Vísir - 14.12.1977, Blaðsíða 14

Vísir - 14.12.1977, Blaðsíða 14
J4. I að okkur upplýsingum „Viö erum búnir aö vera aö leita fyrir okkur i einum fjórum löndum”, sagöi Pétur Svein- bjarnarson formaöur knatt- spyrnudeildar Vals, er viö rædd- um þaö viö hann i gær hvort Vals- menn væru búnir aö ráöa sér þjálfara fyrirnæsta keppnistima- bil. „Viö höfum veriö i sambandi við aöila I Hollandi Belglu, A- Þýskalandi og Sviss og það hefur ekki gerst mikið I málinu. Við erum þessa dagana aö viöa aö okkur upplýsingum erlendis frá, og munum aö þvi loknu setj- ast niður og leggja niöur fyrir okkur hvar viö ætlum aö reyna á- fram. En þaö er stefna okkar aö fara rólega i þessi mál. en við stefnum að þvi aö fá hingaö þjálf- ara sem kæmi um mánaöamótin janúar-febrdar. — Flestfélögini 1. deild hafa nii ráðið þjálfara fyrir næsta keppn- istlmabil. Jóhannes Atlason verð- ur með Þór, Guðni Kjartansson meö IBK Þorsteinn Friðþjófsson með Þrótt, Magnús Jónatansson meö KR. Guömundur Jónsson meö Fram, Billy Haydock með Vlking, Þórir Jónsson með FH George Skinner með IBV og allar llkur eru á þvl að George Kirby verði áfram með Islandsmeistara Akraness. — gk Forest keypti Needham Brian Clough, framkvæmdastjóri Notthingham Forest keypti i gær varnarieikmanninn David Need- ham frá QPR fyrir 140 þúsund pund. — Needham var seldur til QPR fyrir 6 mánuöum á 90 þús- und pund frá Notts County. Hlutverk Needham I liöi Forest verður aö taka við stöðu Larry Lloyd sem meiddist illa á fæti I leik Forest gegn Coventry um helgina og getur ekki leikið með á næstunni. gk —• Neskens frú í 6 vikur Hoilenski knattspyrnumaöur- inn Johan Neskens, sem leikur meö spænska iiöinu Barcelona, var i gær skorinn upp vegna meiðsla I hné, og er reiknaö meö aö hann veröi frá æfingum og keppni I 6 vikur af þeim sökum. Miðvikudagurinn 14. desember 1977 i VISIR VISIR i Miövikudagurinn 14. desember 1977 . ~ r ~t 'í’-' - Úr leik Armanns og Þróttar I gærkvöldi. Friörik Jóhannsson hefur hér brotiö sér leiö inn á Hnuna og skoraöi örstuttu siöar. Vlsismynd: Einar. Fylkir náði sér í sín fyrstu stigl — Fylkir sigraði 1. deildarlið ÍR í gœr með 17:16 — Ármann vann Þróttara með 27:22 -Neðstu liðin fyrir leiki Reykja- vikurmótsins I handknattleik sem fram fór i gærkvöldi, Armann og Fylkir unnu nú bæöi slna leiki. Ármann vann Þrótt meö 27:22 og Fylkir vann sinn fyrsta sigur i mótinu móti 1R meö 17 mörkum gegn 16. Fyrri leikurinn var á milli Ár- manns og Þróttar og var hann af- spyrnuslakur. Ármenningar náðu snemma yfirhöndinni og komust 111:5 og höfðu yfir I hálfleik 12:9. I síðari hálfleik tókst Þróttur- um aö jafna 16:16 en þá tóku Ar- menningar viö sér og náðu aftur öruggri forustu sem þeir héldu út leikinn. Jón Viðar var langbesti maður Ármanns og raunar eini maður liösins sem átti góðan leik. Hann var þeirra aöalmarkaskorari framan af og skoraði alls 5 mörk, en Þráinn Asmundsson var markhæstur með 7 mörk (6 viti). 