Vísir - 18.09.1977, Side 3

Vísir - 18.09.1977, Side 3
í VISIR Sunnudagur 18. september 1977. 3 „Ég hef unnib mest meö Vil- hjálmi Vilhjáimssyni, Magnúsi Kjartanssyni og Jóni Ólafssyni i sambandi viö þetta og held aö ég hafi verið heppin aö ienda meö þeim” að tala um þetta núna, þvi ég er nú bara barn ennþá. Ég er voðalega litil eins og þú kannski sérð og svo er ég lika litil i mér. Einhvernveginn finnst mér skrýtið, að ég skuli vera komin i tólf ára bekk, enda held ég að ég sé minnst af öllum þar.” „Er þér stritt vegna þess að þú skulir vera að syngja og vera svona litil?” „Mér finnst ofsalega gaman aö syngja. Þaö reddar mér alveg” „Já, mér er bæði stritt út af þvi að ég skuli syngja og vera svona litil og horuð. Stundum, þegar krakkarnir eru að striða mér, finnst mér ég verða minni og minni og svo lit ég niður i gólfið og sé, hvernig það færist nær og nær. Þá er best að lita bara upp i loft aftur.” „Sumir krakkar reyna að nota mig. Þau vilja tala við mig og kynnast mér, bara af þvi, að ég hef sungið á plötum. Svo hætta þau að vera með mér. Ég á samt eina vinkonu, sem er alltaf jafngóð, hvað sem á dyn- ur, og hún heitir Finna. Hún á svaka skemmtilegan páfagauk, sem*finnst voðalega gaman að gogga i mann. Einu sinni gubb- aði hann upp i eyrað á Finnu. Eyrað, hugsaðu þér. Hann er lika dálitið skrýtinn að þvi leyti, að hann er aldrei einmana, ef hann hefur spegil hjá sér. Svona er hægt að blekkja sig”. „Þetta meö páfagaukinn minnir mig á, að ég á kött, sem ég þarf að gefa einhverjum. “Vantar þig kött? Hann hafði nefnilega villst og ég fann hann og tók hann heim með mér. Ég á bará kött fyrir og þessvegna ætla ég að auglýsa eftir eigand- anum eða gefa hann, ef enginn kemur og nær i hann. Þú getur nú vel auglýst þetta fyrir mig i leiðinni. Þegar ég er orðin stór ætla ég að eiga mikið af dýrum eins og Guðrún A, Simonar. Mér finnst hún syngja ágætlega, en hún syngur auðvitað allt öðru- visi en ég”. //Uppi í loftinu er algjör friður" „Mig langar dálitið til að verða eins og Vilhjálmur Vil- hjálmsson” sagði Rut allt i einu upp úr þurru. „Hann kann að fljúga flugvél og oft flýgur hann hátt, hátt upp og lætur vélina bara sjálfa stýra sér. Siðan fer hann að lesa i bók eins og ekkert væri, þvi að uppi i loftinu er algjör friður. Mig mundi langa til að fljúga svona. Samt er ég dálitið flughrædd og ég vildi ekki sifellt vera fljúg- andi um eins og til dæmis Elvis Presley. Hins vegar hefði ég Rut ásamt Jónasi Þau eru þarna aö hlusta á árangur dagsins. „Þaö er sko ekkert litiösem ég fæ að boröa hjá þeim” þýddi fyrst, þegarég byrjaði, en þá var ég lika bara niu ára.” ,,Kemur fyrir aðég vilji allsekki deyja" Þegar hér var komið sögu varð okkur allt i einu litið út um gluggann og sáum þá, að komið var langt fram á kvöld og myrkrið farið að færast yfir. „Úúú, nú þarf ég að fara heim i myrkrinu” sagði Rut. „Ég er dálitið myrkfælin, þú skilur. Stundum þegar ég er að labba á kvöldin og sé skuggann minn koma á eftir mér, held ég að einhver sé að elta mig. Ég er lika hrædd við að deyja. Það kemur fyrir aö ég vilji alls ekki deyja og segist ætla að ráða þvi alveg sjálf. En ég veit aö guö ræður. Hann kemur kannski og segir að nú eigi maður aö fara undir bil og þá fer maður undir bil. Það hefur mér að minnsta kosti verið sagt”. — AHO „Kyssa jólasvein í gææææær” ekkert á móti þvi að vera rokk- kóngur eins og hann. Ég er ofsa- lega skotin i honum, og músikin er flott. Finnst þér ekki leiðin- legt að hann skuli vera dáinn? Ég vildi óska að ég hefði þekkt hann. Það er sagt að hann hafi verið mjög góður við börn og dýr og ég trúi þvi alveg.” ,/ Pæli aldrei í peningum" „Færðu mikla peninga fyrir að syngja inn á plötur?” „Alltaf eru allir að spyrja mig um peninga. Það er eins og fólk ætli aö reyna að stela þeim af mér eða eitthvað álika. Ég pæli aldrei i peningum, heldur læt mömmu og pabba alveg sjá um það. Ég vil helst ekkert vita af þessu. Mamma og pabbi leggja peningana, sem ég fæ ábyggi- lega inn á banka og skammta mér svo það sem ég þarf. Samt verð ég nú að viðurkenna að mig langar ofsalega til að kaupa skiði og skiðaföt fyrir veturinn en ég veit ekki, hvort ég get það þetta árið. Það fer alveg eftir þvi, hvort plöturnar seljast vel”. „Það skiptir mig miklu meira máli hvað ég hef gaman af þessu en hvort ég fæ peninga eða ekki. Ég hef lika lært mikið af að vinna með þessum mönn- um. Til dæmis hef ég meiri orðaforða núna en ég hafði áður. Þeir segja mér alltaf hvað orö- in, sem þeir nota, þýða, svo sem orðið „opinberlega”. Ég haföi ekki hugmynd um hvað þaö Rut Reginalds er aöeins tólf ára, en samt hefur hún þegar sungiö inn á fjórar hljómplötur og er um þessar mundir aö syngja inn á þá fimmtu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.