Tíminn - 03.12.1968, Qupperneq 11

Tíminn - 03.12.1968, Qupperneq 11
| WHOTDÍGUR 3. desember 1968. I TÍMINN i EITT REKUR... i Framhaid al bls. 7. land sé nógu stór efnahagsleg eining til þess að vera fjár- hagslega sjálfstætt“. Hann ef- ast um „að við kunnum að stjórna efnahagsmálum okk- ar“. Það eru „atburðir síðustu tveggja ára“ sem vekja þess- ar efasemdir í huga hins unga sjálfstæðismanns (Dágóður vitnisburður fyrir ríkisstjórn- ina!). Og úti í löndum eru menn farnir að tala um það í fullri alvöru, að skjóta sam- an handa fslendingum eins og ölmusulýð, en fyrirmenn ís- lenzkir hneigja höfuð í auð- mýkt og þakklæti. Er þá svona komið stolti og reisn þeirrar þjóðar, sem bar höfuðið hátt og horfði fagn- andi mót framtíðinni 1918, 1944? Hvað er orðið af bjart- sýni hennar og sjálfsvirðingu? Hefur hún glatað trúnni á sjálfa sig, trúnni á landið, á lífið? Hefur 10 ára viðreisnar stjórn leikið hana svona grátt? Gísli Magnúson. KVIKMYNDIR Framhald af bls. 2. Persona, hvín er trú og einlæg í túlkun sinni á Ölmu, og sýn ir vanmátt hennar átakanlega, til að lækna sjúkan huga hans. Dauðþreytt, hún er með barni, vakir hún með honum til að dreifa huga hans frá myrkraöflunum sem sækja að honum. Von Sydov er afburða leikari og hefur unnið sína stærstu leiksigra undir stjórn Bergmans ekki var hann síðri í þessu óviðkunnanlega hlut- verki. Kvikmyndun Nykvists er fádæma góð enda er hann einhver allra bezti kvikmynd ari sem uppi er. Bergman virðist vera í hug arfarslegri blindgötu, mikill meistari sem er þurrausinn hugmyndum í bili, hann end- urtekur sama stefið án þess að áhorfandinn verði mikið nær í tveimur síðustu mynd um sínum, en Persóna bauð upp á snilldarvel gert atriði samtal kvennanna við borðið, en hér örlar ekki á slíkum tilþrifum. Það er eins og hann sé þreyttur, þegar hjón in koma til eyjarinnar aka þau farangrinum í hjólbörum uppað húsinu, fuglarnir syngja og það ískrar í hjólinu líka þegar Johan stanzar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef orðið vör við svona mistök. Örvæntingarfuliar til- raunir listamannsins til að tjá sig á eðlilegan hátt eru Iivergi nærri krufðar til mergj ar, og ekki heldur reynt að sýna fram á af hverju líf tor- tímist á svo skelfilegan hátt. Það torveldar skilning áhorfandans á Johani að eng in mynda lians er sýnd, ekki svo mikið sem rissið af illu öndunum. Svo er sagt að bæði í Sví- þjóð og erlendis sé Bergman orðin að goðsögn og goðsögn hefur alltaf rétt fyrir sér og hefur leyfi til að gera það sem henni þóknast. Hann hef ur undanfarin ár sent frá sér hvert meistaraverkið eftir annað Cycklarnas afton, Det sjuunde inseglet, Smul- tronSíallet, Nara Iivet, Jung- frukallen, Sáson i en spegel, Nattvards gasterna, Sommer nattens leende, svo aðeins séu taldar upp nokkrar þekktari mynda hans af þeim 30 sem hann hefur gert síðan 1945 þeg ar hann gerði „Kris“ eftir leikriti Leck Fischer, Moder dyret. Nú hafa myndir hans Ioks- ins hlotið viðurkenningu í Bandaríkjunum og nú er sl'o komið að nafn Bergmans er einskonar gott vörumerki á kvikmyndum þar. United art- is keypti Persona og Stund úlfsins fyrir milljón dollara og tryggði sér sýningarrétt á allra nýjustu mynd Berg mans „Skömmin“ áður en taka hennar var byrjuð. Það er eðlilegt að mikil vel megun stígi fólki til höfuðs, og listamaður aem hefur valið kvikmyndafilmuna sem tján- ingarform og tekizt það svo vel að hann er nefndur í hópi tíu beztu kvikmyndahöfunda heimsins, geti ekki endalaust samið frumleg og nýstárleg kvikmyndaverk. Næsta mynd sem sýnd verð í Bæjarbíói er gullverðlauna mynd Luis Biinuel „Belle de jour“ Dagbjört, hún hlaut gullna ljónið í Feneyjum 1967 munu margir hugsa gott til glóðarinnar þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Á