Vísir - 14.01.1978, Qupperneq 5

Vísir - 14.01.1978, Qupperneq 5
5 VÍSIR Laugardagur 14. janúar 1978 inn svo sterkur miðlari af- þreyingarefnis sem raun ber vitni er ljóst,að við erum harla litils megnug. í þvi sjá krakkarn- ir heimsþekkta skemmtikrafta troða upp og eru i þeirri aðstöðu að geta gefið skit i þá. Þau eru orðin svo góðu vön. Hvernig eig- um við að geta boðið upp á vandaðra prógram en það? Við höfum reynt margt til þess að auka á tilbreytinguna. T.d. auglýstum við fyrir skömmu eftir samstarfi við unglingana með það fyrir aug- um að bjóða þeim að annast ein- hvers konar skemmtanir. En enginn bauð sig fram. Þjóöfélagsþegn nr. 1 Svo er óhuggulegt til þess að hugsa,að svo virðist sem enginn geti lengur farið út að skemmta sér án þess að vera stútfullur af brennivini. Unglingarnir geta það auðvitað alveg, en i okkar samfélagi þar sem Bakkus er þjóðfélagsþegn nr. 1 ýtir tiðar- andinn undir þá vitleysu^að eng- inn sé maður með mönnum nema við skál. Ég get bara ekki skilið þá skemmtun sem fengin er af þvi að horfa oni æluna úr sjálfum sér. Nú eru allir sammála um það að þessi timi ævinnar þ.e. ung- lingsárin sé sá langbesti. Engin ábyrgð og framtiðin blasir við með möguleikum við hæfi og löngun hvers og eins. Ég lit svo á að með þessu fyllirii eyðileggi margur unglingurinn ekki að- eins þessi rómuðu ár heldur einnig allt sitt lif. Og þvi þykir mér ekkert skritib,þó að flest sé i handaskolum i samfélagi.sem býr að slikri ómenningu sem hér þykir svo fin og flott og sjálf- sögð. — PP. Einsog fram hefur komið hér á undan hafa þeir sem búa i ná- grenni Tónabæjar mátt þola mikið ónxði af ballgestum og þeim sem ekki hafa fcngið inn- göngu i húsið og hangið hafa á planinu fyrir utan það i þess stað. Einnig hefur heyrst að illa gangi að selja ibúðir, einmitt af þessum sökum i næsta nágrenni staðarins. Til þcss að grennslast fyrir urn sannleiksgildi þessara sögu- sagna og kynnast nánar hvernig það er að vera ibúi á þessum slóðum bönkuðum við uppá hjá Lofti Hafliðasyni stýrimanni og fjölskyldu hans að Skaftahlið 26. Tók hann erindi okkar vel og bauð okkur til stofu. Við byrjum á þvi að spyrja ' hann að þvi hvernig það sé að búa i nábýli við þennan stærsta unglingaskemmtistað landsins. Bankað upp aö nóttu Já.við höfum nú búið hérna i u.þ.b. 13 ár og þab verður aö segjast einsog það er að við höf- um þurft að þola mikið ónæði af staðnum sérstaklega eftir að hann var gerður að unglinga- stað en fyrstu ár okkar hér var hann notaður undir starfsemi fyrir eldra fólk og kalFaöist þá Lidó. Þaö er aðallega á föstu- dagskvöldum og -nóttum og i góðu veðri sem þessi ólæti eiga sér stað. — Hafið þið orðið persónulega fyrir ónæði af unglingunum, — þ e. fyrir utan hávaðann? Það eru að mestu leyti þeir sem fá ekki að komast inn i húsið sem valda okkur ónæði. Einnig er mikið um að vera eftir að hleypt hefur veriö út af ball- inu en hópurinn leysist fljótlega „...af ótta við að hann myndi brjóta allt og bramla. n Loftur Haf liðason: „Hann ásakaöi mig um að hafa stolið víninu sínu...,, upp er unglingarnir halda heim- leiðis. Þá verða hinsvegar aðrir fyrir barðinu á þeim hér i hverfinu. Oþægilegasta reynsla okkar var nótt eina er við vöknuðum upp við mikið skark og bram- bolt úti I garðinum. Klifrað var upp á svalirnar hjá okkur og stuttu seinna var hamast á dyrabjöllunni. Ég fór fram úr og opnaði. Þar stóð þá ungur drengur og var heldur enn ekki i illu skapi. Asakaði hann mig um að hafa stolið vininu sinu, sem hann hafði vist falið i garöinum okkar. Ég gat eðlilega ekki hjálpað honum með það, þar sem ég hafði ekkprt