Vísir - 02.09.1977, Page 8

Vísir - 02.09.1977, Page 8
8 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 87., 89. og 90. tbl. Lögbirtingablaðs 1976 á Glæsibæ 2, þingl. eign Gunnars Jónssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavlk á eigninni sjálfri mánudag 5. september 1977 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið f Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 87., 89. og 90. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á hluta i Mariubakka 22, þingl. eign Jónasar Jakobssonár fer fram eftir kröfu Brynjólfs Kjartanssonar hdl. og Tryggingast. ríkisins á eigninni sjálfri mánudag 5. september 1977 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siöasta á hluta i Dalalandi 6, þingl. eign Einars llaraldssonar fer fram (eftir kröfu Gjaldheimtunnar f Reykjavik) á eigninni sjálfri mánudag 5. september 1977 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 89. og 90. tbl. Lögbirtingablaðs 1976 á liluta i Kötlufellí 7, þingl. eign Sverris Jenssonar fer fram eftir kröfu Guðmundar Péturssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudag 5. september 1977 kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Meistarfélag hórskera óskar eftir módelum fyrir tiskuklippingar herra i Norðurlandakeppni (dökkt hár), þeir sem hafa áhuga mæti á Rakarastof- una Dalbraut 1 milli kl. 1 og 3 e.h. laugardaginn 3. september. M.F.H. Tilboð óskast Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar í tjóns- ástandi: Range Rover '74 Fiat 125 P '77 Fiat 128 '77 Fiat 128 '75 Cortina '70 VW 1300 '72 Bifreiðarnar verða til sýnis við skemmu F.I.B. laugardaginn 3. sept. kl. 14-18. Tilboð- um skal skila til aðalskrifstofunnar Laugaveg 103 fyrir kl. 17 mánudaginn 5. sept. n.k. Brunabótafélag Islands Laugaveg 103. Laus staða Staða rannsóknalektors i sagnfræði einkum sögu Islenskra utanrikismála við heimspekideild Háskóla tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisis. Umsóknarfrestur er til 3. október n.k.. Umsóknum skulu fylgja itarlegar upplýsingar um ritsmiöar og rannsóknir svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar mennta- málaráðuneytinu. Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytiö 31. ágúst 1977 Fró Kvennaskólanum í Reykjavík Uppeldisbraut verður starfrækt við skói- ann næsta vetur. Hægt er að bæta við nokkrum nemendum. Uþplýsingar veittar i sima 13819. Skólastjóri y „Eyði öllum frí- stundunum í þetta" JakobV. Hafstein opnar sýningu óverkum sínum í Tjarnorbúð Hér er Jakob að koma einni mynda sinna fyrir. Hún heitir Veiðiveöur við Laxfoss. Visismynd: JA ,,Við laxveiöina þykir mér gott, þegar hann tekur ekki, aö setjast niður og teikna eða mála,” sagði Jakob V. Hafstein þegar Visir ræddi við hann um sýningu þá sem hann opnar á laugardaginn i Tjarnarbúð Jakob sýndi siðast á Kjar- valsstöðum i febrúar 1975, en sú sýning var mjög umrædd, og leiddi til breyttra skipulags- hátta á Kjarvalsstöðum. Flest- ar mynda þeirra sem Jakob sýnir nú eru málaðar eftir þá sýningu. Á sýningunni eru eingöngu landslagsmyndir, Sagði Jakob að næst landslagsmyndum gæti hann helst hugsað sér að mála andlitsmyndir. i sinum huga væru þessar tvær tegundir mynda likar, því náttúran kæmi sér fyrir sjónir eins og svipmik- ið andlit. Jakob lærði fyrst hjá Sveini Þórarinssyni, en siðar kenndi Asgrimur Jónsson honum með- ferð vatnslita. A háskólaárum sinum nam hann siðan um tima myndlist hjá Jóni Stefánssyni. Eftir að hann lauk háskólanámi lagði hann myndlistina á hilluna i 20 ár, þar til danski málarinn Svend Havsteen Michaelsen, frændi hans, ýtti honum af stað aftur. „Nú eyði ég yfirleitt öllum minum fristundum i þetta. Það er auðvitað nokkuð álag, en ég hef það fyrir ófrávikjanlega reglu að mála aldrei nema þeg- ar mig langar til þess. Þá fylgir þvi svo mikil gleði, að það er næg hvfld,” sagði Jakob. Myndir Jakobs á sýningunni eru gerðar með pastel, vatnslit- um og oliu og eru 47 talsins. Sýningin verður opin til 11. september kl. 16-22 virka daga og 14-22 um helgar. í Norrœna húsinu Guöný Guðmundsdóttir og Philip Jenkins haida hljómleika i Norræna húsinu á sunnudaginn, 4, september. A efnisskránni verða sónata f D-dúr eftir Jean Marie Leclair, sónata i A-dúr eftir Brahms, són- ata eftir Jón Nordal og sónata i c-moll eftir Grieg. Þessa sónötu Griegs léku þau Guðný og Philip á alþjóðlegri listahátfð í Bergen sl. vor. Fór flutningurinn fram i húsi Griegs, Troldhaugen og hlaut listafólkið frábæra dóma blaðanna þar i borg. Aðgangur að hljómleikunum, sem hafjast kl. 20.30 f Norræna húsinu veröur seldur viö inngang- inn. Philip Jenkins og Guðný Guðmundsdóttir. Sýningar urn helgina Kjarvalsstaðir: Félagið Myndkynning sýnir grafik- myndir eftir þýska og franska listamenn, auk fjölda mynda eftir ERRÖ. Einnig eru á sýningunni oliu- málverk Færeyingsins Ey- vindar Mohr. Sýningunni lýkur 5. september. Norræna húsið: Sýningu dönsku listakvennanna Mable Rose og Lone Plaetn- er lýkur á sunnudagskvöld. Hún er opin alla daga kl. 13-19. Bogasaiur: Teikningar eftir Alfreð Flóka verða til sýnis kl. 14-22 til sunnudagskvölds, en þá lýkur sýningunni. Gaileri Sólon islandus: Jónina Guðnadóttir sýnir keramfkmuni. Sýningin er opin-kl. 14-22 frá 3.-19. september. Tjarnarbúð: Jakov V. Haf- stein opnar á laugardag sýn- ingu á 47 oliu-, pastel- og vatnslitamyndum. Sýningin er opin til 11. september kl. 16.-22 virka daga og 14.-22 um helgar. Laugardalshöll: Sýningin „Heimilið ’77” er opin kl. 15-22 til 11. september. Leika fjórar sónötur

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.