myndinni s:ést norska leik konan Liv Ullman í hlutverki Ölmu Borg í Stund úlfsins. Hin myndin sýnir Max von Sydow í hlutverki Johans Borg í Stund úlfsins. FRAMTÖL Framhald af bls. 1. sem fram til haustsins 1966 var ekki tekinn sölusk. af þessum vörutegundum. Fram hjá því yrði ekki komizt, að mæta kjaraskerð- ingu hinna lægst launuðu, og væri þessi leið farsælli en flest ar aðrar fyrir fólkið og ríkissjóð. Matthías Bjarnason tók því næst til máls um mál þetta, og einnig Magnús Jónsson, fjármála ráðherra, sem taldi þessa leið ekki fráleita, og viðurkenndi að nauðsynlegt væri að létta byrðar hinna lægst launuðu. Þá tók Hall- dór E. Sigurðsson aftur til máls og vitnaði þá m.a. í viðræðufundi stjórnmálaflokkanna, en þá hefðu stjórnai'flokkarnir ekki getað lagt fram eðlileg gögn um hvern ig ástatL væri í þjóðarbúinu. Hitt frumvarpið sem Halldór E- Sigurðsson talaði fyrir, fjallar um að fram skuli fara ítarleg rann- sókn á framtölum 10% allra fram talsskyldra aðila. Sagði framsögu maður að nú væri starfandi milli- þinganefnd um að koma hér á staðgreiðslukerfi skatta, en á eft ir yrði að taka skatta og útsvars lögin til endurskoðunar. Lagði ræðumaður áherzlu á, að málin yrðu gerð einfaldari og í því sam bandi að sveitarfélögin hefðu tekjuskatta en íramlag ríkissjóðs til jöfnunarsjóðs af söluskatti og aðflutningsgjöldum féllu niður. — Með því að taka upp þessa að- ferð, að rannsaka 10% af fram- tölum allra framtalsskyldra að- ila, mundi verul. draga úr kostn- aði við endurskoðun á skattafram tölum, og jafnframt myndi hætt öllum óþarfa og þýðingarlausum bréfaskriftum. Vinna við athugun á framtölum yrði þannig miklu einfaldari og öruggai'i. Fjármálaráðherra Magnús Jóns son, tók til máls og kvaðst ekki reiðubúinn að taka afstöðu til málsins. Báðum frumvörpunum var vís- að til fjárhagsnefndar og annarrar umræðu. F.H. — VALUR frá stærra tapi. Gunnsteinn og Sig urður Dagsson sýndu ágæt tilþrif á köflum en þá er líka allt upp- talið. Um FH er það að segja, að liðið er mjög sannfærandi þessa dagana. Bræðurnir Geir og Örn Hallsteinssynir bera liðið uppi ásamt Hjalta í markinu. En þó að þessir leik-menn séu áberandi beztir, er vart hægt að tala um veika hlekki í liðinu. Til að mynda er mikill styrkur af Einari Sigurðssyni og Birgi Björnssyni í vörninni. Mörk FH skoruðu: Geir 8 (1 úr víti), Örn 5 (2 úr vítum) ,Páll 2, Auðunn, Birgir og Árni 1 hver. Mörk Vals skoruðu: Gunnsteinn 4 (1 úr víti), Her- mann og Bergur 3 hvor (íhvor um sig skoraði 1 úr vítakasti), Sigurð ur Dagsson og Ólafur 2 hvor, Jón _________________________________________________________________n Á. og Bjarni 1 hvor. auglýsingu er talið að Samvinnu Dómarar voru Karl Jóha-nnsson skólinn hafi hafizt 2. desember og Jón Friðsteinsson og dæmdu en Benedikt Gíslason frá Hofteigi' sérstaklega vel. Þetta er einhver sem var meðal fyrstu nemenda bezti „dómara-dúett“, sem sést skólans, telur það alveg öruggt, hefur í Laugardalshöllinni eftir É að skólinn hafi hafizt 3. des. að tveggja dómara kerfið var tek- ið upp. SAMVINNUSKÓLINN Framhald af bls. 1 boðuð var stofnun skólans. Skólinn var sem kunnugt er, til húsa í Reykjavík, en haustið 1955 var skólinn settur í fyrsta sinn í Bifröst. Þá ræddi skólastjórinn, séra Guðmundur Sveinsson, við þetta tækifæri, um, hvernig auka mætti verzlunarmenntunina í landinu, því eðlilegt væri að á næstu ár- um yrði fleiri gefinn kostur á þessari menntun. Kvaðst skóla- stjóriim telja að á næstu árum mundi um 30% vinnufærra manna stunda viðskipta- og þjónustustörf hér á landi, og miðar þá sJcóla- stjórinn við áætlanir Dana í þessu efni, sem telja að árið 1970 stundi 35% vinnandi manna viðskipta- og þjónustustörf. Ræddi Guðmundur um þær leiðir sem hugsanlegar væru til að efla verzlunarmennt- unina