Tíminn - 12.12.1968, Qupperneq 11
I
FTMMTCDAGUR 12. desember 1968.
TIMINN
11
DENNI
Hvað gerði Denni í dag?
rilli steytti hnefann að mér þeg
DÆMALAUSI »*«'«■*«*•
‘ Lárétt: 1 Rumskar 5 Títt 7 Snös
9 Svik 11 550 12 Stöðugt 13 Hár
15 Skán 16 Reykja 18 Brauðteg-
und.
Krossgáta
Nr. 191
Lóðrétt: 1 Stormur 2
Hríð 3 Nútíð 4 Sigað 6
Ljúfur 8 Óskipt 10 Kona
14 Vatn 15 Eldiviður 17
Gylta.
Ráðning á gátu No. 190.
Lárétt: 1 L.gerð 5 Eta 7
Lit 9 Kið 1J A1 12 LL 13
Glæ 15 Blá 16 Lár 18 Van-
ans. -
Lóðrétt: 1 Útlagi 2 Get
3 Et 4 Rak 6 Óðláts 8 H1
10 H1 14 Æla 15 Bra 17 Án.
SJÖNVARP
Föstudagur
20.00 Fréttir
20.35 Bókaskápurinn
lenzk ljóðskáld. Umsjón: Helgi
Sæmundsson.
21.05 Virginíumaðurinn
Aðalhlutverk: James Drury,
Lee Cobb og Sara Lane. fsl.
texti: Kristmann Eiðsson.
22.20 Erlend málefni.
Fjallað verður um fimm ís- 22.40 Dagskrárlok
° j
o
FALIN F0RTÍ9
32
Á arímuballinu
og í þetta sinin æpti hún. og
reyndi að slíta sig lausa. Það var
ekki eingöngu sársaukinn, heldiu-
hitt, að hann vildi ekki trúa
henni. Ef hún segði honum sögu
sína. . . sem hún hafði talið kjark
í isig til að gera, hefði það verið
tilgangslaus fóm, þvl að auðvitað
hefði hann ekki trúað henni held
ur. Hann myndi segja að hún
væri að reyna að vekja meðaumk-
uu sína, og að þetta væri hreinn
uppspuni.
Hennd skildist að hann væri
gjörsamlega utan við sig af um-
hugsuninni um Leoline, en hún
varð að fá hann til að hlusta á
sig, hún varð. Með hendinni, sem
hann hafði slegið hana með, tók
hann fast um handlegg hennar,
og hristi hana miskunnarlaust þar
til tennurnar nötruðu í munni
hennar, og henni fannst sem hún
myndi hálsbrotna. Hún beit svo
í neðri vör sína, áð hún fann
salt blóðbragð í munni sínum.
— Ég er ákveðinn í að fá yð-
ur til að leysa frá skjóðunni, hélt
hann áfram. — Sjáið þér svipuna?
hann kinkaði kolli í átt að borð-
inu, þar sem hann hafði hent
henni frá sér. Ef þér, á næstu
fimm mínútum. svarið ekki spurn
Lngum mínum, satt og rétt, skal
ég svo sannarlega, leggja yður yf
ir hné mér, og nota svipuna á yð-
ur, og ég skal fullvissa yður um
að áhrifin verða ekki minni, held
ur en þótt það hefði verið fram-
kvæmt í Virkinu. Mér fellur ekki
að þurfa að berja konur, en í
þetta skipti mun það ekki valda
mér hugarangri. Þér báruð ekk-
ert hugarvíl gagnvart Leoline, var
það? Barnið var í yðar umsjón.
Hún treysti á yður. Og ég, hvflík-
ur asni gat ég verið, treysti yður
líka, og þér tælduð hana í gildru,
sem mun kannski kosta hana líf-
ið, en það snerti yðru ekkert. . .
— Charles, hlustaðu á mig, þú
verður að hlusta á mig. Berðu
mig ef þú vilt, þú hefur tfl þess
fullan rétt, því að ég hef brugð-
izt þér . . . Ég sver, að ég vissi
ekkert um fyrirsátrið, eða að
ræna ætti Leoline. Ég vissi ekki
heldur um að kasta ætti sprengju
að þér, kvöldið f óperettunni.
