Vísir - 18.09.1978, Qupperneq 4
18
c
Enska knattspyrnan:
Þriðji varamaður
skoraði þrennu!
Fékk að koma inn á þegar tveir miðherjar voru meiddir hjá
Man. City og stal senunni frá nýju stjörnunni hjá Chelsea
Liverpool heldur sinu striki I 1.
deildinni i Englandi og er nú með
100% útkomu úr sinum leikjum til
þessa. Á iaugardaginn fékk
LiverpoolCoventry i heimsókn og
að viðstöddum 51,130 áhorfendum
— besta aðsóknin hjá Liverpooi á
timabilinu — sigraði heimaliðið
1:0.
Ahorfendaskarinn, sem mættur
var tíl aðsjá spennandi leik fékk
að sjá leikmenn Liverpool i mikl-
um ham. Var greinilegt á öllu, að
þeir ætluðu ekki að láta martröð-
ina frá þvi á mviövikudaginn, er
liðið tapaði fyrir Nottingham
Forest i fyrstu umferð Evrópu-
keppninnar halda fyrir sér vöku
öllu lengur.
Það var á 27. minútu leiksins,
sem skoski landsliðsmaðurinn
Graeme Souness kom knettinum
fram hjá Les Sealey markverði
Coventry, sem átti frábæran dag,
og hreinlega bjargaði liði sinu frá
stórtapi. Með þessum sigri náði
Liverpool tveggja stiga forystu
i deildinni en heilt stóð kemur á
hæla þeirra rauöu, sem viröast
mjög góðir um þessar mundir
Meistarar Nottingham Forest
voru ekki ánægöir með að yfir-
gefa Old Trafford i Manchester
meðaðeins annað stigið — nokkuð
sem flest lið gera sig samt ánægð
með eftir að hafa mætt
Manchester United þar. Meistar-
arnir tóku heimaliðið taki fljót-
lega i leiknum og Ian Bowyer
skoraði gott marksnemma i'hon-
um. En það nægöi ekki, og United
náði aö jafna fyrir leiksiok.
Annar jafntef lisleikur var
viðureign Aston Villa og Everton,
en þar skoruðu liðin hvort sitt
markið. Mickey Walsh, sem
Everton keypti frá Blackpool
fyrir 300 þúsund steriingspund,
skoraði á 36. minutu leiksins, en
Tommy Craig, sem áðurlék með
Newcastle jafnaði sex mínútum
siðar. Var það hans fyrsta mark
fyrir Villa.
Mikið gekk á i leik Chelsea og
Manchester City en þar beindust
auguflestraað tveim mönnum —
þeim Ron Futcher, sem City
keypti á sinum tima frá Luton
fyrir 80 þúsund stelingspund og
Duncan MacKenzie, sem Chelsea
keypti frá Everton á dögunum
fyrir margfalda þá upphæð.
Létu ekki
sjá sig!
Fjöldi manns mætti á Vals-
völlinn á laugardaginn til að
horfa á Val og Keflavik leika þar i
„úrvalsdeildinni" i kanttspyrnu
sem er keppni leikmanna 30 ára
og eldri.
Var þetta eini stóri iþróttavið-
burðurinn á Reykjavikursvæðinu,
sem auglýstur var, og höfðu
margir áhuga á honum. enda
þarna von á hressilegum leik á
milii kappa, sem gert hafa gerð-
inn frægan fyrir þessi félög á
undanförnum árum.
En það var hrein fýluferð, sem
farin var, þvi kapparnir gömlu
létu aldrei sjá sig og ekkert varð
þvi úr ieiknum. Ástæðan var ekki
gefin upp, en heyrst hefur að ilia
hafi gengið að smala mann-
skapnum saman og þvi ákveðið á
siðustu stundu að fresta
leiknum...
—klp-
Þetta var fyrsti leikur McKenz-
ie með Chelsea en það var Futch.
er sem „stal” leiknum frá hon-
um, og mun hann trúlega seint
gleyma þeim leik. Futchersem er '
þriðjimiðhverjinn Man. City fékk
að vera með þar sem miðherjar
liðsins númer eitt og tvö Brian
Kidd og Roger Palmer voru báðir
meiddir.
Hann þakkaði boðið með þvi að '
skora þrjúmörk— ,,hat-trick” —
fyrir City á örfáum minútum, en
leiknum lauk með sigri City 4:1.
Annars urðu úrslitin I 1. deild-
inni sem hér segir:
Arsenal-Bolton Wand. 1:0
Aston Villa-Everton 1:1
Brist.City-Southampt. 3:1
Chelsea-Man. City 1:4
Derby-West Brom. 3:2
Leeds-Tottenham 1:2
Liverpool-Coventry 1:0
Man. Utd.-Notth. Forest 1:1
Middlesbr.-QPR 0:2
Norwich-Birmingh. 4:0
Wdverhamt.-Ipswich 1:3
I 2. deildinni gekk á ýmsu og
sáust þar leikir, þar sem mikið
var skorað af mörkum — allt að 8
talsins 1 einum þeirra<— og niður i
ekki eitt einasta mark.
Þar urðu úrslitin þessi:
Blackb. R.-Leicester 1:1
Cam br id ge-Charl ton 1:1
Luton Town-Cardiff 7:1
Millwall-Chrystal Pal. 0:3
Notts. County-Orient 1:0
Oldham-Preston 2:0
Sheffield Utd.-Burnley 4:0
Sunderland-Fulham 1:1
West Ham-Bristol R. 2:0
Wrexham-Newcastle 0:0
Leik Stdie og Brighton & Hove
var frestað..
—klp—
Mánudagur 18. september 1978 vism
3
Eng'.endingar hafa verið ánægðir með hve vel hefur gengið aö skora
mörk I knattspyrnunni hjá þeim, það sem af er þessu keppnistimabili. 1
hverri umferð má finna einn eða fleiri „markaleiki” og á meöan svo er,
kemur fólkið, þvi að það eru mörkin —- svo og góð knattspyrna — sem
það vili sjá....
söluskrá
Nýir bílar
Skeifunni 11 I síntar: 81510 - 81502
Opid alla daga frá kl« 8.00—10.00
nema sunnudaga