Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 1
vlsm
Þannig á að ganga
frá skattframtali
Átta síðna
blaðauki
um
framtalið
t>á er enn einui sinni komiO
aöþeim tima þegar fylla þarf
út og skila skattframtali,
skilafrestur vegna framtala
þeirra, sem ekki stunda at-
vinnurekstur, er til mánaöa-
móta. Atvinnurekendur hafa
hins vegar frest til febrúar-
loka.
Vísir birtir I dag átta siöna
blaöauka um skattframtaliO
1978. Þar er að finna leiðbein-
ingar ríkisskattstjóra við út-
fyllingu skattframtals árið
1978, ogskattmat framtalsárið
1978.
I þessum leiðbeiningum er
aðfinna allar þær leiðbeining-
ar sem nauðsynlegar eru til
þess að framteljendur getu
fyllt úr skattframtalið sitt
sjálfir.
Leiðbeiningarnar birtast
hér i þeirri röð sem færa á inn
upplýsingarnar á skattfram-
talið: byrjað erá fremstu siöu
skattskýrslunnar og endað á
þeirri öftustu. Lesendur Visis
geta þvi haft blaðaukann við
hendina þegar þeir fylla út
skattskýrsluna og farið skipu-
lega i gegnum öll atriði, sem
gera þarf grein fyrir.
Og munið nú at telja rétt
fram — og telja allt fram!
— ESJ
Þaö er vissulega misjafnt, hversu þunga byröi skattþegnarnir þurfa aö bera til skattstofunnar á hverju
ári en mörgum þykir hún vissulega þung, og ýmsir kvarta undan þvl aö hiö opinbera rýi þá inn aö skyrt-
unni (eöa nærbuxunum). Þessi mynd var tekin viö innganginn I skattstofuna i Reykjavík 1 gær og má
segja að fokiö sé i flest skjól hjá þeim skattborgaranum, sem þarna dregur sinn hlut I hinn stóra sam-
eiginlega sjóð.
— Visismynd: JA
Eignir - bls. 14
>
Tekjur, og
breytingar til
lœkkunar
framtolmna tekna
- bls. 14-15-16
*
Fródróttur -
bls. 16-17-18
*
Stafliðir A, B og
C 6 skattaskýrsl
unni - bls. 18
*
Kaup og sala 6
órinu - bls. 19
*
Eignir og tekjur
barna - bls. 19
*
Námsfrádráttur
- bls. 19
*
Skattmat -
bls. 19-20
GÆTfÐ ÞESS AÐ ARITUN A
SKATTFRAMTAUNU SÉ RETT
Efnisröð leiðbeininganna
og samsvörum hennar
við framtalið
1 leiðbeiningunum er fyrst fjall-
að um áritun framtalsins. Eðli-
legt þykir aö gera þvi næst grein
fyrir útfyllingu þeirra reita á
hægra helmingi 1. siöu framtals-
ins sem ætlast er til að framtelj-
endur útfylli eftir þvi sem viö get-
ur átt. Þvi næst vikja leiöbein-
ingar óslitið að útfyllingu töluliða
i I. — V. kafla á bls 1 og 2 og -þar
næst aö útfyllingu stafliöa A — G
á bls 3 og 4. Þó ber þess að gæta
að eigi er unnt aö fylla út suma
töluliöi framtalsins fyrr en lokið
er útfyllingu stafliöa.
1. Áritun
Framtalseyðublaöið, sem árit-
að er i skýrsluvélum, skal senda
skattyfirvöldum, sbr. þó 3. mgr.
Notiö aukaeintak af eyöublaöi til
aö taka afrit af framtali yöar og
geymiö afritið meö þeim upplýs-
ingum og gögnum til stuönings
framtali sem yður ber aö geyma
a.m.k. i 6 ár. Framteljanda skal
bent á að athuga hvort áritanir,
gerðar af skýrsluvélum, nöfn,
fæðingardagur og -ár, svo og
heimilisfang, séu réttar miöaö við
1. des. sl., sbr. 2. mgr. Ef svo er
ekki skal leiörétta þaö á framtal-
inu. Einnig skal bæta við upplýs-
ingum um breytingar á fjölskyldu
I desember, t.d. giftur (gift),
hverri (hverjum), hvaða dag,
nafn barns og fæðingardagur eða
óskirö(ur) dóttir (sonur) fædd-
(ur) hvaöa dag.
Ef áritanir eru ekki réttar miö-
að við 1. des. sl. skal framtelj-
anda bent á aö senda einnig leiö-
réttingu til Hagstofu Islands
(þjóðskrá), Reykjavik.
Ef ávitaö eyöublaö er ekki fyrir
hendi skal fyrst útfylla þær eyður
framtalsins sem ætlaðar eru fyrir
nafn og nafnnúmer framteljanda,
fæðingardag hans og -ár, svo og
heimilisfang hans 1. des. sl. Eyö-
ur fyrir nafn eiginkonu, nafnnúm-
er hennar, fæðingardag og -ár,
svo og nöfn, fæðingardag og -ár
barna, sem fædd eru áriö 1962 og
siöar, skal útfylla á sama hátt.
