Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 1
2001 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÓLAFUR STEFÁNSSON ÁTTI STÓRLEIK MEÐ MAGDEBURG / B3
SKAGAMAÐURINN Alexander Högnason fer í
næstu viku til þýska 3. deildarliðsins Uerdingen
og mun leika með liðinu þegar keppni hefst að
nýju í byrjun febrúar. „Þetta leggst mjög vel í
mig og væri góð tilbreyting frá undirbúnings-
tímabilinu hér heima. Félagi minn hjá ÍA, Gunn-
laugur Jónsson, hefur greinilega lagt inn gott orð
fyrir mig þarna úti og þjálfari liðsins, sem kemur
frá Hollandi, vill fá mig til liðsins sem fyrst. Ég
verð til að byrja með í rúmlega 5 vikur og við
munum skoða málin eftir þann tíma,“ sagði Alex-
ander í samtali við Morgunblaðið í gær. Alexand-
er er 32 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi
sínum við ÍA og verður mættur til leiks á ný með
Skagaliðinu í byrjun maí.
Alexander
Högnason til
Uerdingen
Einar Einarsson hefur verið ráð-inn nýr þjálfari meistaraflokks
Stjörnunnar í handknattleik karla í
stað Eyjólfs Bragasonar sem ákvað
að segja starfi sínu lausu. Leikmönn-
um Garðabæjarliðsins var tilkynnt
um þessar breytingar á æfingu
félagsins í gærkvöldi en þá stjórnaði
Einar sinni fyrstu æfingu. Einar er
ekki ókunnugur herbúðum Stjörn-
unnar, hvorki sem leikmaður né
þjálfari. Hann þjálfaði liðið í tvör ár
áður en Eyjólfur tók við starfi hans í
sumar og þá hefur Einar leikið í
mörg ár með félaginu.
Stjörnumönnum hefur gengið illa
á yfirstandandi leiktíð og nú þegar
hlé hefur verið gert á Íslandsmótinu
eru Garðbæingar í 10. sæti eftir
þrettán umferðir með 8 stig, fjórum
stigum meira en HK sem er í fallsæti.
„Það er ljóst að það eru mikil
vandamál í liðinu en það er fjarri því
að vandamálin séu öll komin vegna
þjálfarans. Eyjólfur skynjaði að það
væri erfitt að vinna sig út úr þessum
erfiðleikum og hann ákvað að taka þá
ákvörðun að hætta. Við vonum að
Einar geti hrist upp í þessu og komið
með ferskt blóð í leik liðsins því það
er mikill metnaður í félaginu og það
er í raun óþolandi að klúbburinn skuli
vera í þessari stöðu. Einar þekkir vel
til hjá félaginu og okkur fannst eðli-
legt að reyna fá hann til að bjarga því
sem bjargað verður. Hans bíður erf-
itt verk en meiningin er að nota fríið í
deildinni til að berja liðið saman og
gera það sem við vitum að liðið á að
geta,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson,
formaður handknattleiksdeildar
Stjörnunnar, við Morgunblaðið.
Einar tekur við
starfi Eyjólfs
Landsliðið heldur til Indlands ásunnudaginn kemur og verð-
ur flogið til London, þaðan til
Dubai í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum, síðan til Bombay
í Indlandi og þaðan suður til Coch-
in, sem er við Arabíska hafið.
Ferðin mun taka rúman sólar-
hring. Atli Eðvaldsson landsliðs-
þjálfari hefur þurft að gera breyt-
ingar á landsliðshópi sínum. Pétur
Hafliði Marteinsson og Marel
Baldvinsson, leikmenn með norska
liðinu Stabæk, komust ekki til Ind-
lands vegna meiðsla og kallaði Atli
á þá Hreiðar Bjarnason, Fylki, og
Kjartan Antonsson, ÍBV, í hópinn
og á gamlársdag var nítjánda leik-
manninum bætt í hópinn. Það er
Helgi Valur Daníelsson, Fylki.
