Vísir - 18.09.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 18.09.1977, Blaðsíða 8
ATHUGIÐ! T iskupermanent-klippingar og blástur. (Litanir og hárskol) Ath. gerum göt í eyru — Mikið úrval af lokkum. Hárgreiðslustofan Lokkur Strandgotu 1—3 (Skiphól) Hafnarfirði >, Simi 51388. Sunnudagur 11. september 1977 VISIR VISIR Sunnudagur 11. september 1977 M j / t* ■ F :', ' ' ' ' fj , •, • j.' S mm i r.. i v ‘1 & KKKi ‘ ; *.y ■ ■ ■ "■ ?’■ " f V jj * : •' i: • • • •" - - •■ m |i : m S | ' ■••:.: ; *.; ; •, $p!» : ; «3» SS 8® 8B 5s8 SsSl — Spjallað við Karl Guðmundsson um leiklist og hermilist og fleira „Svona, svonagóðan!” Það var i Bláu stjörnunni, hinni vinsælu skemmtivél Reykvikinga skömmu eftir striö, sem Karl Guðmundsson kom fyrst inn á leiksvið. Arið var 1948. Gamall skólabróðir hans. Friðrik Sigur- björnsson var þá meö útvarpsþátt sem hét Lög og létt hjal. Friðrik vissi að Karl hafði i menntaskóla gert dálitið af þvi aö herma eftir röddum manna, einkanlega kenn- ara. Friðrik fékk Kari til að koma fram i þættinum og bregða sér i liki þjóðkunnra borgara. Eftir bennan útvarpsþátt buðu beir Indriði Waage og Haraldur Á Sigurðsson honum að koma fram ,,Það er stundum skrýtib fyrir hvað fólk man eftir manni. Og ekki er það nú allt merkilegt. Ég skrapp einu sinni i Þjóðleikhúskjallarann. Þar sat á stól við innganginn einhver stelpa sem æpti að mér þegar hún sá mig: „Heyrðu, ég man eftir þér! Ég sá þig einu sinni i leikhúsi. Þú varst bor- inn frosinn inn á sviðið!” Ég áttaði mig strax á þvi að þetta hafði verið i leikför Leikflokks Emi- liu með Sláturhúsið hraðar hendur eftir Hilmi Jóhannesson. En stelpan mundi ekki hvert leik- ritið var. Hún mundi hins vegar eftir þessum manni sém var borinn stiffrosinn inn á sviðið!” Karl Guðmundsson skellihlær yfir þvi hlut- skipti að hafa setið fastur i endurminningu stelp- unnar i þessu hraðfrysta formi. í hugum flestra leikhúsgesta er hann trúlega fyrst og fremst hinn snjalli túlkandi skondinna og skemmtilegra karla, — málari fjölbreytts gaileris af kómiskum en manneskjulegum karakterum i sýningum Leikfélags Reykjavikur. Margir vita þó, að Karl Guðmundsson hefur komið víða við og er f jölhæf- ur listamaður. Lengi vel var hann kunnasta eftir- herma landsins. Hann er höfundur vandaðra þýðinga á leikverkum úrvalshöfunda, og sjálf- sagt er þekktust þýðing hans á Morðinu i dóm- kirkjunni eftir T.S. Eliot sem flutt var af Leik- félaginu i Neskirk u. Ekki sist er Karl framúr- skarandi upplesar. i útvarp, og minnisstæður er margslunginn flutningur hans á Snörunni eftir Jakobinu Sigurðardóttur og sögum Steinars Sigurjónssonar. Karl er meira að segja liðtækur teiknari. Karl Guðmundsson er ekki gefinn fyrir að tala um sjálfan sig. Hann var tregur til að samþykkja blaðaviðtal. Sagðist vera litið fyrir públisitet. Hann væri svo feiminn. Það var ekki tekið gilt. Þeear Karl blöur eftir innkomu á sviöiö niöri I kaffistofu I Iönó grlpur hann stundum I að rissa upp myndir af starfsfélögunum sem bföa þar meö honum. Hér