1 liöi Þróttara var meðal- mennskan og varla það I fyrsta öðru og þriðja sæti, en markhæst- ir þeirra voru Konráð Jónsson með 11 mörk (6 víti) og Trausti Þorbergsson með 4 mörk. Eins og lið 1R lék I gærkvöldi þá bíður þess ekkert nema fall I 2. deild I vor, og það er raunar ekki bjóðandi að fyrstudeildarliö sýni annan eins ömurlegheitaleik eins og IR-ingarnir geröu I gærkvöldi. Á iöngum köflum var ekki heil brú I neinu hjá liðinu og Fylkis- menn semhöfðu ekkiunnið sigur I mótinu, tóku fljótlega forustuna. Að vísu komust ÍR-ingarnir 13:1 en um miöjan hálfleikinn hafði Fylkir tekiö forustuna og komist ......i' yfir og leidduFylkismenn Ihléinu 11:8. Þetta tókst IR-ingum að jafna þegar skammt var til leiksloka, en Fylkismenn áttu slðasta orðiö og tryggöu sér sigurinn. Viö höfum þetta ekki lengra um leikina í gær, því aö þeir buðu ekki upp á þau tilþrif að það taki því að skrifa langt mál. Markhæstu menn Fylkis voru þeir Gunnar Baldvinsson meö 6 mörk og Halldór Sigurðsson með 4, en hjá 1R Brynjólfur Markús- son meö 7 mörk og Asgeir Ellas- son með 4. gk—• UREVHLL SÍMI 85522 Opið allan sólarhringinn Bensin-og vörusala við Fellsmúla opin frá kl. 7.30-21.15. Leigjum út sali til funda- ( og veisluhalda, dansleikja ofl. o.fl. HREYFILL FELLSMÚLA 26 Tólf óhorfendur í Höllinni í gœr F ■ — Ahugaleysi einkennir Reykjovíkurmótið í handknattleik sem nú stendur yfir Reykjavlkurmót það I hand- knatUeik sem nú stendur yfir er örugglega það slakasta sem farið hefur fram I mörg ár, og áhuga- leysi einkennir alla framkvæmd mótsins og afstöðu almennings. Tökum sem dæmileikina ígær- kvöidi. Tólf áhorfendur greiddu aögangseyri, 10 fullorðnir og 2 börn, og þessar „fáu hræður” urðu vitni aö þvi að leikmenn Armanns voru að klæða sig i bún- inga slna inni á gólfinu er klukkan var 5 mlnútur yfir 8, en leikirnir áttu aö hefjast kl. 8. — Þróttar- arnir voru reyndar meö búninga sina meö sér tlmanlega, en þeir höfðu ekkert „klistur”, heldur fengu það lánaö hjá Armenning- unum. Þetta er ekki beint uppörv- andi að sjá til liöanna. Eitt annaö dæmi um áhugaleysi og skeytingarleysi forráðamanna mótsins er það að þeir dómarar sem dæma leiki eru nær ávallt einhverjir nýir menn I þeim störf- um, og þvl miöur I flestum tilfell- um ekki færir um að dæma þessa leiki. Ofaná bætist svo að leik- menn virðast enga ánægju hafa af leikjunum sem ekki er von, og fyrir bragðið verða þeir hrút- leiðinlegir á að horfa fyrir þær ,4áu hræður” sem á þá koma. — Ahugi almennings er eftir þvl. 1 gær greiddu 12 aðgangseyri sem fyrr sagði, og i fyrrakvöld greiddu 25 manns sig inn i Höll- ina. — Væri ekki nær að leika þessa leiki bara I æfingatimum félaganna? gk-. Ekki boðaðir ó œfinguna! Ekki byrjaði það gæfulega hjá iandsliðinu okkar i körfuknattleik að þessu sinni, en æf- ingar landsliðshópsins hófust I fyrrakvöld f Hagaskólahúsinu. Af þeim 