Derek Sanderson laug að mér,
á svívirðilegan hátt. Þú getur gert
það sem þú vflt við mig, sett mig
í fangelsi, barið mig, látið skjóta
mig, en fyrst verður þú að hlusta
á mig. Tíminn líður og þú verð-
ur að finna Leoline áður en þeim
sem hafa náð henni, tekst að kom
ast með hana yfir landamærin. . .
— Ertu að gefa í skyn að hún
verði flutt :nn fyrir iárnteppið?
— Það er mjög líklegt, finnst
þér það ekki? Ég veát ekki hvort
Derek Sanderson vinnur fyrir
kommúnista, en ef hann gerir það
máttu engan tíma missa. Borgin
er í hernaðarástandi, og það eyk-
ur þína möguleika Ef nokkur get
ur fundið Leoline, ert það þú.
En flýttu þér! I guðs bænum
flýttu þér!
— Ef þeir ætla með hann inn
fyrir járntjaldið, þurfa þeir ekki
að fara yfir landamærin. — Þeir
mundu auðvitað fara sjóleiðina.
Þessir óteljandi firðir eru hrein
náðargjöf fyrir kafbát að koma og
fara óséður. Hversu góð sem
gæzla okkar er myndast ávallt
einhver undankomuleið. Ekkert
öryggiskerfi er bað gott að það
sé fullkomið. . Já. hvað er það.
spurði hann, er einhver bankaði
á dyrnar Dvrnar opnuðust og and
lit Werners oirtist. — Þetta i
brpf Vnm ti 1 vAúir hk-PÖ&i bafl «r í
áríðandi. Ég hélt að þér munduð
vilja fá það undir eins.
— Bíður bréfberinn?
— Einn hótelþjónannia kom
með það upp. Hann hafði átt frí
í morgun, og var eim'tt að koma
inn um Lnnigang þójmustufólksins,
á bakhlið hússins, er einhver tók
í hann, og smádrengur fékk hon-
um þetta bréf. Hann bað dreng-
inn að bíða, en hann þaut í burtu.
Þjónninn segist þekkja hann,
hann sé aðstoðarpiltur hjá skó-
burstaranum, sem heldur til fyrir
utan samkomuhúsið. Á ég að láta
ná í hann, og koma með hann
hingað?
— Já. Kasimir reif upp bréfið,
og las yfir innihaldið. — Og
Werner.
— Já, herra.
Sendið nokkra af mönnum yð-
ar eftir Derek Sanderson, frænda
breska sendiherrans. Á þessum
tíma er hann líklega á sendiráðs-
barnum, eða í bakherbergjunum
þar. Þið skulið ekki taka hann
til fanga á venjulegan hátt, biðj-
ið hann bara að koma með til
forsetahailarinniar, þar sem ég
óski eftir að ræða við hann um
utanríkismálefni. Hann mun ekk-
ert undra það, þar sem frændi
hans er útd á landi, í nokkra daga,
og hann er sagður trúnaðareinka
ritari hans
— Skal gert, herra. Á ég að
fara með hann til forsetahallar-
innar?
— Nei, í Virkið.
— Og. daman?
— Hún verður hér áfram. En
setjið vörð við dyrnar Hún má
ekki undir nokkrum kringumstæð
um komast út skiljið þér?
m.
— Ég verð að komast héðan
út, María, ég verð! Lúsía gekk
stanzlaust fram og aftur um her-
bergið. Augun gljáðu af hitasótt,
og hendur hennar skulfu. Hana
svimaði ekki lengur, og höfuðverk
irnir voru ekki eiras slæmir.
— Notið nú skynsemina, frú.
Hvernig ætlar þú að komast út,
þegar vaktmaður er við dyrnar,
og annar fram á gangi? Ef þú
reynir að komast framhjá þeim,
og þeir myndu stöðva þig, þú
heyrðir hvað Werner sagði. . . ef
hún reynir að sleppa, eiigið þið
að flytja hana til Virkisins. Ég
hefði haldi að þú hefðir fengið
nóg af þeim stað, og óskaðir ekki
eftir að eyða einni nótt þar í við-
bót.
— María, mér er nauðsynlegt
að komast héðan, heyrirðu það?
Ég held að ég viti hvert þeir hafa
farið með Leoline, en það gæti
hugsast að þeir flyttu hana í
kvþld, og ef þeir gera það. gæti
ekki einu sinni Wemer haft upp
á henni.
