Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 B 3
Charlton í fyrsta skipti í 47 ár. Arsene
Wenger, stjóri Arsenal, sagði eftir leik-
inn að hann hefði meiri áhyggjur af
Sunderland og Ipswich heldur en
Manchester United.
„Ef lið tekur ekki reglulega stig á úti-
velli verður erfitt að ná sæti í meist-
aradeildinni. Í augnablikinu erum við að
keppa við lið eins og Sunderland, Ips-
wich og Liverpool. Við vorum virkilega
óheppnir í leiknum gegn Charlton og
hefðum átt skilið í það minnsta eitt
stig,“ sagði Wenger. Finninn Jonatan
Johansson skoraði eina mark leiksins í
fyrri hálfleik en Arsenal fékk gullið færi
til að jafna metin í síðari hálfleik. Nel-
son Vivas tók þá vítaspyrnu en mark-
vörður Charlton varði með glæsibrag.
Skondið mark Hasselbainks
Jimmy Floyd Hasselbaink tryggði
Chelsea öll stigin gegn Aston Villa en
markið sem réði úrslitum var mjög
skondið. David James, markvörður
Villa, hugðist sparka frá marki sínu en
það vildi ekki betur til að boltinn fór í
afturendann á Hasselbaink og lak inn-
fyrir marklínuna. Eiður Smári Guð-
johnsen misnotaði tvö góð færi í fyrri
hálfleik en átti engu að síður góða
spretti en var skipt útaf á 87. mínútu
fyrir Albert Ferrer.
Venables ósáttur
Middlesbrough, undir stjórn Terry
Venables, heldur áfram að hala inn stig
en liðið náði góðu stigi á Elland Road,
heimavelli Leeds. Alen Boksic kom
gestunum í forystu en Robbie Keane
opnaði markareikning sinn hjá Leeds
og jafnaði úr vítaspyrnu sem mörgum
fannst harður dómur og þá sérstaklega
Terry Venables.
„Fyrir leikinn hefðum við vel getað
sætt okkur við jafntefli en eftir leikinn
er ég vonsvikinn. Leeds fékk víti á silf-
urfati. Þetta var ekkert víti. Boltinn fór
í hné Curtis Fleming og þaðan upp í
höndina og það á ekki að dæma víti á
slíkt,“ sagði Venables.
Óvænt tap hjá Leicester
Arnar Gunnlaugsson lék allan tímann
í framlínu Leicester sem tapaði óvænt á
heimavelli fyrir botnliði Bradford. Arn-
ar átti þátt í eina marki Leicester. Hann
gaf góða sendingu á Darren Edie sem
var felldur innan teigs og úr vítaspyrn-
unni skoraði Muzzy Izzett örugglega.
Arnar fékk upplagt færi til að jafna
metin í 1:1 í upphafi síðari hálfleiks en
brást bogalistin.
Skin og skúrir
hjá Ipswich
Það skiptust á skin og skúrir hjá Her-
manni Hreiðarssyni og félögum hans í
Ipswich. Á laugardag tók Ipswich Tott-
enham í bakaríið og sigraði, 3:0, en í
fyrradag steinlá liðið fyrir Sunderland,
4:1, eftir að hafa skorað fyrsta markið í
leiknum. Hermann lék vel í leiknum
gegn Tottenham en náði sér ekki á strik
frekar en fleiri samherjar hans gegn
Sunderland.
„Ég var mjög sáttur við fyrri hálfleik-
inn hjá okkur en í þeim síðari tók Sund-
erland öll völd á vellinum. Við vorum illa
á verðinum og gáfum þeim tvö mörk og
það er ekki vænlegt til árangurs á þess-
um velli,“ sagði George Burley, stjóri
Ipswich.