20 ieikmönnum sem valdir hafa verið i liðið mættu aðeins 7 á æfinguna, og verður það að teljast óviðunandi. Hinsvegar er ekki rétt að skella skuldinni aliri á landsliðspiltana sjálfa. Það er nefni- lega staðreynd aö handahófskenndar aöferö- ir munu hafa verið viðhaföar við boðun liðs- ins. Einn þeirra sem valinn var i hópinn hitti undirritaður i gærdag, og kvaðst hann ekki hafa verið boöaður á þessa æfingu, hann hefði séð það i blöðum að hann væri I lands- liðshópnum, en vissi ekkert um að æfingar væru hafnar. Kvaðst þessi leikmaður vita um a.m.k. einn annan leikmann sem eins væri ástatt fyrir. Ekki var aðsóknin betri igærkvöldi, en þá fór önnur æfing fram. Þá mættu aöeins 5 leik- menn af þeim 20 sem valdir hafa veriö, og er ekki annaö fyrirsjáanlegt en að þessar æfing- ar leggist niöur af sjálfu sér ef ekki veröur breyting á. gk —. Hörkuleikur í körfunni Einn leikur verður I 1. deild tslandsmóts-1 ins ikörfuknattleikf kvöld. Valurog tS leika I iþróttahúsi Ilagaskólans kl. 19. Þessi lið eru tvö þeirra sem taiið er að muni berjast um islandsmeistaratitilinn að þessu sinni, og er vlst að þau munu leggja allt kapp á aö sigra i kvöld. Bæöi hafa liöin tapaö einum ieik, og myndu sigurmöguleikar þess liðs sem tapar f kvöid þvi minnka veru- iega. Það má þvi hiklaust mæla meö þessum leik. Og athygli manna mun ekki hvaö sist beinast aö þeim Bandarikjamönnum Rick Hochenos hjá Val og Dirk Dunbar hjá tS. A 8k-. C STAÐAN ) N“...‘■■-'■v 1 r Staöan I Reykjavikurmótinu I handknatt- leik eftir leikina I gærkvöldi er nú þessi: Ármann—Þróttur tR—Fylkir Fram Vlkingur Valur tR Leiknir Þróttur Ármann Fylkir KR 27:22 16:17 1 164:136 12 1 149:118 10 1 107:90 8 4 148:148 6 3 148:165 5 4 135:138 4 4126:144 4 4 97:110 2 4 101:117 2 Næsti leikur er á laugardag, en. þá leika Valur og Fylkir. Björgvin aftur með í slaginn Landsliðsnefnd Handknattleikssambands tslands valdi i gær þá 12 leikmenn sem eiga að leika gegn liði Iþróttafréttamanna á „Stjörnukvöldinu” I Laugardalshöllinni ann- aö kvöld. Þeir sem leika meö landsiiöinu eru þessir: Gunnar Einarsson Haukum Kristján Sigmundsson Vlkingi Janus Guölaugsson FH Páli Björgvinsson Vlkingi Þorbergur Aöalsteinsson Vikingi Geir Hallsteinsson FH Þorbjörn Guðmundsson Val Viggó Sigurðsson Víkingi Bjarni Guömundsson Vai Björgvin Björgvinsson Vfkingi Arni Indriöason Vlkingi Árni Indriðason Vikingi Jón Karlsson Val ólafur Einarsson Vlkingi Það er ánægjulegt aö sjá snUIinginn Björg- vin Björgvinsson aftur á lista yfir leikmenn landsliðsins, en hann hefur ekkert leikið handknattleik um nokkurt skeiö vegna meiösla. Hinsvegar hefur hann nú náö sér af þeim meiðslum, og er þaö sannariega gott til þessað vita aö hann er á ný tilbdinn I slaginn. tþróttafréttamenn munu velja sitt lið í dag. og þaö verður tilkynnt á morgun. gk —-. C1 rifipNi lirufii n## II* 1 1 JvRPK JllVvL u Iþróttakabarett" í Laugardalshöllinni