Tíminn - 10.12.1968, Síða 1

Tíminn - 10.12.1968, Síða 1
/ 24 síður 270. tbl. — Þriðjudagur 10. des. 1968. — 52. árg. DAGFINNUR DÝRALÆKNIR ÍLANGFERÐUM Ný bók- Ny ævintýri FRUMVARP STJÓRNARINNAR: SKERÐIR HLUT SJÓMANNA UM NÆR ÞRIÐJUNG KJ-Reykjayík, mánudag. Á Sjómannaráðstefnuimi sem haldin var um síðustu helgi á veg- um Sjómanuasambands íslands var samþykkt að mótmæla harð- lega framkomnu frumvarpl á Al- þingi um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar á ,'gengi íslenzkr- |ar krónu. Stjórn Farmanna- og . fisMmaunasamhands íslands hef- ur einnig mótmælt frumvarpi þessu, og sendu þessir aðilar frá tsér í dag, samþykkt um mótmæl- ,ln. f samþyfcktinni segir að frum- varpið geri ráð fyrir samnings- bundúm hlutur sjómanna á fiski- skipum mnni skerðast um % miðað við gildandi hlutaskipta- 'samninga. Þá segir að „vandamál útvegsins verði ekki leyst með slíkum aðförum að kjörum sjó- maima“ og skorað er á Alþingi að fclla þær greinar frumvarps- ins, sem segja fyrir um skerðingu á hlutum sjómanna. v Hér á eftir fer samþykktin um mótmæli gegn frumvarpinu, og það er ráðstefna Sjómannasam- bandsins og stjórn Farmanna og fiskimannasambandsins sem standa að samþykktinni: „Sjómannaráðstefna haldin _ á vegum Sjómannasambands ís- lands 8. des. 1968 og stjórn Far- manna- og fiskimannasambands íslands mótmæla harðlega frum- varpi til laga um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar á gengi íslenzkrar krónu, sem nú liggur fyrir Alþingi, að því leyti er_ það skerðlir kjör sjómjanna. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að skerða mjög mikið með lögum samningsbundinn hlut sjómanna á fiskiskipum, er næmi um það bil % hluta af því, sem gildandi hlutaskiptasamningar ákveða. Sjómannasamtökin vilja leiða Framhald á bls. 10. The Times stingur á sam- stepstjórn NTB-London, mánudag. Þrálátur orðrómur um auk- in efnahagsvandræði og hugs- anlega myndun samsteypu- stjórnár, ,var á kreiki í Eng- landi um helgina. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar vísuðu þess- um sögusögnum á bug í dag. The Times stakk upp á mynd- un samsteypustjórnar í morg- un. Mitt í allri pólitisku- og efna- hagslegu spámennskunni var því haldið fram af hálfu stjórn arinnar, að Wilson myndi halda að sér höndum og bíða þess rólegur að efnahagúrinn batnaði eins og ýmsir ráðherr ar hans hafa spáð. Þessi af- staða Wilsons kom þvert of- an í þann orðróm. sem var um "æðuefni Englendinga um helg ina, að nokkrir helztu ráðherr Framhald á h' 10. Strokufangarnir komnir aftur að Hegningarhúsinu om háif ettt f nótt. RIFU AF SER HANDJARNIN EN BUGUDUST Á LEIÐARENDA OO-Reykjavík, mánudag. Fjórir fangar brustust út úr Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg aðfaranótt sunnu- dags. Réðust þeir á fangavörð inn sem var á næturvakt, tóku af honum lyklana og bundu síðan og læstu inni í klefa. Mikil leit var gerð að föng- unum strax í gærmorgun, en þegar þeir komust út, stálu þeir bíl og kom í Ijós um kl. 17 í gærdag, að strokufangarnir héldu til í sumarbústað í Borg arfirði. Höfðu þeir brotizt inn í bústaðinn, en höfðu hvorki matvæli né teppi og voru orðn ir svangir og yfirleitt illa á sig komnir, þegar lögreglumenn úr Borgarnesi handtóku þá I sumarbústaðnum. Kl. 1 s.l. nótt voru mennirnir aftur komnir í klefa sína í Hegning- arhúsinu. Þessir fjórir menn hafa und anfarna mánuði unnið saman að innbrotum og ránum. Hafa þeir eikki færri en 20 innbrot á samvizkunni og nemur sam anlagt verðmæti þýfisins millj. króna. Eitt síðasta afreksverk flokksins áður en mennirnir voru handteknir, var að brjót- ast inn á skrifstofur Dagsbrénar og