má sjá Kjartan Ragnarsson, leikara og höf- und, i augum Karls. Hann segir aðþessar teikningar séu bara einn anginn enn af hermidellunni. hjá Bláu stjörnunni. Þar voru aðalkraftarnir Haraldur A. og Alfreð Andrésson, og Tómas Guð- mundsson skrifaði textann. „Siðan bauð Indriði mér hlut- verk i Meðan við biðum eftir norska rithöfundinn Johan Borgen sem fært var upp i Iðnó. Þar var mestan part þögul rulla. Ég sat á piningarbekk á járn- brautarstöð, huggandi grátandi eiginkonu sem leikin var af Her- disi Þorvaldsdóttur, og sagði i sifeliu: „Svona, svona góðan”! Eins og krakkar áháhesti A þessum árum kom Karl tals- vert fram á skemmtunum, og blandaði þar saman eftirhermum og upplestri. „Þvi miður hafði ég ekki vit á að hætta að herma eft- ir”, segir hann og brosir. Af hverju, þvi miður”? „Vegna þess að ég hefði aldrei átt að koma áhorfendum upp á að búast við eftirhermum af mér. Þetta er eins og með krakka sem einu sinni er lyft á háhest og vill uppfrá þvi alltaf vera á háhesti. Það var erfitt að öðlast viður- kenningu á öðru sviði eftir að eftirhermuorðið komst á mig”. Ertu alveg hættur að herma eftir? „Ég byrja aldrei á þvi aftur aö troöa upp einn meö eftirhermur. t þröngum hóp, t.d. i partium með vinum minum leikurunum, gripégstundum i þetta að gamni. Og i Iðnóreviunum hafa veriö smáeftirhermuglefsur. Ég er þvi ekki búinn að skera alveg á tengslin við hermilistina, enda finnst mér það ástæðulaust”. Eftirhermur — sterkasta innlifunin. „Eftirhermur eru skrýtinn hlutur” segir Karl'. „Anægja áheyrandans byggist á þvi að sjá likingu milli tveggja hluta. Að endurþekkja fyrirmyndina. I þessu liggur megin húmorinn. En þegar best lætur eru eftirhermur sterkasta innlifun leiklistarinnar, vegna þeirrar nákvæmni sem það krefst að þræða fyrirmyndina sem maður hefur i huganum og finnur i skrokknum. Maður upp- lifir bókstaflega annan mann. Auðvitað er hægt að gera eftir- hermur yfirborðslegar eins og allt annað. Ef þetta er aftur á móti gert af tilfinningu held ég að eftirherman sé mesta innlifun sem fyrirfinnst i leiklist”. „Það versta við eftirhermurnar fannst mér sú krafa að þær væru fyndnar, — að þær byggðu á hæðnislegum bröndurum á kostn- aö fyrirmyndarinnar. Mér þötti það ekkert skemmtilegt, — var hálfpartinn I nöp við slika texta og reyndi oft að taka broddinn úr þeim. Þetta er i lagi i kunningja- hópi, en mér fannst ekki gaman aö gera þetta fyrir fjölmennt públikum. Þá gat maður aldrei vitað nema einhver nákominn fyrirmyndinni væri i salnum og liði illa.” Leiklist— hermilist „En þegar allt kemur til alls má segja að megnið af kómik byggi einmitt á ótta. Hláturinn sprettur út frá vissri hræðslu eða óöryggi sem býr innra með okk- ur. Fólk hlær að manni sem i gamanleik er i kringumstæöum sem honum virðast hættulegar. Það hlær vegna þess að það hefur meiri vitneskju en hann. Það hlær lika að manni sem dettur á rass- inn ekki vegna illkvittni, heldur vegna þessað það setursigsjálft i hans spor. Kómikin byggir á þessari finu brún, þar sem