Alþýðublaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið 22. febrúar 1969 Leiguíbúðir óskast Vantar 4—5 íbúðir til leigu sem fyrst. Þurfa eikkil að vera stóriar. Rífleg fyrirframgreiðsla. Gott væri„ ef þær væru allar í sama húsi. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Semja ber við undirritaðan. Ingi R. Helgason, hrl. Laugavegx 31. RETT GENGI Framhald af 3. siðu. sem stjórnarandstaðan tíðkaði þýddi því, að þeir vildu ekki frelsi í inn- fhitningi heldur höft. Svipað væri að segja urn vaxta- pólitík þá, sem stjórnarandstaðan vildi, þ. e. lækkun vaxta. Slík lækkun væri ranglát og ó- heppileg í garð sparifjáreigenda. — Hærri vextir hvettu til sparifjár- myndunar, sem aftur á móti gerði fært að lána út meira fé til fram- leiðsluaukningar. Stefna ríkisstjórnarinnar hefði því verið sú að hafa hærri vexti. Nátengd vaxtapólitík stjórnarinnar væri svo stefna hennar í banka- málum. Utlán og innlán yrðu að haldast sem mest í hendur. A tím- um samdráttar og halla væri nauð- synlegt að Seðlabankinn setti meiri peninga í umferð. Stjórnin liefði hins vegar verið gagnrýnd harðlega fyrir sparifjárfrystingu. — Hins vegar hefðu svo stjórnarand- átíHiahih Éf ll6r U“oK uílómetragP1' bflina. at5 hring3a' " ° . SMRHB car rental service © Rauðarárstíg 31 — Sími 22022 stæðingar heimtað meiri útlán. En einhvers staðar yrðu þá þeir peningar að koma, en hefði stefnu stjórnarandstöðunnar verið fylgt væri ekki um neitt slíkt fé að ræða. Stefna ríkisins í atvinnumálum væri sú að búa atvinnuvegunum þess konar grundvöll, er gerði þeim kleyft að starfa. Stjórninni bæri þess vegna að nota vald sitt yfir bankamáium og hið góða álit, sem Islendingar nytu erlendis til þess að veita fé til atvinnuaukningar. Röng gengisskráning hefði hins vegar auk- ið atvinnuleysið, en innflutnings- höft hefðu að vísu getað lagað það ástand í bili, en hefðu hins vegar gert atvinnuástandið enn erfiðara er frá liði. Stefna ríkisstjórnarinnar í kaup- gjaldsmálum væri, að , raunverulegt kaupgjald fylgdi raunverulcgri aukn- ingu þjóðartekna, þannig að með auknum þjóðartekjum hækkaði kaupið, en með lækkuðum tekjum gæti siíkt ekki orðið. Stjórnarandstaðan fylgdi alltaf kauphækkunum, hvort sem þjóðar- tekjur leyfðu eða ekki. Samkvæmt þessum samanburði kvað ráðherrann því ekki vera erf- itt að sjá, hvor stefnan væri betri. Bjarni fícncdi\tsso n forsætisráð- herra liafði í upphafi umræðnanna gefið skýrslu um ástand efnahags- málanna, sem hann hafði fengið frá Efnahagsstofnuninni. Komu þar fram margvíslegar upp Iýsingar um þjóðarhag, m. a. að þjóðartekjur á mann hefðu minnk- að um 17% á mann á síðustu tím- um og væru því svipaðar í raun- verulegum verðmætum og á árun- um 1962—1963., Afkoman 1968 hefði reynst óhag- stæðari en horfur voru á. Fram- leiðslumagn sjávarafurða hefði minnkað um 15% en verðmætið á óbreyttu gengi um 20%. Þetta hefði haft áhrif á aðrar greinar, t. d. verzlun og þjónustu og valdið þar samdrætti. Dregið hefði úr neyzlu á árinu 1968 um 6% og fjármunamyndun urn 9%. Þá ræddi forsætisráðherrann um atvinnuleysið, en hann kvað stjórn- ina hafa sætt ámæli fyrir að hafa ekki reynt