Tíminn - 12.12.1968, Page 5

Tíminn - 12.12.1968, Page 5
Báðir aðilar fái að segja meiningu sína BkM er ólíklegt, að sjón- varpsþátturinn ,,Á öndverð- um meiði“, sem var í sjón- varpinu s. L þriðjudagskvöld, eigi eftir að vekja talsvert umtal, ekki fyrir það, að mál- efnið, sem til umræðu var, spiritisminn hafi verið kruf- ið til mergjar. Það verður víst seint gert og menn voru litlu nær eftir þáttinn. En það var framkoma annars þátttakaodans, Páls Kolka, fyrrv. héraðslæknis, sem vakti furðu og hlýtur að vekja menn til umhugisunar um það, hvort ekki sé rétt að gera einlhverjar lágmarkskröfur til þeirra manna, sem eru fengn- ir til að koma fram í sjón- varpi. Séra Sveinn Víkingur var á öndverðum meiði yið Pál, en það er varla hægt að segja, að honum hafi gefizt tækifæri til að koma' skoðun- um sínum á framfæri vegna þess, hve Páll greip oft fram í fyrir honum og lét móðinn mása. Og til að leggja áherzlu á málflutning sinn, pataði hann út í loftið og barði í fundarborðið, svo að glumdi í. Auðvitað á stjérnandi þátt- arins, Gunnar Schram, nokkra sök á því, hvernig fór. Hann hefði að ósekju mátt stöðva lækninn oftar en hann gerði, því að framkoma hans var fyr- ir neðan allar hellur. Það er í verkaihring stjórnanda siíks þáttar að gæta þess, að báðir aðilar hafi tækifæri til að koma skoðunum sínum á fram- færi. Það fórst fyrir að þessu sinni. Að endingu má benda blessuðum lækninum á, að frekja og ofstopi er ekki vænleg leið til að afla mál- flutningi sínum fylgis. — alf. Samvinna danskra skipasmíðasvöðva Eftirfarandi bréf hefur Landfara borizt. Á það tals- vert erindi til íslendinga á sama tíma og hérlendar skipasmíðastöðvar eiga í erfið- leikum: „Samkvæmt nýlegum upp- lýsingum í erlendum' blöðum hafa hinar dönsku skipasmíða- stöðvar, kenndar við Helsin- gör, Aalborg, Frederiskshavn og Aarhus, myndað með sér samvinnusamband undir heit- inu Dan-Værft a/s. Þessar 4 skipasmíðastöðvar hafa samtals yfir 7000 starfs- menn og árleg umsetning þeirra samsvarar 5—6 þús. millj.' ísl. kr. með núverandi gengi. Stöðvarnar í Helsingör, Frederikshavn og Aarhus eru mjög háðar Sameinaða gufu^ skipafélaginu (DFD), en út- gerðarfélagið J. Lauritzen á Aalborg Værft. Helmingur hlutafjár Dan- Værit a/s er lagt fram af DFD og helmingur af J. Lau- ritzen, en stjórnin er skipuð tveim mönnum frá hvoru út- gerðarfélagi. Samvimna skipasmíðasvöðv- anna á að tryggja betur rekst- urinn en ella með víðtækri skipulagningu og áætlunum til langs tíma. Einn aðalfrumkvöðull ofan- ritaðs, útgerðarm. Knud Lau- ritzen, sagði, að umrædd sam- vinna væri byggð á þeim erf- iðleikum, sem skipasmíða- stöðvar í Danmörku ekM síð- ur en víðar annars staðar, hefðu átt við að stríða á und- anfömum árum. Að vísu væri nú í bili heldur bjartari tími, en syrt gæti að á ný, t. d. þeg- ar Súezskurðurinn yrði opn- aður, og það gæti bráðlega orðið. „Vér höfum með samvinnu hinna fjögurra dönsku skipa- smíðastöðva viljað undirbúa oss að mæta erfiðleikum framtíðarinnar og auka sam- keppnishæfni vora, eins skjótt og verða má,“ sagði Knud Lauritzen. Er þetta athyglisvert fyrir okkur íslendinga. Viðreisnar- stjórnin hér hefur rétt upp á síðkastið þótzt vilja efla ís- lenzkan skipasmíðaiðnað, en þá er kröftunum dreift í marg- ar smástöðvar án samvinnu, og öilum haldið í svelti. Svo eru likur til að botninn detti úr öllu saman, eins og reynslan hefur orðið um svo margar iðngreinar, sem náð höfðu rótfestu hér á landi með elju- semi á löngum tíma, en voru svo lagðar í rúst á skömmum tíma með óforsjálum, handa- hófskenndum stjórnarathöfn- um „viðreisnarinnar“. TIL SÖLU Japanskar stretch buxur — tvær gerðir Verð frá kr. 147 — 260 Telpunáttföt tvær gerðir Verð fré kr. 173 — 212 Drengjanáttföt, stærðir 2 til 14 Verð frá kr. 173 — 295 Verzlunin Faldur Háaleitisbraut 68 Sími 81340 HárgreiSslustofa Kópavogs v Hrauntungu 31, simi 42240 hArgreiðsla SNYRTINGAR SNYRTIVÖRUR Fegrunarsérfræðingur