annað kvöld Þaö er hætt viö þvl aö mikið verði helgið I LaugardalshöIIinni annaö kvöld. Þar verður boðiö upp á þriggja klukkustunda skemmtidagskrá og eru sum atriöin ekki af lakara taginu. Ómar Ragnarsson, háðfuglinn frægi mun „opna” hátiðina kl. 19,55 og sýnir hann þá upphitun- aræfingar i 10 minútur, en Ómar hefur getið sér gott orð fyrir þess- ar æfingar sem eru mjög fjöl- breyttar. Að þvi loknu hefst dagskrárliö- ur sem kalla mætti „Sláturhús- ið”, en þar eigast við i handknatt- leik og knattspyrnu Iþróttafrétta- menn gegn öllum þekktustu lyft- ingamönnum okkar. En að fjálf- sögðu er það leyndarmál hverjir ætla að „slátra” hverjum. Bandarisku körfuknattleiks- mennirnir 5 sem leika hér á landi, Dirk Dunbar, Andrew Piazza, Michael Wood, Mark Christens- sen og Rick Hockenos munu þvi næst mæta Islenskum leikmönn- um I 2x15 minútna leik, en I Is- lenska liðinu verða þeir Jón Sig- urðsson, Kári Marisson, Simon Ólafsson, Þorsteinn Bjarnason og Bjarni Jóhannesson. Þarna ætti að geta orðiö um mjög skemmti- lgan leik aö ræða, og mun það ætl- un íslendinganna aö klekkja á þeim bandarisku. Skúli óskarsson, hinn þekkti lyftingamaður er næstur a dag- skránni, og mun hann að þessu sinni keppa i jafnhendingu gegn tveimur kunnum mönnum, vænt- anlega þekktum handknattleiks- dómurum, sem lyfta saman. Og svo kemur aö „rúslnunni”. Nú fá áhorfendur að sjá á fjölum Hallarinnar hið ósigrandi lið Ómars Ragjiarssonar „Stjörnu- liðið” svokallaða. 1 þvi eru auk Ómars, þeir bræður Halli og Laddi og Gunnar Þórðarsson sem útsetur leikaðferö liðsins. And- stæðingar þeirra verða ekki af lakara taginu, fjórir alþingis- menn með Ellert Schram og Al- bert Gúðmundsson I fararbroddi. Og að sjálfsögðu veröur leikinn knattspyrna með tilheyrandi. Dagskránni lýkur siðan með pressuleik I handknattleik, og gefst fólki þar kostur á þvi að sjá landsliðið i leik undir stjórn Jan- usar Czerwinski og er ekki að efa aö margir biða þess meö óþreyju. gk—• Og enn heldur Stenmark ófram að sigra alla — Vann yfirburðasigur í svigkeppni heimsbikar- r keppninnar í Madonna á Italíu í gœr OMAR SÝNIR UPPHITUNARÆFINGAR Þaö er ekkert lát á sigurgöngu Svians Ingemars Stenmark I sklöabrekkunum i Evrópu. t gær var keppt i svigi i heimsbikar- keppninni I Madonna á itallu, og þrátt fyrir aö Stenmark væri I þriöja sæti eftir fyrri feröina tókst honum að tryggja sér sigur — hans 6. sigur i röö I sklöakeppni I haust og 23. sigur hans i heims- bikarkeppni sem er aöeins einum sigri minna en met ítalans Gustavo Thoeni. En þaö met á Stenmark örugglega eftir aö bæta, hann er enn aöeins 21 árs og viröist ósigrandi i svigi og stór- svigi um þessar mundir. Eftir fyrri feröina I sviginu i gær var það Austurrikismaöurinn Klaus Heidegger sem hafði for- ustuna og Italinn Fausto Radici var annar. En i siðari ferðinni sýndi Sten- mark þeim hvernig á aö gera hlutina. Hann geystist niður