Vísir - 10.06.1978, Blaðsíða 10
10
c
Laugardagur 10. júnl 1978 VISIR
VISIR
utgefandi: Reyk japrent h/f
Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Palsson ábm.
úlafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund
ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind
Asgeirsdóttir. Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson,
Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Pélsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog honnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson.
Auglysinga- og sölustjori: Páll Stefánssor
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000 á mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 100 eintakið.
Þau átök, sem hér hafa átt sér
stað í þrjá áratugi um þátttöku
l'slands í varnarsamstarfi vest-
rænna ríkja, hafa oft á tíðum
leitt til snarpra deilna, þó að
jafnræði sé ekki með þeim hóp-
um, er takast á. Þeir eru svo
miklufleiri sem fylgja vestrænni
samvinnu og varnarsamstarfi
við Bandaríkin eins og sakir
standa, að það liggur í hlutarins
eðli hverjir hafa undirtökin.
Þeir sem eru andvígir því að
við tökum virkan þátt í varnar-
samstarfi frjálsra þjóða í
Evrópu og Ameríku efna öðru
hverju til einhvers konar aðgerða
í því skyni að vekja athygli á
málstað sínum. En það er at-
hyglisvert að í öllum umræðum
um þessi efni hefur fremur lítil
áhersla verið lögð á að draga
fram hina hugmyndafræðilegu
ásteytingarsteina.
Þau atriði, sem einkum hafa
verið í brennipunkti, eru öryggis-
málin eins og þau snúa að okkur
og sú spurning, hvort varnar-
samstarfið samrýmis sjálf-
stæðisvitund þjóðarinnar. Um
þessi atriði má lengi þrátta, þó að
fæstum dyljist nauðsyn þess að
við tryggjum öryggishagsmuni
okkar með þessum hætti við rikj-
andi aðstæður. Mönnum hefur
hins vegar láðst, annað hvort vit-
andi vits eða af gleymsku, að
fjalla um þann hugmyndafræði-
lega ágreining, sem liggur að
baki varnarbandalags vestrænna
þjóða.
Prófessor Ölafur Björnsson
hef ur vakið athygli á þessari hlið
málsins í hinni athyglisverðu bók
sinni um frjálshyggju og alræðis-
hyggju, sem nýlega er komin út.
Sjónarmið prófessorsins eru
markvert framlag til umræðna
um utanríkisstef nu íslands.
Hann segir t.d. að dragi til stór-
styrjaldar séu engar óyggjandi
öryggisráðstafanir til.
Varnarviðbúnaður er að sjálf-
sögðu ekki tilgangslaus, en þjón-
ar e.t.v. þeim tilgangi fyrst og
f remst að koma í veg fyrir styrj-
aldarátök. Friðurinn er eins og
sakir standa tryggður með
spjótsoddum. Það er hinn kaldi
veruleiki, sem ekki er unnt að
horfa framhjá.
Prófessor ólafur Björnsson
segir, að ófriðarhættan nú steðji
ekki eins og oftast áður af átök-
um stórveldanna um markaðsað-
stöðu og landrými, heldur sé það
hinn hugmyndafræðilegi ágrein-
ingur milli sósíalísku alræðisríkj-
anna og lýðræðisríkjanna, er
hana skapi. Alræðisríkin telja að
þeim stafi hætta af öllum sam-
skiptum óbreyttra borgara sinna
við borgara lýðræðisríkjanna.
Þautelja nábýli við lýðræðisríkin
tefla öryggi stjórnkerfisins og
hagkerfisins í hættu.
Ályktun, sem prófessorinn
dregur af þessari röksemda-
færslu, er kórrétt: Það er tómt
mál að tala um, að þetta djúp
ágreinings verði brúað með ein-
hvers konar milligöngu. Ágrein-
ingi milli austurs og vesturs
verður því ekki útrýmt með
málamiðlun af neinu tagi. Hug-
myndin um hið hlutlausa þriðja
afl, er tryggt gæti frið, er því
óraunsæ.
Afstaða okkar til virkrar vest-
rænnar samvinnu og varnarsam-
starfs við Bandaríkin hlýtur að
byggjast á afstöðu okkar til
þeirra málefna, sem um er deilt
á alþjóðavettvangi. Prófessor
Ólafur Björnsson segir í riti sínu,
að leggi menn að jöfnu stjórnar-
far alræðis- og lýðræðisríkja og
telji það engu máli skipta fyrir
hamingju borgaranna, undir
hvoru skipulaginu þeir lifa, þá sé
rökrétt niðurstaða af þvi að að-
hyllast hlutleysisstefnu.
Á þessa skoðun má fallast. En
þá er það kjarni málsins eins og
prófessorinn bendir á, að telji
menn það skipta máli fyrir vel-
líðan fólksins við hvers konar
stjórnarhætti það býr, eigi menn
að styðja þann málstað og þá,
sem fyrir honum berjast á al-
þjóðlegum vettvangi og ekki
víkjast undan að taka á sig þau
óþægindi, sem með sanngirni má
af þeim kref jast í þágu hans.
