Tíminn - 10.12.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.12.1968, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 10. desembcr 1968. ANDRÉS KRISTJANSSON SKRIFAR UM LANDID ÞITT - annaö bindi Steindór Steindórsson: LANDIð ÞITT — annað bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Bók sú, sem Þorsteinn Jósefs- son, blað'amaður, hafði nýlokið að taka saman, er hann lézt, og gefin var út undir þessu nafni, vakti verðuga athygli, enda átti hún ekki sína líka og kom eins og kölluð í brýnar þarfir. Þar var far ið með bæjum hringinn í kring um landið og brugðið upp nær tvö þúsund svipmyndum af byggðum bólum og minnisverðum stöðum. Þorsteinn var mikill ferðamaður og þekkti landið öðrum betur af eigin raun, auk þess snjall ljós- , myndari og lipur frásögumaður með næmt skyn á sögu og arf- : leifð. Bókin var mikið afreksverk | en ekki missagnalaus sem að lik- um lætur, og þá annmarka gerði hann sér fyllilega ljósa, áður en ritið kom út. En þetta var bók, ' sem auðvelt er að bæta og breyta og tiTþess ætlaðist Þorsteinn. Hef ur þegar verið nokkuð að því unnið í nýrri útgáfu. Vafalítið hefði Þorsteinn gert óbyggðum sömu skil í annarri bók, hefði hann lifað, en fyrst þess var ekki kostur, var vart unnt að finna til þess betri mann en Stein dór Steindórsson, menntaskóla- kennara, og liggur skuturinn sann arlega ekki eftir í þessu síðara bindi, sem hann hefur annazt. Steindór er grasafræðingur og sérfræðingur í íslenzkri öræfa- flóru. Hann er mikill ferðamað- ur og sjór fróðleiks, ritsnjall í bezta lagi og afköst öll með ó- dæmum. Steindór hefur tekið saman „sögu og sérkenni“ um 700 svæða 'og staða í óbyggðum landsins og fellt í stutta kafla, sem raðað er í stafrófsröð eins og í fyrri bókinni. Margir þessara kafla eru nokkru ítarlegri en í fyrra bindinu, enda er það eðlilegt þar sem í bókinni eru nær þrisvar sinnum færri uppsláttarörnefni. Ég skal á engan hátt dæma um sanngildi alls, sem þar er skráð, og vafalaust verða menn ekki á eitt sáttir um það, en þá er að bæta úr í síðari útgáfum. Margir kaflanna eru skilgóðar staðalýs- Stelndór Steindórsson é ingar og jafnframt vel sögð saga. í bókinni eru 26 forkunnarfríð- ar heilsíðumyndir af stórfögrum og sérkennilegum stöðum, teknar af þeim Þorsteini Jósefssyni og Páli Jónssyni.Aftast í bókinni eru síðan nafnaskrár yfir bæði bindin, engin smásmíði, alls á rúmum áttatíu blaðsíðum, tvídálkuðum og þéttsetnum. Fellir þetta bindin í eitt og er til ómetanlegs hægðar- auka við alla notkun bókanna. Fyrst er mannanafnaskrá, síðan atburðaskrá, skrá um þjóð- og goðsagnanöfn og loks staðanafna- skrá, sem vafalítið er hin mesta syrpa slíkra örnefna, sem saman hefur verið tekin í einni bók hér á landi. Þess ber áð geta, að bókin er sérlega vönduð að allri gerð. Hún er prentuð á góðan myndapappír og bundin í sterkt strigaband og mjög vandað. Prófarkalestur virð ist mér við fyrstu yfirsýn vel vand aður, en það er eigi lítilvægt í slíku riti. Prentun og bókband hin vandaðasta vinna í Prentsmiðj unni Eddu. Gísli B. Björnsson hef ur ráðið útliti bókarinnar og gert bókarkápu, sem er augnayndi. Fyrra bindi bókarinnar er kom ið út fyrir nokkru í handihægri kápuútgáfu á þynnri pappír og lát lausari gerð en miklu handhægari í vasa eða tösku á ferðalögum. Þess er að vænta, að þetta síðara bindi komi einnig út í þeirri gerð. A.K. I ðkla eða eyra Halldór Pétursson: KREPPAN OG HERNÁMSÁRIN ÆGISÚTGÁFAN. Halldór Pétursson er eini ís- lendingurinn, sem ritað hefur ævi- sögur drauga eftir svipuðum for- múlum og aðrir skrifa um lífs? hlaup dáindismanna. Nú hefur hann sent frá sér bók um krepp- una gömlu og hernámsárin —■ og það er líka . með nokkrum hætti ævisaga drauga. Þetta er raunar forvitnilegt bókarefni, sem marg- ir þekktu, en lítt hefur verið rit- áð um frá mannlegu sjónarmiði. Halldór þekkti hvort tveggja af náinni, persónulegri viðkynningu' sem verkamaður í Reykjavík og víðar. Og Halldór er hressilegur og hreinskiptinn sögumaður, tæpi- tungulaus og berorður. Hann geng ur þess ekki dulinn, að frásögnin er með töluverðu saltbragði og, gæti virzt ótrúlega kaldranaleg í augum þeirra, sem nú eru ungir, og því varar hann menn við því að láta sér detta það í hug, að hann hafi skrifað þetta til þess að afla sér píslarvættis og biður þá, sem slíkt halda, að eiga tal I við einhvern þeirra, sem í mörgu gengu sömu braut og hann þessi i mögru og feitu ár. Halldór lýsir þessum tveimur | gerólíku heimum — kreppunni og kanaárunum — af eigin reynslu einni, og honum tekst að bregða upp ákaflega glöggum myndum af því djúpi, sem staðfest er milli þeirra, og svo ólfkir sem þeir eru eiga þeir eitt sameiginlegt — mannspillinguna. Orannar í glerhúsum Friðjón Stefánsson: GRANNAR f GLERHÚSUM Vafasamt er að telja, að smá- sagan hafi nokkurn tíma fest að fullu rætur í íslenzikum bókmennt um. Ef til vill var blómgunar- tími hennar liðinn á Vesturlönd- um, þegar ný skáldskaparöld hófst hér á landi á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Við eigum furðulega fáa hreinræktaða smá- sagnahöfunda, sem hafa valið sér þann garð og ræktað hann sáðan. Þó eru til allmargar stórsnjallar smásögur eftir ýmsa höfunda. Hitt vekur þó ef til vill meiri furðu, hve smásagan á sér tak- markaðan aðdáendahóp í flokki íslenzkra bóklesenda. Hún hefur aldrei náð hér svipuðum vinsæld- CRYPTON » HLEÐSLUTÆKI FYRIR RAFGEYMA GARDAR GISLASON • IFREIDAVERZLUN um og á Norðurlöndum eða í Eng landi, hvað þá í Ameríku, þar sem smásögur hafa lengi verið eftir- sóttur dægurlestur. Þetta stafar kannski af því, hve við höfum átt fátt tímarita og þöfum verið litlir tímaritalesendur. Sumir hafa bent á það sem skýringu, að smásagan sé handhægur ígripá- lestur og hæfi því vel, þar sem hraði á öllu lífi sé orðinn mikill. Við höfum hins vegar lengri sam felldar stundir til iestrar í hæg- streymi útkjálkans. Þessi skýring er þó engan veginn fullnægjandi. En afleiðing af þessari stað- reynd er sú, að þeir fáu, snjöllu smásagnahöfundar, sem helga sig nær einvörðungu þessu kröfu- iharða skáldskaparformi, hafa hvergi nærri notið eðlilegrar við- urkenningar eða vinsælda ís- lenzkra lesenda. Einn þeirra er Friðjón Stefánsson, ef til vill sá höfundur íslenzkur, sem kann bezt að skrifa smásögu eftir ströngum og hefðbundnum kröf- um. Hann afmarkaði sé þennan garð fyrir tveimur áratugum og hefur siðan ræktað hann með elju, ástundun og nærri þvi ótrú legri þrautseigju og vandvirkni alla tíð síðan. Árangurinn er sá, að hann hefur náð æ meira valdi á túlkun í smásögu — að gæða hana galdri sjónaukans, þar sem hið smáa gerir hið stóra nærtækt, þar sem litla safnglerið færir allt nær og skýrir það eða birtir það, sem ekki verður án þess séð. Styrkleiki Friðjóns er fólginn i sjálfsaga hans og hlýðni við það listform, sem hann hefur þraut- hugsað, mótað og haslað sér, hóf- semi hans, umburðarlyndi og dóm leysi, sem stundum má ekki meira vera. Friðjón Stefánsson Þetta smásagnasafn, sem Frið- jón sendir nú frá sér, ber öll hin fyrri og beztu einkenni listar hans, en tekur ef til vill ekki fram því, sem hann hefur bezt gert áður, t.d. í bókinni Fjögur augu. Bezt þykir mér fyrsta sagan í glerhúsi. Þar er sjónaukinn hag lega stilltur og gefur sýn í hug- tækan örlagaheim. Þetta er raun ar meginþráðurinn í flestum þess um