sprengja þar upp stóran peningaskáp og stela um 200 þúsundum króna þar. M hafa mennirndr rænt fólk á göt- um úti. M.a. hrifsað töskur af konum. Skaðabótakrötfur vegna innbrotanna eru samtals . um 300 þúsund krónur, en menn- irnir brutu og eyðilögðu verð- mæti á fjöl-mörgum stöðum, sem þeir brutust inn á. Flóttinn úr fangelsinu virð- ist hafa verið undirbúinn, en hins vegar sýnist sem mennirn ir hafi ekki undirbúið á neinn h-átt hvar þeir ætluðu að fel- ast. Mennirnir voru í tveim klefum, tveir í hvorum. Aðeins einn fangavörður var á vakt um nóttina. Var það Gunnar Guðbjartsson. H-aini segir að um kl. 4,30 um nóttina hafi verið hringt úir kletfa nr. 12, en men'nirnix voru í klefum nr. 11 og 12. Gunnar sincii ekki hringingunni strax og fóru þá mennirnir að sparka í hurðina og g-erðu mikinn hávaða. Fór þá fangavörðurinn að kletfanum og spurði hvaða hamagangur þetta væri og kvaðst þá annar maðurinn þurfa að komast á salemd. — Opnaði Gunnar dyrnar og réð- ust þá fangarnir tveir um-svifa laust á hann. Tókst þeim að ná lyklunum atf Gunnari og opnuðu þeir fyrir fél-ögum sín um í klefa nr. 11. Réðust nú þrir mannanna á fangavörðinn en einn hafðist ekki að. Urðu miklar stimpingar og tókst föngunum að yfirbuga Gunnar og rifu þeir niður lak og bundu hann með ræmunum og læstu hann inni í klefanum. Síðan forðuðu þeir sér út. Á éfri hæð hússins er íbúð, sem einn fangavarða býr í, ásamt fjölskyldu sinni. KL 5,30 um nóttina vaknaði 16 ára göm ul stúika, Ingigerður Guð- björnsdótli-, en hún er dóttir fangavarðarins sem býr þarna. Heyrði hún mikinn hávaða niðri í fangaklefunum og vissi þá strax að ekki væri allt með felldu. Fór hún niður og hringdi bjöllu við dyr her- bergis sem fangaverðirnir hatfa til afnota. Enginn svaraði hringingunni. Ingi-gerður vildi ekki vekja föður sinn, þar sem hún bjóst við að hann gæti ekki einsamall komið viti fyrir fanganna, etftir hljóðunum að dæma, sem hún heyrði innan úr fangageymslunum, grunaði hana að fangarnir væru búnir að yfirbuga vörðinn og gengju þeir lausir inni í húsinu. Hljóp hún þá niður á lögreglustöð og gerði þar viðvart um lætin Framhald á bls. 10. J andarískir tundurspillar ngu á Svartahafi iNTB-Ist.anbúl, mánudag. Tveir bandarískir tundurspillar sigldu í dag inn á Svartahaf, þrátt fyrir aðvaranir talsmanna Sovétríkjanna um að litið yrði á slíka för sem ögrun, er leiða myndi af sér aukna spennu á þessu svæði. Snemma í morgun fóru tundurspillarnir um hið þrönga Bosporus sund, að fengnu leyfi tyrkneskra yfirvalda, héldu skipin inn á Svartahafið með kvöldinu og voru þau á sc.glingu um 40 km. undan Svartahafsströnd Tyrklands, þegar síðast fréttist. í sovézkum fjölmiðlum hafa verið birtar yfirlýsingar um að ferðir bandarísku herskiþanna brjóti í bága við Montreal-samning inn frá 1936, er bannar öðrum en i Svartahafsþjóðum að senda her I skip yfir 10.000 tonn að stærð eða skipum, sem búnar eru byssum af meira en 8 tommu hlaupvídd að sigla inn í Svartahafið. Tyrkneska utanríkisráðuneytið 1 Ankara neit ar því að nokkuð sé hæft í ásök unum Sovétmanna. Utanríkisráðuneytið heldur því fram, að heimsókn tundurspillanna tveggja „Turper“ og „Dyess“ sé venjuleg eftirlitssigling á alþjóða siglingaleið. Annað skipanna er búið eldflaugum, en frá því hef ur verið skýrt að þau muni dvelja fimm daga á Svartahafinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Ankara sagði í dag, að Banda ríkjamenn hefðu haldið Montreal samninginn bæði hvað varðar tonnafjölda og vopnabúnað. Við- víkjandi mótmælum Sovétríkj- anna við eldflaugabúnaði annars Framhald á bls. 10. j

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.