Vísir - 14.12.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 14.12.1977, Blaðsíða 4
Stjórn Ródeslu leggur sig nú alla I framkróka til aö stemma stigu viö þjóöflutningi hvitra úr landinu. Hún á viö ramman reip aö draga, sem er kviöinn viö ófriö svartra skæruliöa og óvissan um framtiöina. Brottflutningur hvitra Ródesiu- manna þetta áriö hefur fariö fram úr öllum slikum tölum fyrri ára. Þessu fólki finnst augsýni-1 lega landsins gæöi, sem óneitan- lega eru mikil, ekki vega upp á móti ókostunum. Svo sem eins og sjö mánuöi ársins viö landvarnir, ört hrörnandi efnahagur og meirihlutastjórn blökkumanna færist óöum nær. Þessar tölur jafna sig upp meö, aö um 1,000 manns flytjist mán- aöarlega af landi brott. f örvæntingartilraun sinni til þess aö stööva þetta blóðrennsli hefur stjórnin skoriö upp áróöurs- herör i útvarpi, sjónvarpi og blöö- um. — „Þegar þú ert einu sinni oröinn Ródeslumaöur, getur ekk- ert annað land komiö i þess stað!”...er eitt aöalslagoröiö. „Okkur er ljós sá kviöi, sem tekur aö naga fólk, þegar þaö sér á eftir vinum og nágrönnum úr landi. Veröa þau siöustu mann- eskjurnar, sem eftir dvelja?” sagöi málpipa upplýsingamála- ráöuneytisins i viötali viö frétta- mann Reuters á dögunum. En þaö er upplýsingamálaráöu- neytiö, sem stendur fyrir áróöursherferöinni. Brúðuvagnar Brúðukerrur Brúðukörfur Brúðurúm Brúðuvöggur Rugguhestar Þríhjól Spyrnubílar Stignir bílar HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞÉR EITTHVAÐ FYRIR BARNIÐ, UNGLINGIN OG ÖLDUNGINN ATH. VIÐ PÓST- SENDUM HVERT Á LAND SEM ER! „Viö miöum aö þvi aö sefa þennan óróa og fullvissa fólk um, aö þaö verði ekki eitt eftir. Eins viljum viö vekja fólk til umhugs- unar um, aö þaö er ekki allt gull og grænir skógar, sem þaö finnur fyrir hinum megin”. Aö „vekja til umhugsunar” er vægt til oröa tekið, þvi aö þaö er hamraöfast á þessu siöara atriöi. Margir Ródesiumenn eiga taugar til gamla Bretlands. Sér vel meðvitandi um þaö, hamra áróðursmeistararnir á þvi, aö i Bretlandi sé óöaverðbólga, mikiö atvinnuleysi, léleg lifskjör og siö- ast en ekki sist — standi blökku- menn I biöröðum meö hvitum á biöstöövum strætisvagna! (Aö hugsa sér!) „Helmingur þeirra, sem út- skrifast úr skólum i Bretlandi, á ekki atvinnu visa, veðriö óhræsilegt og lifskjörin þannig, að náö gæti út tárunum á rottu”, segir i þessari upplýsingamiölun. Brugöiö er upp svipmyndum úr Bretlandi, þar sem getur aö lita gamlan einmanalegan mann norpa undir regnhlif, heila röö af kolarykugum fátækrakofum og biöröö, þar sem ægir saman hvit- um, blökkumönnum og Asiu- mönnum. „Allir eru aö segja okkur, hvað er aö hjá okkur”, segir I einni auglýsingunni. „Nú skulum viö segja ykkur, hvaö er aö hjá þeim”. „í Brasiliu”, segir áfram, ófriölegar framtiöarhorfur fæla margan hvitan mann- inn úr Ródesíu. „fjölgar ibúum Riode Janeiro um 350.000 á ári og elur þaö af sér spákaupmennsku sem hækkar húsaleiguna upp I tifaldar tekjur