brekkuna á mikilli ferð og timi hans I slðari ferðinni var nær tveimur sekúndum betri en timi næsta manns. Timi Stenmarks i gær var 110.81 sek. en timi Heidegger, sem hafnaöi I 2. sæti var 112.13 sek. svo yfirburðir Svians voru miklir I ttallu I gær. ,,t siöari ferðinni varð ég að taka mikla áhættu”, sagöi Sten- mark eftir keppnina. „En það tókst þrátt fyrir að það væri erfitt; lokakaflinn hjá mér var mjög góður. „Ég er viss um að sá timi kem- ur að ég vinn Stenmark”, sagði Heidegger eftir keppnina. „Hefði ég ekki gert stór mistök I lok sið- ari ferðarinnar heföi það hugsan- lega getaö átt sér stað þegar i dag”. í þriðja sæti I gær varö Júgó- slavinn Bojan Kraizaj sem er Evrópumeistari unglinga á 112.51 sek. sem er hans langbesti árang- ur i heimsbikarkeppni til þessa. Bandarikjamaðurinn Phil Mahre sem varð fjóröi i stórsvig- inu i Val d Isere á dögunum fékk einnig fjórða sætiö I gær, Mauro Bernardi frá ítaliu varð fimmti og Italinn Radici sem var annar eftir fyrri ferðina varö að gera sér sjötta sætið að góðu. — Þekkt- ir kappar eins og ítalarnir Piero Gros og Gustavo Thoeni urðu i 10. og 13. sæti og ollu miklum von- brigðum i gær. Stenmark hefur nú tekið örugga forustu I heimsbikarkeppninni, er kominn.með 50 stig, en I ööru sæti er Klaus Heidegger með 26 stig og Franz Klammer þriðji með 25 stig. gk— ít & VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og íélagsmerki. Hefi ávalll fyrirliggjandi ýmsar slaerðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styHur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitið upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykiavík - Sími 22804 StGVALDI HJALMARSSON haf i HAF I DROPA Bókin er rituö upp úr erindum sem höfund- úr hefur flutt i útvarp á síöustu árum viö- vikjandi yoga og aust- rænnihugsun. Hugratki .. fyrir byrjendur HUGR/EKT FYRIR BYRJENDUR Hagnýtar leiðbeining- ar um þann vanda að ráöa við athyglina. — Heppilegt rit fyrir þá sem kynna vilja sér hugrækt. *. SIGVAUJt H4ÁUI8ABSSON f EINS 06 GLUGGI EINS 06 OPINN GLUGGI Tólf erindi um myst- isk viðhorf. I Verö innb. kr. 1.980'.- < :,ié DHfimmflPfiDfi HIDÍO&N Tit tJfSVlIÍU Verö innb. kr. .2.400,- Verð innb. kr. 1.776.- GUÐSPiKIN OG GÁTUR LÍFSINS Bók þar sem einn af mestu dulfræðingum allra tima fjallar um guðspekina og llfsgát- una. Verð innb. kr. 2.640.- DHAMMA- PADDA Safn af spakmælum Buddha. — Boðskap- ur, sem I senn er vit- urlegur og fagur. Sör- en Sörenson þýddi úr frummáli, — Pali. Verð innb. kr. 1.860.- ÆÐRI HEIMAR Bók þar sem einn af mestu dulfræðingum allra tima lýsir öðrum viddum og tilveru- sviðum mannlegra skynjunar. m efandi HLIÐSKJÁLF Dreifing: /£ip Sími 19799 EINS KONAR ÞÖGN Abendingar viövikj- andi skýrari upplifun þess aö vera til. — Æf- ingar með athyglina. Verð pappirskilja, kr. 1.980 - f nvP _ n LAUGAVEGI 56. 121 REYKJAVlK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.