brennivin tekið. Var ég i fyrstu að hugsa um að bjóöa honum inn fyrir og ætlaði siðan aðhringja til lög- reglunnar og biöjá hana aö aka honum heim til sin en þorði hreinlega ekki aö hleypa honum inn i húsið af ótta við að hann myndi brjóta allt og bramla. Sprungið dekk og brotið grindverk Hafið þiö orðið fyrir fjárhags- legu tjóni af völdum ungling- anna? Ekki hefur það verið svo nokkru nemi. Þó var grind- verkið i kringum garðinn einu sinni brotið og einn morguninn sprakk á bilnum vegna brotinn- ar brennivinsflösku. Hitt er svo ánnað mál aö ef viö æUuðum að selja ibúöina þá myndi ekki fást eins mikið fyrir hana og sam- svarandi ibúð annars staðar i borginni þ.e.a.s ef við myndum á annað borð iosna við hana. Við höfum heyrt um fólk hér ofar i götunni sem ætlaði aö selja sina ibúö en enginn vildi kaupa hana vegna þess hvarhúnvarstaðsett i bænum. Enaa eru kúnningj- arnir alltaf að spyrja okkur hvort það sé ekki erfitt að búa svona nálægt Tónabæ. Það sorglegasta viö þetta allt saman er þó að það eru fáeinir krakkar sem eru þarna að eyði- leggja fyrir fjöldanum. Unglingarnir i dag eru upp til hópa indælis fólk og það er alveg nauðsynlegt að hafa fyrir þá svona skemmtistaö. Þeir þurfa jú að skemmta sér eins og aörir en sá staöur þyrfti bara að vera annars staöar en i miðju ibúðar- hverfi. — Þið verðið þá fegin ef Tóna- bær verður seldur? Það er nú likast til. Þú getur bara rétt imyndaö þér... ¥1':. ^ jw raralw *K' jlra ■T: jLj v Æmg „...verið oð troðo okkur í litla kassa" En hvernig skyldi hugsanleg sala Tónabæjar leggjast i unga fólkið sjálft/Sem staðinn sækir? Viö heyrum álit óskars Páls- sonar^n ára,úr Garðabæ, Ingi- bjargar M. Þorvaldsdóttur, 15 ára, úr Kópavogi og Guðlaugar Sigurðardóttur,15 (að verða 16), úr Breiðholti. óskar: Ég tel að verði af sölunni aukist aftur ástandið á „Hallær- isplaninu”. Einhvers staðar verðum við að skemmta okkur og það sýndi sig,að þegar Tóna- bæ var lokað hér um árið kom enginn annar staður til greina en það og ég get ekki sagt að mig fýsi þangað aftur. Ingibjörg: Mér finnst aö það eigi ekki að selja staðinn, heldur starfrækja hann áfram og hækka aldurstakmarkið. Krakkar eiga ekki að byrja svona snemma á þvi að stunda böllin. Það verður aö áráttu sem þeir losna seint við. t stað þess á að reyna að virkja þá til að gera eitthvað uppbyggilegt s.s. iöka iþróttir o.h.þ. Guðlaug: Ég er ekki sammála þvi, að hækka eigi aldurstak- markið. Þvi hvert eiga krakk- arnir þá að fara. 1 fyrra komst ég ekki inn i Tónabæ og stundaði þá „Halló”. — Hvernig list ykkur á þá hugmyndj að unglingarnir skemmti sér innan þess hverfis sem þeir búa i? óskar: Mér list vægast sagt mjög illa á þá hugmynd. Mér þykir gaman að fara og hitta fólk á minum aldri og ef það á að banna manni að hitta aðra en þá sem búa i næsta nágrenni, þá er nú orðið litið varið i það að vera til. Guðlaug:Með þvi væri verið að troða okkur i litla kassa. Ég á vini i öllum hverfum borgarinn- ar og gæti ekki hugsað mér að geta ekki farið út aö skemmta mér með þeim. Ingibjörg: Mér finnst nú,að auk- ið félagslif innan skólanna yröi til bóta. Hins vegar tel ég ekki æskilegt,aðungir krakkar kynn- ist ekki öðrum en þeim sem búa i sama hverfi, en þannig yrði það með timanum. —Og þið komið til með að sakna Tonabæjar ef hann verður seldur? öll: Já, það er alveg ábyggilegt. Einn af hverjum tuttugu kaupentíum okkar hlýtur kr 200.000.oo i verðtaun Fasteignasalan Afdrep Skúlatúni 6, símar 28644 & 2864S. Seljendur, látió AFDREP annast söluna. Þórsteinn Thorlacius viðskiptafræðingur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.