Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 4
 GUÐNI Bergsson lék allan tímann í vörn Bolton sem sigraði Preston á útivelli í ensku 1. deildinni, 2:0. Bjarki Gunnlaugsson lék ekki með Preston vegna meiðsla.  LÁRUS Orri Sigurðsson kom við sögu hjá WBA í fyrsta skipti á leik- tíðinni. Hann lék síðustu fjórar mín- úturnar þegar WBA vann góðan úti- sigur á Guðna Bergssyni og félögum hans í Bolton, 1:0, og Lárus var svo á varamannabekk WBA þegar liðið sigraði Barnsley í fyrradag, 1:0.  ÓLAFUR Gottskálksson og Ívar Ingimarsson léku báðir allan tímann fyrir Brentford sem sigraði Oxford, 3:0, í 2. deildinni. Brentford er í 12. sæti deildarinnar.  RAGNHEIÐUR Stephensen skor- aði eitt mark fyrir Bryne sem tapaði fyrir Lunner, 26:24, í norsku úrvals- deildinni í handknattleik um helgina. Sola, lið þeirra Þórdísar Brynjólfs- dóttur og Drífu Skúladóttur, sigraði Gjövik/Vardal, 23:18. Sola er í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig en Bryne situr á botninum með tvö stig.  OLEG Velykky, markahæsti leik- maður Evrópukeppninnar í hand- knattleik á síðasta ári, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Essen í Þýskalandi. Kemur hann til liðsins eftir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi og leikur sinn fyrsta leik með Patreki Jóhannessyni og sam- herjum gegn Solingen í fyrstu um- ferð eftir HM. Velykky er 23 ára og vakti mikla athygli á EM en þýsku félögunum gekk illa að klófesta pilt þar sem hann var samningsbundinn Zaporozhje í heimalandi sínu.  PETER Rost hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins Eisenach. Rost tekur við af Jürgen Beck sem tók tímabundið við þjálfun liðsins eftir að Rainer Osman var lát- inn taka pokann sinn í haust. Rost er margreyndur handknattleiksmaður og lék m.a. 216 landsleiki fyrir A-Þjóðverja og varð ólympíumeist- ari með landsliði þjóðarinnar í Moskvu 1980.  KYUNG-Shin Yoon hefur fram- lengt samning sinn við Gummers- bach til tveggja ára með mögulegri framlengingu um eitt ár. Yoon hefur verið í herbúðum Gummersbach undanfarin fimm ár og ævinlega ver- ið meðal markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar í handknattleik.  FRANSKA íþróttablaðið L’Equipe hefur valið kylfinginn Tiger Woods meistara meistaranna árið 2000. Er Woods fyrsti kylfingurinn sem hlýt- ur þennan heiður en blaðið hefur út- nefnt íþróttamann ársins frá stofnun þess árið 1946. Fyrri íþróttamenn ársins að mati L’Equipe eru m.a. Mark Spitz, Carl Lewis, Michael Jordan, Andre Agassi og Ronaldo.  SOL Campbell, fyrirliði Totten- ham, sagði í morgun að hann ætlaði sér að vera áfram hjá félaginu eftir að samningur hans rennur út í sum- ar. Campbell hefur verið orðaður við nokkur af sterkustu liðum heims en hann vill ekki yfirgefa Tottenham. „Ég vil leika fyrir Tottenham, það er allt og sumt. Ég er ekki á förum. Ég hef verið hér svo lengi og það skiptir öllu fyrir mig að gera vel fyrir félag- ið. Þegar litið er á Tottenham þá eru hæfileikarnir ótrúlegir, leikvangur- inn er yndislegur og það er allt fyrir hendi,“ sagði Campbell.  ROMARIO var kjörinn besti leik- maður ársins í Suður-Ameríku. Hann fór á kostum með liði sínu, Vasco da Gama, á árinu og skoraði 66 mörk. Juan Roman Riquelme, leikmaður Boca Juniors, varð í öðru sæti og samherjar hans, Oscar Cord- oba og Martin Palermo, voru jafnir í þriðja sæti. 242 blaðamenn í Suður- Ameríku kjósa leikmann ársins og má hann ekki leika utan heimsálf- unnar. FÓLK Wislander fram- lengir hjá Kiel SÆNSKI handknattleiksmaðurinn Magnus Wislander hefur ákveð- ið að taka boði Kiel og framlengja samning sinn við félagið um eitt ár, eða til enda leiktíðarinnar vorið 2002. Wislander, sem verður 37 ára 22. febrúar nk., hefur leikið með Kiel síðan 1990 og orðið þrisv- ar sinnum þýskur meistari. Auk þess hefur honum hlotnast marg- háttaður heiður, s.s. að vera kjörinn besti handknattleiksmaður Kielar-liðsins frá upphafi og fremsti handknattleiksmaður Svíþjóð- ar. Wislander hefur einnig verið kjölfesta sænska landsliðsins í handknattleik um margra ára skeið og ætlar að leika með því á heimsmeistaramótinu í Frakklandi