þennan fyrirvará er ljóst, að þegar ríkisstjórn- in gengur til boðaðra viðræðna við verkalýðshreyfing- una, gengst hún undir það skilyrði, að beita ekM lög- þvingunum, og hver tilraun til þess nú, áður en viðræður hefjast, væri beinlínis að slá á framrétta hönd og hafna viðræðuboði verkalýðssamtakanna. TIMINN 7 Gísli Magnússon: Eitt rekur sig á annars horn i. Ríkisstjórnin óskaði á sínum tíma eftir viðræðum við stjórn arandstöðuna. Sú ósk gat hugs- anlega verið fram borin af heilindum. Hún gat líka verið upphaf að loddaraleik, er stjómin hugsaði sér að setja á svið í blekkingarskyni. Nú þarf ekki lengur að velta vöngum yfir heilindunum. Ráð herramir vildu með engu móti hverfa úr sinni Paradís. Þeir vildu ekki fyrir nokkurn mun segja af sér, svo að mynduð yrði ný stjórn með sérstöku tilliti til þeirra ægilegu stað- reynda í efnahagsmálunum, sem loksins fengust lagðar á borðið. Látum svo vera. Hitt er verra, að stjórnin vill í engu bregða ut af þeim ráðum, sem hún alla stund hefur beitt í efnahagsmálunum — og öll hafa reynzt Lokaráð. Hún vill ekki heildarstjórn á fjárfest- ingarmálum, gjaldeyrismálum né innflutnings, með þarfir og hagsmuni framleiðslunnar fyrst og fremst fyrir augum. Hún vill óáreitt fá að taka sín tertubotnalán me<3an einhver fæst til að lána, enda þótt við skiptahallinn á þcssu ári nemi nálega þrjú þúsund milljónum króna og erlendar skuldir 13 —14 þúsund milljónum. Hún er steinhætt að minnast á „gjaldeyrisvarasjóðinn", þenn an dýrtíðarsjóð sem raunar var allur myndaður í skuld og því aldrei til nema á pappírnum. Hún vill ekki styðja innlendan iðnað og bægja frá atvinnu- leysi með því að takmarka inn flutning á iðnaðarvörum og er- lendri vinnu, en ætlar hins veg ar að bæta atvinnuástandið með því að binda kaupgjaldið! Hún vill ekki gera atvinnuveg- uniun hægara fyrir með því að koma lánamálum þeirra í við- hlítandi horf og létta af þeim drápsgjöldum. Hvað vill þá ríkisstjórnin? Hún vill sama stjórnleysið, sama grautinn í sömu skálinni. Og víst eru til þeir menn, sem krækja í góða bita upp úr þeirri grautarskál. Tvennum rökum teflir ríkis- stjórnin fram gegn ádeilum Framsóknarmanna — og hvor- um tveggja mót betri vitund. Hún segir, að Framsóknar- menn hafi aldrei bent á neinar leiðir út úr ógöngunum. Þetta eru margtuggin falsrök. Löng- um stundum .hafa forystumenn Framsóknarflokksins vísað veg inn til bess að koma sökkvandi skipi nokkurn veginn heilu í höfn — og nú síðast formað- ur flokksins í útvarpsumræð- unum um vantraustið. Ríkistjórnin signir sig og segir: Ég ræð ekki yfir vindi og sjó. Ég ræð ekki verðlækk un og aflarýrnun, en þetta tvennt á alla sök á þeim ósköp um, sem á þjóðinni dynja. Þetta segir stjórnin. Þó er markaðsverð hærra og sjávar- afli meiri en lengstum hefur áður verið. Gildi þessara raka má glöggt marka á1 því, að á árunum 1965 og 1966, þegar aflaföng voru meiri og mark- Gísli Magnússon aðsverð hærra eu dæmi eru til, komst útflutningsframleiðslan ekki af án opinberra framlaga. Svo hörmulega var hún leikin af verðbólgustefnu ríkisstjórn arinnar. II. Ríkisstjórnin hefur lækkað gengið fjórum sinnum — ann- að hvort ár að meðaltali. Það er vel að verið. Að lokinni hverri gengislækkun hafa stjórnarblöðin hafið upp sama fagnaðarsönginn: „Nú hefur grundvöllur verið lagður að nýrri uppbyggingu atvinnuveg anna og bættum lífskjörum í framtíðinni". (Morgunbl. 