— Og ef hanin getur það ekki,
er ég viss um að þér tekst það
ekki heldur, svaraði María. —
Hugsa sér, að vilja fara út á götu
á nýf Þvflík hugdetta! Vertu þar
sem þú ert,1 og láttu lögregluna
um sín störf Ertu búin að gleyma
að hr. Ferguson er að koma9
Farðu að mínum ráðum, trúðu
honum fyrir öllu saman, og láttu
hann um að koma þéi úr vand-
ræðun-um.
— María, hugsaðu um vesalings
barnið! Hugsaðu um föður þess!
— Um föður þess! Að þú skul-
ir láta þér detta ' hu-g að hugsa
um hann. ems og hann er búinn
að koma fram við þig. Berja þig
í andlitið, og eins og hann fór
að því, ekki var það heldur svo
laust!
— Stóðst þú og horfðir á?
spnrði Liisín asakfliidi.
Mary Rlohmond
María snökti. — Auðvitað gerði
ég það. Ég vildi vita, hvað væri
á seiði. Ég er leið barnsins vegna
en hann hefur bara gott af þessu.
— Segu þetta ekki María. Ég
. . . ég elska h-ann.
Það tók sinn tíma að fá Maríu
til þess að hjálpa henni, en að
lokum félist hún á það, nauðug
þó. Áætlun Lúsíu var einföld. í
farangri sínum átti hún fjöldan
allan af búiningum. sem hún hafði
notað við ýmis tækifæri, meðal
þeirra var búningur stofustúlku,
mjög líkur þeim sem notaðir voru
hér á hótelinu- Hún ætlaði að
klæðast honum, halda síðan á
bakka, og spígspora í rólegheit-
um út, meðan María ásakaði hana
með mörgum orðum, fyrir mistök
sem hún hefði gert. Enginn af
lögreglumönnunum sem gættu
hennar höfðu séð hana mjög ná-
lægt, og með hagkvæmri notkun
andlitsfarða, var hún viss um að
þeir myndu ekki þekkja hana.
Bragðir heppnaðist. Vaktmenn
irnir skiptu sér ekki af henni.
Þeir voru uppteknir við að róa
Maríu, sem lék hlutverk sitt hríf-
andi. Er þei-r höfðu fengið hana
til að fara inn í svefníherbergið,
að nýju, var Lusía komin í enda
gangsins, og hélt niður stiga þjón
ustufólksins, niður í eldhúsið. Þar
v-ar allt á ferð- og flugi, og nær-
vera hennar v-akti enga athygli.
Einn af matsveinunum. sagði við
hana, um leið og hún gekk fram-
hjá. — Flýttu þér stúlka mín,
en hann beið ekki eftir að sjá
hvort hún hlýddi.
hljOðvarp
Fimmtudagur 12. desember.
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Á frívaktinni
Eydís Eyþórsdóttir stjórnar
óskalagaþætti sjómanna.
14.40 Við, sem heima sitjum
15.00 Miðdegisútvarp
Fréttir. Tilkynningar. Létt
lög. ;
16.15 Veðurfregnir. Klassísk tón- ,
list.
16.40. Framburðarkennsla í i
frönsku og spænsku.
17.00 Fréttir.
17.40 Tónlistartími barnanna i
Egill Friðleifsson flytur.
18.00 Tónleikar. Tilkvnningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frét.tir. Tilkvnningar.
19.30 Daglegt mál.
Baldur Jónsson lektor flytur
þáttinn
19.35 Tónlist eftir Jón Þórarins-
son, tónskáld desembermán-
aðar.
19-45 „Genfarráðgátan“, fram-
haldsleikrit eftir Francis
Durbridg*'
20.30 Samleikur í útvarpssal:
Gísli Magnússnn og Stefán
Edelstein leika á tvö píanó:
21.00 Að vera — eða vera ekki
Lesnir kaflar úr bókmennt-
um vestur- og austurlanda,
og leikin lög María S. Jóns
dóttir valdi efnið.
21.50 Þrjú sönglög eftir Jan Sibe
líus.
22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir.
Þegar „sænska Ijónið1’ féll.
Thorolf Smith fréttamaður,
flytur erindi um Karl XII
i tilefni af 250. ártíð hans.
22.40 Frá norrænu tónlistarhátíð- ■
inni i Stokkhólmi.
23.35 Fréttir i stuttu málL I
Dagskrárlok.