Tíminn - 18.01.1969, Side 5

Tíminn - 18.01.1969, Side 5
15. þáttur Forsyte ættarinnar er á dagskrá mánudaginu 20. jan. kl. 21.25. Með aðalhlutverk fara: Kenncth Moorc, Eric Porter, Nyree Dawn Porter og Susau Ilampshire. mál i sambúð foreldra og ungl- inga, og loks er bandaríska sjón- varpsleikíritið. Á mánudaginn, að loknum frétt um, er sýnd 50 mínútna mynd um vangefinn dreng, og nefnist hún „Ævilöng bernska“. Síðan er 15. þáttur Forsytættar sögunnar sýndur, en dagskránni lýkur á jazzþætti. Á þriðjudaginn er þátturinn í Brennidepli að loknum fréttum, en siðan er „Grín úr gömlum myndum“, sem ávailt reyndist hið bezta skemmtiefni. Klukkan 21. 35 hefst síðan þriðji hluti „Ævin týrs í Amsterdam.“ Miðvikudagskvöld er venjulega svipað hvað sjónvarpsdagskrá snertir, barnamyndirnar Lassí og Hrói höttur fyrir fréttir, en eftir fréttir 14. þáttur Millistríðsár- anna og síðan kvikmynd. Kvikmyndin ætti að vera nokk uð góð að þessu sinni, en hún nefn ist „Rautt og svart“ og er frönsk, gerð árið 1954 eftir samnefndri skáldsögu Stendhais. Sýningartími er 90 mínútur. Verður myndin sýnd á' tveimur kvöldum. „Rautt og svart" er önnur þeirra tveggja skáldsagna, sem taldar eru höfuð skáldverk franska rithöfundarins Marie-IIenri Beyle, sem tók sér skáldanafnið Stend'hal. Fjalla skáldsögurnar um tímabilið rótt eftir fall Napóleons, en á þeim tíma \7ar Beyle upp á sitt bezta — fæddur 1783 og látinn 1842. Beyle var ungur að árum, þeg ar Napoleon fór sínar miklu her ferðir, en tók samt þátt í þeim. ITann var í Napoleonshernum í orrustunum við Marengo og Jena, og tók þátt í hinni hörmulegu Rússlandsför og bardögum þeim, er á eftir fylgdu. Er styrjöldinni var iokið hélt Beyle sig' mjög út af fyrir sig, fjarri öðru fólki. Bjó hann um langan tíma á ítaliu. og það er á þessu tímabili að hann tekur að rita, fyrst fræðirit en síðan skáld sögur. „Rautt og svart“ kom út árið 1831 — 11 áriHn áður en skáldið lézt. „Munir og minjar“ eru á dag- skrá að ióknum fréttum á föstu- daglinn. Að þessu sinni fjallar þátturinn um húsákóst á íslenzkum höfuðbólum á miðöldum, og sér Hörður Ágústsson, skólastjóri um þáttinn, en hann mun manna fróðastur um þessi efni. Síðan eru hinir föstu þættir á dagskrá, Virginíumaðurinn o,g Erlend málefni. Dagskráin á laugardag hefst kl. 16.30 með endurteknu efni, fyrst söng Julie Driscoll, en síðan kemur „þáttur úr jarðsögu Reykja víkursvæðisins", sem Þorleifur Einarsson stjórnar. í kvölddagskránni blandast sam an gaman og alvara. Að ioknum fréttum skemmta Orion og Sig- rún Harðardóttir, en síðan verður sýndur fyrsti þátturinn af fjór- um um Afríku, og tekur hann 45 mínútur. Þessir .þættir voru gerðir á veg um bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar ABC fyrir tveimur árum sið an, Verða þættir þessir sýndir fjögur kvöld í röð. Er ekki að efá, að kvikmynd þessi. verður hin fróðlegasía. Dag skránni iýkur siðan með 'panda- riskri kvikmynd, sem kaMast „Ljónið og hesturinn”. A. K. B

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.