Aðrir leikmenn sem fara til Ind-
lands eru Gunnleifur Gunnleifs-
son, Keflavík, og Fjalar Þorgeirs-
son, Fram, markverðir, Tryggvi
Guðmundsson, Tromsö, Sverrir
Sverrisson, Fylki, Guðmundur
Benediktsson, KR, Gunnlaugur
Jónsson, Uerdingen, Ólafur Örn
Bjarnason, Grindavík, Indriði Sig-
urðsson, Lilleström, Bjarni Þor-
steinsson, KR, Þórhallur Örn Hin-
riksson, KR, Gylfi Einarsson,
Lilleström, Sigþór Júlíusson, KR,
Sigurvin Ólafsson, KR, Valur
Fannar Gíslason, Fram, Veigar
Páll Gunnarsson, Strömgodset og
Sævar Þór Gíslason, Fylki.
Sextán þjóðir taka þátt í Árþús-
undabikarnum og verður leikið í
fjórum fjögurra liða riðlum. Tvö
efstu liðin í hverjum riðli komast í
8-liða úrslit.
Leikið verður gegn Úrugvæ og
Indónesíu kl. 17.30, eða klukkan 12
að íslenskum tíma, og gegn Ind-
landi kl. 15, eða kl. 9.30 að íslensk-
um tíma.
Fyrst leikið gegn
Úrugvæ í Indlandi
ÍSLENSKA landsliðið í knatt-
spyrnu mætir liði Úrugvæ í
fyrsta leik sínum í Árþúsunda-
bikarnum, Super Soccer Mill-
ennium Cup, í knattspyrnu í
Indlandi. Leikurinn fer fram í
Cochin fimmtudaginn 11.
janúar, síðan verður leikið
gegn Indlandi 13. janúar og
Indónesíu 15. janúar. Komist
liðið áfram leikur það í átta liða
úrslitum 18. eða 20. janúar.
JÓHANNES Harðarson, knattspyrnu-
maður frá Akranesi, fór í morgun til
Hollands og æfir og leikur með 1. deild-
arliðinu MVV frá Maastricht næstu níu
dagana. Jóhannes hefur sem kunnugt er
samið við hollenska úrvalsdeildarliðið
Groningen frá og með 1. júlí.
„Ég æfi með liðinu og spila tvo æf-
ingaleiki og ef um gagnkvæman áhuga
verður að ræða mun ég leika með liðinu
til vorsins,“ sagði Jóhannes við Morg-
unblaðið í gær.
MVV er í 12. sæti 1. deildar en liðið
féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor.
Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guð-
jónsson lék með liðinu á síðasta tímabili
og Gunnar Einarsson KR-ingur spilaði
með MVV um skeið.
Jóhannes
til MVV
Morgunblaðið/ Kristinn.
Landsliðið í handknattleik hóf í gær undirbúning sinn fyrir lokakeppni HM sem hefst í Frakklandi 23. janúar. Á myndinni eru
Sebastian Alexandersson markvörður og Þorbjörn Jensson þjálfari á æfingu á Ásvöllum í Hafnarfirði. Sjá nánar /B4
ÚRVALSDEILDARLIÐ Þórs frá Ak-
ureyri í körfuknattleik hefur fengið
Bandaríkjamanninn Daniel Maurice
Spillers til liðsins en Spillers lék 16 leiki
með Þór keppnistímabilið 1999-2000. Að
sögn Ágústs Guðmundssonar þjálfara
Þórs var samningi við Bandaríkjamann-
inn Clifton Bush, sem leikið hafði með
Þór í vetur, rift þar sem að leikmaðurinn
hafi gefið til kynna að hann vildi fara frá
félaginu af persónulegum ástæðum.
Spillers lék í vetur í ABA-atvinnu-
mannadeildinni í Bandaríkjunum og
leikur með Þór gegn liði Skallagríms í
Borgarnesi á fimmtudag.
Maurice Spill-
ers til Þórs