á staðnnm FYRIR JÓLIN Jólatré Jólatrésseríur Seríuperur og fatningar Rakvélar: Braun og Philips Ferðaútvörp frá kr 875.00 Asamt ýmsum raftækjum, leikföngbm o.fl á gömlu hagstæðu verði. , Kaupið rafmagnsvörur þar sem viðgerðarþjónustan er- Ingólfsstræti 8 Sími 10240 Minningarsjóður Holger Thuesen Bruun Hinn 20. nÓY- 1967 lézt hinn mikli og góði fslandsvinur Hol ger Thuesen Brurnn, skipshandl ari hjá fyrirtækinu Oscar Rolffs eftf. A/S í Kaupmannahöfn. Skömmu fyrir andláitið var Bruun í viðskiptaerindum hér heima ásamt framkvæmdastjóra fyrktækisiins J. Holm. Heimsóttu þeir skrifstofur og bækistöð SVFÍ í Reykjavík, en Bruun var félagi í slysavarnadeild inni Gefion í Kaupmannahöfn frá því að sú deild var stofnuð árið 1953. Þegar Bruun kom til baka úr þessari íslandsferð hafði hann hug boð um, að starfsdagur væri senn á enda. Hann renndi grun í, að fs- lenzkir farmenn vildu minnast sín bað hann þess, a-ð Slysavaroafélag fslands yrði látið njóta þess. _ Stjórn kipstjóraféliags íslands hefur haft forgöngu um fjáröflun meðal íslenzkra farmanna til stofn i uinar minningarsjóðs hjá SVFÍ er beri nafn H. Th. Bruun. Sjóður inn nem-ur nú kr. 136.250.00, en verkefni sjóðsims er fyrst og i fremst að kaupa talstöðvar til - handa björgunarsveitum félagsins. Slysavarnafélag íslands þakkar 1 skipstjórafélaginu og íslenzkum | farmönnum raúsnarlega minning argjöf, og minnist látdns slysa varmafélaga með hlýhug og virð : ingu, i --------------------------- I Freyjukonur ; Kópavogi I Jólafundur verður haldinn, föstu daginn 13. des. kl. 8.30 að Neðstu- , tröð 4. Aðalbjörg Hólmsteinsdótt- ir, húsmæðrakennari, sýnir fram- reiðslu á smurðu brauði. — Allar Framsóknarkonur velkomnar. Stjórnim. Fundur hjá Lög- fræðingafélaginu Lögfræðingafélag fslands held- ur fund fimmtudaginn 12. des- ember n.k. kl. 20,30 í Tjarnarbúð, neðri sa-1. Fundarefmi: Erindi Arn Xjóts Björnssonar hdl.: Almenn ábyrgðartrygging. — Frjálsa umræður verða að erindinu loknu. — Allir lögfræðingar eru velkomnir á fundinn, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekld. —i------------------------- I Minmngarsjóður Útför Þorkels Guðmundssonar fyrrum bónda á Álftá á Mýrum vestur, var gerð frá Álftártungu kirkju laugardaginn 30. nóv. s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Að útför, lokinni var haldin erfi- drykkja í hinu nýja félagsheim- 1 ili Mýramanna, Lyngbrekku. Þar tilkynntu niðjar hins látna, að b-eir hgfðu stofnað minningasjóð um Þorkel og konu hans, Ragn- heiði Þorsteinsdóttur að upphæð kr. 100.000,00, og nefnist sjóður- inn Álftársjóður. Hlutverk háns er ræktun og fegrún á landi Lyng j brekku. sem er » hektarar að stærð. Þar er fyrifhugað að gera fþróttavöll, skrúðgarð og ýmis- I legt annað er til menningar liorf ; ir fyrir byggðarlagið. Þar næst ( voru flutt þakkarorð fyrir hönd þiggjenda. Að þessu loknu bárust sjóðnum fjölmargar góðar gjafir frá viðstöddum. Prentuð hafa ver ; Framhald á bls. 15. Hvnð ei oð ske? Jú Korafron er komið Hvatf er Koratron-fatnatfur? Þatf er varan- legt útlit. Þarf aiðrei atf stranja — aldrei atf pressa — tapar aldrei lagi — pokar ekki — hleypur ékld. Setjitf hvatfa Kora- trðn-flík sem er í þvottavéi og hún kemur út sem ný. DÚKUR Hf/F. Ótrúlegt, en satt fkx BUXUR KORATRON þoif nldiei nð piesso Oscar Clausen SÖ&UR OG SAGNIR AF SNÆFELLSNESI l-ll Oscar Clausen tengdist snemmct byggðunum á Snœfells- nesi traustum tengslum, — svo traustum, að þau munu aidrei rofna. í fyrra kom út fyrra bindið af sögum hans og sögnum, munnmœlum og þóttum af óvenjulegu eða sérsfœðu fólki af Snœfellsnesi. Þetta bindi, sem hér birt- ist, er framhald hins fyrra og hefur að geyma hliðstœðar sögur. Snœfeliingar og aðrir, er þjóðlegum fróðleik unna, / ‘ S ' munu fagna þessum sögnum Oscars Clausen heilshugar. Verð-fyrra bindis kr. 397,75 og síðara bindis kr. 430,00 5KUBGSJÁ \

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.