Vísir - 10.03.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 10.03.1978, Blaðsíða 7
vism Föstudagur 10. mars 1978 c ( Umsjón: Guðmundur Pétursson j Kafbátur tastur á Hafist var handa i morgun við björgun dvergkafbáts, sem sit- ur fastur á 110 metra dýpi i Norðursjónum. Um borð i kafbátnum eru tveir menn. Tveggja manna köf- unarbjöllu var sökkt niður til kafbátsins til þess að freista þess að losa burt vir sem 110 m dýpi þvælst hefur i skrúfu kafbátsins. „Það er hugsanlegt aö kafar- arnir nái að losa virinn úr skrúf- unni, en við höfum ekkert heyrt i morgun hvernig þeim geng- ur”, sagði talsmaður P&Q skipafélagsins, sem mennirnir starfa fyrir. Dvergkafbáturinn, sem er átta metra langur og tveggja metra hár, var notaöur til þess að lita eftir neðansjávarhluta bresks oliuborpalls um 70 milur austur af Leirvik á Shetlands- eyjum. Mennirnir tveir um borð hafa nægilegt loft og vatn til átta daga köfunar, og þeim þvi engin bráð hætta búin. A hálfrar stundar fresti hafa þeir sima- samband við móðurskipið, sem sveimar yfir þeim, og ekki ann- að á þeim að heyra, en þeir taki biðinni með stakri ró. Kafbáturinn liggur of djúpt til þess aö froskmenn geti kafað niður að honum, en sent hefur verið eftir öðrum dvergkafbát, sem er nú á leiðinni. Sá gæti lyft kaplinum ofan af hinum. Þetta óhapp minnir á björg- unina i september 1973, þegar tveir menn festust i köfunartæki sinu á 420 metra dýpi i Atlants- hafi, suðvestur af Irlandi. Þeir höfðu unnið að þvi að grafa sæ- simastrengi, þegar dráttartaug slitnaði. Björgunin tókst vel i það sinn og náðust mennirnir upp eftir 76 klukkustundar köf- un. Kóba skilar 6 flugrœningjum Sex menn, sem Kúba ætlar að framselja Bandaríkjunum vegna flugrána, fengu ekki að fara um borð i kana- disku farþegaflugvélina, sem flytja átti þá i gær frá Havana. Sá, sem hefur með öryggismál Air Canada að gera, sagði, að ekki hefði verið nægilega tryggi- lega um hnútana búið fyrir flugið frá Havana til Montreal. Þvi hefði verið frestað þess vegna. Ætlunin var, að bandariskir lögreglumenn stigjuumborð i vél- ina i Montreal til vörslu mönnun- um, en vélin hefði siðan haldiö áfram til New York. Banda'riska alrikislögreglan hefur ekki viljað nafngreina þessa sex menn, en segir, að þeir séu allir eftirlýstir vegna flug- rána i Bandarikjunum á árunum 1969 til 1971. A þessum árum voru mörg flugrán framin á innanlandsleiö- um i Bandarikjunum, og leituðu flestir ræningjanna hælis á Kúbu. 1 febrúar 1973 gerðu Bandarikin og Kúba samkomulag til þess að binda endi á rán á flugvélum og skipum þessara tveggja landa. Fól það I sér, að vélum og bátum skyldi skilað aftur til heimalands- ins, og eins lausnargjöldum, sem ræningjunum tækist að þvinga út. Það varð til þess að Kúba skil- aði aftur i ágúst 1975 manni, sem rændi flugvél og neyddi flugstjór- ann til þess að fljúga henni til Kúbu 1968. Sömuleiðis skilaði Kúba tveim milljónum dollara, sem þrir flugræningjar höfðu þvingað út úr Southern Airways 1972. En eftir að kúbönsk farþega- þota sprakk i loft upp og fórst i Karibahafinu I október 1976, sagöi Castró Kúbuforseti, að hann mundi ekki framlengja sam- komulagið, þegar gildistimi þess rynni