síðar í þessum mánuði. Fyrstu æfingar liðsins eftir ára-mót voru í gær en þá var æft tvívegis. Þorbjörn Jensson lands- liðsþjálfari sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að æf- ingarnar hefðu gengið vel fyrir sig og að menn hefðu komist vel frá jól- um og áramótum. „Hádegisæfingin í dag var fín og menn voru mjög sprækir. Óli [Ólafur Stefánsson] kemur til liðs við okkur á morgun og Julian [Róbert Julian Duranona] er þessa stundina á leiðinni til landsins og ekki alveg ljóst hvort hann verður með á æfingunni í kvöld, en hann verður þá altént með á morgun,“ sagði Þorbjörn um miðj- an dag í gær. Landsliðsþjálfarinn sagði að þeg- ar allir væru mættir til leiks færi undirbúningurinn á fulla ferð. „Við þurfum að setjast niður og fara yfir stöðuna og sjá hvaða möguleika við teljum okkur eiga. Það er auðvitað erfitt að setja niður í hvaða sæti við ætlum að verða, en markmið okkar er auðvitað að komast upp úr riðl- inum okkar og þá erum við komnir í sextán liða úrslit. Í þeim getur allt gerst og árangurinn veltur að hluta til á heppni og dagsforminu hverju sinni. Það er ekkert gefið í riðlakeppn- inni og ómögulegt að segja hvaða lið komast til dæmis áfram í B- riðli, en við mætum þeim liðum á næsta stigi. Í okkar riðli eru fimm lið sem eiga nokkuð jafna möguleika á að komast áfram, en fjögur lið af sex fara áfram,“ sagði Þorbjörn. Íslendingar mæta Frökkum á Ás- völlum á laugardaginn, á Akureyri á sunnudaginn og í Laugardalshöll á þriðjudaginn. Meðal áhorfenda á þessum leikjum verður Bengt Jo- hansson landsliðsþjálfari Svía, en Íslendingar mæta Svíum í fyrsta leik HM í Frakklandi 23. janúar. Með sænska þjálfaranum kemur Dani nokkur, sá sem séð hefur um að mynda landsleiki Dana undanfar- in ár, og virðist því komið samstarf þar á milli, en Danir náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppni HM að þessu sinni. Svíar koma saman 10. janúar og þar í landi verður fjögurra landa mót 12.–14. janúar þar sem Frakk- ar, Danir og Þjóðverjar verða. Á sama tíma verða Íslendingar á fjög- urra landa móti á Spáni þar sem Norðmenn og Egyptar verða auk heimamanna og íslenska liðsins. Síðustu leikir íslenska liðsins verða síðan við Bandaríkjamenn hér heima 18. og 19. janúar og liðið heldur til Frakklands mánudaginn 21. janúar. Morgunblaðið/ Kristinn. Einar Örn Jónsson, annar tveggja nýliða í landsliðshópnum, fylgist með félaga sínum freista þess að skora hjá Birki Ívari Guðmundssyni markverði á æfingu í gær. Johansson fylgist með leikjum gegn Frökkum ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik æfir fullskipað í fyrsta sinn í hádeginu í dag, en Ólafur Stefánsson var síðastur landsliðsmann- anna til að koma til landsins. Um helgina leikur liðið þrjá leiki við Frakka og marka þeir leikir upphaf undirbúnings liðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Frakklandi, sem hefst 23. janúar. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Lokaundirbúningurinn fyrir HM í Frakklandi er hafinn FRAKKAR sigruðu Egypta, 27:23, í úrslitaleik á al- þjóðlegu handknattleiksmóti í París á laugardaginn. Frakkar mæta sem kunnugt er Íslendingum þrívegis í æfingaleikjum á næstunni, og Egyptar eru með Íslend- ingum í riðli á HM sem hefst í Frakklandi 23. janúar. Franska liðið Ivry vann Braga frá Portúgal, 25:24, í leik um 3. sætið, Granollers frá Spáni vann Rúmena, 25:24, í framlengdum leik um 5. sætið og Alsír hafnaði í 7. sæti eftir sigur á Cantabria frá Spáni, 28:21. STEFAN Kretzschmar, hornamaður Magdeburg og þýska landsliðsins í hand- knattleik, hefur ákveðið að ræða ekki meira við fjöl- miðla fram yfir HM í Frakk- landi. Kretzschmar hefur verið mjög í sviðsljósinu, að- allega vegna sambands síns við sunddrottninguna Franz- iska van Almsick. Hjá Magdeburg þykir mönnum nóg komið og Alfreð Gísla- son, þjálfari liðsins, hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að Kretzschmar þurfi að gefa meira af sér til að liðið nái að halda út í barátt- unni um meistaratitilinn. Frakkar sigr- uðu Egypta Kretzschmar þegir fram yfir HM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.