Vísir - 10.09.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 10.09.1977, Blaðsíða 10
Laugardagur 10. september 1977 VISIR 10 VÍSIR CtK«*ían3i:" ItcykjaprentfhY h ramkvæindastjóri: DaviA (•uAmHindsson Hilstjórar: l>orsteinn l’; Isson ábm. C>lafur Kagnarsson. Itilstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Frétlastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson l'msjón meA HelgarblaAi: Arni Þórarinsson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir Edda Andrésdottir, Einar K. Guöíinnsson, Elías Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson, Hallgrimur H. Helgason, Kjartan L. Pálsson. óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guöjónsson, Sæmundur Guövinsson Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. ( tlitsleiknun: Jón Oskar Hafsteinsson. Magnus Olafsson. I.jósmyndir: Kinar Gunnar Kinarsson, Jens Alexandersson Loftur Asgeirssón. Sölustjiiri: Páll Stefánsson Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingiysljúi'i: Siguröur It Pétursson Auglvsingar: Siöumúla H. Simar Hlifill. Askriftargjald kr. UOIl á mánuói innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-1 simi HKIill Verö i lausasölu kr. 70 eintakiö. Ititstjórn: Síöumúla II. Simi Hlilill. 7 linur. Prentun: Blaöaprent lif. . Mat blaðs, en ekki flokkspólitík Bollaleggingar Vísis fyrir skömmu um stöðu núver- andi rikisstjórnar og hugsanlega aðra kosti varðandi stjórnarsamstarf hafa hrært upp í hugum daglegra talsmanna stjórnmálaflokkanna. Einkanlega sýnast þó talsmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins vera áhugasamir um að ræða vilja leiðtoga sinna i þessum efnum. Talsmenn sjálfstæðismanna og alþýðuf iokksmanna hafa á hinn bóginn látið umræður þessar afskipta- lausar að mestu. Það er helst að sjálfstæðismenn bendi á, að umræður þessar sýni það eitt, að f lokkarn- ir sjái ekki aðra leið út úr aðsteðjandi vandræðum en starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Þannig lítur hver sínum augum á silfrið. Ritstjóri Timans heldur því fram í blaði sínu, að bollaleggingar Visis um þetta efni sýni áhuga heild- sala á samstarfi viö Alþýðubandalagið. Þessi fullyrð- ing er siðan notuð sem árásarefni á forystumenn Al- þýðubandalagsins. Og þeir svara síðan fyrir sig með ádrepu á gróðaöf lin. Vel má vera, að áróðursbrögð af þessu tagi séu sniðug frá f lokkssjónarmiði, en þau benda jafnframttil þess, að ritstjóri Timans hafi ekki nægjanlega gott pólitískt nef. Miklu liklegra er að heildsalar t.d. innan Sjálf- stæðisflokksins séu almennt á móti samstarfi við Al- þýðubandalagið. Vísir hefur á hinn bóginn sett fram það sjónarmið, að rikisstjórnarsamstarf á svonefnd- um nýsköpunargrundvelli gæti að sumu leyti a.m.k. verið sterkara en samstarf tveggja stærstu flokk- anna. Þetta er aðeins mat blaðsins miðað við núver- andi aöstæður, en ekki f lokkspólitísk yfirlýsing. Vísir > hefur einfaldlega ekki gert tilraunir til að gefa yfir- lýsingar af því tagi. Það er ekki hlutverk blaðsins. Núverandi ríkisstjórn hefur gert ýmislegt vel. Lausn landhelgismálsins ber þar hæst. útilokað er, að rikisstjórn af nýsköpunargerð hefði getað leitt það mál til lykta jafn farsællega og á jafn skjótan hátt og núverandi stjórn. I byrjun þessa árs var einnig Ijóst, að ríkisstjórninni hafði í ýmsum efnum tekist að snúa efnahagsþróuninni í rétta átt. En að sjálfsögðu réðu batnandi viðskiptakjör miklu þar um svo og tiltölulega skynsamleg launapólitik verkalýðsfélaganna. Alþýðubandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa mest áhrif innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Með hliðsjón af þvi, að útilokað er um árangur í viðureigninni við verðbólguna, nema þar um náist viðtæk pólítísk samstaða með óbeinum stuðningi hagsmunasamtakanna, bendir margt til þess, að stjórn á nýsköpunargrundvelli yrði sterkari á því sviði en núverandi stjórn. Hitt er Ijóst, að slíkt stjórnarsamstarf gæti ekki staðið nema fá ár m.a. vegna varnarmálanna. En ef vilji væri fyrir hendi gæti þess konar stjórn á nokkrum árum unnið bug á ringulreiðarverðbólgunni, en það markmið er nú mikilsverðast í íslenskum stjórnmál- um. ♦ Ljóst er, að öfl lengst til hægri í Sjálfstæðisf lokkn- um og lengst til vinstri í Alþýðubandalaginu eru likleg til þess að standa á móti stjórnarsamstarfi af þessu tagi. Hugmyndir sem þessar sýnast ekki hafa verið ræddar i f lokkunum og því er erf itt að leggja raunsætt mat á afstöðu þeirra eða einstakra hluta þeirra í þess- um efnum, ekkert hefur