sögum — og nafni bókarinn- ar. — Margar þessara sagna eru samtöl manna um örlög fólks, sem þeir þekkja, þ.e. frásögnin er í öðru veldi. Og grunntónninn er jafnan sá, að menn skuli ekki dæma, því að flestir eru í gler- 'húsi sjálfir. í einni sögunni segir: „Reynsl- an virðist sýna, að menn geti af borið flest, þegar ekki verður undan því ekizt“. Einhvern veg- in virðist mér þessi skoðun jafn- an standa höfundi mjög nærri, og í því birtist hetjulund þess fólks, sem rætt er um í smásögum þess um. Oft eru sögur Friðjóns með því marki, að því fáorðari sem sögurnar eru. bví stærra lífssvið í frásögn Halldórs birtist krepp an eins og kyrkislanga. Lesandinn skynjar vel þjáningarnar undan helgreipum atvinnuleysisins, ótta verkamannsins og vonleysi, en jafnframt hina ódrepandi lífs- bjargarhvöt. Óhrjálegar lýsingar á vinnuveitendum og verkstjórum verða allt að því óhugnanlegar, ekki sízt vegna þess, að þær eru studdar dæmum, sem virðast mjög trúverðug. Maður verður nærri því felmtri sleginn vi'ð að heyra slíkan vitnisburð um yfir- menn og undirgefna, þegar þeir fyrrnefndu hafa tögl og hagldir. Og síðan kemur andhverfan — hernámsárin, þegar menn vantaði til starfa. Þá snerist dæmið við. Þá voru verkstjórar og vinnukaup- endur fljótir að fara á hnén. f kreppunni létu verkamenn níðast á sér, reka sig áfram eins og klára, en á hernámsárunum kom- ust þeir fljótlega upp á það að gefa þessum fyrrverandi harð- stjórum langt nef og vera í vinnu án þess að'vinna. Hvort tveggja var jafnmannskemmandi og leysti úr læðingi hinar verstu hvatir manna. Halldór Pétursson er víllaus sögumaður, stundum nokkuð kaldr- analegur á ytra borði, en það staf ar af hitanum inni fyrir. Hann kann margar skemmtisögur til þess að krydda með aðalsöguna, og .sumar þeirra kannast menn við. Þótt bókin sé auðsæilega all- mikið flýtisverk og þess kenni í meðferð máls og frásagnar, er blær hennar jafnan ferskur. Auð- velt hefði verið að lagfæra ýmis- leg pennaglöp, ef vel hefði verið lesið yfir í góðu tómi. Þegar auð- sæjum flýtisglöpum sleppir, er mál farið einmitt rismikið og sterkt, jafnvel snjallt í hrjúfri áferð sinni, og Halldóri er eiginlegur gerðarþokki alþýðlegs tungutaks, sem ekki hefur neina vafninga um túlkun sína. Þessi bók Halldórs er mjög fjörlega skrifuð og af töluverð- um skaphita, sem ýmist birtist í hörðum tökum og þungyrðum eða meinlegu skopi og háðbeiskju. Honum tekst jafnan að vekja sam i úð eða andúð lesandans og halda ! athygli hans við efnið með þeim hætti að hann láti sig það ein- hverju varða. i Þessi bók er sérstæð að efni Og til þess fallin að skerpa skiln- ing manna, sem þekkja þessa I tvennu tíma ekki persónulega. 1 Frásögnin er gædd því lífi, sem ekki lætur lesanda ósnortinn, og saga sú, sem þarna er sögð, er engan veginn lítill þáttur í þjóð- lífsumbrotum fjögurra síðustu ára tuganna. Enginn vafi er á því, að þessar frásagnir verkamanns Framhald á bls. 10. birta þær. Og þrátt fyrir alla hófsemina finnst manni oft sem maður hafi lesið langa og mikla örlagasögu heillar ævi í einni smásögu hans. Þær verða oft eins og kjarni skáldsögu. Sögurnar í þessari bók eru einmitt fle.star, með þessu sniði, og það gerir þær áhrifamiklar og spennandi, sum ar jafnvel dálítið reyfaralegar. Þessi litla, smásagnabók er nokkuð sérkennileg að gerð, prentuð með einhverri véJritunar og ljósmyndatækni, sem ekki hef ur tekizt allt of vel. Línurnar eru ýmist feitar eða magrar. rétt eins og klesst skrift. Yfir þessu gætu þó verið einhver handritssjarmi, ef pappír og setning leturflatar á blaðsíður hefði verið í samræmi við það. AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.