Sérstök athugasemd varðandi
„sambýlisfólk”.
Við áritun á framtalseyöublöð
karls og konu, sem búa saman I ó-
vigöri sambúö, hafa öll börn á
heimili þeirra verið skrifuö á
framtal sambýliskonunnar eins
og áður hvort sem hún er móöir
þeirra eða ekki. Skattfrádrætti
vegna barnanna var áður skipt
milli sambýliskonu og sambýlis-
manns I samræmi við ákvæði
skattalaga eins og þau þá voru,en
skv. lögum nr. 11/1975 gildir nú
eftirfarandi:
a. Börn á heimili sambýlisfólks,
sem átt hefur barn saman,
skulu öll talin hjá sambýlis-
manninum hvort sem hann er
faðir þeirra eða ekki.
b. Börn á heimili sambýlisfólks,
sem ekkihefur átt barn saman,
skulu talin hvert hjá sinu for-
eldri.
Fengiö meölag meö börnum,
yngri en 17 ára, skal að fullu færa
I þar til ætlaða eyöu á bls 1 neöan
viö nöfn barna heima hjá fram-
teljanda sem fædd eru árið 1962
eða siðar. Sé um aö ræöa fengiö
meölag með börnum sem urðu 16
og 17 ára á árinu 1977, þ.e. með
börnum, fæddum á árunum 1961
og 1960, skal þaö meölag einnig
taliö I áðurnefndri eyðu á bls. 1 en
nöfn þeirra barna skráö I G-lið á
bls 4 og þar tekiö fram aö fengiö
meðlag meö þeim sé taliö á bls. 1.
Sama gildir um barnallfeyri frá
almannatryggingum ef annaö
hvort foreldra er látiö eða barn er
ófeðrað.
Sé um að ræða slikan barnalíf-
eyri eöa meðlag meö barni til
móður, sem býr I óvlgöri sambúð
meö manni sem hún hefur átt
barn með, skal slikur barnalff-
eyrir eða meðlag talinn í áöur-
nefndri eyðu á bls. 1 á framtali
sambýlismannsins. A framtali
sambýliskonunnar skal jafnframt
tekið fram að barnalifeyririnn
eða meölagiö sé talinn á framtali
sambýlismannsins.
2. Fengið meðlag
og barnalifeyrir
Fengið meölag og barnalifeyrir
frá almannatryggingum ef annað
hvort foreldra er látiö eöa barn er
ófeðraö er skattskyldar tekjur aö
hálfu hjá móttakanda nema um
sé að ræða einstætt foreldri, sbr.
tölulið 10, III.
Aörar barnalifeyrisgreiöslur
frá almannatryggingum og allar
barnalifeyrisgreiöslur frá öörum
(t.d. lifeyrissjóðum) skal hins
vegar telja undir töluliö 13, III.
„Aörar tekjur”, hjá móttakanda.
Þó skulu þær greiðslur sem um
ræöir I þessari mgr., greiddar til
konu sem býr I óvigöri sambúö
meö manni sem hún hefur átt
barn með, allar taldar til tekna i
töluliö 13, III. á framtali sam-
býlismannsins.
3. Greidd meðlög
Meölög, sem framteljandi
greiöir meö barni til 17 ára aldurs
þess, eru frádráttarbær aö hálfu
hjá þeim sem greiðir, sbr. töluliö
7, IV.
Upplýsingar um greidd meðlög
með börnum til 17 ára aldurs skal
framteljandi færa I þar til ætlað-
an reit á fyrstu siöu framtalsins.
4. Greidd heimilisaðstoð
Greidda heimilisaðstoö, sem
ber að gefa upp á launamiöum
(eyðublöö fást hjá skattyfirvöld-
um), skal tilgreina i kr. dálk.
5. Álagt útsvar
Hér skal tilgreina I kr. dálk
álagt útsvar á gjaldárinu 1977.
6. Greidd
húsaleiga
Hér skal tilgreina i kr. dálk
greidda húsaleigu og aörar þær
upplýsingar sem um er beðiö I
þessum reit.
7. Slysatrygging við
heimiiisstörf
Skv. ákvæöum 30. gr. laga nr.
67/1971 um almannatryggingar
geta þeir, sem heimilisstörf
stunda, tryggt sér rétt til slysa-
bóta við þau störf með þvi aö skrá
i framtal sitt ósk um það I þar til
geröan reit. Arsiögjald verður nú
4.368 kr.
Þeir sem atvinnurekstur hafa
meö höndum geta tryggt sér og
mökum sinum,, sem meö þeim
starfa að atvinnurekstrinum, rétt
til slysabóta, sbr. upplýsingar þar
um á launamiðafylgiskjölum.
Óski þessir aðilar að tryggja sér
eða mökum sinum jafnframt rétt
ti'i slysabóta viö heimilisstörf
skulu þeir geta þess i umræddum
reit,og mun þá slysatryggingin I
heild reiknast 52 vikur á viku-
gjaldi þess áhættuflokks sem
hærri er.
Skattframtalið 1978