t.d. komið fram er bent gæti til annars en núverandi stjórnarflokkar vilji halda áfram samstarfi. VELLYSTINGUM j V______________/ Það var á bænadegi fyrir nokkrum árum, að herra biskupinn gaf prestum og öðr- um kirkjugestum þann dag það bænarefni, að þá skyldi Guði flutt þakkargerð fyrir góðæri og alla gæfu þjóðar vorrar I ytri efnum. Þetta var timabært þakkar- efni þá. Svo er ekki siður nú á þessum siösumardögum þegar meö sanni má segja, að byggðir um lands, blessaðar ástgjafir hans drjúpa sem dögg til vor niður... Sjaldan eða aldrei i sögu sinni, mun þjóöin hafa átt viö aö búa jafnmikiö góðæri, aldrei haft jafn mikið handa á milli, aldrei átt slfka gnægð ytri efna eins og nú. En þá er bara spurningin þessi: Hvernig notast okkur þessi rikulegu föng? Hvernig verjum við þessum miklu gæöum? Mis- jafnlega eins og gengur. — Sum- ir vel aörir miöur vel. Mörgum veröa þau m.a.s. að fótakefli. Þar er svo mikið undir ein- staklingnum komið — andlegum þroska hans, hófstillingu, sjálfs- tamningu, skynsamlegu mati hans á gildi efnislegra gæða, þroska og þjálfun i réttri meö- ferð fjármuna. En hvernig svo sem afstöðu okkar er nú háttað i þessum efnum, hversu fær eða ófær við erum á þessu sviði, þá er þaö eitt, sem getur hjálpað og gefið okkur hin réttu mið og ger- ir okkur auðveldara að skipta þeim réttlátar með öllum lands- ins börnum. — En er þaö ekki einmitt þetta, sem er okkar mesta vandamál, hjá það má kannske segja, að i sumra aug- um sé þetta okkar eina vanda- mál eins og stendur — hvernig þetta mikla magn efnislegra gæða, sem viö öflum, hvernig þessu eigi aö miðla milli stétta og starfshópa og einstaklinga. Ef við litum á lifsgæðin sem gjafir Guðs þá vitum við hver á skipta: Kærleikurinn á aö skipta.Og hvernig er þaö þegar kærleikurinn skiptir? Engir kaldir útreikningar, sem allir draga i efa, engar frekjulegar kröfur um sem rifastan hlut — án tillits til annarra, engin kreppt hönd um gróða af ann- arra erfiði, til að tryggja imyndaöa eiginhagsmuni, engin auðsöfnun til að halda við heimskulegu prjáli eða drepa lifslán sitt með nautnalyfjum. Hið þakkláta hjarta sem tekur á móti gæðum Hfsins sem gjöf- um Guös — þvi verður aldrei ráðafátt með að skipta efnis- tæðunum með sér og með- ræðrum sinum þvi að öll erum við börnin hans, himnaföðurins, elskuð af honum, fædd til þess að lifa i samfélagi við hann, CSr. Gísli Brynjólfsson skrifar ----------V---------- nærð og styrkt af hans kærleiks- mætti. Við lifum viö blessun allsnægtanna og eigum svo mik- ið að þakka. En þrátt fyrir alla velgengn- ina að máske miklu fremur vegna hennar er lifsvandinn nú meiri en áður. Það er stað- reynd, sem við öllum blasir og þá er aö taka henni og þeim vanffa, sem henni fylgir með þeim manndómi yfirvegun og viðsýni, sem hver og einn hefur yfir að ráða. f þeirri viðleitni er eðlilegt að ganga á vit kristinnar lifs- skoðunar og þess kærleiksrika lifsmáta, sem hún boðar. Hér er gott að leita til Páls postula eins og löngum fyrr og vita hvort ekki hægt er að finna orð hjá honum, sem hér á vel við. Talar hann ekki einhvers- staðar um allsnægtir á aöra hlið og hinsvegar um hinn skorna skammt? Já þau ummæli er að finna i Filippibréfinu, fjóröa kapitula, tólfta versi. Þau orð skulum við leggja okkur á hjarta, festa okkur i minni. Það er hollt og heilsu- samlegt á dögum velgengninnar ekki siður en á hinum .erfiðu timum. En Páll segir svo: Bæöi kann ég aö búa viö lftinn kost. Ég kann einnig aö hafa alls- nægtir. Hvarvetna og i ölium hlutum hef ég lært þánn leyndardóm, bæöi aö vera mett- ur og vera hungraöur, bæöi aö hafa alisnægtir og liöa skort. Tökum eftir þvi að Páll kallar þetta leyndardóm. Hver er sá leyndardómur? Það er leyndar- dómur guðsamfélagsins. Það er þetta, að finna það, sannfærast um það, að á bak við allar alls- nægtir efnisheimsins býr sá máttur, sem hefuÞskapað þetta allt, viðheldur þvi og veitir okk- ur börnum sinum hlutdeild i þvi af náð sinni og kærleik, veitir okkur öllum að þvi eðlilega hlut- deild ef við berum gæfu til að skipta þvi réttlátlega, nota það af hófsemi og njóta þess i þakk- látri gleði til hans, sem er gjafarinn allra góðra hluta. Krjúp lágt þú litla þjóð við lifsins náöarflóð. Eilifum Guði alda þú átt i dag að gjalda. Allt lánsfé lifsins stunda meö leigum þúsund punda. Viðsvegar um borgina standa kirkjurnar — húsin Guði vigð. Þangað kalla klukkurnar söfnuðinn til að þakka lofa og biðja. Ætlar þú að hlýða þvi kalli á morgun?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.