Tíminn - 12.12.1968, Síða 7
FJMMTUDAGTTR 12. desember 1968.
TIMINN
■ íéii-éi n'HiHflnimiii^iTiftittrl
ANDRÉS KRISTJÁNSSON SKRIFAR UM
GARDAR OG NÁTTFARI
GARÐAR OG NÁTTFARI.
Prentsmiðjan Leiftur.
Jón Sigur'ðsson, Yztafelli:
Hin fáorða en forvitnilega frá-
sögn fornra rita um íslandsför
Garðars Svavarssonar og vetrar-
vist í Húsavík við Skjálfanda, og
þá eigi síður landnám Náttfara,
er vissulega mikið skáldsöguefni.
Heimildir veita slíkri sögu greini-
lega umgjörð, en hugmyndaflugi
þó um leið nær ótakmarkað svig-
rúm, og hin glögga saga um land-
ið sjálft á landnámstíð segir
marga þætti sjálfkrafa. Theódór
Friðriksson skrifaði skáldsögu
um Náttfara, en raunar mun hún
hafa verið uppkast eitt, þótt síðar
væri búin til útgáfu af öðrum.
Nú er hins vegar komin út ný
skáldsaga um Garðar og Náttfara,
og sætir hún að mínum dómi veru-
legum tíðindum, þótt kostir henn-
ar komi ekki allir fram, sé hún
vegin á venjulega skáldskaparvog.
Höfundurinn er Jón Sigurðsson í
Yztafelli, og sögu um þetta efni
frá hans hendi, hlýtur maður að
lesa með eftirvæntingu og vakandi
athygli. Ber tvennt til þess: óvenju
leg snillitök á máli og kynni hans
af hinu þingeyska sögusviði, enda
segir hann, að efni þessarar sögu
hafi ríkt í huga sér frá æskudög-
um. Jón segir í eftirmála, að hann
víki um tvennt frá fornritum „og
í smáu þó“. Hann segist telja, að
Náttfari hafi sjálfráður orðið eftir
af Garðari, og hann hafi einnig
sjálfráður vikið úr landnámi sínu
í Reykjadal aftur í Naustavfk.
Getur verið, að Jón víki ekki bein-
línis frá skráðum heimildum um
margt fleira, en hann eykur því
betui’ við þær, og ýmsa þá við-
auka leiðir beinlínis af þessum
„smáu“ frávikum. Um það er hins
vegar vart að sakast, því að þetta
er skáldsaga. Jón segir einnig í
eftirmála sínum, að ritun sögunn-
ar hafi orðið sér „furðu létt verk“,
því að sér hafi íundizt sem sagn-
arandi sæti á öxl sinni og hvíslaði
í eyra því, er skrifa skyldi. Þetta
er góð heimild að gerð sögunnar,
Höfundur er aðeins að skrá sögu,
sem fullmótuð var í huga hans
fyrir löngu, þar sem óskhyggja
hans spann þráðinn en leitaðist um
leið við að hlíta leiðsögn skýrrar
rökhugsunar. Og því skyldi það
ekki vera leyfilegt? Enginn mun
nokkru sinni geta úr því skorið,
hversu nærri Jón kemst hinu rétta
í atburðasögu Náttfara, eða hve
langt hann villist afvega. Gildi
sögunnar er fólgið í allt öðru, en
án þess að feta hina ímynduðu
ævileið Náttfara, mundi sagan
ekki íklæðast þessu gildi.
Gildi sögunnar er í því fólgið,
hversu frábærlega vel hún er
skrifuð. Mál hennar er íðilfag'urt,
ungt og fornlegt í senn. Fáir
menn kunna sem Jón að gæða
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslögmaSur
Austurstræti 6
Simi 18783.
fornlegt málfar nýjum blóma. Á
þessari bók er orðaval og tungu-
tak með gullaldarsvip, en þó svo
eðlilegt, ljóst og auðskilið, að frá-
bært má teljast. Hrynjandi máls-
ins vekur manni nautn oft og ein-
att.