út i april i fyrra. Sagði hann, að CIA, leyniþjónusta USA, heföi átt beinan þátt i þvi að sprengja upp flugvélina. MARGUR íR KNÁR, ÞÓTT 'ANN SÉ SMÁR Snúa senn heim eftir 90 daga Fyrsti geimfarinn, sem ekki er annað hvort bandariskur eða sovésk- ur, — nefnilega Tékkinn Vladimir Remek höf- uðsmaður, snýr aftur til jarðar i dag eftir viku- dvöl um borð i Saljut-6. Hann og Alexei Gubarev ofursti ' hafa haldiö Romanenko og Grechko félagsskap og voru þeim til fagnaðar á laugardaginn, þegar hinir siðarnefndu slógu met Bandarikjamanna i dvalarlengd úti I geimnum. Grechko og Romanenko eru nú búnir að vera 90 daga uppi i Sal- jut 6. í gærkvöldi var sjónvarpað um Sovétrikin ofan úr Saljut-6, og tóku allir geimfararnir fjórir til máls. Luku þeir allir lofsorði á hagleiksmennina, sem smiðað höfðu geimstöðina. Yfirmaður geimfaranna, Alex- ei Yeliseyev tsjálfur fyrrverandi geimfari), sagði, að Romanenko og Grechko mundu senn snúa aft- ur til jarðar, þegar þeir hefðu lok- ið tilraunum sinum. Kornabarn, sem lifað hefur af þrjá hjartaupp- skurði, lungnabólgu, nýrnagalla og hjartaslag þrisvar, hefur nú verið sent heim af sjúkrahús- inuaf fengnum bata, sem læknum þykir krafta- verki líkastur. Þessi niu mánaða strákur, Steven MacLaughlin að nafni, hefur fimm mánuöi ævi sinnar barist við dauðann af slikum garpskap, að hjúkrunarliö Riley Memorial sjúkrahússins i Indi- anapolis var farið að kalla hann „kraftaverkabarnið”. Þegar stráksi kom i þennan heim 3. júni i fyrrasumar, voru þrjú göt á hjarta hans, og vant- aði eina hjartalokuna. Auk þess var hann með þeim ósköpum fæddur, að æðakerfið var allt úr lagi. Eftir fjögurra mánaða legu UMBOÐSMENN VÍSIS á Austurlandi Vopnafjörður Egilsstaðir Barði Guðmundsson Páll Pétursson Fagrahjalla 9 Arskógum 13 simi 97-3266 og 97-3205 simi 97-1350 Neskaupstaður Stöðvarfjörður Birgir Agústsson Sigurrós Björnsdóttir Breiðabliki 6 simi 97-5810 simi 97-7139 Höfn — Hornafirði Eskifjörður Trausti Traustason Herdis Hermóðsdóttir Iiólabraut 2 Strandgötu 41 simi 97-6321' • simi 97-8242 Reyðarfjörður Dagmar Einarsdóttir Mánagötu 12 simi 97-4213 fékk hann kvef og upp úr þvi lungnabólgu. „Alltaf var okkur sagt, að viö mættum ekki gera okkur neinar vonir. Það væri enginn mögu- leiki til þess að barnið lifði þetta,” sagði móðir hans. I október gekk Steven litli undirfyrsta hjartauppskurðinn, átta klukkustunda aðgerð. Tvær svipaðar aögerðir fylgdu siðar. Nýrnagalli, eitrun i blóði og bil- un i hjartarafhlöðunni, sern komiðhafði verið fyrir I drengn- um, — það var eins og ætti ekki af drengnum aö ganga. Þrivegis á fimm daga bili i janúar stöðv- aðist i honum hjartað. En heim er hann nú kominn til foreldra sinna. Að visu er snáð- inn ekki mikill fyrir mann að sjá, aðeins fjögur kiló að þyngd eftir allt, sem á hefur dunið, og með fullorðinsgervihjarta i poka framan á sér. ÞÞ Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ' A ■* •*! I o _ Dawl/iowil/ _ **;»**: ooc/ ms\ þjöppur ’Armúla 16 iH Reykjavík • sími 38640 & m slipivélar dælur sagarblöð steypusagir þjöppur ít | bindivirsrúllur léttir meðfærilegir viöhaldslítlir fyrir stein- steypu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.