að koma í veg fyrir at- vinnuleysiði Þetta væri algert öfug- mæli. Stjórnin hefði t. d. greitt fyr- FJUUIn í Reykjavík ENNUR FÉLAGSFUNDUR verður haldmn sunnudaginn 23. febrúar kl. 2, í félagsheimili Tannlasíknafélags íslands, Bolholti 4. Fundarefni: Stjórnarsaimvinnan í ljósi síðustu við- burða. Frummælandi: Karfl Steinar Guðnason ritari S.U.J. Félagar fjölmennið! Karl Steinar Guðnason STJÓRNIN ir síldveiðunum í vor og hvalveið- um, en óvíst væri, hvort nokkuð hefði orðið úr þeim veiðum, ef ekki hefði komið til sá stuðningur. Fleira rnætti einnig nefna, s. s. að- stoð við innlenda skipasmíði. Margt fleira kom fram í ræðu ráðherrans. Einnig röluðu Olafur Jóhannesson (F) og Lúðvík Jósepsson (Ab). SÝNING í’ramhald af 1. síðu. lagði hann niður svuntuna, og varð P’bið eitt eftir. Eftir sem áður var pilsið nefnt samfella, þó að nnfnið hafi verið dregið af því, að pils og svunta voru felld saman. — Fleiri hrevtingar gerði Sigurður, t. d. gerði Þnnn treviuna svarta, en áður var hún vmist græn eða rauð, — hann minnkaði krókfaldinn, og gerði búnineinn yfirleitt léttari' og ein- Uldari, svo að stúlkurnar gætu far- ið á dansleiki í þeim. Rrúðarbúningur sá, sem áður er nefndur, barst héðan lil Viktoríu og Albertssafnsins í London. og er bnnn fenginn að láni þar. Til F.ng- lands fór 'einnig forláta tóbaksponta, en hún barst til Islands áftur á stríðs árunum. og er nú á svningunni. Þá má siá þarna gevsi mikinn silfur- Iross. sem var í eigu Sigríðar, konu Olnfs Steohensens. móður Magnúsar Stenhensens. Krossinn er 800 grömm að bvngd og er frá því á 16. öld, eða frá kaþólskum tíma. Aðgangurinn að sýningunni kost- ar krónur 30, en í því verði er falinn lítill bæklingur,. þar sem frú F.Isa E. Ouðiónsson, sem hefur haft veg og vanda af uppsetningu svningarinn- ar, rekur í stuttu máli allar helztu brevtingar, sem orðið hafa á ís- lenzka kv-enbúningnum frá því á 16. öld. Hópar skólanemenda, und- ir leiðsögn kennara, fá þó ókeypis aðp-ang og þennan bækling. Eins og fyrr segir, verður sýning- in onnnð í kvöld kl. 8 og er opin til kl. 10, en eftirleiðis verður hún onin milli kl. 2 og 10 alla daga bann hálfa mánuð, sem hún stend- ur yfir. NETAVERKSMIÐJA Framhald af 1. síðu. kaup á netahnýtingarvélum og koma upp slíkri verksmiðjú á F.ski- firði. Að undirbúningi' hefur verið unnið mánuðum saman, og hafa nýlega verið gerðar áætlanir um stofn- og reksturskostnað. Er gert ráð fyrir, að ársframleiðsla geti orðið sem næst helmingur þess, sem nú er notað af þorskanetum og nótaefni í landinu: Talið er, að starfslið verði um 60 rnanns, er framleiðslan verður komin í fullan gang. Atvinnulíf- ið á Eskifirði gjörbreytist við til- komu þessarar verksmiðju, enda er áhugi almennings mjög mikill. Unnið er nú að samningum um kaup á vélbúnaði og er um að ræða það bezta, sem völ er á. — Atvínnumálanefndirnar og stjórn- völdin hafa tekið ákaflega vel und- ir það, að greiða fyrir þessu ínikla na'uðsynjamali. Stjórn hins nýja hlutafélags skipa: Steinn Jónsson,' Alfreð Guðnason, Jóhann Clausen, Sig- tryggur Hreggviðsson og Guð- mundur Auðbjörusson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.