hér á landi, en eins og er má segja að aðeins sé til milli- stig verzlunarmenntunar, ekkert annað lægra og ekkert annað !hærra, fyrr en komið væri að ; viðskiptadeild Háskólans. j Þá ræddi skólastjórinn um efl ingu Bifrastar sem menningarmið ' stöðvar samvinnumanna, og þá drauma staðarmanna, að koma upp bókasafni samvinnumanna og rannsóknarstofnun. Jafnframt að í Bifröst yrði félagsmálaskóli sam vinnuhreyfingarinnar fyrir starfs- menn, trúnaðarmenn og félags- menn samvinnufélaganna, og þá líka að einhverju leyti í samráði við verkalýðshreyfinguna. Enn- fremur var rætt um þá hugmynd, sem fram hefur komið, að koma á stofn einskonar þjóðgarði sam- vinnumanna í Bifröst, og yrði þá stór stæði í kringum skólann, sem hefur upp á fjölbreytt náttúru- fyrirbrigði að bjóða, friðað og í þessum þjóðgarði yrði menningar miðstöð samvinnumanna. í undii-búningi er ráðstefna um skólamál á vcgum Samvinnuskól- ans og yrði þá verzlunarmenntun tekin fyrir. Verkefni ráðstefnunn ar munu verða í þrem höfuðat- riðum: 1. Verzlunarmenntun á ís- landi í dag; 2. Verzlunarmenntun f nágrannalöndum okkar, Norður löndunum og Bretlandi; 3. Fram- haldsmenntun verzlunarmanna. — Verður ráðstefna þessi haldin að öllum líkindum eftir áramótin. Þess má geta, að samkvæmt HAUKAR — f.R. því að flestir liðsmanna hafa leik. ið með meistaraflokki í mörg ár. Miklu fremur verður að álíta, að ÍR-piltana vanti keppnishörku á þýðingarmiklum augnablikum. Ágiúst Svavarsson er mjög efnileg ur leikmaður, sem liðið þarf að nýta betur. Vilhjálmur Sigurgeirs son átti góðan leik og skoraði 7, mörk, þar af 3 út vítum. Annars skoiruðu þessir fyrir ÍR: Ágúst,‘ Þórarinn og Ásgeir 3 mörk hver,. Jón Sigurjónsson, Gunnar og Jó- hannes 1 mark hver. Dómarar voru Björn Kristjáns- son og Valur Benediktsson. — alf. KÖRFUBOLTI tilraunum, sem bæði liðin fengu, voru aðeins 16 nýtt og aðeins einn > leikmaður var með 100% víta- hittni, Hjörtur Hansson, sem fékk 6 skot og hitti úr þeim öllum.; Liðin: KR-ingar voru betri aðil, inn í leik þessum en verða samt ‘ að taka á hontim stóra sínum ef' þeir ætla að gera sér vonir um sigur gegn ÍR í úrslitaleiknum í; mótinu. Kolbeinn 24 stig og Hjört ur 18 stig voru skárstu menn KR ásamt vinstrihandar manninum' Ágiisti Svavarssyni. Ármenningar sýndu allt annan leik nú en á móti ÍR um síðustu helgi. Beztur Ármenninga var 2.' flokks pilturinn Jón Sigurðsson. og var hann langbezti maður vall1 arins. Ennfremur sýndi Birgir góð an leik. Stigahæstir Jón 18 og' Birgir 13 stig. Dómarar voru Rafn Haraldsson og Sigmar Karlsson og dæmdu vel. ’ ÍR—ÍS Baráttan milli f_R og ÍS var mjög ójöfn, því ÍR-ingar voru miklu betri og því varð leikurinn aldrei spennandi né skemmtilegur á að horfa, því yfirburðir ÍR-inga - voru miklir í vörn, sókn og vel-; útfærðu spili. ÍR-ingar voru sann færandi í þessum leik og ættu að ■ hafa góða möguleika á Reykja-; víkurmeistaratitli 1968. Vítihittni í leik þessum var mun betri en í leik KR og Ármanns 24 skot fengu liðin samtals í þessum leik ’ og 13 nýtt. Stigahæstir ÍR-inga. voru Agnar 22, Þorsteinn 18 og; Birgir 9. Stigahæstir stúdenta. voru Bjarni S. 9 stig, Ólafur og Jónas 8 hvor. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Stefánsson og Snorri Þor • valdsson og komust mjög vel frá leiknum. — hmar. ©AUOLÝSINGASTOFAN i STRIÐI Sveinn Sæmundsson OG STÓRSJÓUM rsýjar frásagnir unri íslenzka sjómenn á friðar- og sfríðstímum f þessari bók er sagt frá baráttu íslenzkra sjómanna við hafíð og hin eyðandi öfl heimsstyrjaldarinnar síðari. Frá miskunnar- leysi hernaðarins á hafinu og hvernig sakiausum mönnum var haldið í fangelsi og misþyrmt af erlendum hermönnum svo að segja I hjarta höluðborgarinnar. ' '

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.