inni- byrgöur ótti og hlátur mætast”. Eru ekki i raun mjög sterk tengsl milli hermilistar og leik- listar? Er kannski öll leiklist að verulegu leyti hermilist? „Það má segja það kannski að vissu marki”, segir Karl.” Alveg eins og aukin þekking og þroski kemur i kjölfar þess þegar ungt barn fer að herma eftir umhverfi sinu, —stæla fullorðna fólkið. Það má styðjast viö eftirlikingu á ytri einkennum fólks i leik, en hún getur afturámóti aldrei riðiö baggamuninn um það hvort flutn- ingurinn heppnast eða ekki. Þar veltur allt á flutningskraftinum. Til þessað samtal á sviöi gerist á eðlilegan hátt dugir ekki að herma eftir. Leiklist og hermilist er þannig ekki það sama, þótt þetta tvennt sé skylt. Menn geta sem sagt nýtt kunnáttu I eftirhermum i leiklist, en hún ein dugir ekki til”. „Besti vinnustaðurinn” Þrátt fyrir það að Karl Guðmundsson léti draga sig út i eftirhermur að námi loknu lék hann annað slagið i sýningum, bæði iÞjóðleikhúsinu og Iðnó, þar sem hann m.a. lék hlutverk Andrei i Þremur systrum eftir Tékof. Og einnig tók hann talsvert þátt i starfsemi Grimu. „Þannig að ég hafði allan timann samband við leikhúsin og áttiþar vini. En það var eiginlega ekki fyrr en með stofnun Leik- Sjansinn sem ekki var notaður. Karl segir að það hafi lengi blundað i sér að verða leikari. Eftir,,minniháttar háskólapróf og ýmiskonar geðsveiflur” gekk hann i leiklistarskóla Ævars Kvaran og var þar á annað ár. Og árið 1948 fór hann til London og settist i Royal Academy ofí. Dramatic Art. Þar lauk hann prófi tæpum þremur árum seinna. „Það var óskaplega skemmti- legur timi. Þegar svo leikarar koma heim frá námi eru þeim oft- ast gefnirsjansar á að sýna hvað i þeim býr. Fyrsta tækifærið sem mér bauðst var hlutverk Hró- bjarts i Skugga-Sveini, sem Haraldur Björnsson, leikstjóri og Guðlaugur Rósinkranz buðu mér i Þjóðleikhúsinu. En ég hafnaði hlutverkinu. Hefur lik- lega ekki fundist það nógu gott. Svona sjönsum má maður bara ekki sleppa, þvi þá getur maður dottið útúrþessu. Ég sé eftirá að þetta var tækifæri sem ég hefði liklega ekkiáttað láta ganga mér úrgreipum. Þetta var gott gang- stykki með yfir hundrað sýning- ar, og ekki auðvelt að segja hvemig ferillinn hefði þróast upp úr þvi. En fyrir bragöið komst ég eiginlega ekki að ráði inn I leik- húsin hér i nokkum tima.” „Maður segir bara einsog Halldór E. gæti orðað það: Rekstrargrund völlur lslendingsins er rangur’ LANGAIU háls? Algjör óþarfi! Leiktœkin eru í þœgilegri hœð fyrir t flest alla iu \\ Leiktæki seni allii i aldursflokkar geta ' i unað við. ív\ UNGIRSEM |H ALDNIR Fjöldinn allur af marq<- V : N\ kyns leiktækjum m a \ — Mörg kuluspil r_, 1 — Körf uboltaspil í, (\ — Gjafmildur fill }K' , — SjónvarpsleiktæK ,A - !-TV — Byssa A )j' — Járnklóin irrify j- Djúp Box r, j— Boxaratæki ) — Helkopter k. |Sq. A / — Kappakstursbill K [Vi \ / Gos & sælgæti Leiktœkjasalurinn l ( Y/ s V — opií> a*11 % >i‘i 4, GRENSASVEG 7 — opið alla daga kl. IZ-2:i.:io ..iW

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.