Babbel bjargaði Liverpool
Þýski varnarjaxlinn Markus Babbel
tryggði Liverpool sigurinn gegn Sout-
hampton í fyrradag en hann skoraði sig-
urmarkið 5 mínútum fyrir leikslok. „Ef
ég hefði ekki verið búinn að nota alla
varamennina hefði ég skipt Babbel útaf
nokkru áður en hann skoraði markið.
Hann virtist þreyttur og ég var alls ekki
öruggur á að láta hann hefja leikinn. En
Babbel sýndi mikinn karakter. Þrátt
fyrir að vera stífur í kálfanum skokkaði
hann inn í teiginn og tryggði okkur mik-
ilvægan sigur,“ sagði Gerard Houllier.
Poom hetja Derby
Í níunda skiptið í síðustu þrettán
leikjunum tókst leikmönnum Derby að
halda marki sínu hreinu og mark Deon
Burton á 20. mínútu réði úrslitunum í
hörðum fallbaráttuleik gegn Everton.
„Mark Poom markvörður okkar vann
þennan leik fyrir okkur sem er örugg-
lega einn sá lélegsti hjá liðinu á heima-
velli í vetur,“ sagði hinn litríki stjóri
Derby, Jim Smith, eftir leikinn.
Reuters
Villa, og fyrir aftan þá er George Boateng. Eiður Smári og samherjar hans í Chelsea fögnuðu sigri, 1:0.
ar í öðr-
ðaflokki
AP
Ole Gunnar Solskjær hefur
skorað grimmt fyrir Man. Utd.
undanfarið. Hér fagnar hann
marki sínu gegn West Ham.
BJARNI Guðjónsson kom tals-
vert við sögu í leikjum Íslend-
ingaliðsins Stoke City um
helgina. Bjarni tryggði Stoke
sigur gegn Bristol City á laug-
ardaginn þegar hann skoraði
eina mark leiksins sjö mínútum
fyrir leikslok og hann var svo
aftur á skotskónum í fyrradag
þegar hann skoraði fyrra mark
Stoke í 2:2 jafnteflisleik gegn
Notts County.
Mark Bjarna gegn Notts
County kom eftir aðeins 80 sek-
úndur. Bjarni þrumaði knett-
inum af 20 metra færi og var
þetta sjöunda mark hans á leik-
tíðinni. Notts County, sem er
erfitt heim að sækja, náði að
komast yfir, 2:1, en tíu mínútum
fyrir leikslok jafnaði Andy
Cooke metin með sínu fyrsta
marki fyrir félagið.
Brynjar Björn var kjörinn
maður leiksins í staðarblaðinu
Sentinel en hann fékk 8 í ein-
kunn eins og Bjarni Guðjónsson.
Birkir Kristinsson, Brynjar
Björn Gunnarsson og Bjarni
Guðjónsson voru með allan tím-
ann í báðum leikjum Stoke um
helgina. Ríkharður Daðason lék
síðustu 20 mínúturnar gegn
Bristol City og síðasta stund-
arfjórðunginn gegn Notts
County. Stefán Þór Þórðarson á
hins vegar við meiðsli að stríða
og lék ekki.
Stoke er komið upp í fimmta
sæti 2. deildarinnar. Liðið er
með 41 stig. Rotherham er með
45 stig í fjórða sæti, Wigan er
með 47 stig og á toppnum eru
Walsall og Millwall með 48 stig.
Bjarni á
skotskónum
Magdeburg hefur aðeins fatastflugið upp á síðkastið og hafði
aðeins náð einu stigi út úr síðustu
þremur leikjum þegar liðið tók á
móti Essen að viðstöddum 6.900
áhorfendum í íþróttahöllinni glæsi-
legu í Magdeburg. Framan af var
leikurinn í járnum og eftir rúmar 20
mínútur var staðan jöfn, 6:6. Þá tóku
heimamenn öll völd á vellinum og
skoruðu 6 mörk í röð án þess að Pat-
rekur og félagar næðu að klóra í
bakkann. Staðan í hálfleik, 12:6. Í
síðari hálfleik var um sömu yfirburði
að ræða hjá Magdeburg og um miðj-
an síðari hálfleik var munurinn 11
mörk, 21:10.