14.10. s.l.). Hver er reynslan? Hver er grundvöllurinn? Allar hafa gengislækkanir ríkisstjórnarinnar runnið út í sandinn. Allar hafa þær magn að þá verðbólgu, sem reynzt hefur íslenzkum atvinnuvegum og allri framleiðslu mestur meinvaldur. Hverjar eru líkur til þess, að áhrif þessarar fjórðu og mestu gengislækkun ar verði önnur og betri en hinna þriggja fyrri? „Lærum af reynslunni", seg- ir Morgunblaðið. Það gengur illa. Valdstjórnin er eins og reyr af vindi skekinn. Fyrir einu ári kom gengislækkun enn til mála, sagði forsætis- ráðherrann. Hann hafði þau orð, að gengislækkun skapaði fleiri vandamál en hún leysti. Fáum dögum síðar var gengið lækkað — á grundvelli hávís- indalegra útreikninga, að talið var. Hverju má trúa? Eitt rek ur sig á annars horn. í útvarpsumræðunum um vantraustið var hin nýja gengis lækkun allra meina bót að dómi forsætisráðherrans, og eina leiðin til þess að frelsa þjóðina. En — mundi ekki þurfa svona eina eða tvær gengislækkanir til viðbótar. ef þjóðin á lengi enn að burðast með hugsjónalausa og ráðvillta sérhagsmunastjórn? Það tókst fleirum upp en forsætisráðherranum. Viðskiptamálaráðh. söng sjálf um sér og ríkisstjórninni lof, svo sem vera bar, en risti stjórnarandstöðunni hið napr- asta níð. Honum fannst að von- um fátt um „heiðarleika“ and stæðinganna. Það var þá ein hver munur eða Gylfi Þ. Gísla son. Ó, guð — ég þakka þér að ég er ekki eins og þessir Framsóknarmenn . . . . ! Braga Sigurjónssyni ofbauð; kvað hann andstæðingana vera hina mestu „sómamenn“ og hreint enga „misindismenn“. Það þótti mönnum annars merkileg ast við ræðu Gylfa, að svo illa tókst til, að hann „missti glæp inn“ og gleymdi, aldrei þessu vant, að hafa uppi áróður gegn íslenzkum landbúnaði. Ólafur Björnsson barðist við skuggann sinn. Hann þuldi gamla langloku er hann skrif- aði eitt sinn í Morgunblaðið, um haftafarganið, sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn stóðu fyrir á sín- um tíma — og notaði tækifær ið um leið til þess að varpa hnútum að Sambandi íslenzkra samVinnufélaga. Og þá var ræð an ÖU. Steinþór á Hæli söng Ingólfi lof og dýrð. Ingólfur er íslenzk um bændum gjafarinn allra góðra hluta. Fagur var sá söng ur — og fegurri þó forðum tíð, er Steinþór, ásamt með fé lögum sínum í MA-kvartettin- um söng öUum til yndis. Benedikt Gröndal var síðast ur ræðumanna í útvarpsumræð unum um vantraustið. Hann gróf upp gamla ræðu, sem Gylfi flutti í fyrra eða árið þar áður, þar sem haugað var saman hrakyrðum um Fram- sóknarflokkinn. Þessa ræðu þræddi hann að efni og anda — og var ósköp ánægður með sjálfan sig. Þetta er vísast bráð efnilegur lærisveinn. Með hár fínum fiskareikningi sannaði hann öllum landslýð, að erlend ar skuldir hefði ekki hækkað um cinn eyri. Sá er meistara sínum sannarlega ekki til skammar um heiðarleika í mál flutningi og hagfræðilegar blekkingarkúnstir. m- . Fyrir hálfri öld, þegar Is- land fékk fullveldi. var þjóðin blásnauð. En hún var bjartsýn eigi að síður. Hún trúði á sjálfa sig, trúði á landið. Hún var einráðin í að standa á eig in fótum, einráðin í að gerast ekki annarra handbendi. Sami andi var enn uppi og ófölskv- aður 1944, er lýðveldið var endurreist. Þá átti ísland eina sál — íslenzka sál. Ilvað er nú? Við höfum búið við meira góðæri en áður getur ’ allri sögu. Við höfum lifað betra lífi en nokkurn dreymdi um 1918, jafnvel 1944. Og þó er svo komið, að einn hinna yngri fyrirliðn stærsta stjómmála- flokksins, lætur í ljós efa um það, í Morgunblaðinu, að „ís- Framhalc á bls 11- ÞRIÐJUDAGSGREININ j

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.