meðalmannsins”. Um Astraliu eru útmálaöar dapurlegar framtiðarhorfur versnandi kjara og daglegs ófriö- TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Stœrsta leikfanga- verslun landsins TÓfflSTUflDAHÚSIÐ HF Laugauegi lSVReqfcjauik s=S1901 ar á vinnumarkaönum. Um Bandarikin: „Sjö prósent atvinnuleysi, en glæpir jukust um ellefu prósent á siöasta ári”. Kanada: „Litil von til þess að dragi úr atvinnuleysinu. Eilifar kritur milli frönsku- og ensku- mælandi ibúa landsins”. Portúgal: „Milli 700.000 og 1.000.000 flóttamenn frá Angóla og Mozambique var meira álag, en óstööugur efnahagur Portú- gals gat boriö”. „Við erum aö reyna aö sýna herra og frú Ródesiu, og börnum þeirra, að þetta er ekki svo afleitt land, þegar allt kemur til alls”, sagöi ráöuneytismálpipan siöar i viðtalinu viö Reuter. „Hvað sem liður vandamálum okkar hér i Ródesiu, þá eru þau minni um- fangs en nokkursstaöar annars- staðar.”. Þaö er ekki látið undir höfuð leggjast á meöan að huga aö inn- flutningi fólks til Ródesiu. Sérstök rækt er þar lögö viö þá Ródesiu- menn, sem flust hafa úr landi. Fyrir tveim árum voru 25% inn- flytjenda Ródesiumenn, sem flust höföu úr landi, en tekiö sinna- skiptum. Nú er þessi hlutfallstala komin upp I 40%. Yfirvöld Ródesiu hófu þessa herferð i lok október. Ef spurt er um árangurinn, telja þau of snemmt aö segja til um, hvort hann sé einhver. Spakir menn ætla, að eina ráð- iö, sem hrifa mundi til þess að stööva fólksstrauminn úr landinu, væri pólitiskt samkomulag, sem bindi enda á skæruhernaðinn. Um samkomulag er ekki aö tala ööru- vlsi, en þaö leiöi af sér rikisstjórn blökkumanna. Og ýmsir telja, aö þaö mundi orka öfugt. Nefnilega auka brottflutninginn. Aö minnsta kosti um hrið. „Hviti maðurínn á sér tak- markaða framtiö i Ródesiu”, sagöi einn framámaöur i stjórn- málum Ródesiu i lágskrafi viö Reuterfréttamanninn, Rodney Pinder. „Þetta verður land blökkumanna”. Af fólksflutningnum aö dæma viröist hann eiga sér marga skoö- anabræður. Samt er þaö svo, aö mönnum er ekki gert létt um vik i Ródesiu viö að taka sig upp og hafa búferla- skipti. Þar koma til þröngar tak-/ markanir þess opinbera á þvi fjármagni, sem Ródesiumenn mega taka með sér úr landi. Eitt þúsund dollarar er há- markið fyrir fjölskylduna, og er ekki mikiö til þess aö koma undir sig fótum i nýju landi. Sílasalan Höfóatuni 10 s.18881&18870 Maverick árg. 74 sjálfskiptur, ný snjódekk, útvarp, stólar, ekinn 100 þús. Verö 1700 þús. Skipti á ódýrari. 'twmp Dodge Power Wagon árg. '67 pick-up. Ný breiö dekk og felgur. Brúnsanseraöur, 5 dekk á felgum fylgja. Verö 1700 þús. Skipti Range Rover árg. 72 ekinn 96 þús. km. Hvitur, ný snjódekk. Verö kr 2,5 millj. Skipti koma til greina. X' Mini 1275 G.T. 77 ekinn 9 þús. vinrauður, snjódekk og sumardekk. Skipti á ameriskum allt aö 2,5 milljónum. ATH. höfum opið á sunnudögum. óskum eftir vörubíl 5-6 tonna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.