Þrátt fyrir sigurinn er Magdeburg
enn í 5. sæti deildarinnar með 29 stig
eftir 20 leiki, fjórum stigum á eftir
efsta liðinu, Flensburg-Handewitt,
sem vann Nettelstedt heima, 32:26.
Róbert Julian Duranona var ekki á
meðal markaskorara Nettelstedt að
þessu sinni. Gamli refurinn, Bogdan
Wenta, fékk hins vegar uppreisn
æru í leiknum er hann skoraði 5
mörk og fór mikinn í liði Flensburg-
ar, en hann var var látinn fara frá
Nettelstedt sl. sumar, var sagði orð-
inn gamall og lúinn.
Róbert Sighvatsson skoraði 3
mörk fyrir Bayer Dormagen er liðið
tapaði 27:22 á útivelli fyrir Minden.
Var þetta fjórði tapleikur Dorma-
gen. Gústaf Bjarnason gerði tvö af
mörkum Minden sem nú er í 9. sæti
með 21 stig. Dormagen er hins vegar
í 18. og þriðja neðsta sæti með 11
stig.
Sigurður Bjarnson og samherjar í
Wetzlar lágu á heimavelli, 27:21, fyr-
ir Lemgo. Sigurður skoraði í tvígang
fyrir Wetzlar sem var undir nær all-
an leikinn, m.a. 14:10 í hálfleik.
Wetzlar er í 13. sæti með 16 stig, en
Lemgo hreiðraði um sig með sigr-
inum í fjórða sætinu með 30 stig.
Heiðmar Felixson var ekki meðal
markaskorara Wuppertal sem tap-
aði 26:20 fyrir Kiel. Wuppertal er í
næst neðsta sæti með 5 stig, einu
stigi fleira en Hildesheim sem rekur
lestina.
Nú verður gert hlé á þýsku úrvals-
deildinni vegn heimsmeistarakeppn-
innar í handknattleik. Næsta umferð
fer fram 10. og 11. febrúar.
Stórleikur
hjá Ólafi
ÓLAFUR Stefánsson átti stór-
leik og skoraði 10 mörk þegar
Magdeburg lagði Essen á
heimavelli, 25:17, á næst síð-
asta degi nýliðins árs, en þá var
leikin heil umferð í þýsku úr-
valsdeildinni í handknattleik.
Patrekur Jóhannesson náði sér
ekki á strik í liði Essen og skor-
aði aðeins eitt mark. Ekkert
marka Ólafs var úr vítakasti.
Þrír af þekktustu leikmönnumnorska landsliðsins í knatt-
pyrnu skrifuðu ekki undir nýjan
samning við norska knattspyrnu-
sambandið, NFF, áður en frestur
sem þeim var gefinn rann út þann
1. janúar. Manchester Utd.-leik-
mennirnir Ole Gunnar Solskjær,
Ronny Johnsen og Tottenham-leik-
maðurinn Steffen Iversen sættu
sig ekki við skilmála í samningum
sem gerðu NFF m.a. kleift að nota
leikmenn landsliðsins í auglýsingar
og annað sem tengist styrktarað-
ilum sambandsins. NFF sendi frá
sér fréttatilkynningu í gær þar
sem fram kemur að þeir leikmenn
sem ekki hafa gert samkomulag við
NFF verði ekki valdir í landsliðið
að svo stöddu. Tore Andre Flo
(Rangers), Erik Bakke (Leeds),
Vegard Heggem (Liverpool) og
markvörðurinn Thomas Myhre
hafa allir fengið frest til að skrifa
undir samninginn en allar líkur eru
á því að þeir neiti einnig að skrifa
undir og leiki ekki með norska
landsliðinu.
Vandræði hjá
Norðmönnum