Þeir sem vilja styðja lýðræði
og borgaraleg mannréttindi
hljóta eðli máls samkvæmt að
styðja varnarsamstarf vest-
rænna þjóða. Að sjálfsögðu kys-
um við helst að þurfa ekki að
hafa hér erlent varnarlið. En
meðan varnarsamstarfið er
nauðsynlegt vegna okkar eigin
öryggis og vegna þeirrar hug-
sjónar að standa vörð um lýðræð-
ið og efla mannréttindi er það
enginn blettur á sjálfstæðisvit-
und þjóðarinnar. Þvert á móti.
Ef við skærumst úr leik gæti
það aðeins þjónað hagsmunum
alræðisaf lanna. Ofsóknirnar
gegn mannréttindahreyf ingun-
um í alræðisríkjum sósíalista eru
ögrun við frjálsa hugsun á
vesturlöndum. Krafan um að
sundra varnarsamvinnu lýð-
ræðisþjóðanna er á sama hátt
ögrun við það frelsi, sem við bú-
um við.
MVORU MEGfN
JKTLA MENN
AO STANBA?
-----------J
KENNDU MÉR AÐ KJÓSA RÉTT
EITT 1 EINU
e f t i r
Stsinunni Sigurðardóttur
Skyldu það vera ofsjónir eða
hvað að nýr vonarglampi skíni
úr augum Reykvikinga eftir að
hálfrar aldar ógnarstjórn Sjálf-
stæöismanna i borginni hefur
verið hrundið? Nei, þaö eru vist
ekki ofsjónir, þóttþaö sé dæma-
fá léttúð og ósanngirni að kalla
þetta ógnarstjórn. Hins vegar
mætti meö sanngirni nota orðið
ógnarlegt um það að sami
flokkurinn fær að stjórna einni
höfuðborg svo lengi, svo stóran
hluta úr meðalævi manns (og
hugsið bara til hinna látnu).
Kjósendur hljóta að vera i
meira lagi steinrunnir aö hafa
látið þetta dankast svona og
þetta mætti vel segja án þess að
leggja nokkurn dóm á borgar-
stjórn Sjálfstæðismanna. Að-
eins það, að fólk gefi sama
flokknum kost á aö stjórna einni
borg i fimmtiu ár, er ógnarlegt.
Þetta hafa nú ýmsir vitað en
samt er fremur sorglegt að sjá
allar myndirnar af borgar-
stjóranum á útleið, enda er
hann sympatiskur maður. Það
hefur ekki fariö fram hjá
blaðinu hans sem spilar á
sorgarstrengi þessa dagana
vegna skyndilegrar burtköllun-
ar hans og elur á logandi sam-
viskubiti i brjóstum andvara-
leysingjanna sem sátu heima i
leti á kjördag eða létu
gubbupestina aftrasér og blaðið
telur víst að hafi ráðið úrslitum.
Nú hlýtur manni aö detta i hug
hin fleyga spurning telpuhnokk-
ans á kjörstað: Er lögreglan hér
til þess að hjálpa veika fólkinu?
— og svarið: Nei barnið mitt,
hún er hér til þess aö hjálpa
fólki að kjósa rétt.
En úr þvi það tókst ekki betur
en svo hjá lögreglunni er lifið
allt i einu orðið soldið meira
spennandi en þaö var. Þetta er
liklega næstum þvi i fyrsta
skipti sem maður hlakkar til að
fylgjast með þvi hvað gerist
næst i Reykjavik, sem sagt
hvernig nýja meirihlutanum
tekst að breyta og bæta og
„Skyldu það vera ofsjónir eða hvað, að nýr vonarglampi skfni
úr augum Reykvikinga, eftir aö...”
greiða fyrir fögru mannlifi. Sér-
staklega verður spennandi að
sjá hvort það tekst aö rýra lifs-
kjör ákveðinna hópa hér i borg,
möo eru kosningar kjarabar-
átta? eins og málgagnið sagöi
fyrir kosningar að þær væru. Þá
er ekki hægt annað en velta þvi
fyrir sér, hvað verði gert fyrir
krakkagreyin okkar af þvi
manni finnst stundum að þau
séu soldið útundan. Og það
verður ekki sist spennandi að
sjá hvort tekst að gera borgina
skemmtilegri en hún er á
breiðum grundvelli. Þetta er
ekki meint illa til Sjálfstæöis-
flokksins, þvi að það er ekki
honum að kenna hvað borgin er
leiðinleg, þótt það sé kannski
honum að kenna að hún er ekki
skemmtilegri en hún er. Hér
mætti nefna hversu fábreyttir
möguleikar fólks eru til þess að
hafa ofan af sér utan heimilis-
veggjanna, einkum svonefnt
venjulegt fólk sem hefur tak-
markaðan áhuga á geigvænleg-
um listviðburðum. Það er bæði
skammarlegt og fátæklegt að
geta ekki boðið þvi upp á neitt
nema endumar á Tjörninni af
þvi að þær verða heldur and-
lausar til lengdar (og sjálfsagt
bannað að veiða þær) og svo
gamla kirkjugarðinn, þótt það
væru náttúrlega rakalaus
ósannindi aö kalla hann and-
lausan.
Það væri einmitt fróðlegt að
vita hvort von fólks um soldið