Gildi þessarar sögu er enn fólg-
ið í lýsingum á frumbýlingslífinu
í ónumdu landi. Þetta er saga af
íslenzkum Róbinson Krúsó. Frá-
sagnir af því, hvernig þetta fólk
með tvær hendur tómar býr um
sig, gerir sér áhöld og klæði,
Gildi sögunnar er í öðru lagi \ hvernig það nýtir gæði landsins og
fólgið í stórfögrum og meitluðum | lifir í náttúru þess, er bæði ítar-
náttúrulýsingum, og kennir þess I leg og sönn og er raunar stórfróð-
gerla, hve vel Jón þekkir þetta
hérað og er handgenginn sérkenn-
um þess.
leg þjóðmenningarsaga.
Þegar á allt þetta er litið, verð-
ur Ijóst, að það væri út í hött að
meta þessa bók á mælikvarða
venjulegrar skáldsögu, og það
skiptir ekki máli, hvernig hún
stenzt slíkt próf. Hún hefur sig
yfir þau mörk, og vafalítið er hún
sannasta íslenzk landnámssaga,
sem skrifuð hefur verið, þó að
manni þyki með ólíkindum, hve
gæfan er eftiriát við Náttfara og
fólk hans. Landnáma nefnir mörg
nöfn, þessi landnáma er í raun og
veru nafnlaus, en hún segir lífs
söguna bak við nöfnin, en-*sú saga
er býsna slitrótt í *?!>rnum ritum
okkar.
Þessi saga verður síðar í mikl
um hávegum höfð, ekki fyrir það
að Jón hafi leyst gátu Náttfara,"1
heldur fyrir þá lifandi landnáms
sögu, sem þar er skráð, og hún
mun verða kjörlestur í barna og
ungmennaskólum landsins og
veita æskunni aukinn skilning á
fegurð og glæsibrag íslenzks máls
þegar það blómstrar fegurst á
öldnum kjarnameiði og gefa henni
nýja sýn í líf íslenzkra landnáms
manna og landnámssögu.
Jón yrkir frjálslega sögu Garð
ars Svavarssonar, áður en hann
ræðst í íslandsför, og þó býsna
trúlega. Ilann stingur upp á því
Jón Sigurðsson
við Svía í eftirmála, að þelr reisi
Garðari minnismerki í Húsavík,
og ættu þeir að hugleiða þá til-
lögu. En ef það drægist eitthvað
ættu Húsvíkingar að hugleiða mál
ið. Þeim er það líka skylt.
A. K.
Anægö
Þetia er Heiða. Hún er eink.i-
ritari h|á lækni op það eru qerðar
“ ' miklar krófur til
hennar í því starfi.
Uni lielgar getur
maöur hitt hana
I fyrir utan bæinn,
1 Ekkert er betra en
að njóta útiverunnar. Á kvöldin
fer hún gjarnan í bíó, ef það er
þá ekki eitthvað sérstaklega
skemmtilegt í sjónvarpinu, sem'
hún má til með að sjá. Henni
finnst mjög gaman að taka
myndir. Nú þegar, á hún gott
safn mynda af vinum og kunn-
ingjum og auðvitað heilmikið af
dásamlegtlm íslenzkum lands-
lagsmyndum. Hún nýtur þess að
vera vel klaadd. Hún nýtur þess
'ék
m
að fara í Dralon-peysú eins og
þessa frá Heklu. Dralon-peysu,
sem er svo auöveld að þvo,
þornar fljótt, og heldur lögun og
litum þvott eftir þvott. Prjóna-
vörur úr Dralon ... úrvals
trefjaefninu frá Bayer... eru
prjónavörur í hæsta gæðaflokki
fyrir börn og fullorðna. Þær fást
alstaðar, helzt hjá þeim, sem
selja aðeins fyrsta flokks prjóna-
dralon
BAYER
Úrvals trefjaefni